Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 49
EST – tríó sænska djasspíanó-
leikarans Esbjörns Svenssons
hlaut Evrópsku djass-
verðlaunin fyrir árið 2004, sem
veitt voru í Vínarborg seint á
liðnu ári. Að valinu stóð 23
manna dómnefnd tónlistar-
fræðinga og gagnrýnenda frá
jafnmörgum Evrópulöndum.
EST hefur notið mikils og vax-
andi álits á síðustu árum víðs
vegar um heim og unnið til
fjölda viðurkenninga, m.a.
BBC-djassverðlaunanna sem
veitt voru á síðasta ári.
Tróið skipa Esbjörn Svens-
son, píanó, Dan Berglund sem
leikur á bassa og Magnus
Ostrom, trommur. Tríóið hefur að
undanförnu verið á tónleikaferðalagi
um Bandaríkin og Kanada við góðar
undirtektir og lof gagnrýnenda. Hef-
ur tríóð einnig náð miklum vinsæld-
um í Japan, ekki síst eftir útkomu
vinsælasta disks tríósins til þessa,
Seven Days of Falling, sem kom út á
seinasta ári. Náði hann m.a. inn á
vinsældalista í Þýskalandi, Frakk-
landi og Svíþjóð og fikrar sig þessa
dagana upp vinsældalista í Banda-
ríkjunum.
Við úthlutun Evrópsku djassverð-
launanna í Austurríki var diskurinn
Day-Dream með Herwig Grad-
ischnig og Oliver Kent valinn besti
djassdiskur árins 2004 í Evrópu.
EST-tríóið fær Evr-
ópsku djassverðlaunin
Sænska tríóið sigursæla EST.
KÍNVERJAR bralla ýmislegt. Hérna
má sjá kínversk ungmenni leika sér
fyrir framan risastóran turn sem
gerður var úr ís í Harbin, höfuðborg
Heilongjiang-héraðs. Þar stendur
nú yfir hin árlega ís- og snjóhátíð,
ein frægasta hátíð sinnar tegundar
og mikilvirkur segull á erlenda
ferðamenn. Ekki er laust við að fer-
líkinu svipi til Hallgrímskirkjuturns,
en fremur ólíklegt má þó telja að
hann hafi verið fyrirmyndin.
Reuters
Hallgrímskirkja úr ís?
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 49
HINIR ELLEFU
ERU ORÐIN TÓLF.
OCEAN´S TWELVE
S.V. Mbl.
„Algert augnayndi“ Mbl.
Kvikmyndir.com
„Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
ÁLFABAKKI
kl. 5.30, 8 og 10.30.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„PIRATES OF THE CARIBBEAN“
KRINGLAN
Sýnd kl. 7.30 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.20.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.30.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5. Ísl.tal.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Enskt tal.
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
andJULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ
BRJÓTA ALLAR REGLUR.
TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ
BRJÓTA ALLAR REGLUR.
Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd
ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd
ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
H.L. Mbl.
Kvikmyndir.comi ir.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„PIRATES OF THE CARIBBEAN“
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„PIRATES OF THE CARIBBEAN“ YFIR 27.000 ÁHORFENDUR
INCREDIBLES ER VINSÆLASTA
JÓLAMYNDIN, YFIR 27.000 ÁHORFENDUR
FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG
I
J I , I
I J I I Í
Hvað er málið með Alfie?
KRINGLAN
kl. 5, 7.30 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10..
Pottþétt rómantísk gamanmynd
með JudeLaw sem nýlega var kosinn
kynþokkafyllsti karlmaðurinn.
Frábær tónlist.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
Enskt tal.
DV
Kvikmyndir.is
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4539-8618-0017-6940
4507-4300-0029-4578
4543-3700-0047-8167
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
08.01. 2005
1
1 9 9 1 1
6 0 3 9 2
19 21 25 27
32
05.01. 2005
7 11 21 26 34 41
4 43 41
ROKKKÓNGURINN fagnaði sjö-
tugsafmæli sínu að handan með því
að næla sér í sitt 19. topplag á
breska vinsældalistanum. Endur-
útgáfan á gamla „Jailhouse Rock“
steypti af stalli Steve nokkrum
Brookstein, fyrsta sigurvegaranum í
X Factor, nýju sjónvarpssöngkeppni
gamla Idol-dómarans Simons
Cowells.
Í þriðja sætið komst svo beina leið
endurútgáfa á öðru sígildu rokklagi
en þó af allt öðrum toga, nefnilega
„The Number of the Beast“ með
bresku þungarokksveitinni Iron
Maiden. Í fjórða sætið stökk svo
nýtt lag með gamla tölvupoppdúett-
inum Erasure, sem heitir „Breathe“,
en Erasure gefur nýja plötu út í
mánuðinum sem heitir Nightbird.
Þá fór ein vinsælasta hljómsveit síð-
asta árs Scissor Sisters beint í 5.
sæti með lagið „Filthy/Gorgeous“,
sem er tekið af fyrstu plötu sveit-
arinnar sem reyndist söluhæsta
plata ársins 2004 í Bretlandi og er nú
enn eina ferðina komin á topp
breiðskífulistans.
Sony/BMG ákvað að endurútgefa
öll 18 topplög Elvis í Englandi, eitt á
viku, í tilefni af afmæli hans og er
„Jailhouse Rock“ fyrsta útgáfan í
röðinni. Það næsta kom svo út í í
gær en það er ballaðan „One Night“.
Svo skemmtilega vill til að „Jail-
house Rock“ er 999. lagið sem nær
toppsæti breska lagalistans. Fari
svo að One Night fari líka á toppinn
verður það þá eitt þúsundasta topp-
lagið.
Tónlist | Elvis komst í 19. sinn á toppinn
Topplag númer 999
Reuters
Rokkkóngurinn væri örugglega
svona forviða yfir því að vera enn á
toppnum árið 2005.
Liz Hurley er trúlofuð kærast-anum sínum Arun Nayer sem
er indverskur kaupsýslumaður. Hún
er sögð vera skýjunum eftir að hann
bað hennar um jólin. Þau hafa verið
saman í 18 mán-
uði.
Sagt er að Liz
sé nú á fullu að
undirbúa mjög
ríkmannlegt
brúðkaup nú þeg-
ar búið er að
ganga frá skiln-
aði Nayers við ítölsku fyrirsætuna,
Valentinu Pedroni. Þau eru sögð
hafa haldið upp á trúlofunina í skíða-
fríi í St. Moritz en Damian, tveggja
ára sonur Hurley, á að hafa verið
með þeim.
Par sem fann týndan hund fyrir-sætunnar Gisele Bündchen
hefur farið í mál við hana af því að
hún greiddi aldrei 315.000 króna
fundarlaun sem hún hafði heitið
hverjum þeim sem fyndi týnda
hundinn hennar. Parið, Janelle
Olsen og Paul Douwenga, hefur líka
krafist þess að hún biðji sig afsök-
unar af því vopnaðir lögreglumenn
handtóku þau og sökuðu þau um
„hundsrán“ þegar þau reyndu að
skila henni hundinum. Olsen sem er
tvítug segist hafa verið að sýna vin-
um sínum Hollywood-hæðir þegar
þau fundu terrier-hundinn hennar
Gisele á miðri götunni og var hann
ómerktur. Hún
segist hafa tekið
hann með sér
heim og hugsað
um hann í fimm
daga þar til hún
sá tilkynningu frá
fyrirsætunni þar
sem hún lofaði
fundarlaunum fyrir þann sem færði
henni hundinn og að einskis yrði
spurt væri hundurinn ómeiddur.
Lekkonan Kim Cattrall sem lékhina léttlyndu Samöntu Jones í
sjónvarpsþáttunum Sex and the
City segist vera að hugsa um verða
eins og hún og byrja að sofa hjá hin-
um og þessum. Leikkonan viður-
kennir að hún vilji skemmta sér sem
best og fara út með fullt af mönnum
nú þegar hún er orðin einhleyp eftir
að hafa skilið við þriðja mann sinn
fyrir tveimur árum. „Þegar ég var á
þrítugs- og fertugsaldri var ég eins
manns kona. Núna ætla ég að leika
mér,“ segir stjarnan sem er 48 ára
gömul. Hún er núna í tygjum við
kokk sem er 21
ári yngri en hún.
Þá játar Cattrall
að hún dansi nak-
in í stofunni
heima hjá sér.
„Ég set tónlist á.
Ég fer úr föt-
unum og dansa
nakin, af því ég er svo ánægð með að
geta hreyft mig,“ segir leikkonan en
hún leikur lamaða konu í myndinni
Whose Life Is It Anyway? og verður
að liggja í rúminu allan daginn á
meðan tökur fara fram.
Fólk folk@mbl.is
Úrslitin úr
spænska boltanum
beint í
símann þinn