Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 25
DAGLEGT LÍF
ÁFORMAÐ er að Sjálandsskóli
taki formlega til starfa í Garðabæ
næsta haust. Skólinn er nú í bygg-
ingu og má segja að öll uppbygg-
ing hans sé með allnýstárlegum
hætti. Í stað hefðbundinna skóla-
stofa og hefðbundinnar bekkja-
skiptingar verða til stór heima-
svæði fyrir allt að 60–70
nemendur á misjöfnum aldri, bæði
með minni og stærri rýmum. Á
hverju svæði verður teymi fimm
til sjö kennara, sem bera mun
ábyrgð á hópnum og leiðir hann
áfram í menntun. Öll hönnun hús-
næðisins hefur tekið mið af svo-
kölluðu einstaklingsmiðuðu námi
og rýminu má síðan skipta upp í
smærri einingar. Það þýðir að
nemendur eiga að fá kennslu við
hæfi. Þeir nemendur, sem t.d. eru
góðir í einu fagi, eru teknir út og
studdir áfram og jafnframt þeir
nemendur, sem kalla á meiri
stuðning.
Sveitarfélagið kemur til með að
reka skólann, en leigir
húsnæðið af Eign-
arhaldsfjárfestinga-
félaginu Fasteign, sem séð
hefur um bygg- ingu
þess. „Með
hönnun húsnæð-
isins frá upphafi
erum við að leit-
ast við að koma
til móts við ein-
staklingsmiðaða
kennsluhætti sem
í raun má segja
að allir skólar séu
að keppast við með
misjöfnum hætti. Þessi
rammi, sem þarna er verið að
skapa, krefst auðvitað góðs skipu-
lags auk þess sem kennarar þurfa
að vinna vel saman svo hægt sé að
fá nemendum nám við hæfi. Við
trúum því að komi skólasamfélagið
til móts við þarfir nemenda, megi
fækka agavandamálum,“ segir
Gunnar Einarsson.
Helgi Grímsson, fyrrverandi
skólastjóri Laugarnesskóla, hefur
verið ráðinn nýr skólastjóri Sjá-
landsskóla. Hann hefur, ásamt
bæjaryfirvöldum, hug á gerð til-
raunasamnings við verðandi kenn-
ara skólans sem lýtur að vinnu-
tíma frá 8.00 til 16.00 með
sveigjanleika í upphafi og lok
dags. Innan þess tíma verði þau
verk unnin sem vinna þarf og
skólastjóri skipuleggur og að hann
sé verkstjóri allra starfsmanna
sinna allan þeirra vinnutíma. Inn-
an þessa kerfis gæti t.d. kennslu-
skylda verið sveigjanleg þannig að
sá, sem kennir mikið, kæmi til
með að sinna færri öðrum störf-
um. „Útfærslan yrði að sjálfsögðu
í höndum skólastjóra í samvinnu
við sitt fólk og að sjálfsögðu þyrfti
að semja um allt, eins og bókun
nýgerðs kjarasamnings gerir ráð
fyrir, en hvað svo sem segja má
um nýgerðan kjarasamning kenn-
ara, er það kristaltært í mínum
huga að ekki verður hægt að kalla
skólastjóra til ábyrgðar á árangri
skóla nema hann ráði yfir þeim
meðölum, sem þarf til að árangur
náist. Ábyrgð og völd fara sam-
an.“
Ýtt undir einkarekstur
Eftir að Sjálandsskóli hefur starf-
semi næsta haust, verða fimm
skólar á grunnskólastigi starfandi
í Garðabæ með mismunandi
áherslur í skólastarfi. Flataskóli
og Hofsstaðaskóli kenna 1.–6.
bekkingum, Garðaskóli kennir 7.–
10. bekkingum og Barnaskóli
Hjallastefnunnar stefnir að því að
fylgja börnum upp í 3. bekk. Í
fyrra tóku skólayfirvöld í Garðabæ
upp þá nýbreytni að bjóða for-
eldrum upp á að velja skóla fyrir
börnin sín, óháð búsetu í bænum,
sem er liður í að koma til móts við
þarfir sem flestra. Samhliða var
gerður samningur við Barnaskóla
Hjallastefnunnar um rekstur skóla
á Vífilsstöðum þar sem sveitarfé-
lagið kostar nú nám barna úr
Garðabæ. Bærinn greiðir ríflega
422 þúsund krónur með hverju
skólabarni á ári sem er ívið hærri
upphæð en viðmið-
unartala Sambands
íslenskra sveitar-
félaga. Jafnframt
greiðir sveitarfé-
lagið sömu upp-
hæð með börn-
um, sem kjósa
aðra einka-
rekna skóla.
Börnin úr Garðabæ
greiða ekki skóla-
gjöld því framlag
bæjarins dugir vel
fyrir kostnaði. „Þar
með erum við alls ekki að við-
urkenna að okkar eigin skólar séu
lélegir, en bendum á að ef fjöl-
breytni ríkir í rekstri og náms-
framboði, eru meiri líkur á að við
náum að koma til móts við þarfir
sem flestra. Þess vegna ýtum við
undir einkarekstur í grunnskólum.
Þeir, sem uppfylla skilyrði um til-
skilda menntun, treysta sér til að
kenna eftir aðalnámskrá og hafa
einhverja hugmyndafræði á bak
við sig, geta í raun stofnað skóla,“
segir Gunnar og bætir við að án
skilnings, markvissrar og fram-
sækinnar skólastefnu bæjaryf-
irvalda, áhugasams og hæfs
starfsfólks í skólasamfélaginu og
kröfuharðra og samstarfsfúsra
foreldra væri staðan auðvitað ekki
eins jákvæð og hún nú væri. Til að
auðvelda foreldrum val á skóla er
stefnt að árlegum kynningarfundi
fyrir foreldra þar sem skólarnir
kynna áherslur sínar. Fyrsti fund-
urinn fór fram í mars sl. þar sem
jafnframt var kynnt námsframboð
fyrir fimm ára börn, en ýmsir for-
eldrar hafa sýnt áhuga á að börn-
in hefji formlegt nám fyrr en lög
kveða á um.
Áhersla hefur verið lögð á
færnimiðað nám í 1.–6. bekk til að
m.a. koma til móts við nemendur í
stærðfræði og ensku og svokallað
ferðakerfi Garðaskóla hefur verið
lengi við lýði og skilað farsælu
skólastarfi að mínu mati. Ferða-
kerfið felur í sér að dugmiklir
unglingar geta flýtt fyrir sér í til-
teknum námsgreinum og tekið
samræmdu prófin í 9. bekk auk
framhaldsskólaáfanga. Ferðakerf-
ið kemur þannig til móts við þarfir
og getu einstaklinga.
Áhrif drengjamenningar
Nýlega voru gerðar opinberar nið-
urstöður úr PÍSA-rannsókninni
svokölluðu og telur Gunnar að það
sé ekkert sérstaklega merkilegt
að lenda um miðja deild því við
eigum að geta gert miklu betur.
„Staða drengja er umhugs-
unarverð. Til að skoða þá stöðu
sérstaklega, höfum við í Garðabæ
ásamt bæjaryfirvöldum á Seltjarn-
arnesi, í Mosfellsbæ og Reykja-
nesbæ í samvinnu við Kennarahá-
skóla Íslands og Heimili og skóla
boðað til ráðstefnu um drengja-
menningu, áhrif, afleiðingar og að-
gerðir, 24. febrúar nk. Þar ætlum
við að reyna að greina stöðuna og
koma með tillögur um úrbætur.
Hinsvegar má ekki halda að nið-
urstöður PÍSA séu upphaf og end-
ir alls, sem snýr að skólastarfi.
Sköpun, sjálfstæði, samvinna og
vellíðan nemenda og löngun til að
læra í framtíðinni eru þættir, sem
skipta miklu máli,“ segir Gunnar
að lokum.
MENNTUN | Sveigjanlegt skólahúsnæði lagar sig að þörfum nemenda Sjálandsskóla
Hvert barn á að fá
kennslu við hæfi
join@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Í stað hefðbundinna skóla-
stofa og bekkjaskiptingar
verða til stór heimasvæði
fyrir allt að 60–70 nem-
endur á misjöfnum aldri.
Í Sjálandsskóla verða hvorki hefðbundnar skóla-
stofur né hefðbundin bekkjaskipting. Gunnar
Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menning-
arsviðs Garðabæjar, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur
að skólinn tæki til starfa næsta haust og foreldrar
í Garðabæ gætu þá valið úr fimm grunnskólum
fyrir börnin, óháð búsetu í bænum.
„Við trúum því að komi skólasamfélagið til móts við þarfir nemenda, megi fækka agavandamálum,“ segir Gunnar
Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar.