Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 35 MINNINGAR við sáum hvort annað í fyrsta sinn. Andri kynntist henni í síldinni og þau urðu góðir vinir. Ég var með henni í Gagnfræðaskólanum, þegar ég sett- ist í annan bekk. Þetta var stelpna- bekkur og oft glatt á hjalla. Það var ekki fyrr en í fjórða bekk að ég var ég tekin inn í saumaklúbbinn og um svipað leyti fór ég fyrir alvöru að kynnast Dídí. Mér er minnisstætt þegar ég fór að venja komur mínar heim til hennar. Á þeim tíma var töluverður munur á húsbúnaði fólks. Ég hafði komið í mörg fín hús en ekk- ert sem heillaði mig eins og þetta hús. Menningarheimili, eins og það best getur orðið er sú tilfinning sem ég hafði fyrir því og þá ekki hvað síst fyrir viðmót Guðmundar og Rögnu Frímann. Þau töluðu við mig af virð- ingu eins og ég væri kær gestur fjöl- skyldunnar, en ekki skólastelpa í heimsókn hjá heimasætunni. Ekki svo að skilja að mæður okkar hinna tækju ekki vel á móti skólasystrun- um, svo sannarlega vorum við vel- komnar á þau heimili líka og vel við okkur gert á allan hátt, boðið til stofu og bornar fram rausnarlegar veiting- ar. En einhvernveginn var heimilið á Hamarstígnum sérstakt, þar var ein- hver fágun sem fylgdi Dídí alla tíð. Hún gat ærslast með okkur og látið ýmislegt flakka í okkar hópi en undir niðri var alltaf þessi virðuleiki. Eng- an hef ég hitt sem mat minna heims- ins vegsemdir, fólk mat hún ein- göngu af þess eigin verðleikum. Við Dídí ætluðum suður 1954, leigja saman og fá okkur vinnu en barneignir okkar Rögnu stöðvuðu þær áætlanir. Síðar bjuggum við báðar um stund fyrir sunnan og stutt frá hvor annarri, en svo fluttum við báðar norður. Andri og Kalli voru báðir í sjóstangveiðinni og nokkrar ógleymanlegar ferðir fórum við sam- an í tengslum við það og margar aðr- ar ánægjustundir áttum við saman, en samverustundirnar hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Að leiðarlokum vilj- um við þakka fyrir allar þessar ynd- islegu stundir sem við höfum átt saman. Elsku Kalli, dætur og fjölskyldur, við vottum ykkur dýpstu samúð. Andri og Guðrún. Inn í dauðans hljóðu hallir hurfu þeir mér einn og tveir. (Höf. ók.) Eftir því sem á ævina líður, verða þeir æ fleiri sem hverfa inn í hinar „hljóðu hallir“ hins ókomna er bíður okkar allra. Þetta er lögmál lífsins, en þó er alltaf eins og maður hrökkvi við þegar góður vinur hverfur. Við sem áttum þess kost að fá að kynnast Dídí, og eiga með henni samleið, megum vera þakklát fyrir þau góðu og einlægu kynni. Ég þakka fyrir all- ar ánægjustundirnar sem við Valdi áttum með ykkur hjónunum í gegn- um tíðina. Ég votta eiginmanni þínum, Karli Jörundssyni, börnum ykkar og öllum ástvinum einlæga samúð mína eftir mæta konu, sem var þeim mikils virði. Hennar hlýja bros og hljóða prúða ró mun geymast í minningu vina hennar þó árin líði. Kolbrún. Nú er hún Dídí mín dáin. Fegursta blómið. Orrustu við hið ljóta krabba- mein lokið. Dídí vissi í hjarta sínu hvert stefndi en bar höfuðið hátt allt þar til yfir lauk eins og hennar var von og vísa. Þvílíkt æðruleysi. Glæsi- leg kona sem eftir var tekið. Hún var ein af þeim persónum sem hafa ljúfa lund og þægilega nærveru. Um- hyggjusemi fyrir öðrum var mikil hjá Dídí og bestu vini sína átti hún í eig- inmanni sínum og dætrunum fjórum og þeirra fjölskyldum. Samheldni þeirra var mikil og mörg eru ferða- lögin sem farin hafa verið, jafnt inn- anlands sem utan. Ævinlega þegar ég hitti Dídí á förnum vegi var hún annaðhvort að fara í ferðalag með Kalla sínum eða nýkomin úr ferða- lagi. Hún geislaði af gleði og vænt- umþykju og hló sínum einstaka dill- andi hlátri þegar hún sagði frá. Hún var svo áhugasöm um menn og mál- efni og gaman var að geta aðeins spjallað þegar við hittumst og skipst á fréttum. Fjölskyldan hennar er lánsöm að hafa fengið að njóta sam- vista við hana og minningin um góða konu er aldeilis gott veganesti fyrir barnabörnin, sem voru henni afskap- lega kær. Dídí og Kalli voru nágrannar okk- ar í Suðurbyggðinni í um 25 ár eða allt þar til foreldrar mínir fluttu burt. Gott var að alast upp þar og mikill var barnafjöldinn. Það skriðu 4–5 börn nánast út úr hverju húsi. Ég var svo heppin sem barn að fá að fara reglulega í kaffi til Dídíar með mömmu minni. Mér fannst það æv- intýri líkast. Húsið þeirra var svo fal- legt og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Enn í dag man ég eftir þeim degi þegar ég fékk að skreppa með mömmu til Dídíar og Kalla til að sjá nýju eldhúsinnréttinguna þeirra. Þetta þótti merkilegur atburður á þeim tíma sem gerðist nú ekki á hverjum degi. Og litlu augun mín stóðu á stilkum, ég hafði aldrei séð svona fínt eldhús áður. Smekklegheit húsmóðurinnar nutu sín svo sannar- lega. Ein af skemmtilegri minningum mínum frá því ég var barn tengist Dídí. Þá sit ég við eldhúsborðið henn- ar við hlið mömmu minnar og þær eru eitthvað að spjalla saman. Mér verður svo starsýnt á tennurnar hennar og man að ég óskaði mér að þegar ég yrði stór þá langaði mig að fá svona tennur! Önnur framtönnin hennar var örlítið snúin og lá aðeins yfir hina. Ég hafði einhvern tímann heyrt það að um leið og barnatenn- urnar færu að losna væri hægt að reyna að snúa þeim og snúa og þá um leið myndi það valda því að fullorð- instennurnar skekktust. Þetta ham- aðist ég við fyrir framan spegilinn þar til barnatennurnar duttu! En mér varð því miður ekki að ósk minni. Fyrir nokkrum árum sagði ég Dídí frá þessari ósk minni sem ég átti sem barn og ég vissi ekki hvert hún ætlaði yfir þessari vitleysu í barninu! Svo hlógum við og hlógum að þessu. Þessar minningar er gaman að rifja upp og fær mann til að vera þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum. Fjölskylda Dídíar hefur misst mikið og sárt er að nærveru hennar verður ekki lengur notið, en hún skil- ur eftir sig sjóð góðra minninga og má svo sannarlega vera stolt af sínu. Elsku Dídí, ég þakka þér sam- fylgdina og megi guð varðveita þig. Fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Birna Ágústsdóttir. Glæsileg, hlý og vingjarnleg. Þannig minnumst við Valgerðar Frí- mann. Árið 1998 fluttum við í húsið við hliðina á Valgerði og Karli og vor- um strax boðin hjartanlega velkomin í götuna með mikilli hlýju og vinar- þeli. Þau voru afar glæsileg hjón og svo samheldin að aðdáun vakti. Sorg- legt þykir okkur að þau gátu ekki átt efri árin saman, þar sem þau voru bæði rétt komin á eftirlaun og höfðu yndi af útivist og ferðalögum. Við vissum að Valgerður barðist við manninn með ljáinn en sannarlega bar hún harm sinn í hljóði. Var alltaf með hlýja brosið sitt og spurði um okkar hagi en minntist aldrei á veik- indi sín. Stórt skarð er höggvið í íbúa Suðurbyggðar þar sem flestir frum- byggjarnir búa enn og halda götunni sinni snyrtilegri og fallegri. Þar voru Valgerður og Karl fremst í flokki. Því miður getum við ekki fylgt henni til grafar en biðjum algóðan Guð um að styrkja Karl, dæturnar fjórar, tengdasynina og ömmubörnin. Inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessarar fallegu og góðu konu. Fjölskyldan Suðurbyggð 11. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Systir okkar og afasystir, ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR frá Ísafirði, Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 7. janúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Ingi Sigurðsson, Ísak J. Sigurðsson, Arna Viktoría Kristjánsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, VILHJÁLMUR ÓSKARSSON frá Reiðholti, Lýtingsstaðahreppi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki laugardaginn 8. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingimar Vilhjálmsson, Guðrún Kristmundsdóttir, Laufey Þ. Vilhjálmsdóttir, Árni P. Björgvinsson, Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Sveinn Árnason, Óskar S. Vilhjálmsson, Elísabet B. Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Hringbraut 67, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar- daginn 8. janúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. janúar kl. 14.00. Skarphéðinn Agnarsson, Birna Skarphéðinsdóttir, Margrét Skarphéðinsdóttir, Þórður Ingimarsson, Jónína Skarphéðinsdóttir, Ólafur V. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SOFFÍA GUÐBJÖRG ÁSGRÍMSDÓTTIR KRUCZEK, Southampton, New Jersey, lést á heimili sínu föstudaginn 7. janúar sl. Andrew Ásgrímur Kruczek, Katherine Louisa Kruczek, Edward Walter Kruczek, Kristina Elsa Kruczek May, Engilbertína Guðrún Ásgrímsdóttir Stanick, tengdabörn og barnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AUÐUN AUÐUNSSON skipstjóri, Valhúsabraut 31, Seltjarnarnesi, andaðist á öldrunardeild Landakots laugar- daginn 8. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Stella Eyjólfsdóttir, Stella Auður Auðunsdóttir, Ásdís Auðunsdóttir, Þórður Snæbjörnsson, Steinunn Auðunsdóttir, Björn Eyjólfur Auðunsson, Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, Sæmundur Auðunsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓHANN MAGNÚSSON bifreiðaskoðunarmaður, Móholti 12, Ísafirði, andaðist á Sjúkrahúsi Ísafjarðar föstudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á krabbameinsfélagið Sigurvon. Halldóra Jóhannsdóttir, Dagný S. Sigurjónsdóttir, Magnús M. Þorvaldsson, Elva Jóhannsdóttir, Barði Önundarson, Magnús Ö. Jóhannsson, Helga G. Haraldsdóttir, Heiðrún B. Jóhannsdóttir, Ari K. Jóhannsson, Harpa Henrysdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.