Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 29 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ ER ábyrgðarhluti að vera höf- uð ættarinnar, höfuð fjölskyldunnar eða höfuð þjóðarinnar. Að vera í efsta laginu er virðingarstaða, það er áhugavert og síðast en ekki síst, krefjandi. Ef til vill eru til þeir sem halda að það eitt að standa efstur í valda-, virðingar- eða metorðastig- anum gefi mönnum rétt á að troða á þeim sem upp kunna til þeirra að líta. Reykjavík er í mínum huga höfuðborg þessa lands. Reykjavík er miðstöð mennta, heilbrigðisþjón- ustu, miðstöð þjóðarinnar allrar í fyllsta skilningi þess orðs. Þeim bæ eða þeirri borg sem þetta virðing- arheiti hefur, ber skylda til að halda öllum leiðum opnum að þeirri þjónustu sem þjóðin gerir kröfur til og til hefur verið stofnað af al- mannafé. Þegar maður nemur skoð- anir þeirra sem vilja Reykjavík- urflugvöll burt, svo þétta megi byggð og létta á umferðarþunga og vísa innanlands- og sjúkraflugi til Keflavíkurflugvallar setur mann hljóðan. Er virkilega til fólk sem veit ekki að búið er í öðrum lands- hlutum fjarri Höfuðborginni? Er virkilega til fólk sem hefur farið í velheppnaða sumarleyfisferð út á land ómeðvitað um ófarir annarra samborgara sinna sem þurft hafa á bráðri hjálp að halda? Verst er sú tilfinning að þeir sem nú ráða för í höfuðborginni horfi til þessa veru- leika. Ef þetta sem að framan er ritað er þeim ljóst sem vilja flug- völlinn burt þá er til ein mjög góð lausn. Gerum Akureyri að Höf- uðstað landsins, miðstöð innan- landsflugs, stað sem hefur að leið- arljósi „Komið til mín allir þeir sem koma vilja og þurfa þjónustu, menntun, aðhlynningu og tilfinn- ingu fyrir því að þeir séu velkomn- ir“. Þá þarf einungis að renna traustari stoðum undir frábæra þjónustu t.d. Fjórðungssjúkrahúss- ins og Háskólans á Akureyri. Ís- land nær út fyrir höfuðborg- arsvæðið, eða er hér einhver misskilningur á ferðinni? JÓN SIGURÐSSON, umboðsmaður, Árbraut 12, Blönduósi. Öndvegissúlurnar aftur á flot Frá Jóni Sigurðssyni: borgarsjóðs fyrir lok febrúar ef ekk- ert annað yrði gert. Svona fullyrð- ingar eru markleysa enda getur borgarstjóri ekki lokað Reykjavík- urborg í tvo mánuði og innheimt skatta án þess að veita neina þjón- ustu. Orkuveita Reykjavíkur Réttlætir samanburður borgarstjóra á tölum úr ársreikningum Orkuveitu Reykjavíkur við Landsvirkjun æv- intýrafjárfestingar Orkuveitunnar, framúrkeyrslu við byggingu höf- uðstöðva, hækkandi orkureikninga o.s.frv.? Eiga þessir útúrsnúningar að vera huggun Reykvíkinga nú þegar orkureikningurinn hækkar? Fyrst borgarstjóri kýs að bera saman Landsvirkjun og Orkuveitu Reykja- víkur skal upplýst að heildarskuldir Landsvirkjunar hafa hækkað um 25% frá árslokum 1993 þrátt fyrir all- ar þær gríðarlegu framkvæmdir sem Landsvirkjun hefur staðið fyrir á undanförnum árum en heildarskuldir Orkuveitunnar hafa á sama tíma hækkað um 1508%. Að lokum Af hverju stendur R-listinn ekki við stefnu sína sem hann kynnti fyrir kosningar 2002 um að halda útsvars- hlutfalli og fasteignasköttum óbreytt- um og að lækka skuldir og holræsa- gjald? Hvað varð um þessi loforð? Heldur R-listinn að hann komist upp með að láta borgarbúa kaupa köttinn í sekknum mikið lengur? Fjármálum Reykjavíkurborgar ber að stýra af festu og ábyrgð og það munum við í Sjálfstæðisflokknum gera en láta R-listanum það eftir að svíkja kosningaloforð, hækka skatta og skuldir og vera með sjónhverf- ingar þegar rætt er um arfleifð hans vegna fjármálastjórnar síðustu 10 ára. ’Útúrsnúningar breytaekki þeirri staðreynd að skattar, fasteignagjöld og ýmis þjónustugjöld í Reykjavík eru að hækka meira en góðu hófu gegnir.‘ Höfundur er oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn. ÞAÐ hefur löngum verið þekkt að afskipti stjórnmálamanna eiga sér lítil takmörk. Stjórnlyndir þingmenn reyna hvað eftir annað að stýra því sem við gerum í okkar daglega lífi. Stofnanir eru til sem stýra mataræði, banna ýmsar kvik- myndir, ákveða hvað sé list og hvað ekki, velja og hafna íþrótta- greinum, ákveða hve- nær og hvaða áfengi skuli drukkið, fá í gegn bann við tali um reykingar o.s.frv. Nýj- asta dæmið um þenn- an ágang eru hug- myndir um að grípa til aðgerða til að ná fram tilteknu fjöl- skylduformi sem er þingmönnum þókn- anlegt. Stjórnlyndið Guðrún Ögmunds- dóttir þingmaður lagði sitt af mörkum til umræðunnar og sagði það hrikalegt ef þróun hér yrði eins og í Bandaríkjunum þar sem konur kjósa að fara inn á heimilin að loknu námi og ala þar upp börn sín. Frekar átti, að mati þing- mannsins, að nota þvingunar- aðgerðir í skattkerfinu og nið- urgreiða sem mest svo að foreldrar barna þurfi minna að vinna og hafi meiri frítíma en geti samt notið sömu efnislegu gæðanna nema nú á kostnað þeirra sem ekki passa í fjölskylduformið, t.d. á kostnað ein- hleypra, einstæðra foreldra og gamals fólks. Ekki fæst mögulega séð hvers vegna þingmaðurinn er svona á móti frjálsu vali fólks til að haga lífi sínu og barna sinna eins og það sjálft kýs. Það er val fólks að eiga barn. Valkostum fylgja fórnir og kostir. Það er óréttlátt að aðrir beri kostnaðinn af barn- eignum en þeir sem eiga börnin. Þeir eiga að bera kostnaðinn sem valda honum. Það er sanngjarnt. Þeir sem eiga börn njóta einnig allra þeirra góðu hluta sem slíku fylgir. Nafnlausir skattgreiðendur, sem borga brúsann, njóta þess ekki. Er ekki nóg komið? Því má ekki gleyma að ríkið á ekki fólkið. Þingmenn eru ekki foreldrar fólksins. Þeir hafa ekki það hlutverk að ala al- menning upp. Það er óréttlátt og rangt að þvinga vilja sínum upp á aðra. Að skapa kerfi sem framleiðir eitt fjölskylduform er gróf aðgerð gagnvart þeim sem passa ekki inn í það tiltekna form. Forðumst Sovétið Tilraunir stjórnlyndra manna til að móta samfélagið eins og leir, og smíða kerfi sem var sniðið að einu fjölskylduformi, biðu skipbrot. All- ar þær hugmyndir sem stjórnlynd- ir þingmenn flagga nú hver á fætur öðrum hafa verið reyndar í fortíð- inni. Til að sjá árangur þeirra stjórnvaldsaðgerða er ráð að skoða lífið í Sovétríkjunum sálugu eða í öðrum föllnum löndum komm- únismans. Stýring á samskiptum fólks og hegðun kann aldrei góðri lukku að stýra. Niðurstaða Frelsið er það sem fólk þarf til að ná árangri og finna hamingjuna. Stjórnlyndi hefur aldrei í fortíð og mun ekki í framtíð skapa neinum hamingju heldur aðeins auka rang- læti. Kerfi, sem hefur stjórnlyndi fremur en mannúð að leiðarljósi, er kerfi valdníðslu. Afskiptum þarf að linna Friðbjörn Orri Ketilsson fjallar um frelsið ’Frelsið er þaðsem fólk þarf til að ná árangri og finna hamingj- una.‘ Friðbjörn Orri Ketilsson Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins. EFTIR flokksfund í Valhöll á laug- ardaginn var Davíð Oddsson utanrík- isráðherra spurður út í nýlega smá- grein þar sem ég vildi fá skýringar á því að sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn er orð- inn fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í flokks- pólitískri nefnd. Athugasemd Marðar Árnasonar um þetta, sagði Davíð Oddsson, er „afskaplega ósmekk- leg“. Og splæsti síðan tvennskonar rökum á fréttamann Sjónvarps. Annarsvegar sé vinna nefndarinnar um stjórnarskrána „faglegt verkefni, ekki pólitískt togstreituverkefni“. Þó var sami maður nýbú- inn að lýsa því yfir á Valhallarfundinum að meginverkefni Sjálf- stæðisflokksins í nefnd- inni væri að afnema málskotsrétt for- seta Íslands. Hinsvegar, sagði Davíð Oddsson, „höfum við“ – sennilega forystumenn stjórnarflokkanna – ekki fundið að framgöngu sendiherrans Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Og meinti að þessvegna sé „þeim“ – fyrri félögum og arftökum stjórnmálamannsins Jóns Baldvins – sæmst að þegja. Gamla góða samtryggingin? Þessi svör eru óviðeigandi af hálfu ráðherrans. Málið fjallar einfald- lega ekki um háttsemi sendiherrans í Finn- landi í frístundum, enda hefur hann ekki gegnt neinskonar trún- aðarstörfum fyrir stjórnmálaflokk eftir að hann tók við embætti. Og enn síðri smekk sýnir ráðherrann og formaðurinn með því að stilla ákvörðun sinni upp sem leik í tog- streitutafli „okkar“ og „þeirra“. Það að gera sendi- herra Íslands að er- indreka Sjálfstæð- isflokksins í flokks- pólitískri nefnd snýst um það að vera trúr lög- unum, og um þjónustu við þjóðina. Það snýst um siðferði í stjórnmálum – hugtak sem Davíð Oddsson virðist ekki kannast við. Afskaplega ósmekklegt Mörður Árnason fjallar um ummæli Davíðs Oddssonar Mörður Árnason ’Þessi svör eruóviðeigandi af hálfu ráð- herrans.‘ Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna. LÍFSKJÖRUM á Íslandi er mis- skipt. Sá sem býr í Þingeyjarsýslu borgar til dæmis meira í virð- isaukaskatt en sá sem býr í Reykjavík. Er það sanngjarnt? Nei. Það er svo ein- falt. Ástæðan fyrir þessu misrétti er sú að virðisaukaskattur er ákveðin prósenta af endanlegu verði vöru. Mörg fyrirtæki senda viðskiptavinum sínum, öðrum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, vöruna án endurgjalds. Fyrirtæki utan höf- uðborgarsvæðisins þurfa hins vegar mörg hver að greiða flutn- ingskostnaðinn. Hann bætist við þegar fyr- irtækin verðleggja vör- una og hækkar hana enn frekar. Tökum dæmi úr bók- inni Fólk og fyrirtæki sem kom út á vegum Byggðarannsóknarstofnunar og Hagfræðistofnunar HÍ á árinu 2003, um algenga innflutta vöru sem fæst í Reykjavík, á Akureyri og Þórshöfn þar sem svokallað Fob- verð, flutningskostnaður til landsins og gjöld auk álagning fyrirtækjanna er hin sama í krónutölu. Allir sitja við sama borð þar til flutningskostn- aðurinn skekkir myndina verulega og veldur því að virðisaukaskattur er hærri að krónutölu utan höf- uðborgarsvæðisins en innan þess: „Varan er því 6% dýrari á Ak- ureyri en í Reykjavík og 12,5% dýr- ari á Þórshöfn. /.../ Virðisaukaskatt- urinn er 14 kr. í Reykjavík, 15 kr. á Akureyri og 16 kr. á Þórshöfn. /.../ Þeim mun hærri sem flutnings- kostnaðurinn er þeim mun meiri er virðisaukaskatturinn. Umrædd vara kostar því 112 kr. í Reykjavík, 119 kr. á Akureyri og 128 kr. á Þórshöfn.“ Ýmislegt má gera til þess að leiðrétta þessa stöðu og ég hvet yf- irvöld, sem nú hugleiða frekari breytingar á skattkerfinu, að hafa mismunun af þessu tagi í huga og jafna stöðu dreifbýlis og höf- uðborgarsvæðis í þess- um efnum sem öðrum. Það má gera m.a. með því að draga úr flutn- ingskostnaði vöru og þjónustu út fyrir höf- uðborgarsvæðið og breyta þeim grunni sem virðisaukaskattur er miðaður við þannig að allir sitji við sama borð. Þetta gera meira að segja sum fyrirtæki sjálf, t.d. með því að bjóða sama vöruverð á Akureyri og í Reykjavík. En auðvitað ætti fella alfarið nið- ur virðisaukaskatt af matvöru, að minnsta kosti draga verulega úr honum. Það er önnur saga. Með aðgerðum af þessu tagi yrði fyrirtækjum utan höfuðborgarsvæð- isins gert kleift að starfa á eðlilegum samkeppnisgrunni. Og þess njóta þá íbúarnir í verði á vöru og þjónustu, atvinnuframboði og almennum lífs- kjörum og lífsgæðum. Ósanngjarnt fyrirkomulag Jóhann Guðni Reynisson fjallar um flutningskostnað ’Ýmislegt mágera til þess að leiðrétta þessa stöðu.‘ Jóhann Guðni Reynisson Höfundur er sveitarstjóri Þingeyjarsveitar og formaður héraðsnefndar Þingeyinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.