Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 23 MINNSTAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-16.00 LOKAÐ Toppskórinn er lokaður dagana 11. og 12. janúar Útsalan hefst fimmtudaginn 13. janúar kl. 07.00 Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í símum 587 3800 og 899 2959. Þorramaturinn eins og þú vilt hafa hann Meira af þessu og minna af hinu Hafðu samband eins oft og þú vilt! Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni Grindavík | „Þegar góðar fréttir berast af loðnunni, eins og í morg- un, fer allt af stað,“ sagði Kristinn Jóhannsson í netagerðinni Kross- húsum í Grindavík í samtali við Morgunblaðið í gær. Þar er nú mik- ið að gera við að ljúka viðgerðum á loðnunótum og hífa út úr húsi. Kristinn rekur netagerðina Krosshús ásamt Aðalgeir bróður sínum. Hann segir að viss óvissa hafi verið með loðnuna undanfarin tvö til þrjú ár og menn aldrei vitað hvort nokkur loðnuvertíð yrði. Það hafi bitnað á starfseminni í Kross- húsum, eins og öðru, enda hafi hún sérhæft sig í viðgerðum á loðnunót- um. „Það er því mjög gott að fá fréttir eins og þessar að mikið sé af loðnu. Það ýtir við öllum og menn þurfa að hafa veiðarfærin tilbúin. Menn hafa ekki langan tíma til að ná í loðnuna og mega ekkert missa úr,“ segir Kristinn. Krosshús sérhæfa sig í grunn- nótum loðnubáta og þjóna svæðinu frá Þorlákshöfn, um Suðurnes og til Reykjavíkur. Loðnubátum hefur fækkað verulega á þessu svæði, ekki síst í Grindavík, frá því sem áður var. Samherji er þó með öfl- uga verksmiðju í Grindavík og þar er töluverð löndun á eðlilegri ver- tíð. Menn þurfa ekki að nota næt- urnar fyrr en loðnan gengur upp á grunnið. Þangað til er veitt með djúpnót og trolli. Krosshús hafa einnig tekið að sér verkefni á því sviði, svo sem trollpoka, vegna minni notkunar á grunnnótunum. Síðasta loðnuvertíð var ein- kennileg, að sögn Kristins. Ekkert hefði ætlað að verða úr vertíðinni þegar loðnan hefði allt í einu fund- ist og þá hefðu menn ekki náð að klára kvótann. Eftir vertíðina voru næturnar teknar inn á verkstæðið og nú er verið að flytja þær út úr húsi hverja á fætur annarri til þess að hægt sé að vinna við þær næstu. Næturnar þurfa að vera tilbúnar um næstu mánaðamót þegar búist er við að bátarnir þurfi að skipta yf- ir í grunnnæturnar. Nú eru um tíu starfsmenn hjá Krosshúsum en þar voru fimmtán til sextán menn þegar loðnuvertíðir voru eðlilegar. „Starfsemin ræðst alveg af því hvernig loðnan hegðar sér. Það eru því góðar fréttir fyrir okkur þegar loðnan finnst,“ segir Kristinn. Næturnar hífðar út hjá Krosshúsum Allt fer af stað þegar fréttir berast af loðnu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Loðnunót Það eru mörg handtök við að flytja stóra loðnunót út úr húsi. SUÐURNES Grindavík | Aldrei hafa fleiri gest- ir heimsótt Bláa lónið – heilsulind en á nýliðnu ári. Þangað komu 354.552 gestir sem er 10,6% aukn- ing frá árinu á undan. Alls hafa 1766 þúsund gestir heimsótt heilsulindina frá opnun hennar í júlí 1999. Ein meginskýring aukinnar að- sóknar er fjölgun erlendra ferða- manna til Íslands, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu. Staðurinn er einn vinsæl- asti áfangastaður erlendra ferða- manna, því um 70% þeirra sem koma til landsins fara í lónið. Bláa lónið hefur einnig hlotið umtals- verða umfjöllun í fjölmiðlum á er- lendum vettvangi og hefur það aukið áhuga fólks á heilsulindinni. Allt frá opnun heilsulindarinnar hefur verið unnið að því að gera aðbúnað gesta enn betri og auka vöru- og þjónustuframboð, segir í tilkynningunni. Spa-svæði sem tekið var í notkun sumarið 2003 nýtur vinsælda meðal erlendra jafnt sem innlendra gesta. Þá hef- ur þeim gestum sem nýta sér spa- meðferðir og nudd fjölgað ört. Aldrei fleiri gestir í Bláa lóninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.