Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KOSNINGAR Í PALESTÍNU MARKA TÍMAMÓT Ótvíræður sigur Mahmouds Abbas íforsetakosningunum í Palestínu ásunnudag og jákvæð viðbrögð Ísraela og umheimsins við úrslitunum vekja vonir um að skriður geti loks kom- ist á ný á friðarferlið fyrir botni Miðjarð- arhafs. Mahmoud Abbas, eða Abu Mazen eins og hann er einnig nefndur, hefur getið sér orð fyrir hófsemi og ráðvendni. Hann hefur verið eindreginn boðberi friðsam- legra samningaviðræðna og andstæðing- ur ofbeldisfullra baráttuaðferða. Abbas var einn af stofnendum Fatah, stærstu hreyfingarinnar innan Frelsissamtaka Palestínu, og er reyndur pólitíkus og samningamaður. Hann beitti sér fyrir nálgun við ísraelsku friðarhreyfinguna á árum áður og átti stóran þátt í Oslóar- samkomulaginu árið 1993. Eftir að seinni uppreisn Palestínumanna hófst árið 2000 hefur hann hvatt ákaft til þess að öfga- hópar láti af vopnuðum árásum og sjálfs- morðstilræðum, enda veiti þau Ísraelum ástæðu til að brjóta gegn sjálfstjórn Pal- estínu og tefja friðarferlið. Í gær kvaðst hann rétta friðarhönd til Ísraels og árétt- aði stuðning sinn við áætlunina um veg- vísi til friðar. Miklu máli skiptir að leiðtogar Ísraela og þeirra ríkja sem mest hafa komið að friðarumleitunum milli Ísraela og Pal- estínumanna hafa fagnað sigri Abbas og lýst vilja til að eiga við hann viðræður. Forveri hans, Yasser Arafat, naut ekki trausts Ísraela og Bandaríkjastjórnar, en með embættistöku Abbas má binda vonir við að deiluaðilar geti sest að samn- ingaborðinu af fullri alvöru og heilindum. Hermt er að Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sé reiðubúinn að ganga strax til viðræðna við nýjan forseta pal- estínsku sjálfstjórnarinnar um öryggis- mál, þótt allsherjar friðarviðræður muni bíða enn um sinn, og Abbas hefur gefið til kynna að hann vilji hitta Sharon að máli við fyrsta tækifæri. Þá lýsti George W. Bush Bandaríkjaforseti í gær áhuga á að fá Abbas til fundar í Hvíta húsinu. Hins nýja forseta bíða vissulega erfið verkefni, bæði gagnvart Ísrael og ekki síður inn á við. Þótt Yasser Arafat hafi verið umdeildur leiðtogi var hann ótví- rætt sameiningartákn palestínsku þjóð- arinnar og það er mikil áskorun að feta í þau fótspor. Það veitir Abbas styrk að hafa unnið öruggan sigur, eins og við var búist, með 62,3% atkvæða, en líta verður til þess að Hamas og fleiri herskáar hreyfingar innan PLO sniðgengu kosn- ingarnar. Til að halda stuðningi og trausti meðal þjóðarinnar verður Abbas að efna loforð sín um að skera upp herör gegn þeirri spillingu sem valdahópurinn í kringum Arafat var orðlagður fyrir, gera nauðsynlegar umbætur á sjálfstjórninni og leggja mikla áherslu á að bæta lífskjör Palestínumanna. Það er afar mikilvægt að honum takist að koma skikki á örygg- issveitir sjálfstjórnarinnar og hafa stjórn á öfgahópum. Ariel Sharon lét þau ummæli falla að Mahmoud Abbas myndi standa og falla með því hversu vel honum tækist að hemja herskáar fylkingar Palestínu- manna og stemma stigu við hryðjuverk- um. Víst er að einungis þannig er von til þess að Ísraelar gangi til samninga um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og að varanlegur friður komist á milli þessara tveggja þjóða, sem svo lengi og ákaft hafa deilt. Þess er jafnframt ósk- andi að ný ríkisstjórn Ísraels verði við tilmælum Shimons Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins sem nú tekur við embætti aðstoðarforsætisráðherra, að veita nýjum leiðtoga Palestínumanna tækifæri til að leiða þjóð sína til friðar, og hafi kjark til að gera nauðsynlegar til- slakanir af sinni hálfu. SKÓLI ER Á VIÐ STÓRIÐJU Í umfjöllun um nýjan FjölbrautaskólaSnæfellinga í Grundarfirði í Morgun- blaðinu í gær kom fram að umbætur í samgöngum og skólamálum auka lífs- gæði og bæta búsetuskilyrði í sveitar- félögum á Snæfellsnesi, að mati Bjargar Ágústsdóttur, bæjarstjóra í Grundar- firði. Hún segir að í dag „teljum við sjálf- sagt að börn eigi þess kost að fara í fram- haldsskóla. En það er mjög erfitt fyrir marga að halda heimili á tveimur stöð- um, eins og foreldrar sumra framhalds- skólanema hafa þurft að gera. Einnig er oft erfitt fyrir unglingana að fara að heiman. Það endurspeglast m.a. í því að brottfall úr framhaldsskóla er algengara meðal nemenda sem hafa þurft að flytja að heiman til náms en þeirra sem geta áfram búið heima,“ segir hún. Af orðum hennar má vera ljóst að menntamál eru mikið hagsmunamál fyr- ir landsbyggðina. Nútímafólk gerir þær kröfur, hvort sem það býr á höfuðborg- arsvæðinu eða utan þess, að börnin þess eigi kost á framhaldsnámi og geti stund- að það án þess að fara að heiman á unga aldri. Hið félagslega vægi menntunar- kosta á heimaslóðum er því augljóst. En margföldunaráhrifin eru líka margvísleg og svo sannarlega drifkraftur í litlum samfélögum. Björg segir enn fremur: „Um er að ræða hátt í 200 ungmenni sem verða heima í stað þess að fara burt. Bæ- irnir hafa tæmst af ungu fólki á haustin og svo hefur verið spurning um hve margt snýr aftur.“ Bendir hún á að bú- seta þessa fólks komi sér mjög vel fyrir verslun og þjónustu á svæðinu. Að auki treysti það rætur unga fólksins til heimabyggðarinnar að búa þar fram til tvítugsaldurs sem auki líkur á því að það kjósi að búa þar í framtíðinni. Þegar horft er til mikilvægis góðra menntastofnana á landsbyggðinni hvað margföldunaráhrif varðar, hefur löngum verið tekið dæmi af Háskólanum á Ak- ureyri, sem hefur verið kraftmikið hreyfiafl í atvinnulífi á Eyjafjarðar- svæðinu. Skólar draga til sín sérfræði- menntað fólk og auka menntastigið og sem dæmi um það má nefna að þegar hafa þrír kennarar og stjórnendur flutt sérstaklega vestur vegna opnunar skól- ans í Grundarfirði. Ljóst er að mennt er máttur – ekki einungis einstaklingsins, heldur einnig heilu byggðarlaganna. Eins og Ásgeir Valdimarsson, bæjarfulltrúi í Grundar- firði, orðaði það í samtali við Morgun- blaðið er ekki einungis um þá búbót að ræða fyrir fólkið á Nesinu að þurfa ekki að senda börnin sín að heiman í skóla, heldur segir hann það „á við stóriðju [...] að fá þennan skóla“. Það er því óskandi að fleiri sveitarfélög reyni að virkja menntun í sína þágu með sama hætti og gert hefur verið á Snæfellsnesi. Það er skynsamleg fjárfesting sem vinnur í þágu framtíðarinnar, án þess að vega að henni með nokkrum hætti. Hún skapar verðmæt störf og skilar auknu þekking- arstigi, sem stóriðja gerir til að mynda sjaldan eða aldrei. Ú trás íslenskra fyr- irtækja hefur verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræð- unni að undanförnu. Hvað finnst Sir Howard um innrás íslensku fyrirtækjanna inn á bresk- an markað? „Þegar þú lítur á fjármálamark- aðinn þá er það nauðsynlegt fyrir fyrirtæki sem starfa á jafnlitlum markaði og Ísland er, að leita út fyr- ir eigin landamæri og inn á markaði sem vaxtarmöguleikar eru á. Að fyr- irtæki skuli leita inn á breskan markað kemur mér ekkert á óvart þar sem London er alþjóðleg fjár- málamiðstöð en ekki bara bresk fjármálamiðstöð. Þar er saman kom- in þekking og reynsla sem getur komið íslenskum fjárfestum að gagni seinna meir.“ Þegar tilkynnt var um yfirtöku- tilboð Íslandsbanka í BN banka í Noregi þá vakti það sterkar tilfinn- ingar ýmissa aðila þar í landi. Nú virðast slík viðbrögð ekki vera jafn- algeng í Bretlandi. „Slík viðbrögð eru ekki jafnalgeng í Bretlandi. Ef litið er á landslagið á breskum fjármálamarkaði eru bresk fyrirtæki sennilega í minnihluta. Þar eru risastórir bandarískir bankar á borð við Citibank og líklega getur einungis einn breskur banki flokkast undir að vera meðal þeirra stærstu í heimi en það er HBSC. Nú eru kaup erlendra aðila á Kauphöllinni í London yfirvofandi og vissulega er fjallað um það í fjöl- miðlum en ég get ekki ímyndað mér að þau kaup verði hindruð. Við Bret- ar höfum lært að fjölbreytileiki í fjármálalífinu sé af hinu góða.“ Útrás skilar sér Aðspurður segist Sir Howard telja að útrás íslenskra fyrirtækja sé af hinu góða. „Það er spurning hve- nær fyrirtækin hætti að teljast ís- lensk enda ekki víst að þau ávallt hafa sínar höfuðstöðv landi. Íslensk fyrirtæki sem mikla starfsemi í Bretlandi sér hag í að flytja þungamið seminnar þangað og skrá si markað þar, til þess að fá að nýju fjármagni. Bresk fyrir hafa fjárfest mikið erlendis mörg hver skráð sig á erlen aði til þess að afla nýs fjárm þá er spurning hvort hægt s Reglugerðir auðve Sir Howard Davies var aðalræðumaður á ráð- stefnu Fjármálaeftirlitsins í gær. Sir Howard hef- ur gegnt mörgum trúnaðarstörfum á ferli sínum innan bresks fjármálalífs. Guðmundur Sverrir Þór hitti hann að máli að ráðstefnunni lokinni. Hefur komið víða við Sir of Economics and Politica V algerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, var fyrsti ræðumaður á fundinum og í stuttu er- indi sínu sagðist hún hafa kynnt rík- isstjórninni lagafrumvarp sem ætti að stuðla að auknu gegnsæi í störf- um Fjármálaeftirlitsins auk þess sem eftirlitið fengi möguleika á að bregðast betur við ef grunur léki á að brögð væru í tafli. Í máli Val- gerðar kom fram að frumvarpið, sem inniheldur breytingar á ákvæð- um varðandi misnotkun markaða, yfirtökur og útboðslýsingar, væri mun ítarlegra en núgildandi lög og er það í samræmi við reglur Evrópu- sambandsins en áðurnefnd ákvæði eru í samræmi við svokallað Lamfal- ussy-ferli, sem er fjögurra þrepa ferli sem mun hraða starfi Evrópu- sambandsins við lagasetningu og gera löggjafarvaldi sambandsins að bregðast hraðar við þróun mark- aðarins. Árangur ekki fullnægjandi Næstur tók Sir Howard Davies til máls en hann er rektor London School of Economics and Political Science. Sir Howard var að- alræðumaður fundarins en hann hef- ur meðal annars starfað sem aðstoð- arbankastjóri Englandsbanka og sem formaður breska fjármálaeft- irlitsins, FSA. Í fyrri hluta erindis síns rakti Sir Howard þá þróun sem hefur orðið síðan fundur leiðtoga Evrópusambandsins var haldinn í Lissabon í mars 2000 en þá var sett það markmið að fjármálamarkaður í Evrópu skyldi orðinn leiðandi í heiminum undir lok þessa áratugar. Eins og fram kom í stuttu viðtali við Sir Howard í Morgunblaðinu í gær hefur fjöldi reglugerða verið settur til þess að ná þessu markmiði en að hans mati hafa þessar reglugerðir ekki náð tilskildum árangri. Ein helsta ástæðan að hans mati er sú að reglugerðir á fjármálamörkuðum eiga að koma í kjölfar framþróunar en ekki á undan eins og gerst hefur í þessu tilfelli.En Sir Howard gagn- rýndi ekki eingöngu, hann benti einnig á leiðir til úrbóta. Í fyrsta lagi telur Sir Howard að ráðamenn þurfi að einbeita sér að útfærslu og framkvæmd reglugerð- anna í stað þess að einblína á setn- ingu nýrra reglugerða. Í öðru lagi telur hann að leggja þurfi áherslu á að koma á kerfi þar sem fjármálayfirvöld í hverju landi fyrir sig hafi eftirlitsskyldu með fyr- irtækjum sem eiga höfuðstöðvar í því landi en stunda einhverja starf- semi í öðru landi. Sem dæmi nefndi hann að FSA í Bretlandi samþykkti að Fjármálaeftirlitið hefði eftirlit með íslenskum fyrirtækjum sem stunda starfsemi í Bretlandi og að það eftirlit yrði unnið samkvæmt ís- lenskum reglum. Þetta er að hans mati mun skilvirkari leið en sam- ræming fjármálaeftirlits í allri álf- unni sem hann telur vera mjög kostnaðarsama. Í þriðja lagi telur Sir Howard mikilvægt að allt tal um miðstýrt evrópskt fjármálaeftirlit verði bælt niður. Mikið hefur að hans sögn ver- ið rætt um samþættingu fjármála- eftirlits víða um heim og að hans mati eru rökin fyrir samþættingu frekar en sameiningu fjármálaeft- irlita mjög sterk. Á nútíma fjár- málamörkuðum er erfitt að skilja á milli bankamarkaða, trygg- ingamarkaða og verðbréfamarkaða enda margar samsteypur sem starfa á öllum þessum mörkuðum. Þessar samsteypur flytja áhættu á milli markaða og oft getur verið erfitt fyr- ir eftirlitsaðila sem starfa á hverjum markaði fyrir sig að fylgjast vel með. Þess vegna er að hans mati mik- ilvægt að í hverju landi sé eitt fjár- málaeftirlit sem hefur eftirlit með öllum mörkuðum. Í fjórða lagi nefndi Sir Howard að mikilvægt væri að koma ýmsum hindrunum úr vegi og nefndi hann í því samhengi reglur um yfirtökur á milli landa. Til þess að hægt sé að skapa einn stóran innri markað er að hans mati mikilvægt að fjár- málamarkaðir milli landa virki en þeir eru að hans sögn ekki n skilvirkir ef reglur í einu lan í veg fyrir yfirtökur á milli l Samþættur hluti samke Að lokinni ræðu Sir How röðin komin að Sigurði Eina stjórnarformanni KB banka hóf mál sitt á að benda á mi þess að eftirlitsaðilar á fjár- málamarkaði hefðu skýrar r markmið en án þeirra er hæ eftirlitsaðilar vinni gegn ha munum markaðsaðila og bæ ig markaði í stað þess að örv Helsta áhersla eftirlitsaðila mati Sigurðar að vera á að v hinn frjálsa markað en nána eru sammála um að frjáls m sé skilvirkasta leiðin til þess skipuleggja og dreifa framl Í máli Sigurðar kom fram málaeftirlitið væri samþætt samkeppni í íslenska hagke Hlutverk þess að mati hans og fremst að sjá til þess að b og önnur fjármálafyrirtæki hagslegt bolmagn til þess a við skuldbindingar sínar en að tryggja að lögum og regl fylgt. Að mati Sigurðar er engi til þess að breyta lagaumhv Fjármálaeftirlitsins á Íslan þá til þess að laga íslensk lö um Evrópusambandsins. H sagði það von sína að þrýsti tækist ekki að breyta forga Fjármálaeftirlitsins þannig yrði reglugerðir sem aðeins Íslandi þar sem þannig aðg væru ekki vænlegar til lang litið. Gegnsæi Fjármálaeftir Kynnti nýtt frumvarp Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðsk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.