Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Valgerður Frí-mann fæddist á Akureyri 9. desem- ber 1935. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 2. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Frímann frá Hvammi í Langa- dal, f. 29. júlí 1903, d. 14. ágúst 1989, og Ragna Sigurlín Jón- asdóttir frá Akur- eyri, f. 15. desember 1911, d. 27. mars 1983. Valgerður var elst þriggja systra en hinar eru: Gunnhildur Frímann, f. 31. maí 1950, sambýlismaður Sverrir Gunnlaugsson, börn þeirra eru Guðmundur Frímann, Sindri og Helga Guðrún, og Hrefna Frí- mann, f. 15. maí 1954, sambýlis- maður Þorsteinn Jökull Vil- hjálmsson, börn þeirra eru Máni, Stefán og Tinna. Valgerður giftist 27. júlí 1956 Karli Jörundssyni frá Hrísey, f. 15. júlí 1934. Börn þeirra eru: Ragna Frímann, f. 21. febrúar 1959, gift Helga Friðjónssyni, syn- ir þeirra eru Karl og Friðjón; Al- dís María, f. 11. desember 1962, gift Vigni Traustasyni, börn þeirra eru Guðmundur Ragnar, Valdís og Hafþór Már; Jórunn, f. 24. ágúst 1967, gift Jón- asi Sigurþóri Sigfús- syni, börn þeirra eru Sigfús, Ragna Sigur- lín og Jörundur; og Valgerður, f. 26. apríl 1975, sambýlis- maður Kári Magnús- son, sonur þeirra er Steinar Logi. Valgerður og Karl stofnuðu heimili í Reykjavík vorið 1956 og byggðu sér síðan íbúð í Álfheim- um 60, sem þau bjuggu í fram til ársins 1961 en þá fluttu þau til Ak- ureyrar. Fyrstu árin bjuggu þau á efri hæðinni í Hamarstíg 14, hjá foreldrum Valgerðar, en byggðu sér síðan húsið við Suðurbyggð 13 árið 1964 og hafa búið þar síðan. Valgerður fór strax að vinna eftir gagnfræðapróf frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Vann hún m.a. við sauma- og verslunarstörf í fyrirtækinu Feldinum í Reykja- vík en eftir að hún fluttist til Ak- ureyrar vann hún á hönnunar- deild Sambandsverksmiðjanna og í verslununum Amaro og Vogue. Valgerður verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma, nú ertu farin frá okkur stelpunum þínum, eftir erfið veikindi í rúm fjögur ár. Aldrei sagð- irðu annað en allt gengi vel, það var þér líkt að sjálfsögðu að hlífa okkur stelpunum þínum. Það sem þér þótti skemmtilegast voru bíltúrarnir með pabba, allar ferðirnar með okkur fjölskyldunni utan- sem innanlands, þær voru ófá- ar. Ekki má gleyma prjóna- og saumaskapnum á barnabörnin, hver gerir það nú? Við þessar minningar getum við yljað okkur, það er gott. Elsku mamma, þú varst fallegust og besti vinur sem hægt var að hugsa sér. Þú myndaðir þér aldrei skoðun ef upp komu deilur á milli okkar systranna, hafðu þökk fyrir það. Eft- ir stendur pabbi sem hefur ekki bara misst maka sinn heldur líka sinn besta félaga og vin. Við munum hugsa um hann, þú veist það. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku mamma, takk fyrir að hafa verið til fyrir okkur stelpurnar þínar. Ragna, Aldís, Jórunn og Vala. Í dag kveðjum við tengdamömmu okkar, Valgerði Frímann, við minn- umst hennar með söknuði. Hún var alltaf jákvæð, hress og til í að spjalla. Það er margt sem kemur upp í hug- ann þegar litið er til baka, allar stundirnar sem við höfum átt saman, hvort sem var í Suðurbyggðinni, í útilegum eða á ferðum erlendis. Það var alltaf gott að koma í Suðurbyggð- ina til Kalla og Dídíar í nýsteiktar kleinur og kaffi. Dídí naut þess að ferðast og hafa fjölskylduna og barnabörnin í kringum sig og þær eru ófáar útilegurnar sem farið var í. Síðustu mánuðir voru henni erfið- ir, en hún lét aldrei á neinu bera og bar sig vel. Nú hefur Dídí fengið hvíldina en góðar minningar lifa. Blessuð sé minning þín. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þínir tengdasynir. Elsku amma. Þú varst alltaf svo góð við okkur og hafðir allan tíma í heimi til þess að ræða um heima og geima við okkur þegar við komum í heimsókn. Við þökkum þér fyrir alla þína ástúð og kærleik. Við vonum að þér líði vel núna, sofðu rótt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín barnabörn, Karl, Friðjón, Sigfús, Guð- mundur Ragnar, Ragna Sig- urlín, Valdís, Jörundur, Haf- þór Már og Steinar Logi. Elsku Dídí. Við þökkum þér af alhug allar góðu samverustundirnar í gegnum tíðina og kveðjum þig með hluta úr kvæði eftir pabba þinn. Eg hitti þig við lækinn í ljóma sumarnætur, litla Gullinkolla. Þú leikur þér og buslar berfætt kringum polla, brún af vori og sól. Þitt skart er fífilfesti við fagurrauðan kjól. En sumarnóttin bjarta syngur í ungu hjarta þú sinnir varla gesti. Er sé eg bjarta lokka í ljúfum næturblænum leika þér um háls, þá fer um ferðalanginn svo furðulegur tregi, að eg skil það eigi, og mér er varnað máls. Og það er líkt og angan frá engjablómum geri að mér ljúfan seið, og um mig leiki bjarmi bjarta sumardaga við bros þín sólskinsheið, því aldrei sá eg vorið jafn yndislega fagurt úr augum bláum skína. Og einhver hefur dúnmjúkum engilhöndum strokið um engin fagurbleik. Og einhver hefur ráðið, sem engan spyr til vegar þegar – – – kveikt var á lífs þíns kveik. (G.Fr.) Megi Guð og góðir vættir fylgja þér, fjölskyldunni og ástvinum alla tíð. Kalla, dætrum, tengdasonum og barnabörnum vottum við okkar inni- legustu samúð. Hrefna, Jökull, Máni og Stefán. Það hefur verið umhleypingasöm tíð yfir hátíðarnar og annan dag árs- ins kvaddi okkar mikla og kæra vin- kona Valgerður Frímann þetta líf og lagði af stað í þá lokaför sem öllum er ætluð. Dídí, einsog hún var ávallt kölluð af nánustu vinum og fjöl- skyldu var búin að berjast einsog hetja við þann grimma, illvíga sjúk- dóm, sem alltof oft hefur síðasta orð- ið þrátt fyrir öll læknavísindi og þá hjálp sem okkar frábæru læknar og hjúkrunarfólk veita. Hafi öll þökk fyrir það. Þau eru nú orðin 54 árin sem við hjónin höfum verið þeim Kalla og Dídí samferða í lífinu og margar ferðirnar bæði heima og erlendis sem við höfum farið með þeim og margar þær yndisstundir sem við höfum átt á þeirra fallega heimili, þau hjá okkur og svo á heimili tengdamóðir okkar Dídíar, Maríu Pálsdóttur, meðan hún lifði og hélt sitt heimili. Dídí var á margan hátt einstök listamanneskja í öllum sínum verk- um, bæði handavinnu, teiknun og öllu húshaldi, sem var hrein snilld. Kalli kunni líka vel að meta það allt og ég hugsa hann hafi oft haft í huga er hann kom heim frá erilsömum og oft vanþakklátum störfum svipaða hugsun og enski námamaðurinn sem orti svo fallega um heimkomuna: Hér bíður mín friðsæla heimilið hlýtt og hjartfólgin ástúðleg kona, sem hefur allt fágað, fegrað og prýtt svo fallega búið að allt sýnist nýtt hún er lind minna ljúfustu vona. (Höfundur og þýðandi ókunnir.) Þau hjónin voru afar samhent í líf- inu svo til fyrirmyndar var, ekki síst í uppeldi sinna fallegu, góðu dætra og barnabarna. Dídí var einstaklega glæsileg í allri framgöngu og sannur sólageisli í lífi okkar samferðafólks- ins. Við kveðjum þig, Dídí mín, biðjum þér allrar blessunar í framtíðarland- inu og þökkum þér allt á liðinni leið. Guð blessi þig. Einnig sendum við Kalla, dætrum, tengdasonum, barnabörnum og öll- um nátengdum innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þess að minning- ingin um þessa yndislegu konu verði ykkur styrkur og leiðarljós um ókomin ár. Kristinn Sveinsson frá Sveins- stöðum, Margrét Jörundsdóttir. Það var vor við Eyjafjörð, sól hátt á lofti og allur snjór horfinn eftir þungan vetur í Hrísey. Nokkur ung- menni, bekkjarfélagar Kalla bróður úr Gagnfræðaskólanum á Akureyri voru í skoðunarferð í eyjunni. Þetta var árið 1951. Nokkrir guttar, heima- menn, fylgja hópnum eftir í hæfilegri fjarlægð og fylgjast grannt með, undirritaður þar á meðal. Ég hafði fregnað að Kalli ætti sér unnustu, sem væri í þessum hópi, en vissi ekki deili á henni og þekkti hana þar af leiðandi ekki úr hópnum. En ein stúlkan skar sig úr hópnum fyrir glæsileika. Hún var í meðallagi há, dökkt stuttklippt liðað hár, og dökk skýr augu. Þetta reyndist vera konu- efnið hans Kalla, Valgerður Frí- mann, oftast kölluð Dídí. Erfiðlega gengur að átta sig á því að lífshlaupi þessarar glæsilegu konu sé nú lokið. Vinátta okkar hjóna við Kalla og Dídí varði öll árin, og þrátt fyrir fjarlægðina, var hvert tækifæri nýtt til samvista. Fyrst á Hamars- stígnum og síðar í Suðurbyggðinni og á heimili okkar hjóna í Reykjavík. Vinátta og tryggð einkenndi sam- skipti fjölskyldna okkar öll árin. Fáum er gefinn sá styrkur að kvarta aldrei, né gefa upp vonina um bata, þrátt fyrir erfið veikindi, en þannig var Dídi, æðrulaus og sterk. Í dag þegar við kveðjum Dídí hinstu kveðju og þökkum af alúð manngæsku þá sem einkenndi hana og vináttu alla, færum við þér elsku Kalli og dætrum ykkar og fjölskyld- um öllum, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin um góða eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu mun fylgja ykkur alla tíð. Guð blessi ykkur öll. Páll og Inga. Mér er í fersku minni er ég sá Dídí í fyrsta sinn, svona fallega og góða – hún var kærastan hans Kalla bróður og seinna eiginkona hans. Mér sem unglingi fannst það þvílíkt lán að fá þessa fallegu konu í fjölskylduna og seinna, þegar dæturnar komu í heim- inn hver af annarri, þá jókst ánægjan að sama skapi. Kalli og Dídí voru ein- staklega samrýmd hjón og miklir vinir, hún var mikil húsmóðir og listamaður í höndum. Ógleymanlegt er hvernig hún og Kalli tóku á móti okkur sunnanfólk- inu. Fyrst okkur hjónunum og síðan dætrum okkar. Alltaf voru við vel- komin til lengri eða styttri tíma vetur sem sumar, alltaf sama hlýja viðmót- ið. Ég læt hugann reika til vetrar- daga á Akureyri með þeim hjónum, allt á kafi í snjó, sól skín á fjallatinda, gleði og hlátur. Við á gönguskíðum með allar stelpurnar á golfvellinum sunnan við húsið þeirra í Suður- byggðinni. Ég finn kakólyktina, ilm- inn af nýbökuðum kleinum og soðnu brauði sem við gæddum okkur á eftir góða útiveru. Þetta voru dýrðardag- ar í góðum félagsskap og gott að eiga minningar til að ylja sér við. Við spjölluðum oft saman mágkon- urnar og alltaf var Dídí efst í huga fjölskyldan, eiginmaðurinn, dæturn- ar, makar þeirra og öll barnabörnin. Hún sagði svo oft: ég er svo rík að eiga þau öll. Þannig var hún mágkona mín, þessi elskulega kona, sem við kveðj- um í dag, með söknuði og þakklæti í huga fyrir samfylgdina og virðingu fyrir æðruleysi hennar í þrautum lífsins. Guð blessi minningu hennar og styrki fjölskyldu hennar. Jórunn. Elsku frænka. Ég vil bara kveðja þig í síðasta sinn, í bili, með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég óska þér góðrar ferðar og ég veit að þú átt eftir að hafa það rosa- lega gott þarna uppi með ömmu og afa. Þú átt nú eftir að kíkja á okkur og fylgjast með og seinna meir hitt- umst við öll aftur. Þúsund þakkir fyrir allt. Tinna Frímann Jökulsdóttir. Vinátta, kærleikurinn í vinarmynd. Þakkaðu guði fyrir þá bestu gjöf, sem þú færð og gefur. Það var kátur hópur sem kvaddi Gagnfræðaskólann á Akureyri vorið 1953. Á þessum árum fóru sumir krakkarnir að para sig saman og fjögur slík sambönd urðu til fram- búðar. Kalli og Dídí voru ein af þeim. Allt frá útskriftinni höfum við skóla- systkinin komið saman á fimm ára fresti og treyst vinarböndin. Af og til hefur skarð verið höggvið í hópinn og nú er Dídí horfin okkur sjónum en hún mun lifa í hjörtum okkar áfram. Á skólaárunum stofnuðum við 9 stelpur úr verknámsdeildinni sauma- klúbb sem hefur starfað með hléum ætíð síðan. Á skólaárunum voru saumaklúbbarnir haldnir heima hjá mömmunum sem annaðhvort bök- uðu eða hjálpuðu til við baksturinn og lánuðu stofurnar undir herleg- heitin. Allir voru með handavinnu og hjónabandssælur voru ómissandi, helst svo traustar að diskarnir fóru í sundur á undan þeim. Þá var mikið hlegið og ærslast. Eftir að skólanum lauk fór hópurinn að tvístrast. Sumar fóru í húsmæðraskóla, aðrar suður til lengri eða skemmri tíma, en upp úr 1960 voru 6 stúlkur úr gamla sauma- klúbbnum búsettar á Akureyri og þá hófust fastir saumaklúbbar á ný og hafa verið síðan. Handavinnan hefur hopað þó að nokkrar sitji enn með hannyrðir og hjónabandssælan er horfin. Seinustu árin fórum við stundum saman út að borða því að við vorum sammála um að aðalatriðið væri að vera saman. Í sumar ákváðum við að þar sem við erum all- ar hættar að vinna skyldum við halda saumaklúbbana á daginn í stað þess að troða í okkur fínum tertum og kaffi á kvöldin og liggja svo andvaka alla nóttina. Það var engin drottning í saumaklúbbnum við erum allar sér- stakar hver á sinn hátt en mikið voðalega er nú stórt skarð komið í hópinn. En hún verður áfram í hjört- um okkar og trúað gæti ég að Dídí tyllti sér hjá okkur og hlustaði bros- andi á malið í okkur þegar við kom- um saman. Elsku Kalli, við skólasysturnar höfum ekki viljað ónáða ykkur síð- ustu mánuðina en við höfum dvalið allar stundir hjá ykkur í huganum. Stundum langar mann til að umvefja einhvern ástúð sinni en kann ekki leiðir til að tjá hug sinn. Við vottum þér, dætrum þínum og fjölskyldum af alhug okkar dýpstu samúð. Saumaklúbburinn. Kær vinkona okkar hjóna um ára- tuga skeið, Valgerður Frímann, er fallin frá eftir harða baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Elsku Dídí, eins og þú varst alltaf kölluð af okkur, þú fórst alltof fljótt úr þessum heimi. Við sem áttum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman, m.a. að fara með þér í sjötugsafmælisferðina með stóra skemmtiferðaskipinu um suð- ræn höf á næsta ári, eins og við vin- konurnar töluðum svo oft um. En þú fórst á undan með öðru fleyi, sem flutt hefur þig til hinnar eilífu sólar- strandar, þar sem við munum hittast að lokum. Þegar leiðir skilur nú um sinn minnumst við með þakklæti í huga margra ánægjulegra stunda með Dídí og eiginmanni hennar Kalla, meðal annars í mörgum ferðum sem við höfum farið saman, bæði innan- lands og utan. Á stundu sem þessari hvarflar að manni sú hugsun að alltof sjaldan hugleiðir maður á lífsleiðinni, hvað góðir vinir og félagar eru mikils virði og hafa í raun mikil áhrif á líf manns. Þegar vinur hverfur yfir móðuna miklu á maður aðeins endurskinið af birtu minninganna, og maður fyllist þakklæti fyrir samfylgdina. Með eftirfarandi ljóði kveðjum við þig, kæra vinkona, með sárum sökn- uði: Kenndu mér klökkum að gráta kynntu mér lífið í svip færðu mér friðsæld í huga finndu mér leiðir og veg. Og sjáðu hvar heiður himinn handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný Veittu mér vonir um daga vertu mér hlýja og sól segðu mér sögur af vilja sýndu mér vissu og þor. Og sjáðu hvar heiður himinn handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný. Gefðu mér gullin í svefni gættu að óskum og þrám Minntu á máttinn í sálu minning er fegurri en tár Og sjáðu hvar heiður himinn handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný. (SER) Elsku Kalli, dætur, tengdasynir og barnabörn. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minning um góða konu lifir. Helga og Rúnar. Það er gott að eiga góðan vin. Hjá honum getur þú verið þú sjálfur. Hann þekkir kosti þína, styrkir þig í veikleika þínum og umber galla þína. Hann er hluti af sálu þinni, og þú ert hluti af sálu hans. Þess vegna er vináttan eilíf. (Höf. ók.) Við hjónin þekktum Dídí áður en VALGERÐUR FRÍMANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.