Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 39
HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is ferðalög til útlanda skipuðu stóran sess í lífi ungs skákmanns og var þá Óli einatt liðsstjóri og fararstjóri ásamt öðrum góðum mönnum. Hann vildi veg Norðurlandasamstarfs sem mestan og hefur farið í tugi, ef ekki hundruð ferða á alls konar Norður- landamót. Árangurinn var jafnan framúrskarandi og væri það að æra óstöðugan að telja upp alla þá Norð- urlandameistaratitla þar sem Óli hef- ur komið við sögu sem hin ómetan- lega hjálparhella. Einnig var um margra ára skeið gott samstarf við hóp bandarískra ungmenna sem kenndur var við fyrrum þjálfara Fischers, John Collins. Undir stjórn Óla var sigri að jafnaði landað. Þegar telft var í Bandaríkjunum fór keppn- in ávallt fram á Concorde hótelinu í New York fylki að sumri til. Þetta gat verið óheppilegt fyrir Óla þar sem honum var ekki vel við hita og sól. Frá þessum ferðalögum öllum hafa sprottið ógleymanlegar minningar og styrk stjórn Óla stuðlaði að því. Þó að margt hafi verið umdeilanlegt sem Óli stóð fyrir, þá mun framlag hans til þeirra ungmenna sem spruttu úr grasi undir hans handleiðslu, seint gleymast. Hann var eins og lím sem tryggði að efnilegir unglingar héldu sig við efnið og flosnuðu ekki upp frá skákinni. Þessi félagslegu tengsl skópu mikilvægan jarðveg fyrir ung- an og efnilegan skákmann til að verða að sterkum skákmanni, jafnvel stórmeistara. Þegar það hinsvegar gerðist kom það fyrir að hagsmunir þess einstaklings fóru ekki lengur saman við þau baráttumál Óla fyrir framgangi barna- og unglingastarfs. Þó að aðferðir Óla við að ná mark- miðum sínum bæru baráttuvilja hans gott vitni gátu þær stundum valdið óþarfa misklíð. Í ræðu sinni í sam- sætinu sagði Guðmundur G. Þórar- insson, fyrrum forseti Skáksam- bandsins, m.a. svo frá að Ólafur hafi í sinni forsetatíð jafnan verið staðfast- ur og hafi tekið rökum. Á hinn bóginn virtist það stundum eiga við Ólaf sem sagt var í Gerplu: ,,Fall ei fyrir friði ef ófriður er í boði.“ Eitt einkenni Óla sem félagsmálamanns var að hann vildi alltaf starfa bakvið tjöldin og gerðist t.d. ekki formaður Taflfélags Reykjavíkur fyrr en hann varð fimm- tugur. Það er ekki honum líkt að trana sínu ágæti fram – hann vill fyrst og fremst vinna verkin. Það var því táknrænt fyrir hæversku Óla að í ræðu sinni í samsætinu fjallaði hann aðallega um aðra en sjálfa sig. Ástríðan í garð síns félags leyndi þó sér ekki. Framgangur þess hefur alltaf verið honum efst í huga. Skák með Stefáni Kristjánssyni frá Drammen Alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson náði nýverið sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli á alþjóðlegu skákmóti í Drammen. Í áttundu og næstsíðustu umferð mótsins lagði hann ísraelska alþjóð- lega meistarann Shi Porat að velli. Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Shi Porat 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. e5 c5 5. Dg4 Kf8 6. dxc5 Rc6 7. Dg3 h5 8. Rb3 h4 9. De3 d4 10. De4 f5 11. De2 Hvítur hefur leikið drottningu sinni margoft í upphafi tafls og þykir það vera í andstöðu við grunnreglur skáklistarinnar. Í þessu tilviki kemur það ekki á sök þar sem svartur hefur ýtt peðum sínum langt fram sem þýð- ir að þau geta orðið síðar skotspónn hvítu mannanna. Sjá stöðumynd 1. 11... Bxc5 11... a5 var einnig möguleiki. Eftir textaleikinn vinnur svartur peðið strax til baka og nær í framhaldinu einnig e5 peði hvíts. Það kostar hins- vegar mikilvægan tíma sem gerir hvítum kleift að jafna peðamuninn. Hann stendur þá aðeins betur vegna þess hversu veikir svörtu reitirnir eru í herbúðum svarts. 12. Rxc5 Da5+ 13. Bd2 Dxc5 14. O-O-O Dxe5 15. Rf3 Dxe2 16. Bxe2 h3!? 16... e5 kom ekki til álita vegna 17. Bb5. 17. g3 Bd7 18. Rxd4 Rxd4 19. Bb4+ Kf7 20. Hxd4 Bc6 21. Hhd1 Rf6 22. f3 Rd5 23. Bd6 b5!? 24. Be5 Hac8 Svartur hefur telft af hugvitssemi og tekist að halda frumkvæði hvíts í skefjum. Nú hefur hvítur hinsvegar aðgerðir á kóngsvæng sem eru til þess fallnar að opna taflið. Slíkt er honum í hag enda hefur hann yfir biskupaparinu að ráða. Sjá stöðumynd 2. 25. g4! Re7 26. gxf5 Rxf5 27. Hg4 a6 28. a4! Hhg8 29. axb5 axb5 30. Hd3 Ha8 31. Hc3 Hgd8 32. b3 Ha1+ 33. Kb2 Ha6 34. Bd3 g6 35. Be4 Hc8 36. Hc5 Bd7 37. Hxc8 Bxc8 38. Hg1 Bd7 39. Hd1 Það er ekki að sjá að svartur hafi gert mörg mistök í skákinni en hægt og sígandi hefur hvítum tekist að auka stöðuyfirburði sína. Næsta verkefni er að vinna h3 peðið og við þeirra hugmynd hefur svartur fá svör. Sjá stöðumynd 3. 39... Bc6 40. Hd8 Bxe4 41. fxe4 Rh4 42. Hd7+ Ke8 43. Hd3 Kf7 44. Hxh3 og hvítur vann nokkru síðar. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 39 FRÉTTIR UM 3,5 milljónir söfnuðust á sýningu á Hárinu í Austurbæ nýverið sem haldin var til styrktar fórnarlömbum flóðanna í Asíu. Að sögn Björns Thors, eins aðstandenda sýningar- innar, er þetta hærri upphæð en björtustu vonir höfðu staðið til. Mið- ar á sýninguna seldust upp á tveimur klukkutímum. Miðaverð var lækkað og tvöfaldaði KB banki andvirði miðasölunnar. Ásamt styrkjum frá fleiri aðilum, sem og sölu á minja- gripum og veitingum, safnaðist því samtals um 3,5 milljónir króna. Björn segir að um 80 manns hafi gefið vinnu sína þann dag sem sýn- ingin fór fram, leikarar, jafnt sem tæknimenn, förðunarfólk, sendibíl- stjórar og allir þeir aðrir sem að sýn- ingunni komu. Hann segir sýn- inguna hafa verið eina þá bestu frá því söngleikurinn var frumsýndur. Landssöfnun hafin Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri er nú hafin og stendur út vik- una. Að henni koma mörg fyrirtæki, fjölmiðlar og mannúðarsamtök. Safnað verður fé í bauka á fjölförn- um stöðum og endar söfnunin á alls- herjar símasöfnun í beinni útsend- ingu í sjónvarpinu á laugardag. 3,5 milljónir söfnuðust á aukasýningu Hársins STEINN Kárason, sem unnið hefurað endurheimt hinna fornu Brimnes- skóga í Skagafirði, hefur stofnað fé- lag um verkefnið. Í stjórn þess eru Vilhjálmur Egilsson ráðuneytis- stjóri, Jón Ásbergsson fram- kvæmdastjóri og Sölvi Sveinsson skólameistari. Styrkur úr Menning- arsjóði KB banka er fyrsta framlag í sjóðinn og hefur verið leitað eftir al- mennum framlögum. Steinn hefur unnið að verkefninu í áratug en síðsumars hófst gróð- ursetning með því að 150 nemendur og kennarar úr fjórum grunnskólum héraðsins hófust þar handa með til- styrk Yrkjusjóðsins. Fyrstu upp- skeru fræs af kynbótabirki úr Hroll- leifsdal er að vænta haustið 2005. Styðja endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.