Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 21 MINNSTAÐUR Verið velkomin á fyrirlestur um „Olíuskiljur - kynning á nýjum leiðbeiningum um olíuskiljur“ hjá Umhverfisstofnun í dag, þriðjudaginn 11. janúar, kl. 15-16 Aðgangur ókeypis Fyrirlesarar: Albert Sigurðsson og Egill Þ. Einarsson á Framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar. Fyrirlesturinn verður haldinn í matsal Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Eigum enn laust í ferðina 4. febrúar. Búið er við kjöraðstæður á fyrsta flokks hótelum, golfið leikið á góðum og fallegum völlum. Kannski fáum við að sjá íslensku strákana „brillera“ í lokaumferðum HM í handbolta 5. og 6. febrúar. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2005 Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Brottför 4. febrúar: Verð kr. 142.300 á mann í tvíbýli. Brottför 18. mars: Verð kr. 151.800 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. UPPSELT Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari. AKUREYRI MEIRI snjór er nú í Svarfaðardal en þar hefur sést síðastliðin ár, þrjú til fjögur. Nemendur í Húsa- bakkaskóla eru hæstánægðir með fannfergið og gengur fremur illa að fá þá inn úr frímínútum því útiveran heillar. Krakkarnir búa til göng í skurðunum sem liggja með fram veginum niður að Húsabakka og renna sér svo á snjóþotum og þoturössum frá skólanum og niður á Friðland Svarfdæla. Og þegar menn eru staddir miðja vegu í brekkunni, eða niðri á börðunum einsog það er kallað meðal innfæddra, sem liggur nið- ur á Friðland eða á kafi í snjó- göngum sem eru ofan í skurði er ekki víst að heyrist svo vel í skólabjöllunni. Heyra ekki svo vel í skólabjöllunni! Morgunblaðið/Margrét Þóra Dalvíkurbyggð| Bæjarráð Dalvíkur- byggðar leggur til að við kosningu um sameiningu sveitarfélaga í apríl næstkomandi verði að tillögu sam- einingarnefndar félagsmálaráðherra kosið um sameiningu allra sveitarfé- laga í Eyjafirði í eitt. Þau eru tíu talsins, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvíkurbyggð, Grímsey, Arnarnes- hreppur, Hörgárbyggð, Akureyrar- bær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðs- standarhreppur og Grýtubakka- hreppur. Að mati ráðsins er stækkun sveit- arfélaga frá því sem nú er nauðsyn- leg aðgerð til að efla sveitarstjórn- arstigið sem stjórnsýslueiningu „og þar með að taka að sér aukin sam- félagsleg verkefni og styrkja byggð í landinu“. Bæjarráð Dalvíkurbyggðar telur að forsendur þess að sameining gangi upp sé að ákveðin áhersluat- riði verði uppfyllt. Þau eru m.a. að fyrir liggi yfirlýsing stjórnvalda um að ekki komi til skerðingar á tekjum úr Jöfnunarsjóði, sem sameinað sveitarfélög muni að óbreyttum reglum verða fyrir. Þá er lögð áhersla á bættar samgöngur á svæð- inu og þær sagðar algjör forsenda fyrir sameiningu. Þannig þurfi að liggja fyrir staðfesting á upphafi framkvæmda við gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. Einnig að fyrir liggi samkomulag milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkefna- tilfærslu og tekjustofna og loks er nefnt í bókun bæjarráðs að unnið verði áfram að stofnun framhalds- skóla við utanverðan Eyjafjörð. Bæjarráð Dalvíkurbyggðar um sameiningu sveitarfélaga Hlynnt stórri sameiningu ÓVENJUMIKIÐ var um fæðingar á kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um hátíðarnar og það sem af er árinu. Ingibjörg Jónsdóttir, yf- irljósmóðir á kvennadeild FSA, sagði að oft væri rólegt á deildinni milli jóla- og nýárs og fram eftir ári, „en það hefur verið heilmikið að gera hjá okkur núna og árið byrjar vel,“ sagði hún. Alls voru 410 fæðingar á deildinni á nýliðnu ári, þar af voru 11 tvíbura- fæðingar þannig að alls fæddist 421 barn. Fæðingar voru 420 árið á undan en tvíburafæðingar voru færri þá eða 5. Ingibjörg sagði ánægjulegt að tíðni keisaraskurða hefði lækkað umtals- vert milli ára, var 14,4% árið 2004, en var 18,8% árið á undan. Til saman- burðar nefndi hún að á árinu 1999 hefði um fjórðungur fæðinga verið með keisaraskurði, eða 24,9%. Ingibjörg sagði að aukning hefði á hinn bóginn orðið hvað mænudeyf- ingu varðaði, en tölur þar um lægju þó enn ekki fyrir. „Það virðist vera vaxandi áhugi hjá konum að fá mænu- deyfingu við fæðingu,“ sagði hún. Að sögn Ingibjargar hefur leg- vatnsástungum fækkað ár frá ári, þær voru 4 í fyrra og hafa aldrei verið svo fáar. Þær voru flestar árið 1999, 40 talsins. Skýringin á fækkuninni er sú að ýmsar aðrar aðferðir hafa kom- ið fram, m.a. svonefnd hnakkaþykkt- armæling, en hún var tekin upp á FSA nú í lok síðastliðins árs og mun í auknum mæli verða notuð nú á kom- andi ári. Kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Tíðni keisaraskurða lækkar milli ára ARNÓR Atlason, lands- liðsmaður í handbolta, var kjörinn Íþróttmaður KA fyrir árið 2004 en kjörinu var lýst fyrir góðgerð- arleik núverandi bik- armeistara KA og bik- armeistara félagins árið 1995 sl. laugardag, á 77 ára afmælisdegi KA. Arn- ór er vel að titlinum kom- inn en hann var valinn handknattleiksmaður árs- ins á lokahófi HSÍ sl. vor, efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarleikmaðurinn. Þá varð hann markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Einnig var hann valinn besti leik- maður handknattleiks- deildar KA fyrir síðasta tímabil. Það vakti nokkra at- hygli að handknattleiks- deild KA skyldi ekki hafa tilnefnt Arnór sem full- trúa deildarinnar í kjöri Íþróttamanns Akureyrar í síðasta mánuði. Hannes Karlsson, formaður hand- knattleiksdeildar KA, sagði að meginástæðan hefði verið sú að Arnór hefði aðeins spilað með fé- laginu hluta af síðasta ári. Arnór gekk sem kunnugt er til liðs við þýska stórliðið Magdeburg sl. sumar en þjálfari liðsins er Al- freð Gíslason. Jónatan Magnússon varð í öðru sæti í kjöri Íþrótta- manns KA fyrir síðasta ár og þau Karen Gunnarsdóttir blakkona og Pálmi Rafn Pálmason knatt- spyrnumaður deildu með sér þriðja sætinu. Arnór Íþrótta- maður KA Morgunblaðið/Kristján Arnór Atlason, Íþróttamaður KA 2004, með viðurkenningar sínar. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.