Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 27
AÐ UNDANFÖRNU hefur
verið nokkur umfjöllun á síðum
Morgunblaðsins um öryggismál
vegna flutnings hættulegra efna á
vegum landsins. Vinnueftirlitinu
var falið hlutverk við framkvæmd
reglna dómsmálaráðuneytisins
(nú samgönguráðuneytisins) sem
eiga að stuðla að öryggi við slík-
an flutning og verður hér greint
frá því helsta sem gert hefur ver-
ið.
Eins og fram hefur komið hafa
flutningar flust svo til alfarið frá
skipaflutningum yf-
ir á landflutninga.
Þetta gerðist ekki í
einu vetfangi þegar
Eimskip hætti
strandsiglingunum
heldur hefur þetta
verið þróun und-
anfarinna margra
ára. Það má til
sanns vegar færa
að með þessari
breytingu hefur
áhættan í umferð-
inni aukist og í
mörgum tilvikum
hættan á umhverfisslysum.
En hvaða hættuleg efni eða
farm er verið að flytja? Sam-
kvæmt skilgreiningu Sameinuðu
þjóðanna er hættulegur varn-
ingur efni og hlutir sem vegna
efna- eða eðlisfræðilegra eig-
inleika eru sprengifimir, eldfimir,
með hættu á sjálftendrun, eitr-
aðir, geislavirkir eða ætandi og
sem við ranga eða óvarkára með-
höndlun við flutning geta valdið
skaða á dýrum, fólki og umhverfi.
Þá eru til efni sem ekki mega
komast í snertingu við vatn því
þá myndast eldfimar eða eitraðar
lofttegundir.
Langmestu flutningarnir á
hættulegum farmi að magni til
eru eldsneytisflutningar til út-
sölustaða innan þéttbýlis, hafna,
flugvalla, framkvæmdastaða o.fl.
Própangas er flutt í vaxandi mæli
eftir vegunum, en mikil hætta
getur fylgt því ef slys ber að
höndum. Töluvert magn sprengi-
efna er flutt á vegunum um land
allt vegna verklegra fram-
kvæmda. Þó hefur dregið úr
þeirri flutningsþörf þar sem
tækniþróum hefur gert kleift að
framleiða (fullblanda) sprengiefni
á staðnum í vaxandi mæli. Amm-
oníak er notað á frysti- og kæli-
kerfi um land allt og flutt á veg-
unum. Ýmsar aðrar lofttegundir
eru fluttar í hylkjum og tönkum.
Mjög hefur hins vegar dregið úr
flutningi hins hættulega klórgass
þar sem nú er notuð vatnslausn
klórs til sótthreinsunar í sund-
laugum og matvælafyrritækjum.
Margs konar sýrur, mismunandi
sterkar eru fluttar um vegi lands-
ins og þ.á m. saltsýra til Siglu-
fjarðar eins og komið hefur fram
í fréttum. Geislavirk efni eru not-
uð á sjúkrahúsum í Reykjavík og
Akureyri til rannsókna og lækn-
inga og eru flutt landleiðina frá
Keflavíkurflugvelli.
Mörg önnur efni mætti telja
upp en að lokum skal þó nefna
flutninga í desember á skoteldum
til útsölustaða um allt land en
mikil hætta stafar af þeirri vöru
ef eldur kemst í hana eins og
dæmin sanna.
En hvað hefur verið gert til að
reyna að draga úr þeirri áhættu
sem óhjákvæmilega skapast við
flutning á hættulegum farmi? Í
gildi er reglugerð um flutning á
hættulegum farmi sem staðfestir
Evrópska tilskipun um að svo-
kallaðar ADR-reglur um flutn-
inga á hættulegum farmi á veg-
um skuli gilda hér á landi. Helstu
ráðstöfunum sem gera ber sam-
kvæmt þessum reglum er lýst
hér að neðan:
1. Menntun og sérstök réttindi
ökumanna. Ökumenn sem flytja
hættulegan farm verða að hafa
svokölluð ADR-réttindi. Til þess
að öðlast þau verða þeir að sitja
þriggja daga grunnnámskeið og
síðan eins til tveggja daga fram-
haldsnámskeið til að mega aka
tankbílum, flytja sprengiefni eða
geislavirk efni. Réttindin gilda í 5
ár og til að endurnýja réttindin
þurfa bílstjórar að koma á upp-
rifjunarnámskeið þar sem einnig
er farið í þær breytingar sem
orðið hafa á ADR-reglunum, en
þær eru endurskoðaðar reglu-
lega. Vinnueftirlitið hefur staðið
fyrir námskeiðum um allt land og
gefið út handbók fyrir bílstjóra
um flutning á hættulegum farmi.
Í dag hafa 1.159 bílstjórar fengið
grunnréttindi til stykkjavöru-
flutninga og af þeim hafa 838
fengið viðbótarréttindi til tanka-
flutninga, 557 réttindi til sprengi-
efnaflutninga og 233 til flutnings
geislavirkra efna;
2. Öryggisráðstafanir við
flutning. Fyrirtækjum sem ann-
ast flutning á hættulegum farmi á
vegum sem og þau sem senda
slíkan farm ber að hafa í sinni
þjónustu sérstakan örygg-
isráðgjafa sem lokið hefur nám-
skeiði og hefur umsjón með því
að rétt sé staðið að flutningum.
Við flutninginn eiga að fylgja sér-
stök farmbréf með upplýsingar
um hættulegan farm og einnig
sem ekki er síður mikilvægt svo-
kölluð flutningsslysakort fyrir all-
an hættulegan farm með upplýs-
ingum um hvernig bregðast eigi
við ef óhapp verður. Þá á að
fylgja með ýmis búnaður eins og
slökkvibúnaður og öryggisbún-
aður fyrir bílstjóra. Ökutækin
eiga að vera merkt að framan og
aftan með hættuskiltum og í sum-
um tilvikum með varúðarmerkj-
um á hliðum (og aftan) þannig að
ef óhapp verður geti björgunar-
aðilar séð að um flutning á
hættulegum farmi er að ræða og
eins og við flutninga í tönkum séð
út frá merkjunum hvaða efni ver-
ið er að flytja;
3. Öryggi bifreiða, tanka og
umbúða. Allar umbúðir um
hættulegan farm eiga að vera
prófaðar og viðurkenndar. Mjög
strangar kröfur eru gerðar varð-
andi tanka. Smíði þeirra er undir
ströngu eftirliti en síðan eru þeir
þrýstiprófaðir undir eftirliti
Vinnueftirlitsins. Þeir eru síðan
skoðaðir og prófaðir með reglu-
bundnum hætti eftir að þeir hafa
verið teknir í notkun. Tankbílar
og bílar sem flytja tanka þurfa að
uppfylla ákveðnar kröfur m.a.
varðandi rafbúnað, hemla o.s.frv
og vera skráðir sérstaklega fyrir
slíkan flutning hjá Umferðarstofu
og sama á við um ökutæki sem
flytja sprengifiman farm;
4. Umferðareftirlit. Lögreglan
hefur almennt eftirlit með umferð
á vegunum, þar á meðal með
flutningi hættulegs farm, svo sem
hvort bílstjórar hafi gild ADR-
réttindi og bifreiðar séu rétt
merktar og með nauðsynlegan ör-
yggisbúnað. Í sumum tilvikum er
talið nauðsynlegt að mati lög-
regluyfirvalda að lögreglufylgd sé
við flutning, t.d. þegar mikið
magn sprengiefna á í hlut og eins
getur lögregla gefið fyrirmæli um
flutningsleið.
Sérstök áhætta gildir um flutn-
ing hættulegra efna um jarðgöng
og hafa þau mál verið til umfjöll-
unar á Alþingi og í ráðuneytum
dóms- og samgöngumála.
Áhættumat var gert fyrir Hval-
fjarðargöngin og settar strangar
reglur um flutning í gegnum þau
á grundvelli þess. Stefnt er að því
að gert verði áhættumat fyrir öll
umferðarjarðgöng á landinu og
settar takmarkanir um flutning í
gegnum þau ef þess verður talin
þörf í ljósi niðurstaðna áhættu-
matsins.
Ýmislegt hefur þannig verið
gert til að auka öryggi við flutn-
ing á hættulegum farmi á vegum.
Í þeim efnum fylgjum við sömu
reglum og önnur lönd sem aðild
eiga að EES-samningnum. Það
skiptir höfuðmáli að mati Vinnu-
eftirlitsins að ákvæðin um
fræðslu og réttindi bílstjóra séu
virt í hvívetna og að flutnings-
aðilar tryggi að rétt sé staðið að
flutningi á hættulegum farmi að
öllu leyti.
En þrátt fyrir að allar nauð-
synlegar öryggisráðstafanir séu
gerðar samkvæmt reglugerðinni
er ljóst að ekki er unnt að koma í
veg fyrir að slys verði, einungis
minnka líkur á að svo verði. Því
er nauðsynlegt að samfélagið sé
viðbúið slysum og gerðar séu
nauðsynlegar ráðstafanir í þeim
efnum. Um þann þátt hefur um-
ræðan snúist að mestu fram til
þessa.
Flutningur á hættulegum
farmi á vegum
Eyjólfur Sæmundsson og
Víðir Kristjánsson fjalla um
flutninga hættulegra efna á
þjóðvegum landsins
’Samkvæmt skilgrein-ingu Sameinuðu þjóð-
anna er hættulegur
varningur efni og hlutir
sem vegna efna- eða
eðlisfræðilegra eig-
inleika eru sprengifim-
ir, eldfimir, með hættu
á sjálftendrun, eitraðir,
geislavirkir eða ætandi
og sem við ranga eða
óvarkára meðhöndlun
við flutning geta valdið
skaða á dýrum, fólki og
umhverfi. ‘
Eyjólfur Sæmundsson
Eyjólfur er forstjóri Vinnueftir-
litsins. Víðir er deildarstjóri,
umsjónaraðili Vinnueftirlitsins
með ADR-námskeiðum.
Víðir Kristjánsson
muni
var á Ís-
m hafa
gætu séð
ðju starf-
ig á
ðgang að
rtæki sem
hafa
nda mark-
magns og
sé að
kalla þau bresk, þegar þau eru ekki í
meirihlutaeigu Breta lengur. Það
sama gildir um íslensk fyrirtæki.
Í Bretlandi er einungis einn bíla-
framleiðandi í dag sem kalla má
breskan, það er Rover sem er með
um 4% markaðshlutdeild, en hins
vegar hafa aldrei verið framleiddir
fleiri bílar í Bretlandi en í dag og ég
tel að það sé mikilvægara fyrir
breskan efnahag,“ segir Sir How-
ard.
Þörf á reglugerðum
Verðmæti fyrirtækja í Kauphöll
Íslands hefur aldrei verið meira en
nú og hefur Úrvalsvísitala hækkað
verulega á síðustu árum. Telur Sir
Howard að þessi hækkun sé eðlileg?
„Miðað við það sem var rætt um á
ráðstefnunni í dag virðist gegnsæi
fjármálamarkaðarins vera ofarlega
á baugi í umræðunni hér á landi.
Þessi mikla hækkun sem hefur orðið
á hlutabréfum hér á landi, minnir
um margt á það mynstur sem verð-
bólur fylgja.
Verð á hlutabréfum hækkar þeg-
ar fjárfestar sjá fram á aukinn hagn-
að fyrirtækjanna og aukinn arð til
sín. Mér þykir afar ólíklegt að félög-
in geti skilað jafnmiklum hagnaðar-
auka og þessi mikla verðmætisaukn-
ing gefur tilefni til að ætla. Að því
leytinu til verð ég að segja að þessi
mikla aukning sé ekki eðlileg,“ segir
Sir Howard.
Aðspurður segir hann að hann viti
til þess að Fjármálaeftirlitið sé að
taka harðar á þessum málum, en að
hans mati sé þörf á auknum reglu-
gerðum sem stuðla að því að auka
gegnsæi markaðarins og veita Fjár-
málaeftirlitinu möguleika á að
bregðast við ef um verðbólu sé að
ræða.
elda starf FME
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Howard Davies er rektor við London School
al Science.
sverrirth@mbl.is
nægilega
ndi koma
landa.
eppni
wards var
arssyni,
a, sem
kilvægi
-
reglur og
ætt við að
gs-
æli þann-
va þá.
a á að
verja
ast allir
markaður
s að
eiðslu.
m að Fjár-
tur hluti
erfinu.
s er fyrst
bankar
i hafi fjár-
ð standa
n auk þess
lu sé
in ástæða
verfi
di nema
ög að lög-
Hann
ihópum
ngsröð
g að til
s giltu á
erðir
gs tíma
Íbúðalánasjóður stenst ekki
evrópskar reglugerðir
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, sagði rekstr-
arumhverfi fyrirtækja mjög gott á
Íslandi. Hér ríkti stöðugleiki og hag-
vöxtur og auk þess væri einkavæð-
ing mikill vaxtarhvati. Halldór sagði
stofnun Fjármálaeftirlitsins hafa
verið mikilvægt skref í áttina að því
að byggja sameinuðu eftirliti stöð-
ugan grunn og að hans mati er það
mikilvægt að yfirvöld haldi áfram að
tryggja íslenskum fyrirtækjum sam-
keppnishæft rekstrarumhverfi. Líkt
og Sigurður sagði Halldór það afar
mikilvægt að reglugerðir hér á landi
væru þær sömu og innan Evrópu-
sambandsins og forðast bæri að gera
séríslenskar undantekningar. Í því
samhengi nefndi hann sérstaklega
Íbúðalánasjóð og sagði hann það
ekki standast evrópskar reglugerðir
að hér á landi væri einn keppinauta
bankanna á skuldabréfamarkaði í
eigu þess aðila sem setti reglur og
hefði umsjón með eftirliti á markaði.
Halldór varaði við því að of mikið
af reglugerðum gæti heft markaði.
Hann nefndi veðlánamarkað í Bret-
landi sem dæmi um markað sem
hefði verið sjálfstjórnandi og að ekki
hefði þurft að hafa eftirlit með hon-
um, til þess hefði samkeppni verið
næg.
Virðing fyrir eftirlits-
aðila mikilvæg
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, minnti áheyrendur á að
fjármálamarkaður á Íslandi ætti sér
mun styttri sögu en sams konar
markaðir erlendis. Þar af leiðandi
væru ekki margar hefðir ekki full-
mótaðar, nokkuð sem að hans mati
ylli því að Fjármálaeftirlitið væri
undir stöðugu álagi að halda í við
hinn ört vaxandi fjármálamarkað. Í
máli Bjarna kom fram að þetta gæti
verið ástæða þess að Fjármálaeft-
irlitið nýtur ekki þeirrar virðingar
sem því ber og að sumir markaðs-
aðilar færu oft inn á grá svæði, og
það jafnvel viljandi. Bjarni lagði í
máli sínu mikla áherslu á mikilvægi
þess að markaðsaðilar færu að lög-
um og reglu enda væru hefðir og
venjur til langs tíma litið jafnsterkar
og reglur og ekki til góðs ef sú hefð
kæmist á að fara ekki að tilmælum
eftirlitsaðila.
Bjarni benti á mikilvægi þess að
aðgerðir Fjármálaeftirlitsins væru
gegnsæjar og að aðgerðir þess væru
markaðsaðilum skýrar. Hann fagn-
aði þess vegna áðurnefndu frum-
varpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra
þar sem frjálst flæði upplýsinga,
sem er mikilvægt fyrir alla fjárfesta,
stóra sem smáa, myndi auka trú al-
mennings á markaðnum. Leynd yfir
aðgerðum eftirlitsaðila á markaði
dregur úr trú fólks á markaðnum og
skemmir ímynd hans.
Bjarni varaði þó við of umfangs-
mikilli lagasetningu í framtíðinni þar
sem þetta gæti stofnað hinu við-
kvæma sambandi bankanna og
Fjármálaeftirlits í hættu. Hann
sagði það mikilvægt að allir mark-
aðsaðilar tækju ábyrgð á gerðum
sínum því annars væri hætta á að
lagaramminn hér á landi yrði
þrengdur um of.
Fylgst með þróun erlendis
Síðastur á mælendaskrá var Páll
Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármála-
eftirlitsins. Hann sagði að frá stofn-
un Fjármálaeftirlitsins fyrir um sex
árum hefði áhersla verið lögð á að
auka samkeppnishæfni fjár-
málamarkaðarins og að í ljósi þess
væri mikilvægt fyrir Fjármálaeft-
irlitið að standast samanburð við
sams konar stofnanir í öðrum Evr-
ópulöndum. Til þess að stuðla að því
sagði hann að unnið væri að þremur
meginatriðum.
Í fyrsta lagi væri fylgst vel með
þróun mála í öðrum löndum, bæði
hvað varðaði stefnu og samræmingu
eftirlits. Í öðru lagi sagði hann Fjár-
málaeftirlitið fylgjast vel með al-
þjóðavæðingu íslensku bankanna og
að í þriðja lagi væri gegnsæi afar
mikilvægt, bæði gegnsæi eftirlits-
aðilans sem og markaðarins.
rlitsins mikilvægt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
kiptaráðherra, ávarpar ráðstefnu FME.