Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 16
AP
Kýr í rústum fjóss sem hrundi í óveðrinu í sunnanverðri Svíþjóð um helgina. Minnst sjö Svíar létu lífið í óveðrinu.
UM 220.000 heimili voru enn án
rafmagns í Svíþjóð í gær eftir óveð-
ur sem kostaði minnst fjórtán
manns lífið í norðanverðri Evrópu
um helgina.
Sjö menn fórust í Svíþjóð, fjórir í
Danmörku og þrír í Bretlandi.
Tveggja kvenna á áttræðisaldri var
enn leitað í suðurhluta Svíþjóðar
og tveggja var saknað í Bretlandi.
Er þetta mannskæðasta óveður í
Svíþjóð frá 1969. Tjónið var áætlað
um 500 milljónir sænskra króna,
4,6 milljarðar íslenskra.
Um 16.500 heimili voru án raf-
magns í Danmörku, þar af 12.500 í
Kaupmannahöfn og nágrenni.
Tjónið í Danmörku var talið nema
milljarði danskra króna, rúmum 11
milljörðum íslenskra.
Óveðrið varð einnig til þess að ol-
íuframleiðsla Norðmanna á Norð-
ursjó minnkaði. Olíufyrirtækið
Shell stöðvaði framleiðslu á bor-
pöllum á Draugen olíusvæðinu und-
an Kristjánssundi vegna þess að
ekki var hægt að gera við bilanir á
pöllunum vegna veðurs.
Þetta varð til þess að fram-
leiðslan minnkaði um 140 þúsund
tunnur á sólarhring. Þá liggur enn
niðri framleiðsla á tveimur borpöll-
um norska félagsins Statoil eftir að
gas fór að leka úr borholu í nóv-
ember. Þar voru framleiddar 205
þúsund tunnur af olíu á dag.
Alls hefur olíuframleiðsla Norð-
manna í Norðursjó því dregist
tímabundið saman um 345 þúsund
tunnur á dag og svarar það til
11,5% af heildarframleiðslu lands-
ins.
220.000 heimili án rafmagns
Stokkhólmi. AFP, AP.
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MAHMOUD Abbas tileinkar forvera sínum,
Yasser Arafat, sigurinn í forsetakosningunum á
sunnudag. „Ég mun vinna að því að binda enda á
þjáningar palestínsku þjóðarinnar því hún á skil-
ið virðingu okkar og hollustu,“ sagði Abbas sem
talinn er meðal hófsamra leiðtoga í Palestínu. Al-
þjóðlegir eftirlitsmenn sögðu að engin meirihátt-
ar vandkvæði hefðu komið upp og engar fréttir
væru um ofbeldi. „Þrátt fyrir ísraelska hernámið
og þótt íbúar í Austur-Jerúsalem og víðar ættu
erfitt með að kjósa hafa Palestínumenn – ekki
síst konurnar – staðið fyrir kosningum sem þeir
geta verið stoltir af,“ sagði formaður eftirlits-
nefndar Evrópusambandsins, Edward McMill-
an.
Alls voru 227 eftirlitsmenn frá ESB á Vest-
urbakkanum og Gaza. Bandarískir eftirlitsmenn
voru sammála því að kosningarnar hefðu farið
vel fram. Abbas hlaut samtals 483.039 atkvæði,
eða 62,32%. Læknirinn og friðarsinninn Mustafa
Barghouti hlaut 153.516 atkvæði eða 19,8%, aðrir
frambjóðendur fengu mun minna. Bargouthi
sagði kosningarnar hafa verið sigur fyrir palest-
ínskt lýðræði.
Reynsla Abbas sögð mikilvæg
Lýðræðislegum kosningum Palestínumanna
var fagnað víða um heim í gær og talið að úrslitin
gætu aukið líkur á friðarsamningum þeirra við
Ísraela. Fóru talsmenn jafnt Bandaríkjanna sem
ESB og Rússlands lofsamlegum orðum um Abb-
as, sem er tæplega sjötugur og gengur einnig
undir nafninu Abu Mazen. Töldu þeir m.a. mikla
reynslu hans geta rutt brautina fyrir friðarvið-
ræður.
Fréttaskýrendur í arabaheiminum töldu
margir að Abbas ætti erfitt verk fyrir höndum.
Hann yrði að ávinna sér traust þjóðarinnar en
Ísraelar myndu reyna að gera hann að verkfæri í
sínum höndum.
Palestínskir fjölmiðlar sögðu að þjóðin hefði
staðist kosningaprófið með glæsibrag en nú yrði
alþjóðasamfélagið að standa við sín fyrirheit.
Einkum yrðu aðilar kvartettsins svonefnda,
Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og
Sameinuðu þjóðirnar, er stóðu fyrir áætluninni
Vegvísi til friðar, að leggja fram sinn skerf og þá
ekki síður Ísraelar. „Við vonum að Ísraelar neiti
ekki að taka í nýja hönd Palestínumanna og
koma á sanngjörnum friði,“ sagði dagblaðið Al-
Quds.
Ísraelsk stjórnvöld hafa þegar lýst því yfir að
Abbas verði að taka hart á herskáum hópum en
hann hefur frá upphafi verið andvígur beitingu
vopna í uppreisninni, intifada, sem hófst árið
2000 og hefur kostað þúsundir mannslífa. Land-
tökumenn gyðinga á hernumdu svæðunum voru
tortryggnir og sögðust hræddir um að Abbas
myndi aðeins geta boðið innantóm loforð um að
stöðva hryðjuverk. „Fyrir kosningarnar sagðist
hann hata zíónistana og vilja ná yfirráðum í Jerú-
salem,“ sagði Aktiva Tennenbaum, einn leiðtoga
landtökumanna á Vesturbakkanum. Abbas lét
orðin falla eftir að Ísraelar höfðu drepið fimm
palestínska unglinga á Gaza en dró síðar í land
og sagði að um mismæli hefði verið ræða.
Búist er við að Abbas sverji embættiseið sem
forseti heimastjórnar Palestínumanna á fundi
Palestínuþings á morgun. Herskáir hópar úr
röðum Palestínumanna, samtök bókstafstrúar-
mannanna í Hamas og Íslamska jihad, hétu að
halda áfram vopnaðri baráttu gegn Ísraelum.
Talsmaður Hamas, Mushir al-Masri, sagði þó
dæmi hafa verið um að sumir hefðu kosið marg-
sinnis og einnig hefði verið ólöglegt að fram-
lengja kjördag um tvær stundir en sagði þó að
samtökin myndu vinna með Abbas.
„Við munum halda áfram að skjóta …“
„Við munum halda áfram braut andspyrnu og
heilags stríðs … Við munum ekki ræða um
vopnahlé meðan ofbeldið af hálfu Ísraela heldur
áfram að aukast. Við munum halda áfram að
skjóta Qassam-flugskeytum, skjóta og verjast,“
sagði al-Masri.
Al-Aqsa-píslarvottarnir, vopnuð fylking með
rætur í Fatah, flokki Abbas hét því að berjast
áfram og sagði þjóðina hafa rétt til þess vegna
þess að Ísraelar hefðu hernumið landið. Ísl-
amska jihad tók í sama streng. „Sem andspyrnu-
hreyfing segjum við að meðan hernámið standi
yfir mun Íslamska jihad halda áfram and-
spyrnu,“ sagði Mohammed al-Hindi, leiðtogi
samtakanna á Gaza. Hann hvatti Abbas til að
reyna ekki að brjóta andspyrnuna á bak aftur
með valdi.
George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði að
Palestínumenn hefðu stigið mikilvægt skref í átt
að friði og lýðræði. „Þetta er sögulegur dagur
fyrir Palestínumenn og þjóðir Mið-Austur-
landa,“ sagði Bush. Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, er tilbúinn að eiga fund með Abbas
eins fljótt og unnt er og ísraelskir ráðherrar
hrósuðu hinum væntanlega forseta. „Herra Abb-
as verður ekki auðveldur í samningum, en hann
er vitur maður, hefur reynslu og er hófsamur …
Þorri palestínsku þjóðarinnar valdi hann og við
ættum að veita honum tækifæri til að ná ár-
angri,“ sagði Shimon Peres, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sem nú hyggst ganga til stjórn-
arsamstarfs við hægrimenn Sharons.
„Þeir geta verið stoltir“
Kjöri Mahmouds Abbas fagnað víða um heim en talsmenn herskárra
samtaka Palestínumanna segjast munu halda áfram vopnaðri baráttu
Ramallah, Gazaborg, Jerúsalem, London, Kaíró. AFP, AP.
Reuters
Palestínsk kona gengur hjá spjöldum með
myndum af nýkjörnum forseta, Mahmoud
Abbas og Yasser heitnum Arafat í Gazaborg.
BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin
CBS skýrði frá því í gær að þremur
af stjórnendum stöðvarinnar og ein-
um fréttaþáttaframleiðanda hefði
verið vikið úr starfi fyrir þátt sinn í
umdeildri fréttaskýringu um her-
þjónustu George W. Bush, Banda-
ríkjaforseta.
Í ljós kom að umrædd fréttaskýr-
ing er byggð á gögnum, sem talin eru
fölsuð.
Fólkinu var vikið úr starfi eftir að
óháð nefnd komst að þeirri niður-
stöðu að fréttastofa CBS hefði ekki
fylgt grundvallarreglum í blaða-
mennsku þegar ákveðið var að birta
fréttina í þættinum „60 Minutes“.
Þar var því haldið fram að pólitísk
sambönd hefðu verið nýtt til að fegra
skýrslur um herþjónustu Bush fyrir
30 árum. Í kjölfarið hefði fréttastof-
an reynt að verja fréttina með oddi
og egg.
Þeim Betsy West, aðstoðarfor-
stjóra CBS, Josh Howard og Mary
Murphy, sem bæði stýrðu „60 Min-
utes“ var vikið úr starfi sem og Mary
Mapes, sem framleiddi fréttaskýr-
inguna. Dan Rather, fréttastjóri
CBS, sem las inn á umrædda frétta-
skýringu, hefur þegar lýst því yfir að
hann hætti störfum í mars.
Reknir vegna
fréttar um her-
þjónustu Bush
New York. AFP.
BANN við reykingum á opinber-
um stöðum tók gildi á Ítalíu í
gær.
Reykingar eru nú bannaðar á
börum, veitingahúsum, diskótek-
um og skrifstofubyggingum
nema í þar til gerðum sérlega
loftræstum reykingarherbergj-
um, séu þau á annað borð fyrir
hendi.
Áform eru uppi um að óein-
kennisklæddir lögreglumenn hafi
eftirlit með banninu og framfylgi
því með reglulegu eftirliti á um
240.000 veitingastöðum og krám
landsins.
Talið er að um 14 milljónir
manna, tæpur fjórðungur þjóð-
arinnar, reyki á Ítalíu og mun
þetta fólk verða fyrir barðinu á
lögreglumönnunum virði það
bannið að vettugi. Viðurlög við
því er sekt að jafnvirði allt að 25
þúsund krónur og kráareigendur
sem horfa í gegnum fingur sér
gagnvart reykingum gesta mega
búast við um 175.000 króna sekt.
Margir eigendur veitingastaða
hafa mótmælt banninu og ein-
hverjir þeirra hafa sagt að þeir
hyggist ekki stöðva þá iðju gesta
sinna.
Reykbann á Ítalíu
Róm. AFP.
ÞRÍR Íslendingar, þeir Eiríkur Jónsson,
formaður Kennarasambands Íslands, Ög-
mundur Jónasson, alþingismaður og for-
maður BSRB, og Borg-
þór Kjærnested voru á
svæðum Palest-
ínumanna á kjördag
fyrir tilstuðlan félags-
ins Ísland-Palestína.
Hittu þeir meðal annars
að máli fulltrúa palest-
ínskra verkalýðs-
samtaka, hjálp-
arsamtaka og kennara
sem voru ekki í hópi op-
inberra eftirlitsmanna með kosning-
unum. Eiríkur sagði í samtali við Morg-
unblaðið að það hefði verið mikil
lífsreynsla að fylgjast með kosningunum.
„Þetta var mjög misjafnt eftir stöð-
um,“ sagði Eiríkur um framkvæmdina.
„Þegar maður talaði við Palestínumenn-
ina sjálfa voru margir sem sögðu að
þetta væru ekki sanngjarnar kosningar,
þetta væri tilbúningur. En verkalýðsfor-
ingjarnir sem við hittum tóku ekki af-
stöðu, verkalýðshreyfingin tók ekki af-
stöðu. Opinberlega hvöttu þeir fólk til að
kjósa og reyna að leggja hornstein að
lýðræði.“
Hann sagði suma hafa látið í ljós ótta
um að niðurstöðurnar yrðu falsaðar en
sá sem helst velgdi Mahmoud Abbas und-
ir uggum, læknirinn Mustafa Barghouti,
hefur hins vegar lýst kosningunum sem
sigri fyrir þjóðina. „Ég held að þetta sé
rétta myndin af þessu, það sem hann seg-
ir. En aðrir sögðu að í herteknu landi
ætti bara að vera útlagastjórn.
Við fórum á kosningaskrifstofu hans
og Abbas á Vesturbakkanum og það var
mjög áhrifaríkt að sitja þar með 10 eða
12 manns sem höfðu setið í fangelsi í 14
ár eða lengur. Við vorum með bréf frá
utanríkisráðuneytinu heima en daginn
áður en við ætluðum til Gaza var öllu
lokað þar vegna eldflaugaárásar. Okkur
var eindregið ráðlagt að fara ekki þang-
að vegna þess að við gætum lokast þar
inni,“ sagði Eiríkur Jónsson.
„Verkalýðs-
hreyfingin tók
ekki afstöðu“
Eiríkur Jónsson