Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 43
Fréttasíminn 904 1100
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 43
MENNING
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Línudans kl. 11 í dag,
postulínsmálning kl. 13.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia
kl. 9.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al-
menn handavinna, böðun, vefnaður,
leikfimi, línudans, boccia, fótaaðgerð.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids
í Gjábakka í dag kl. 13.15. Opið hús
verður fyrir félaga FEBK og gesti
þeirra í félagsmiðstöðinni Gullsmára
laugard. 15. jan. kl. 16. Ath. breyttan
tíma. Dagskrá: ITC Fífan kynnir starf-
semi sína, kaffiveitingar, sýndar
myndir frá Kárahnjúka– og Aust-
fjarðaferð FEBK 2004. Óttar Kjart-
ansson o.fl. sýna og segja frá ferðinni.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák
kl. 13, leshringur kl. 16 umsjón Sólveig
Sörensen. Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæsibæ kl.
10.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Karlaleikfimi kl. 13, lokað í Garðabergi,
opið hús í safnaðarheimilinu á vegum
kirkjunnar kl. 13, leshringur bóka-
safnsins kl. 10.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a. glerskurður og
postulínsnámskeið. Á morgun kl.10.30
gamlir leikir og dansar. Leikhúsferð í
Borgarleikhúsið föstud. 11. febrúar á
Híbýli vindanna, skráning hafin. Upp-
lýsingar s. 575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun,
glerskurður, myndlist, hárgreiðsla, kl.
10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádeg-
ismatur, kl. 12.15 bónusferð, kl. 15
kaffi.
Hæðargarður 31 | Félagstarfið er opið
9-16, tréskurður m.m. í Listasmiðju.
Laufey Jónsdóttir. Leiðbeinir einnig í
Betri stofu. Leikfimi kl. 11. Bókabíllinn
kl. 14.15. Bónus 12.40. Hárgreiðslu-
stofa 568-3139. Fótaaðgerðarstofa
897-9801. Hugmyndabankafundur
laugardag kl.14. S. 568-3132
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–13, helgistund kl. 13.30 í umsjón
séra Ólafs Jóhannssonar. Böðun virka
daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hár-
snyrting.
Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug í dag þriðjudag kl.
9.30. Gaman saman á morgun, mið-
vikudag kl. 14 í Miðgarði.
Sjálfsbjörg | Bingó í kvöld kl. 19.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 hannyrðir,
kl. 10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45
hádegisverður, kl. 13–16 postulíns-
málun, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16
frjáls spil, kl. 13–14.30 leshringur, kl.
14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, handmennt og hárgreiðsla kl. 9,
morgunstund og fótsnyrting kl. 10.30,
leikfimi kl. 10, félagsvist kl. 14, allir vel-
komnir. Skráning hafin í námskeiðin,
upplýsingar í síma 561 0300.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl.
9. Fermingarfræðsla kl. 15 (hópur 1).
Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í
dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12.
Boðið upp á léttan hádegisverð. Sam-
eiginlegur fundur með kvenfélögum
Laugarness- og Langholtssókna verð-
ur haldinn í safnaðarheimili Lang-
holtskirkju kl. 20 Allir velkomnir til
þessarar samveru með vinasóknum
okkar.
Digraneskirkja | Kl. 10 12 ára starf
KFUM&K, kl 17–18.15, á neðri hæð.
Húsið opnað kl 16.30.
Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli,
Vídalínskirkju, á þriðjudögum kl. 13 til
16. Við spilum lomber, vist og bridge.
Röbbum saman og njótum þess að
eiga samfélag við aðra. Kaffi og með-
læti kl. 14:30. Helgistund í kirkjunni kl.
16:00. Akstur fyrir þá sem vilja, upp-
lýsingar í síma 895 0169.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13.30–16. Helgistund,
handavinna, spil og spjall. Kaffiveit-
ingar og alltaf eitthvað gott með
kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í
Rimaskóla kl. 17.30–18.30, Æskulýðs-
félag Grafarvogskirkju kl. 19.30, fyrir
8. bekk.
Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum
alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15.
Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Fyrir-
bænaguðsþjónusta alla þriðjudaga kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta er í Hjallakirkju á þriðjudögum
kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna
Eyjólfssonar, héraðsprests. Bæna- og
kyrrðarstund er í Hjallakirkju þriðju-
daga kl. 18.
Kálfatjarnarkirkja | Alfa námskeið
hefst miðvikudaginn 19. janúar kl. 19–
22. Alfa fjallar um grundvallaratriði
kristinnar trúar í þægilegu umhverfi
og á mannamáli. Kynningarkvöld Alfa
miðvikudaginn 12. janúar kl. 19–21.
KFUM og KFUK | Ad KFUK á þriðju-
daginn 11. janúar kl. 20. Biblíulestur.
Sr. Yrsa Þórðardóttir, prestur og sál-
greinir, fjallar um Söru í 1. Mósebók.
Allar konur velkomnar.
Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrð-
arstund í kirkjunni kl. 12.10.
Langholtskirkja | Sameiginlegur
fundur Kvenfél. Langholtsk., Safn-
aðarfél. Áskirkju og Kvenfél. Laug-
arneskirkju verður í Langholtskirkju
kl. 20.
Laugarneskirkja | Kl. 19.45 Trú-
fræðsla. Gengið inn um litlar dyr á
austurgafli kirkjunnar. Kl. 20.30
Kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið inn
um aðaldyr. Kl. 21 Kynning á 12 spora-
starfi safnaðarins í safnaðarheimilinu.
Uppl. hjá sóknarpresti s. 820 8865.
Neskirkja | Alfa II hefst með kynningu
þriðjud. 11. janúar kl. 20. Kennt verður
á þriðjud. kl. 19 frá og með 18. janúar.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500
AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Hæð í vesturbæ óskast
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 100-150 fm sérhæð í
vesturbænum. Svæði 107 og 101 koma til greina. Góðar greiðslur í boði.
Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir
fasteignasali í síma 588 9090.
Hver er stefna stjórnvalda
ímannúðarmálum?
STEFNA Davíðs Oddssonar eða ís-
lenskra stjórnvalda í málefnum
Bobby Fischers, á hún rétt á sér? Ég
segi nei, á meðan íslenskur þegn hef-
ur setið í bandarísku fangelsi hálfa
ævi sína og fær ekki úrlausn mála
sinna. Vegna áhugaleysis íslenskra
stjórnvalda á málefnum hans. Hvern-
ig væri að íslensk stjórnvöld sæju
sóma sinn í því að leysa mál drengs-
ins fyrst áður en þau fara leysa mál-
efni Bobby Fischers? Sem ég tel að
eigi enga framtíð fyrir sér hér á Ís-
landi miðað við framkomu hans hér
áður fyrr. Hvernig væri að íslenska
þjóðin og fyrirtæki tækju höndum
saman og sýndu vilja í verki og
þrýstu á íslensk stjórnvöld að koma
þessum dreng heim til Íslands sem
fyrst? Eins og staða þessa drengs er í
dag hlýtur hún að vera ömurleg bæði
fyrir hann og aðstandendur hans. Því
er boðskapur jólanna tilvalinn til að
biðja fyrir þessum dreng og aðstand-
endum hans. Ég skora hér með á ís-
lensk stjórnvöld að ganga eins langt
og þau hafa gengið í máli Fishers til
að koma drengnum heim og ég trúi
ekki öðru en að þau sjái sóma sinn í
því.
Jón Stefánsson.
Kjöt og verkfall
ÞAÐ gleður mig mjög að heyra að
Baldvin Jónsson skuli vera að vinna
lambakjötinu okkar markað erlendis,
reyndar átti það nú ekki að fréttast,
að eftir þessi góðæri undanfarin ár,
mikla grassprettu, ætla bændur að
fjölga fé sínu að verulegu marki.
Landbúnaðarráðherra er hlynntur
bændum, nú svo heyrir maður eftir
mönnum sem smala afréttina að allt
sé að fara í sinu, ekki verður landið
fallegra fyrir það. Blessaðar kind-
urnar fara ekki illa með landið, öðru
máli gegnir með hrossin, þau nánast
sverfa í mold. Sjáið til dæmis ofan
Akraness, þar eru hross annars vegar
og kindur hins vegar, sjáið muninn.
Hvaða rembingur er þetta eiginlega í
kennurum, það þyrfti að kenna þeim
að fara betur með peninga. Svo er
hugsanlegt að flytja inn ódýrt vinnu-
afl, nú eða fá fólk eins og Harald
Ólafsson.
Er erfiðara fyrir kennara en aðra
að lifa af 150–200 þúsundum, ég bara
spyr?
Magnús Kristjánsson,
Snorrastöðum.
Kisa týndist í Hólahverfi
SÍÐASTLIÐINN föstudag ( 7. jan-
úar) hvarf grábröndótt tveggja ára
kisa (högni) að heiman frá sér í Hóla-
hverfi í Breiðholti (þriðja húsaröð frá
Elliðarárdalnmum). Kisa var með
hálsband með heimasíma þegar hún
hverf og er eyrnamerki 65 301. Þessi
kisa er mannelsk, gæf og forvitin og
hefði getað ratað inn um opinn bil-
glugga eða bílskúr eða önnur skýli.
Þeir sem verða kisu varir eru beðnir
að hringja í síma 587 7553. Þeim
greiða yrði ekki gleymt.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
MOSFELLSKIRKJA myndaði sér-
kennilega umgjörð um vel sótta tón-
leika Artis-tríósins á sunnudag.
Kirkjan er áberandi í landslaginu
þótt lítil sé, enda hefði suðrænn
miðaldariddari þar getað reist sér
vandunnasta kastala héraðsins.
Þess í stað virtist í snævi blámaða
rökkrinu turnspíra hins nútímalega
guðshúss benda auðmjúkt ákallandi
vísifingri til himins og hvísla
„Hærra, minn Guð, til þín.“
Óneitanlega andrúmsloft við hæfi
dagskrár þar sem himneskir hörpu-
tónar voru í forgrunni. Verkin ein-
kenndust að vonum af paradískri
sælu, þökk sé einkum þeirri ljós-
vökru svífandi sem jafnan fylgir
hörpuhljómi. Það hlýtur að vera nú-
tímatónskáldum torsótt en kitlandi
áskorun að slíta hljóðfærið frá jafn-
rótfastri ímynd, og verður því for-
vitnilegt að heyra verk það er tón-
leikaskrá kvað tríóið hafa pantað hjá
Misti Þorkelsdóttur, þó óvíst sé
hvort fargi téðri andrúmshefð frek-
ar en frönsku verk dagsins. Frávik
frá henni voru þar næsta fá og helzt
að heyra í því yngsta, Petite Suite
frá 1941 eftir André Jolivet.
Hin atriði kvöldsins voru öll frá
svipuðum tíma eða 1915–18. Elegiac
Trio (1916) eftir Arnold Bax var
hljómfagurt verk og jafnvel sætt, en
vantaði andstæðu að blæ og áferð.
Une Châtelaine en sa Tour (1918)
nefndist rómantískt dreymandi ein-
leikshörpuverk eftir Gabriel Fauré
sem Gunnhildur Einarsdóttir lék
mjög fallega í anda greifafrúar í
turni sínum. Hresst yfirbragð var
yfir fimmþættu Litlu svítu Jolivets,
einkum Vivement (III) og flökk-
ustrákslega lokamarsinum Án titils,
þar sem skipt var yfir á fíruga
pikkólóflautu. Kórónan var þó hin
feikivel skrifaða og innblásna Són-
ata Debussys (1915) sem nýtti allra
höfunda bezt samspilsmöguleika
áhafnarinnar og sló á vorblótslega
steinaldarstrengi Stravinskíjs í
lokaþættinum. Perlandi andríki
miðþáttar var aftur slíkt að sjá
mætti fyrir sér skáldmælta spek-
inga í guðsgrænni náttúrinni, enda
náði vel samæfð spilamennska tríós-
ins mestum hæðum í þessu afburða-
verki.
Hið aðeins þriggja ára gamla Tríó
Artis lofaði fögru um framhaldsfer-
ilinn með sérlega vönduðu samspili,
þrátt fyrir hlutfallslegt rútínuleysi
víóluleikarans er stöku sinni afhjúp-
aðist í misöruggri inntónun. Trekt-
laga skip Mosfellskirkju skilaði eld-
skýrum hljómburði, þó að ómtíminn
væri með styzta móti fyrir jafn-
kliðmjúka hljóðfæraskipan.
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Hið aðeins þriggja ára gamla Tríó Artis lofaði fögru um framhaldsferilinn
með sérlega vönduðu samspili,“ segir Ríkarður Ö. Pálsson í umsögninni.
Himneskir sælutónar
TÓNLIST
Mosfellskirkja
Verk eftir Bax, Fauré, Jolivet og Debussy.
Tríó Artis (Kristjana Helgadóttir flauta,
Jónína Auður Hilmarsdóttir víóla og
Gunnhildur Einarsdóttir harpa). Sunnu-
daginn 9. janúar kl. 17.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Db6 5.
Rf3 Bd7 6. Be2 Rc6 7. O-O cxd4 8.
cxd4 Rge7 9. Ra3 Rf5 10. Rc2 h5 11.
b3 a5 12. Bb2 Be7 13. Re3 Rxe3 14.
fxe3 a4 15. Hb1 axb3 16. axb3 Ha2
17. Kh1 Rb4 18. Bc3 O-O 19. Rg1 h4
20. Rh3 Rc2 21. Bd2 Ra3 22. Hc1
Hb2 23. b4 Bxb4
Staðan kom upp í ofurmóti sem
lauk fyrir skömmu í Drammen. Sig-
urvegari mótsins, Alexey Shirov
(2726) hafði hvítt gegn Viktor
grimma Korsnoj (2601). 24. Bd3! Með
þessum leik sveimir yfir svörtu stöð-
unni hin illviðráðanlega máthótun
Dd1-h5. Ekki myndi stoða að leika
24...Bb5 vegna 25. Bh7+! Kxh7 26.
Dh5 Kg8 27. Rg5 og hvítur mátar.
Einnig hefði 24... Hxd2 ekki gengið
upp vegna 25. Dh5 Hxd3 26. Rg5.
Svartur reyndi að verjast með 24...g6
en gafst upp eftir 25. Dg4 þar eð hót-
anir hvíts eru illviðráðanlegar. Sem
dæmi má nefna að eftir 25... Kg7 26.
Bxb4 Dxb4 27. Dxh4 er útilokað að
svartur geti komið kóngi sínum varn-
ar með viðunandi móti.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
DAGBÓK