Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 46
UNNENDUR tölvuleikja hafa ýmislegt til að hlakka til á þessu ári, þótt þeir hafi klárað Doom 3, Half Live 2 og Halo 2, samkvæmt niðurstöðum tölvuleikjasérfræð- inga BBC. **COLR**World of Warcraft Fyrstan má nefna hlutverkaleikinn World of Warcraft, sem hefur hlot- ið gríðargóðar móttökur í Banda- ríkjunum. Leikurinn er frá Blizz- ard-fyrirtækinu og þykir standa keppinautum sínum mun framar að því er varðar ímyndunarafl og skáka öðrum leikjum hvað varðar aðgengi fyrir fjölda notenda. Leikurinn þykir traustur, fjöl- breyttur, aðgengilegur og mikið fyrir augað og talið er að hann geti hugsanlega náð áður óþekktum vinsældum meðal slíkra leikja. Að minnsta kosti muni hann vinna sér hylli tryggra aðdáenda.  Kemur út 25. febrúar fyrir einkatölvur. Advance Wars DS DS lófatölvan frá Nintendo hefur notið töluverðrar hylli, enda er hún með tvo skjái; annan þeirra snerti- skjá. Advance Wars hefur löngum ÞEIR sem eyða vilja stundum sínum í tölvuleikjaheimum hafa greinilega mest dálæti á því að ræna bílum og lumbra á laganna vörðum. Í það minnsta ef marka má listann yfir söluhæstu leiki ársins hjá stærsta tölvuleikjainnflytjandanum Skíf- unni. Þar kemur á daginn að nýjasta Play Station 2 útgáfan af hinum um- deilda hasartölvuleik Grand Theft Auto - San Andreas - var lang- söluhæsti tölvuleikur ársins 2004 og hefur þegar skipað sér meðal allra söluhæstu leikja hér á landi frá upp- hafi tölvuleikjavæðingunnar. Fyrri útgáfurnar af þessum alræmda bíl- þjófaleik seldust einnig mjög vel á sínum tíma. Þessar vinsældir eru sannarlega ekkert einangrað dæmi heldur var GTA: San Andreas einnig langsöluhæsti tölvuleikurinn víða annars staðar, eins og t.a.m. í Bret- landi. Þar jókst tölvuleikjasalan tals- vert mikið milli ára, eins og hér á Ís- landi, eins og fram kom í viðtali við Ólaf Þór Jóelsson innkaupastjóra hjá Skífunni síðla síðasta árs. GTA: San Andreas fékk almennt lofsamlega dóma hjá tölvu- leikjarýnum en hefur ekki fallið eins vel í kramið hjá forráðamönnum sem þykir viðfangsefnið þar æði ógeð- fellt. Í leiknum hafa leikmenn það verkefni að gera titilpersónuna CJ að glæpaforingja í skuggalegri hluta Los Angeles-borgar. Hér á Íslandi fór salan á leiknum nálægt 10 þúsund eintökum, að sögn Ólafs Þórs, þótt hann hafi ekki kom- ið út fyrr en í nóvember, en í Bret- landi seldist sami leikur í yfir millj- ónum eintaka á fyrstu níu dögum og í árslok var salan komin í 1.750.000 þúsund eintök. Framhaldsleikir vinsælli en bíómyndaleikir Næstmest seldi leikurinn hér á landi var af allt öðrum toga og öllu mein- lausari. The Sims 2 fyrir PC tölvur seldist mjög vel hér á landi og við- hélt þeim vinsældum sem fyrri leik- urinn hafði notið. Þá naut Half Life 2 mikilla vinsælda einnig en þessir leikir eiga það sameiginlegt allir að hafa komið út síðla árs og selst mjög hratt fyrir jólin. EyeToy-tækninýjungin sem kom fram árið 2003, þar sem leikmenn taka með beinum hætti þátt í fjörinu með því að hreyfa útlimi fyrir fram- an til þess gerða myndavél, naut eðli málsins samkvæmt talsverðra vin- sælda á síðasta ári. Nýjasta viðbótin við þá tæknibyltingu, Singstar, er nokkurs konar karókí-útgáfa af EyeToy. Það fyrirbrigði sló ræki- lega í gegn árið 2004 og voru haldin ófá Singstar-partíin þar sem partí- gestir háðu sína eigin Idol-keppni. Listinn yfir söluhæstu leikina sýna þessar vinsældir svart á hvítu því tveir SingStar leikir komust á topp fimm. Líkt og í Bretlandi nutu fram- haldsleikir eins og Half Life 2, Doom 3, Ratchet & Clank 3 og Driver 3 vinsælda en hér virðast leikir byggð- ir á bíómyndum ekki eiga eins upp á pallborðið og annars staðar en í Bretlandi voru leikir byggðir á Shrek, The Incredibles, Spider- Man, Harry Potter og Lord of the Rings meðal vinsælustu leikja. Það kann þó að spila inn í að slíkir leikir seljast minna fyrir PC tölvur en sjálfar leikjavélarnar og það kann að hafa áhrif á fjarveru þeirra. Geturðu sungið eins og Sugababes? Fullvíst má telja að fleiri Singstar-útgáfur eigi eftir að njóta vinsælda á þessu ári en nú hafa komið út tvær.                                                      ! "# "#      $" ! %"    "#   "# %" !  '   "#                       !    ! "  #  $ %" & ' )  *   +,   - , ." )  ($ / 0  -      "  ' 2    - % )     0  3                skarpi@mbl.is Skúrkurinn CJ lætur verkin tala í Grand Theft Auto: San Andreas en eins og stendur skýrum stöfum á kápu leiksins þá er hann bannaður börnum innan 18 ára. Bílþjófnaður er sívinsæll Tölvuleikir | Vinsælustu tölvuleikir 2004 46 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 PoppTíví  Jólaklúður Kranks Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6. ÍSLENSKT TAL SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , !   "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 .. l t , rí fj r... r VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r   Sýnd kl. 4, 6, 8, 9 og 10. kl. 6, 8 og 10. Yfir 23.000 gestir Yfir 23.000 gestir WWW.BORGARBIO.IS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 ára Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 10 ára QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3.30 og 5.45. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnarl fj ls l Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND VIÐGERÐIR Á GEISLADISKUM Við gerum við allar tegundir geisladiska, leikjadiska, tónlistardiska, kvikmyndadiska. Hver viðgerð aðeins kr. 650, GRENSÁSVÍDEÓ, GRENSÁSVEGI 24, SÍMI 568 6635 Tölvuleikir | Helstu leikir ársins 2005 Nóg í boði á næstunni verið vinsæll leikur hjá Nintendo og nú kemur hann út fyrir DS tölv- ur í fyrsta skipti.  Útgáfudagur hefur ekki verið staðfestur fyrir DS. The Legend of Zelda Zelda er einn vinsælasti leikur Nintendo og hérna þróast hann enn frekar. Þessi nýi leikur er að sögn myrkari en fyrirrennararnir og hugar betur að smáatriðunum.  Útgáfudagur ekki staðfestur fyrir GameCube. Ico 2 (vinnutitill) Fyrirrennarinn, Ico, þykir einna fremstur í flokki leikja fyrir Pla- yStation 2. Notandanum er svipt inn í óviðjafnanlegan æv- intýraheim. Framhaldið mun vera í svip- uðum stíl, en Ico-heimurinn mun að sögn stækka enn.  Útgáfudagur ekki staðfestur fyrir PS2. S.T.A.L.K.E.R. Þessi leikur fetar í fótspor leikja á borð við Far Cry og Half-Life 2 og að sögn sérfræðinga BBC eru líkur á að hann verði helstur vænt- anlegra fyrstu-persónu skotleikja. Leikurinn er að sögn lauslega byggður á bókinni Stalker eftir Andrei Tarkovsky og gerist árið 2012, í heimi hnignunar og úrkynj- unar.  Útgáfudagur 1. mars fyrir einkatölvur. Metal Gear Solid: Snake Biter Söguhetjan, Snake, þarf enn og aftur að komast af í frumskóg- inum, m.a. með því að leggja sér villt dýr til munns.  Kemur út í mars fyrir PS2. Dead or Alive Ultimate Ninja liðið snýr aftur, endurbætt frá Dear or Alive 1 og 2. Hægt er að spila leikinn yfir netið á Xbox Live kerfinu.  Kemur út 11. mars á Xbox. Knights of the Old Republic II Byggist á fyrsta Star Wars hlut- verkaleiknum, sem hlotið hefur mikið lof. Nýjar persónur kveðja sér hljóðs og taka þarf nýjar ákvarðanir, sem reyna á siðferði keppenda. Kemur út 11. febrúar á Xbox og fyrir einkatölvur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.