Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 13 ÚR VERINU BREZKI Íhaldsflokkurinn hefur kynnt tillögur að fiskveiðistjórnun, sem færir Bretum yfirráðin yfir lög- sögu sinni á ný. Þeir segja hina sam- eiginlegu fiskveiðistefnu ESB hrylli- leg mistök sem hafi skaðað alla þætti sjávarútvegsins í Bretlandi og lífríkið í hafinu sömuleiðis. Talsmaður flokksins í sjávarút- vegsmálum, Owen Paterson, segir að hin sameiginlega fiskveiðistefna sé stórslys hvað varði lífríkið, umhverf- is- og félagsmálin og hana sé ekki hægt að endurbæta. „Þetta er kerfi sem neyðir sjómenn til að fleygja meiri fiski í sjóinn en þeir koma með að landi. Hún hefur skaðað lífríkið í hafinu verulega, hún hefur eyðilagt stóran hluta fiskiðnaðarins og útgerð- arinnar með þvinguðum úreldingum góðra skipa og hefur stórskaðað sjáv- arbyggðirnar,“ segir Paterson. Vilja dagakerfi Tillögur íhaldsmanna eru byggðar á þekkingu sem þeir hafa aflað sér með því að kynna sér fiskveiðistjórn- un í löndum eins og Íslandi, Færeyj- um, Noregi og Falklandseyjum. Til- ögur þeirra byggjast á nokkrum grundvallaratriðum: Þeir vilja daga- kerfi, en ekki fasta kvóta. Þeir vilja að brottkast á nýtanlegum fiski verði bannað. Varanlegar lokanir veiði- svæða í verndunar og uppbyggingar- skyni og tímabundnar svæðalokanir. Þeir vilja að notuð verði veiðarfæri er geti valið fisk eftir stærð og öðrum þáttum. Þeir vilja endurskoða lág- marksstærð á fiski, banna veiðar í bræðslu, banna opinbera styrki, þeir vilja skráningu á öllum skipum, skip- stjórum, þeir vilja að leitað verði leiða til að hvetja menn til að hugsa um gæði fremur en magn og vilja virkt og sanngjarnt eftirlit. Brezkir íhaldsmenn Fiskveiði- stefnan stórslys LOÐNUVEIÐARNAR ganga mjög vel enda mikil loðna við landið norðaustanvert. Síldin veiðist bæði í flottroll og nót og er mikið fryst af henni bæði um borð og í landi. Gert er ráð fyrir því að endanlegur kvóti verði gefinn út í vikunni eftir að mælingum á stofninum lýkur. Víkingur AK 100 kom inn til Vopnafjarðar upp úr hádeginu í gær með fullfermi, 1.400 tonn af loðnu. Skipið kom á miðin á sunnu- dagskvöld og var komið með full- fermi kl. 6 á mánudagsmorgun, en allur aflinn fékkst í hringnót. „Loðnan virðist vera á stóru svæði með kantinum norð-austur af landinu og þó nokkuð að sjá,“ sagði Sveinn Ísaksson skipstjóri á Víkingi á heimasíðu HB Granda í gær. Sigl- ingin inn til Vopnafjarðar tók 7 tíma. Loðnan fer í frystingu og einnig mun hluti af farminum fara í bræðslu. Faxi RE 9 og Ingunn AK 100 voru á miðunum í gær langt komin með að fylla sig. Svanur RE 45 kom inn til Vopnafjarðar undir kvöld með um 600 tonn. Fryst er um borð í skipinu, tæp 60 tonn á sólarhring, og jafnframt er ætlunin að landa í vinnsluna í landi ef þess þarf með. Sunnubergið NS 70 hélt á miðin í sunnudagskvöld eftir löndun og hefur stöðug loðnufrysting verið alla helgina hjá HB Granda á Vopnafirði. Óhætt er að segja að hjól atvinnulífsins á Vopnafirði snú- ist á fullu þessa dagana og nóg að gera á öllum vígstöðvum. Mogunblaðið/Jón Sigurðarson Loðnuveiðar Einar Víglundsson, verkstjóri í uppsjávarvinnslu HB Granda á Vopnafirði, skoðar loðnuna sem Sveinn Ísaksson á Víkingi kom með þangað. Loðnan fer bæði í frystingu og bræðslu. Veiðar Víkingur AK kemur með fullfermi, 1.400 tonn, til Vopnafjarðar. Víkingur með fullfermi í nót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.