Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 41 DAGBÓK Takk fyrir frábærar viðtökur! Heimagallar - Stórar stærðir Jólaútsaumur Bútasaumsbækur o.fl. Janúartilboð! Ingólfsstræti 6, s. 561 4000. Opið 11-18 ◆ laug. 11-14 Upplýsingar og skráning í síma 466 3090 eða á heimasíðu stofnunarinnar www.upledger.is Námskeið sem er opið almenningi þar sem fagið er kynnt og kenndar aðferðir sem koma að góðum notum á heimilisfólk og vini. Þetta námskeið er einnig kjörið tækifæri fyrir þá sem eru að hugleiða faglegt nám í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. Ítarleg vinnubók á íslensku fylgir. Kynntar eru helstu meginkenningarnar sem CranioSacral meðferð vinnur út frá. Kenndar eru grunnaðferðir til að losa um spennu í band- vef tengdum hryggsúlu. Einnig kenndar aðferðir til að liðka til um mjaðmagrind og mænuhimnur. Kennd er aðferð til að „stöðva takt- inn“ en slíkt hefur sérstaklega góð áhrif til slökunar taugakerfisins. Kynningarnámskeið á Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð verða haldin sem hér segir: Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð Reykjavík 15. janúar 2005 Akureyri 29. janúar 2005 Stykkishólmur 19. febrúar 2005 Selfoss 20. febrúar 2005 Námskeið á vorönn BRIDSSKÓLINN ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Byrjendur: Hefst 26. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. Framhald: Hefst 24. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld, frá kl. 20-23. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 frá kl. 13 til 18 virka daga. Kennsla fer fram í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. Deloitte efnir til skattadags á Grand Hót-eli á fimmtudaginn milli kl. 8 og 11.Þema skattadagsins að þessu sinni erskattamál á alþjóðlegum vettvangi og innan Evrópusambandsins. Á skattadeginum verð- ur m.a. fjallað um þau sóknarfæri sem felast í ein- faldara skattkerfi og nauðsyn opinnar umræðu um skattamál, leyfisleigu óefnislegra eigna og þá möguleika sem felast í mismunandi skattareglum landa innan og utan ESB. Þá verður farið yfir helstu breytingar á skattalögum 2004 auk þess sem drepið verður á skattalegum álitaefnum í tengslum við störf starfsmanna íslenskra launagreiðenda á erlendum vettvangi. Árni Harðarson, lögfræðingur og yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, er meðal fyrirles- ara á skattadeginum. Í erindi sínu fjallar hann m.a. um samræmingju skattareglna hjá Evrópusam- bandinu. „Viðskiptaumhverfið hefur breyst svo mikið á stuttum tíma og íslensk fyrirtæki orðið miklu virkari aðili aðili að alþjóðlegum viðskiptum, sem hefur gert það að verkum að aðlagast þarf skattareglum á þeim stöðum þar sem starfsemi fer fram,“ segir Árni. „Alþjóðaskattamál eru þannig farin að skipta mun meira máli hérlendis en áður fyrr og sú áhersla á sennilega eftir að aukast með áframhaldandi kröftugri útrás íslenskra fyrirtækja og fjárfestingu erlendra aðila hér á landi. Til þess þurfum við þó að gæta þess að skattareglur okkar séu ekki til þess fallnar að fæla fjármagn frá.“ Hvers vegna eru skattamál svona mikilvæg? „Það er enginn vandi að greiða hærri skatta en skattalögin gera ráð fyrir að þú eigir að lágmarki að greiða. Skattalögin kveða á um þá lágmarks- skatta sem allir eiga að greiða samanber ýmis ákvæði sem kveða á um heimildir til að draga frá tekjum eða fresta skattgreiðslum eða nýta sér end- urgreiðsluheimildir. Það þarf enginn að nýta sér þær heimildir sem boðið er upp á og allir mega greiða skatt án þess að nýta sér slíkar heimildir. Þessar heimildir eru misaugljósar eða skýrar í skattalögunum og það er ekki skattyfirvalda að hvetja til nýtingar þeirra þó svo að leiðbeining- arskylda geti að vissu marki hvílt á skatta- yfirvöldum. Hins vegar eru þessi mál oftast með þeim hætti að viðkomandi þarf að gæta sinna hags- muna sjálfur og fæstir vilja greiða meiri skatt en löggjöfin ætlast til að sé að lágmarki greitt. Oft eru reglur nokkuð flóknar þrátt fyrir sífellda ætlun um einföldun kerfisins og gagnsæi. Það gerir það að verkum að leita þarf til aðila sem hafa af ein- hverjum undarlegum ástæðum gert það að ævi- starfi sínu að veltast um í skattareglum og skatta- málum yfirleitt. Ástæða þess að fólk og fyrirtæki leita til skattaráðgjafa er hins vegar sem betur fer oftast sú að viðkomandi vill tryggja að hann sé ekki að greiða meiri skatt en honum ber, ekki það að við- komandi vilji borga minni skatt en honum ber.“ Skattamál | Deloitte stendur fyrir skattadegi á Grand Hóteli á fimmtudag Alþjóðlegt samhengi mikilvægt  Árni Harðarson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og fékk réttindi til málflutnings fyrir hér- aðsdómi í apríl 1999. Hann var ráðinn yf- irmaður skatta- og lög- fræðideildar Deloitte & Touche hf. 1999 og varð meðeigandi í Deloitte hf. árið 2002. Árni er kvæntur Önnu Margrétar Jónsdóttur, verkefnisstjóra í markaðs og þjónustudeild Icelandair, og eiga þau tvö börn. 90 ÁRA afmæli. Í dag, 11. janúar,er níræður Hjalti Árnason frá Skeggjastöðum á Skaga. Hjalti ætlar að taka á móti gestum í Skagabúð 15. janúar nk. milli kl. 14 og 17. Gjafir af- þakkaðar en hann vonast til að fjöl- skylda, vinir og kunningjar samfagni honum í Skagabúð. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudag-inn 11. janúar, er áttræð Mar- grét Nikulásdóttir frá Ási, Keldu- hverfi. Af því tilefni býður hún til kaffisamsætis í Laugarborg kl. 14 laugardaginn 15. janúar. Vonandi sjá sem flestir ættingjar og vinir sér fært að mæta. 60 ÁRA afmæli. 16. janúar nk.verður sextug Bjarney Guðrún Björgvinsdóttir, Frostafold 4, Reykja- vík. Af því tilefni tekur hún á móti ætt- ingjum og vinum 15. janúar nk. í Safn- aðarheimili Háteigskirkju kl. 19.30. ÆFINGAR eru hafnar í Hafn- arfjarðarleikhúsinu á Brotinu, nýju leikriti Þórdísar Elvu Þorvalds- dóttur Bachman, en áætlað er að frumsýna verkið um miðjan febr- úar. Brotið er ástarsaga þar sem hið fagra getur átt sér skelfilega hlið og yndislegt ástarhreiður getur breyst í skítugan pyntingaklefa á einu augnabliki. Sagan segir frá ungu fólki sem fellir hugi saman. Þau stofna fjölskyldu og eru sann- færð um að örlög þeirra séu að eyða ævinni í sameiningu. Þegar aðstæður snúast gegn þeim, sýnir ástin hins vegar á sér myrka og hættulega hlið. Höf- undur veltir upp spurningum um hvort ástin eigi sér takmörk, hvað eigi að ganga langt fyrir þá sem maður elskar og hvenær ástin dug- ar hreinlega ekki til lengur. Með hlutverk í Brotinu fara þau Þrúður Vilhjálmsdóttir, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Friðrik Friðriksson og Elma Lísa Gunn- arsdóttir. Tónlistin í sýningunni er í höndum Margrétar Örnólfs- dóttur, en um lýsingu sér Egill Ingibergsson. Þá sér Gideon Gabr- iel Kiers um myndband, Bergþóra Magnúsdóttir um búninga, Ásta Hafþórsdóttir um leikgervi og Þór- arinn Blöndal sér um leikmynd. Erling Jóhannesson, leikstjóri verksins, segist hæstánægður með það verkefni sem fyrir liggur. „Það var mikill léttir að lesa þetta verk. Mér fannst loksins komið leikverk sem maður hafði í raun- inni ekki séð, það var mjög tíma- bært. Þetta verk var einhvers stað- ar í loftinu og maður beið eftir að það dúkkaði upp,“ segir Erling. „Umfjöllunarefnið, aðferðin og samræðurnar kallast sterkt á. Það er flott samræmi bæði í aðferðinni í frásagnarmátanum með tilliti til leikhússins og umfjöllunarefninu. Það hefur einhvern veginn loðað við íslenska leikritun óþarflega mikill realismi og bókmenntaleg áferð. Þetta leikrit tekur sig í fyrsta lagi ekki mjög hátíðlega. Það er skrifað af krafti og ákafa, af vissu kæruleysi, en um leið af þroskuðu listrænu innsæi.“ Ástarbrot í Hafnar- fjarðarleikhúsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikhópurinn og aðrir aðstandendur sýningarinnar hittust í Hafnarfjarð- arleikhúsinu á dögunum og renndu saman yfir textann. GRASRÓTARKAFFIHÚSIÐ Kaffi Hljómalind stendur í dag fyrir fyr- irlestri um dulspeki og meðvitund undir yfirskriftinni „Lærðu að þekkja þitt sanna sjálf.“ Fyrirlest- urinn hefst kl. 12.15. Það er jóginn og fræðimaðurinn Maheshvar- ananda sem flytur erindið. Þá verða í dag kl. 18 haldnar pallborðsumræður um kynþátta- fordóma og kynjamisrétti undir yf- irskriftinni „Rísum ofar rasisma, eyðum kynjamisrétti.“ Við pall- borðið munu sitja Maheshvar- ananda auk fulltrúa frá Alþjóða- húsi og UNIFEM. Fyrirlestrar og pallborð á Kaffi Hljómalind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.