Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
F
yrir nokkrum árum
átti ég samræður við
frænda minn sem er
dálítið í ríkari kant-
inum. Við vorum í
erfidrykkju, en fyrir einhvers
konar undarlega alheimstilviljun
virðist maður aðeins rekast á
suma ættingja sína á slíkum
uppákomum. Á þessum tíma var
ég að vinna á leikskóla og fannst
launin nokkuð lág miðað við þá
ábyrgð sem ég hafði. Ekki vor-
kenndi ég þó sjálfum mér, enda
var ég bara flónskur námsmaður,
upptekinn af fegurð lífsins. Hins
vegar fannst mér illa vegið að
leikskólakennurunum sem höfðu
óskaplega svipuð laun og ég fyrir
gríðarlega ábyrgð. Ég minntist á
þetta við
frænda
minn,
skýrði fyrir
honum
ábyrgðina
sem felst í
því að vinna með börnum og það
óréttlæti sem felst í því að fólk í
umönnunarstörfum sé sett í ein-
hvers konar ruslaflokk þegar
kemur að launum. Frændi minni
kláraði að tyggja snittuna sem
gerði honum ókleift að stoppa í
mér rausið og svaraði síðan í föð-
urlegum tón: „Þú finnur eitthvað
betra.“
Ég vissi ekki alveg hvað ég átti
að halda en síðan rann það upp
fyrir mér. Fólkið sem á pen-
ingana í þessu blessaða samfélagi
lítur greinilega svo á að í
fræðslu- og umönnunarstörf velj-
ist fólk sem „hefur ekki fundið
almennilega vinnu,“ eða „skortir
metnað“.
Þetta fannst mér alveg lýsandi
fyrir það viðhorf sem ég mætti
þegar ég kom síðar út úr skápn-
um með þá staðreynd að ég
hygðist læra heimspeki í Háskól-
anum. „Bara heimspeki?“ spurði
fólk, eða: „Og hvað ætlarðu svo
að vinna? Vera heimspekingur?
Ho-Ho-Ho …“ Sumir spurðu mig
hvort ég ætlaði ekki frekar í ein-
hvers konar tölvufræði eða við-
skiptafræði, þar væri pening-
urinn.
Ég furðaði mig alltaf á þessu.
Ég mætti allt of oft þeim hugs-
unarhætti að ef maður væri að
læra heimspeki, gæti ekki verið
að maður hefði námsgáfur. Mað-
ur hlyti að vera einhvers konar
dreymandi hippi sem gæti ekki
hugsað sér að vinna ærlega vinnu
og sæti mókandi í eiturlyfjavímu
og drykkju á einhverjum kaffi-
húsum daginn út og inn ræðandi
einhverja spútnikheimspekinga
og talandi gáfumannatal. Jæja,
einn af þremur er sosum ekki
slæmt. Ég er óttalega dreyminn
hippi stundum og þykir voðalega
vænt um náttúruna, en hef hins
vegar aldrei náð tökum á gáfu-
mannatali og því síður neyslu
áfengis, tóbaks eða annars eit-
urs. Það má í raun segja að ég
eigi við drykkjuvandamál að
stríða, vegna þess að ég kem yf-
irleitt ekki meir en þremur bjór-
um ofan í magann á mér.
En ég fór ekki í heimspeki af
því að ég er vitlaus. Raungreinar
eru í miklu uppáhaldi hjá mér og
ég er mjög áhugasamur um hin
ýmsu vísindi og tækni. Ég vildi
bara ydda á mér hugann með því
að nema gagnrýna hugsun og
aðferðafræði heimspekinnar.
Þessi fræði hafa gagnast mér
mjög víða, bæði persónulega og í
atvinnulífinu og ég sé svo
sannarlega ekki eftir því að
skrifa mína BA-ritgerð í heim-
speki.
„Hvað ætlarðu að vinna?“
spurði fólk og ég þurfti sífellt að
klifa á sama svarinu, að heim-
spekinga væri að finna mjög víða
í atvinnulífinu, þeir væru bara
ekki margir í hverju fyrirtæki,
svo það væri ekki alltaf auglýst
eftir þeim sérstaklega. Hins veg-
ar kæmi það fólki á óvart hvað
heimspekingar dreifast víða og
vinna fjölbreytt störf. Hér sit ég,
blaðamaðurinn og skrifa, á með-
an nokkrir af helstu yfirmönnum
Sony fljúga milli landa, mennta-
skólakennarar troða þekkingu
inn í höfuðin á börnum og hönn-
uðir láta sér detta í hug sniðugar
lausnir á ýmiss konar vanda-
málum. Allir eigum við blessaðan
Sókrates sameiginlegan. Við
vinnum með hausunum. Vá!
Það er stundum eins og fólk
geti ekki ímyndað sér að maður
geti unnið við eitthvað annað en
stendur á prófskírteininu, en það
er algerlega rangt. Kennarar
geta þróað hugbúnað, verkfræð-
ingar geta annast börn og
læknar geta farið á skakveiðar.
Grundvallaratriði í þessu máli er
að við eigum ekki að læra eitt-
hvað með það fyrir augum að
peningarnir séu þar. Ef við ger-
um það, þá erum við að skrifa
upp á ævilanga óhamingju og
einnig að við verðum í raun aldr-
ei eins góðir starfsmenn og við
gætum orðið. Ef hjartað er ekki
með þá erum við týnd. Þess
vegna eigum við að læra það sem
okkur langar, nákvæmlega það
sem hjartað segir okkur að læra,
ekki hlusta á „skynsemina“ því
„skynsemin“ er alltaf að reyna að
eyðileggja drauma okkar. Í raun-
inni er það sem við viljum stund-
um kalla „skynsemina“ bara efa-
semdir okkar og óöryggi sem
kallar á „öruggar og reyndar
lausnir.“
Ef við lærum það sem við vilj-
um og þráum höfum við brenn-
andi áhuga á efninu og munum
skara fram úr í því. Það þýðir að
við munum fá vinnu í því. Ekki
satt?
Á nákvæmlega sama hátt get-
um við litið í austurátt. Uppi á
Kárahnjúkum er nú í undirbún-
ingi að flytja inn 150 þæga
starfsmenn sem Impregilo getur
farið með eins og því sýnist. Til
hvers? Til að byggja mannvirki
sem hefur þann eina tilgang að
kæfa drauma fólks og fara eftir
„skynseminni“ sem er ekkert
annað en réttlæting efasemda
um eigin ágæti og getu til að ná
árangri.
Álverið á Reyðarfirði er ekkert
annað en svar Valgerðar Sverr-
isdóttur, nýslegins stórriddara,
og forvera hennar, Finns Ing-
ólfssonar, við spurningunni:
„Hvaða drauma á íslenska þjóð-
in?“ Og svarið er: „Hættu að láta
þig dreyma og farðu öruggu leið-
ina eins og pabbi þinn.“
Fylgjum
draumum
Ef við lærum það sem við viljum og
þráum höfum við brennandi áhuga á
efninu og munum skara fram úr í því.
Það þýðir að við munum fá vinnu í því.
Ekki satt?
VIÐHORF
Eftir Svavar Knút
Kristinsson
svavar@mbl.is
TILRAUNIR Steinunnar Valdísar
Óskarsdóttur borgarstjóra í grein í
Morgunblaðinu á föstudag til að
kenna öðrum en R-listanum um lé-
lega fjármálastjórn R-listans breyta
ekki þeirri staðreynd að ekkert sveit-
arfélag hefur hækkað útsvar sitt jafn-
mikið og jafnhratt frá árinu 1998 eins
og Reykjavíkurborg, úr 11,24% í
13,03%. Það er ekki aðeins útsvarið
sem hefur hækkað: Fasteignaskattar,
þjónustugjöld, orkureikningar og síð-
ast en ekki síst skuldir hafa einnig
hækkað.
Við sjálfstæðismenn höfum vakið
athygli á þessum staðreyndum. Borg-
arstjóri svarar stöðugt með út-
úrsnúningum og heldur því end-
urtekið fram að við séum að halda því
að fólki að „hvítt sé svart“. Þótt svart-
nætti R-listans sé væntanlega fram-
undan er óþarfi af nýjum borg-
arstjóra að fara í ómálefnalegar
skotgrafir og neita að viðurkenna
staðreyndir. Það er hverjum manni
augljóst að skattar, fasteignagjöld og
ýmis þjónustugjöld í Reykjavík eru
að hækka meira en góðu hófu gegnir.
Borgarbúar munu því miður finna
fyrir þessu nú á nýju ári.
Kenna öðrum um
skattahækkanir
Borgarstjóri og fulltrúar R-listans
flýja undan eigin ábyrgð á fjár-
málastjórn sinni og tala eins og þeir
beri enga ábyrgð á þessum stað-
reyndum. Ýmsum aðferðum er beitt
til að réttlæta þessar miklu skatta-
hækkanir en forðast er að nefna
helstu ástæðuna sem er sú að R-
listinn hefur margfaldað skuldasöfn-
un borgarinnar á und-
anförnum árum og ráð-
stafað fjármunum á
ýmsum sviðum með
mjög óvarlegum hætti.
Til að mæta þeim fjár-
málalegu ógöngum sem
R-listinn er kominn í,
sér hann nú þá einu leið
að hækka útsvarið í há-
mark, þrátt fyrir loforð
um að gera það ekki.
Sem formaður Sam-
bands íslenskra sveitar-
félaga beitti ég mér fyr-
ir því í samningum við
ríkið og í góðu sam-
komulagi allra sveitarfélaganna að
heimild sveitarfélaga til að hækka út-
svar yrði aukin. Flest sveitarfélög
hafa í langan tíma nýtt sér hámarks-
útsvar. Á árinu 2005 eru um 70 sveit-
arfélög sem það gera en 30 sveit-
arfélög gera það ekki. Það er
sjálfstæð ákvörðun hverrar sveit-
arstjórnar að ákveða útsvarsprósent-
una.
Reykjavík, sem langstærsta og öfl-
ugasta sveitarfélagið, á að sjálfsögðu
að geta nýtt sér hagkvæmni stærð-
arinnar og boðið upp á fyrsta flokks
þjónustu með lægstu skatta og gjöld.
Ekki síst þegar haft er í huga að ár-
lega fær borgarsjóður 1,5 milljarða
króna úr sjóðum Orkuveitu Reykja-
víkur. Sú staðreynd liggur fyrir að R-
listinn hefur sett Íslandsmet í hækk-
un útsvars frá 1998; hefur hækkað
útsvarið um 1,79% eins og fram kom í
könnun Viðskiptablaðsins nýlega, á
sama tíma sem þau
sveitarfélög sem koma
næst að stærð hafa
hækkað útsvarið um
1,22%.
Samanburður
borgarstjórans
Í grein sinni ber
borgarstjórinn Reykja-
víkurborg saman við
önnur og minni sveit-
arfélög. Réttlætir sá
samanburður milljarðs
króna skatta- og
gjaldahækkanir á
Reykvíkinga árið 2005?
Auðvitað ekki. En því til viðbótar
segir samanburður borgarstjórans
ekki alla söguna. Það er sígilt bragð
R-listans í fjármálaumræðum að
velja aðeins þann samanburð sem er
honum hagstæðastur hverju sinni.
Lítum á eftirfarandi tölur frá árinu
2003 úr þeirri ágætu bók sem borg-
arstjóri vitnar til:
Skuldir og skuldbindingar á íbúa
(samantekin reikningsskil):
Reykjavík 787 þkr.
Kópavogur 554 þkr.
Akureyri 754 þkr.
Garðabær 404 þkr.
Seltjarnarnes 241 þkr.
Borgarstjóri telur sér það til hróss
að borgin gæti borgað upp skuldir
Borgarstjóri á flótta
undan ábyrgð
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
svarar borgarstjóra
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
HAFT var eftir Davíð Oddssyni í
útvarpsfréttum 9. þ.m., að hann félli
ekki umsvifalaust fyrir hugmyndum
Ragnars Árnasonar
hagfræðings um upp-
sögn EES-samnings-
ins, en tók jafnframt
fram, að ítarleg um-
ræða um málið mætti
vera á dagskrá.
Ég féll hins vegar
kylliflatur fyrir hug-
myndum Davíðs um, að
söluandvirði Símans
yrði notað til uppbygg-
ingar Landspítala – há-
skólasjúkrahúss. Og tel
engum vafa undir orp-
ið, að Davíð hafi byrjað umræðu, sem
ekki getur endað nema á einn veg.
Læknar féllust á sameiningu stóru
sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík á
sínum tíma á þeirri forsendu, að
Landspítali – háskólasjúkrahús yrði
starfræktur í framtíðinni undir einu
þaki. Kom fram í áliti þeirra, að aldrei
yrði um raunverulega sameiningu að
ræða nema þessu skilyrði yrði full-
nægt. Allt sem fram hefur komið á
þeim fimm árum, sem liðin eru, styð-
ur þessa fullyrðingu. Bráðaþjónustan
verður að starfa í nánu samstarfi og
umhverfi til að skila fullum gæðum og
getu starfsmanna. Því til viðbótar
þarf bráðaþjónustan að njóta stuðn-
ings annarra deilda og sérþekkingar
til að ná fullu hagræði í starfsemi
spítalans. Þetta hefur læknum alltaf
verið ljóst og hafa þeir bent á það
svikalaust. Því eru alvarlegar vanga-
veltur um uppbyggingu spítalans á
einum stað ekki óraunhæfir og
ástæðulausir draumórar. Fagnaðar-
efni er, að stjórnmálaforingi sem
Davíð Oddsson skuli nú leggja þeim
lið á þennan djarfa og frumlega hátt.
Athyglisvert er, að ekki var liðinn
sólarhringurinn áður en úrtöluraddir
tóku að heyrast. Ég vil ekki gera þær
að sérstöku umræðuefni enda ekkert
sem gefur tilefni til að gera þeim hátt
undir höfði. Ég vil hins vegar vara
stjórnmálamenn við að tengja þessa
hugmynd Davíðs við stjórnmálalegan
ágreining um sölu Símans, hvort
hann verði seldur eða hvernig að
þeirri sölu verður staðið, ef af verður.
Uppbygging Landspít-
alans og sala Símans eru
sjálfstæð úrlausnarefni
og engar forsendur til
að káma uppbyggingu
Landspítalans með
ágreiningi um Símann.
Það verður þeim sem
það gera aðeins til
hnjóðs.
Uppbygging Land-
spítalans ætti ekki að
verða þjóðinni ofraun.
Ekki skal þó dregið úr
því, að hún mun kosta
mikið og til hennar renna fé, sem nota
mætti í annað. Þjóðin hefur áður
þurft að takast á við svipuð verkefni
og án þess að vera í þeim álnum, sem
hún er nú. Þegar ég hóf læknisstörf
fyrir um aldarfjórðungi var talið að
stofnkostnaður sjúkrahúss væri svip-
aður og rekstrarkostnaður þess í þrjú
ár. Þá var launakostnaður um 70% af
rekstri eins og nú. Nauðsynleg upp-
bygging Landspítalans er talin kosta
um 36 milljarða og er sú upphæð
svipuð því, sem það kostaði Norð-
menn að byggja upp sjúkrahús í
Þrándheimi. Það hefur lík verkefni og
Landspítalinn. Séu þessar áætlanir
raunhæfar þá er stofnkostnaður
sjúkrahúss á okkar tímum rekstr-
arkostnaður þess í tæplega eitt og
hálft ár, en rekstur Landspítalans
kostar um 28 milljarða á ári eins og
öllum er kunnugt. Þessar tölur end-
urspegla kaupmáttaraukningu þjóð-
arteknanna á grófan en afar skilj-
anlegan hátt og benda ekki til annars
en að það sé þjóðinni mun léttbærara
að „kaupa“ spítala nú, en það var fyr-
ir tuttugu og fimm árum.
Guð láti gott á vita er haft á orði.
Davíð er þekktur fyrir annað en að
fara með staðlausa stafi. Taka verður
undir með Morgunblaðinu, að líkur
séu á að þverpólitísk samstaða náist
um þessa útfærslu. Það yrðu að sínu
leyti undur og stórmerki, þegar litið
er til þeirrar uppgjafar, sem einkennt
hefur umræðuna um úrræðin fyrir
Landspítala – háskólasjúkrahús á
liðnum árum.
Bygging spítala
sífellt „ódýrari“
Sigurbjörn Sveinsson fjallar
um byggingu nýs spítala
Sigurbjörn Sveinsson
’Fagnaðarefni er, aðstjórnmálaforingi sem
Davíð Oddsson skuli nú
leggja þeim lið á þennan
djarfa og frumlega
hátt.‘
Höfundur er formaður
Læknafélags Íslands.
Eftirfarandi greinar eru á mbl.is:
Jakob Björnsson: „Það á að fella
niður með öllu aðkomu forsetans að
löggjafarstarfi.“
Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir:
„Ég vil hér með votta okkur mína
dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu
sem komin er upp í íslensku þjóð-
félagi með skipan Jóns Steinars
Gunnlaugssonar í stöðu hæstarétt-
ardómara. Ég segi okkur af því að
ég er þolandinn í „Prófessorsmál-
inu“.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að
án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku
umræðu í þjóðfélaginu sem varð
kringum undirskriftasöfnun Um-
hverfisvina hefði Eyjabökkum verið
sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum
við að áherslan sé á „gömlu og góðu“
kennsluaðferðirnar? Eða viljum við
að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð
vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet
alla sjómenn og útgerðarmenn til að
lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina
og kjarasamningana.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar