Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Dagurinn í dag er ákjósanlegur fyrir fé-
lagslíf af einhverju tagi. Njóttu afslöpp-
unar og félagsanda, ekki síst vinarþels
vinkvenna. Hvernig væri að þú deildir
framtíðarsýn þinni með nákomnum?
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hafðu í huga að það sem þú tekur þér
fyrir hendur í dag vekur líklega athygli
umhverfisins. Það er ekkert stórmál, en
vertu viss um að þú sért undir það búinn
að allra augu hvíli á þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburann þyrstir í ævintýr í upphafi
nýrrar viku. Hann vill hafa eitthvað
spennandi og nýstárlegt fyrir stafni og
helst vera á ferðalagi á ókunnum slóðum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Margar hendur vinna létt verk. Fáðu að-
stoð við að koma lagi á fjármál, skuldir,
tryggingar og hvaðeina sem viðkemur
sameiginlegum eigum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reyndu að koma til móts við aðra þessa
dagana. Líklega þarftu að gefa þitt eftir
og rúmlega það. Engar áhyggjur, dæmið
snýst við innan tíðar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Byrjaðu vikuna á því að sinna smávægi-
legum þáttum sem hjálpa þér til þess að
bæta skipulagið í kringum þig. Gerðu
hreint og komdu hlutum í röð og reglu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Einbeittu þér að málefnum sem tengjast
börnum í dag og ekki hika við að leyfa
sköpunarmættinum að flæða óhindrað.
Leiktu af fingrum fram og vertu aftur
sem barn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Samræður við foreldra og fjölskyldu-
meðlimi gegna veigamiklu hlutverki í
dag. Ekki sniðganga þarfir þinna nán-
ustu núna. Dagurinn er góður fyrir fast-
eignaviðskipti.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Vertu eins skýr og þér er framast unnt í
samskiptum við aðra. Samtöl við systkini
fá aukið vægi. Dagurinn er líka góður
fyrir samninga og samningaviðræður.
Þú ert í stuði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Einbeittu þér að fjármálunum núna og
vingastu við bankareikninginn! Reikn-
aðu út hvað þú átt mikið inni og hvað þú
skuldar mikið. Upplýsingar fela í sér
mátt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er ekki laust við að tilfinningasemin
sé ríkjandi í fari vatnsberans núna. Á
hinn bóginn hefur hann heppnina með
sér og tækifærin elta hann uppi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gerðu allt sem þér er unnt til þess að
halda hugarró þinni þessa dagana.
Gakktu hægt um gleðinnar dyr og
reyndu að vinna heima ef þú mögulega
getur.
Stjörnuspá
Frances Drake
Steingeit
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert viljasterk og hæf manneskja sem
kemur hlutunum í verk. Þar að auki ertu
góður mannþekkjari. Þú setur markið
hátt, bæði fyrir þig og aðra. Komandi
mánuðir fela í sér mörg og spennandi
tækifæri til þess að byrja upp á nýtt.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Myndlist
Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig-
urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk.
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót
lista og minja.
Gallerí Banananas | Baldur Björnsson –
Hefur þú upplifað geðveiki?
Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms-
dóttir – Hver er að banka á hurðina?
Kannski barnið í landslaginu?
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk í forkirkju Hallgrímskirkju.
Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist-
insson myndlistamaður sýnir málverk og
tússmyndir í Menningarsal.
Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir –
skúlptúrar og myndir.
Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir –
Snjókorn.
Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð-
ardóttir – Landslagsverk.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist:
um veruleikann, manninn og ímyndina.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verk-
um Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró
– Víðáttur.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Textíllist 2004 – Al-
þjóðleg Textílsýning.
Kjarval í Kjarvalssal.
Tjarnarsalur Ráðhúss
Reykjavíkur | Sören
Solsker Starbird – Er
sálin sýnileg? Ljós-
myndasýning.
Dans
Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dans-
skólinn býður upp á námskeið í barna-
dönsum, freestyle, samkvæmisdönsum,
tjútti, mambói og salsa. Boðið verður upp
á einstaklingsnámskeið fyrir fullorðna í s-
amerískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í
síma 5536645 eða með tölvupósti til
dans@dansskoli.is. Kennsla hefst miðvi-
kud. 12. janúar.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra-
styrksnefnd Kópavogs er opin alla þriðju-
daga kl. 16–18. Fatamóttaka og úthlutun á
sama tíma.
Rauða kross húsið, Grindavík | Blóð-
bankabíllinn verður með blóðsöfnun í
Grindavík í dag, þriðjudag.
Fundir
Grand Hótel Reykjavík | Samtök atvinnu-
lífsins, Verslunarráð Íslands og Glíman
standa fyrir morgunverðarfundi kl. 8.15–
9.45 á Grand hótel. Framsöguerindi flytja
Halldór Reynisson, Gylfi Magnússon og
Þröstur Olaf Sigurjónsson. Í pallborði:
Benedikt Jóhannesson, Erlendur Hjalta-
son, Guðfinna S. Bjarnadóttir og Jón Sig-
urðsson.
Krabbameinsfélagið | Styrkur samtök
krabbameinssjúklinga og aðst. verða með
opið hús kl. 20, í Skógarhlíð 8. Séra Auð-
ur Eir Vilhjálmsdóttir kynnir sjálfsstyrk-
ingarnámskeið kvennakirkjunnar; að tak-
ast á við krabbamein, byggt á Ótuktinni,
bók Önnu Pálínu Árnadóttur og námskeið
um sektarkennd og fyrirgefningu. Allir
velkomnir.
Sunnusalur Hótel Sögu | Fundur hjá Sina-
wik Reykjavík kl. 20. Fyrirlesari er Herdís
Einarsdóttir sálfræðingur.
Veitingahúsið Salka | Sjálfstæðisflokk-
urinn heldur opinn stjórnmálafund á Veit-
ingahúsinu Sölku, miðvikudaginn 12. jan-
úar kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með
hækkandi sól – lægri skattar – aukin hag-
sæld. Framsögumenn: Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra og alþingismennirnir
Arnbjörg Sveinsdóttir og Sigurður Kári
Kristjánsson.
Fyrirlestrar
Karuna Búddamiðstöð | Búddanunnan
Ani-La Nyingpo kennir um hin fjögur göf-
ugu sannindi á lifandi hátt sem nýtist í
hugleiðslu út frá efninu. Námskeiðið er
öllum opið og verður í dag og 13. janúar
kl. 20–21.15, í Háskóla Íslands, Lögbergi,
stofu 204. Nýtt efni verður í hvert skipti.
Nánari uppl. á www.karuna.is.
Norræna húsið | Á hádegisfundi Sagn-
fræðingafélags í Norræna húsinu kl.
12.05, flytur Erlingur Erlingsson erindið
Þjóðríkið og valdbeiting, og spyr hvort
ástæða sé til að óttast að í framtíðinni
ráði ringulreið og óstöðugleiki sökum
þess að þjóðríkin hafa misst einokun sína
á valdbeitingu.
ReykjavíkurAkademían | Mannfræðifélag
Íslands kynnir erindi Davíðs Bjarnasonar,
þar sem hann m.a veltir fyrir sér áhrifum
notkunar farsíma á daglegt líf fólks og
beinir sjónum sínum einkum að hinu fé-
lagslega og menningarlega landslagi far-
símatækninnar í staðbundnu og hnatt-
rænu samhengi. Fyrirlesturinn er kl.
20–21.30.
Námskeið
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 og
Alfa 2 hefst með kynningu kl. 19 og eru
allir velkomnir. Alfa 1 er á þriðjudögum kl.
19–22 og Alfa 2 á mánudögum kl. 19–22.
Skráning og nánari upplýsingar á safn-
aðarskrifstofu í síma 5354700.
ITC samtökin á Íslandi | Námskeið á veg-
um ITC 12. jan.–2. mars, að Digranesvegi
12 Kóp. Fjallað verður um ímynd, radd-
þjálfun og líkamsbeitingu. Nánari uppl.
gefur Ingibjörg s. 8221022 og Hildur s.
6632799. http://www.simnet.is/itc Út-
br.nefnd ITC.
www.ljosmyndari.is | 8 vikna ljósmynd-
anámskeið hefjast 10. janúar. Í boði eru
alls 6 námskeið fyrir byrjendur sem og
lengra komna, bæði fyrir stafrænar vélar
og filmuvélar. Einnig er boðið upp á helg-
arnámskeið á stafrænar myndavélar 15.–
16. janúar, 12.–13. febrúar, 19.–20. febrúar.
Námskeiðin eru haldin í Völuteigi 8, Mos-
fellsbæ, kl. 13–17 báða dagana. Skráning
og upplýsingar á www.ljosmyndari.is eða í
síma 898-3911.
Börn
Kennaraháskóli Íslands | Á Foreldrakvöldi
í KHÍ kl. 20 verður fjallað um lífsstílsþætti
barna og hvernig foreldrar hafa möguleika
á að hafa áhrif á þá. Einnig verður kynnt
verkefni sem er ætlað að bæta lífshætti
barna og fjölskyldna. Aðgangseyrir kr.
1000. Skráning á http://simennt.khi.is.
(gengið inn frá Háteigsvegi)
Útivist
Laugardalurinn | Stafganga í Laug-
ardalnum kl. 17.30 gengið er frá Laug-
ardalslauginni. Nánari upplýsingar á
www.stafganga.is og gsm: 6168595 og
6943571, Guðný Aradóttir og Jóna Hildur
Bjarnadóttir.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 lævíst, 4 pata út í
loftið, 7 veinaðir, 8 skríll, 9
vesæl, 11 glata, 13 fjar-
lægð, 14 barði, 15 nokkuð,
17 slöngu, 20 reyfi, 22 erf-
ið, 23 snákur, 24 þráðs, 25
krús.
Lóðrétt | 1 þreytt, 2 kynið,
3 dauft ljós, 4 tölustafur, 5
lipurð, 6 ákveð, 10 ara-
grúa, 12 rödd, 13 tónn, 15
rengla, 16 andstuttur, 18
auðlindin, 19 kerling, 20
ótta, 21 hárknippi.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 skinhelgi, 8 folar, 9 glóra, 10 Týr, 11 sanna, 13
aktar, 15 hrata, 18 óttum, 21 ugg, 22 sparð, 23 náin, 24
slæðingur.
Lóðrétt | 2 kolin, 2 narta, 4 eigra, 5 gróft, 6 ofns, 17 gaur,
12 nót, 14 kát, 15 hest, 16 aðall, 17 auðið, 18 ógnin, 19
tældu, 20 mund.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld
kvikmynd ítalska leikstjórans Michelang-
elo Antonioni, Nóttina (La Notte), frá árinu
1961. Sýningin verður að vanda í Bæjarbíói
kl. 20.
Nóttin fjallar um gliðnun í hjónabandi
hins fræga rithöfundar, Giovanni Pontano,
sem leikinn er af Marcello Mastroianni, og
konu hans, Lidiu, en með hlutverk hennar
fer Jean Moreau. Hjónabandið hefur staðið
í áratug og virðist enn hamingjuríkt, en
þegar þau heimsækja vin sinn, Tommaso,
sem liggur fyrir dauðanum í sjúkrahúsi,
finnst þeim eigi að síður sem eitthvað hafi
farið úrskeiðis þeirra á milli. Sú tilfinning
ágerist eftir heimsóknina í sjúkrahúsið.
Myndin fékk Gullbjörninn í Berlín 1961 og
ítalska Silfurborðann ári síðar. Hún er ein
af þremur myndum sem Thor Vilhjálms-
son, rithöfundur og kvikmyndaunnandi,
valdi til sýninga fyrir Bæjarbíó.
Thor segir margt heilla við myndina.
„Mér finnst þetta vera svo tímabært. Mað-
ur hreifst af þessu á sínum tíma og ég
kynntist m.a. höfundinum á Ítalíu,“ segir
Thor. „Þessir stóru ítölsku leikstjórar Fell-
ini, Passolini og Antonioni, á þessum
blómatíma ítalskra kvikmynda voru ger-
ólíkir menn, en allir afskaplega mikilvægir,
þá og ekki síður nú. Antonioni skoðar fólk á
sinn máta, sem mér þykir ennþá svo vænt
um. Hann skoðar samskiptin og alls konar
hluti sem hindra fólk í að geta náð saman,
þó það virðist geta átt gagnvegi. Í La Nott-
eer fólkið að vafra um nóttina og áhorf-
endur fara í ferð með þessu fólki og Anton-
ioni, sem er að lýsa því hvað það getur
verið erfitt að vera manneskja og nálgast
hvert annað. Fólk ýmist nálgast eða fer á
mis.
Mér þykir myndirnar hans endast mjög
vel, en það þarf að gefa því góðan gaum og
opna sig fyrir því. Það er svo mikill óþarfi í
gangi nú á dögum og í æ meira mæli og svo
mikið verið að dreifa sálinni með glaum og
glysi og alls konar viðleitni til afþreyingar
sem gerir mann svo bágan og sljóan. Þegar
maður horfir á kvikmynd eftir þennan
meistara þarf maður að opna sig fyrir
þessari háleitu og hnitmiðuðu list, þar sem
fjallað er um vanda nútímamannsins. Ég
held að það sé hollt fyrir ungt fólk núna að
gefa gaum að list Antonionis.“
Nóttin í Bæjarbíói
Sýningin á La Notte hefst í Bæj-
arbíói kl. 20 í kvöld, en myndin
verður endursýnd laugardaginn
15. janúar kl. 16.
Fréttir á SMS
Punktatalning.
Norður
♠G5
♥G872 A/Allir
♦10962
♣843
Suður
♠ÁD10987
♥Á
♦ÁKG4
♣65
Austur opnar á 15–17 punkta
grandi og suður stekkur beint í fjóra
spaða. Enginn hreyfir andmælum og
útspil vesturs er laufdrottning, sem
á slaginn. Áfram kemur lauf og aust-
ur tekur með kóng og spilar ásnum.
Þú trompar, en hver er svo áætl-
unin?
Fyrsta verkið er að telja saman
punktana. Þú átt 20 punkta á milli
handanna og vestur hefur sýnt þrjá
punkta í laufi – DG. Þá eru 17 eftir.
Austur gæti átt þá alla, en hugs-
anlega er vestur með aðra rauðu
drottninguna. En spaðakóngurinn
er nokkuð örugglega í austur.
Norður
♠G5
♥G872
♦10962
♣843
Vestur Austur
♠62 ♠K43
♥10654 ♥KD93
♦D83 ♦85
♣DG97 ♣ÁK102
Suður
♠ÁD10987
♥Á
♦ÁKG4
♣65
Sagnhafi ætti að brjóta sér leið
inn í borð á tígultíu til að svína fyrir
trompkónginn. Hann spilar tíg-
ulgosa, sem vestur verður að taka ef
hann vill fá slag á tígul. Innkoman á
tígultíu verður svo notuð til að svína
í trompinu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is