Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Morgunverðarfundur fimmtudaginn 13. janúar
kl. 8.00 - 11.00 í Gullteigi, Grand Hótel Reykjavík
Dagskrá
Fundarstjóri: Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins
Kl. 8.15: Setning Skattadags: Úr viðjum vanans
- Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands
• Yfirlit helstu breytinga á skattalögum 2004
– Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, BS í viðskiptalögfræði
á Skatta- og lögfræðisviði Deloitte
• Cross Border Licencing of Intangibles / Leyfisleiga óefnis-
legra eigna á milli landa – Paul Bruin, einn eigenda Deloitte
í Amsterdam
• Breytingar á skattaumhverfi - áherslur Samtaka atvinnu-
lífsins – Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
• Evrópusambandið og áhrif af samræmingu skattareglna
– Árni Harðarson, lögfræðingur, yfirmaður Skatta- og lögfræðisviðs
Deloitte
• Skattlagning íslenskra starfsmanna erlendis
– Páll Jóhannesson, lögfræðingur á Skatta- og lögfræðisviði Deloitte
Verð kr. 1300 – morgunverðarhlaðborð innifalið
Skráning á www.deloitte.is, dtt@deloitte.is og í síma 580 3078
Í samvinnu við
Viðskiptablað Morgunblaðsins,
Samtök atvinnulífsins
og Verslunarráð Íslands
N
æ
st
SKATTASKIPULAGNING miðar
að því að lágmarka skattgreiðslur
innan ramma skattalaganna og því á
hún ekkert skylt við skattsvik. Þetta
segir Paul Bruin, einn af eigendum
endurskoðunarskrifstofunnar Del-
oitte Holland en hann heldur erindi á
skattadegi Félags löggiltra endur-
skoðenda næstkomandi fimmtudag.
Bruin mun í erindi sínu ræða um
skattlega meðferð leyfisleigu óefnis-
legra eigna. Óefnislegar eignir eru
t.a.m. einkaleyfi, vörumerki, verk-
þekking eða höfundarréttur. Eig-
andi slíkra eigna getur ýmist notað
þær sjálfur eða heimilað öðrum
notkun þeirra gegn gjaldi, svokall-
aðri leyfisleigu. Óefnislega eign má
auðveldlega færa á milli staða og
geta tekjurnar af henni því komið
víða að. Bruin mun í fyrirlestri sínum
fjalla um skattaskipulagningu leyf-
isleigutekna, sem miða að því að lág-
marka skattagreiðslur þess sem á
hina óefnislegu eign.
Bruin ræðir einnig skattsvik í er-
indi sínu. Hann segir marga vilja
leggja skattaskipulagningu og skatt-
svik að jöfnu. Slíkt er fráleitt að hans
mati. „Við skattaskipulagningu er
unnið algerlega innan ramma lag-
anna en þau eru samt sem áður not-
uð til að minnka skattbyrði. Skattar
eru kostnaður í hvers konar starf-
semi og það er ekkert athugavert við
það að draga úr kostnaði, svo fram-
arlega sem það er
innan ramma lag-
anna. Skattsvik
eru aftur á móti
ólögleg og ætti að
uppræta.“
Bruin er sér-
fróður um skatta-
leg málefni innan
Evrópusam-
bandsins og segir
hann að þessa dagana sé verið að
gera athyglisverðar breytingar á
skattamálum ESB. Í þeim felist að
ekki skuli lengur skattleggja fjár-
magn sem streymir á milli landa.
„Evrópusambandið er að reyna að
samræma skattkerfi nokkurra aðild-
arríkja sinna upp að vissu marki en
reynir um leið að komast hjá sam-
keppni milli ríkja um fjárfesta. Á
undanförnum árum hafa Evrópu-
þjóðir keppst við að slaka á skatta-
reglum sínum til að fá fjárfesta til að
stofna fyrirtæki í löndunum og ná
þannig fjármagni inn í þau. Ég er
aftur á móti efins um að ESB takist
að samræma skattareglur aðildar-
ríkjanna til fulls.“
Minni sérstaða Hollands
Skattalög í Hollandi hafa löngum
þótt frjálsleg og hefur Hollendingum
þannig tekist að ná verulegu fjár-
magni inn í landið. Hafa Hollending-
ar jafnan verið gagnrýndir fyrir
þessa stefnu en Bruin segir að nú
virðist sem ESB sé að taka upp svip-
aðar reglur. „Holland var lengi að-
laðandi kostur fyrir fjárfesta vegna
hagstæðra skattareglna. En á und-
anförnum árum hafa nágrannalönd-
in í auknum mæli tekið upp sams
konar eða svipaðar reglur, til dæmis
varðandi skattlagningu á arði. Sér-
staða Hollands er því ekki nærri því
eins mikil á þessu sviði og áður.
En Holland nýtur eftir sem áður
sérstöðu þegar kemur að sambandi
skattgreiðenda við skattayfirvöld.
Skattgreiðendur geta þannig rætt
við skattayfirvöld um afleiðingar til-
tekinnar skattaskipulagningar og
fengið heimild fyrir henni fyrirfram.
Allt þetta fer þó fram innan ramma
laganna. Á allra síðustu árum hefur
það þó reynst sífellt erfiðara að fá
hagkvæma skattameðferð frá hol-
lenskum yfirvöldum, þar sem Evr-
ópusambandið hefur þrýst á um
hertar reglur. Á sama tíma hafa ná-
grannalönd s.s. Lúxemborg haldið
áfram að veita skattgreiðendum
hagkvæma skattameðferð. Hollend-
ingar hafa orðið af viðskiptum vegna
þess að fjárfestar sjá sér meiri hag í
því að staðsetja sig í Lúxemborg.
Hollensk skattayfirvöld virðast vera
að gera sér grein fyrir þessu og vera
að slaka á reglum,“ segir Paul Bruin.
Skattaskipulagning
ekki skyld svikum
Paul Bruin
hema@mbl.is
NORSKA efnablöndu- og landbún-
aðarvörufyrirtækið Orkla hefur
eignast meirihluta í norska málmfyr-
irtækinu Elkem, næst stærsta álfyr-
irtæki Noregs á eftir Hydro. Hefur
Orkla aukið eignarhlut sinn úr
39,85% í 50,03%. Frá þessu var m.a.
greint á vefmiðli Børsen.
Kaupverðið á þeim 10,18% eign-
arhlut sem Orkla hefur bætt við sig í
Elkem nemur 1.180 milljónum
norskra króna, sem svarar til um
11,8 milljarða íslenskra króna.
Orkla samdi við þrjá minni hlut-
hafa í Elkem og kaupir af þeim fimm
milljónir hluta í félaginu á 235 norsk-
ar krónur hlutinn, sem er tæplega
7% yfir lokaverði hlutabréfa félags-
ins á markaði síðastliðinn föstudag.
Bandaríski álrisinn Alcoa á
46,54% í Elkem. Á fréttavefmiðlin-
um Bloomberg segir að barátta
Orkla og Alcoa um yfirráðin yfir
Elkem hafi hafist á árinu 1998.
Í framhaldi af því að hafa náð
meirihluta í Elkem mun Orkla gera
öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á
sama verði og þessi kaup. Er talið að
niðurstaða þess ráðist á hluthafa-
fundi næstkomandi fimmtudag, en
Orkla getur hætt við kaupin ef fund-
urinn samþykkir ekki tilboðið.
Orkla með
meirihluta
í Elkem
● NÝHERJI og KB banki hafa komist
að samkomulagi um að við-
skiptavakt KB banka á útgefnu
hlutafé Nýherja
verði hætt tíma-
bundið. Frá
þessu var greint í
tilkynningu til
Kauphallar Ís-
lands í gær.
Fjármálastofn-
un sem annast
viðskiptavakt á
hlutafé skuld-
bindur sig til að kaupa og/eða selja
fyrir eigin reikning fyrirfram ákveðið
magn hlutabréfa á ákveðnu verðbili á
hverjum tíma. Tilgangurinn með við-
skiptavakt er að auka sýnileika með
verðmyndun og skapa seljanleika
fyrir almenna hluthafa.
Fulltrúar KB banka vildu ekki tjá
sig um ástæður tilkynningarinnar.
Viðskiptavakt
með Nýherja hætt
tímabundið
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● DÆGURVERÐ á 95 oktana blý-
lausu bensíni hafa hækkað verulega
á undanförnum dögum á heimsmark-
aði. Í upphafi ársins kostaði tonnið
358 Bandaríkjadali og við lokun
markaða á föstudag var verðið orðið
387 dalir fyrir hvert tonn. Hér er um
að ræða 8,1% hækkun verðs á innan
við viku.
Ekki er líklegt að verð muni lækka
á næstu dögum en í kjölfar sprengi-
árása á olíuvinnslusvæði í Írak og
kulda í norðausturhluta Bandaríkj-
anna hefur verð á hráolíu hækkað
mikið að undanförnu.
Hækkun heims-
markaðsverðs
● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands
námu liðlega 13,4 milljörðum króna
í gær. Þar af voru viðskipti með hluta-
bréf fyrir 2,4 milljarða. Nærri helm-
ingur af þeim viðskiptum var með
hlutabréf í Íslandsbanka, eða 1,1
milljaður og hækkaði gengi þeirra
um 0,9%.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,5%
í gær og var lokagildi hennar 3.453,
35 stig. Af félögum í úrvalsvísitöl-
unni hækkuðu mest bréf í Og Voda-
fone, eða um 5,5% og í Flugleiðum
um 3,5%. Eina félagið í úrvalsvísitöl-
unni sem lækkaði var KB banki en
lækkunin nam 0,2%.
Mest viðskipti með
bréf Íslandsbanka
! "# $
%#%!
& %"' ("
) ("
)#"
*"' (" & %"'
+!%
+!'
! %#
,#
-./!
-. ! "#($
0
. & %"'
"'
1. "
1 2 $ 34 / " 5 6("
*7 8" 4 ""
9:/!
-&
-% ;%# -%"'
-%. / 2 /$
<2## "#. "
= "" % "
3.4 .. 5-8(!#
!"
(
!%' >2
*"' 7. & %"' <8 8
!#$ %
?@>A
-7
$!
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
!2 "#
2 $!
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
B
CD
B CD
5
B CD
B CD
B
CD
B 5
CD
5
B
CD
B
CD
B
CD
B CD
B
CD
B CD
B CD
5
5
5
5
5
5
5
5
5
B 5
CD
5
5
5
5
5
B 5CD
5
5
1! %'
'# "
< %( 7 % '# E
) -%
$ $ $
$ $ $$
$ $ $ $
$
$
$
5
5
5
$ 5
5
$ 5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
= 7 FG $ $
<1$ H /#"% %'
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
<1$5 I . ./%'"' % /% $ <1$5 -2%' % %!## . 2 %( /! " $
Stefnumiðað árangursmat hjá
sveitarfélögum er yfirskrift er-
indis sem Snjólfur Ólafsson, pró-
fessor í viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands, flytur
í málstofu hagfræði- og viðskipta-
fræðistofnunar á morgun, mið-
vikudaginn 12. janúar, kl. 12:15, í
Odda, stofu 101.
Í tilkynningu segir að mörg sveit-
arfélög hafi stigið skref í innleið-
ingu stefnumiðaðs árangursmats
(Balanced Scorecard) með mis-
jöfnum árangri. Ekki sé unnt að
segja hvernig eigi að innleiða
stefnumiðað árangursmat í sveit-
arfélögum, en reynslan hafi kennt
mönnum margt um hvað þurfi til
að innleiðing verði árangursrík og
hvað sé líklegt til að valda vand-
ræðum. Í málstofunni verður lögð
áhersla á að draga fram slík atriði
og útskýra.
Á MORGUN
9 'J
-KL
C
C
<->
MN
C
C
@@
,+N
C
C
)N
9 !
C?@>N MO 6"!
C
C