Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 17
HJÁLPARSTARFIÐ í Aceh-héraði í
Indónesíu var komið á góðan rekspöl
í gær, rúmum hálfum mánuði eftir
náttúruhamfarirnar við Indlandshaf,
og sjá mátti merki um að lífið þar
væri smám saman að færast í eðlilegt
horf.
Talið er að yfir 156.000 manns hafi
farist í hamförunum, þar af yfir
100.000 í Aceh. Þyrlur fluttu í gær
hjálpargögn til Meulaboh, afskekkts
bæjar þar sem yfir 28.000 manns létu
lífið. Ellefu flutningabílar héldu einn-
ig í 2.500 km ferð frá Jakarta, höf-
uðborg Indónesíu, til Aceh með um
40 tonn af klæðnaði, lyfjum og öðrum
hjálpargögnum. Talið var að ferðin
tæki að minnsta kosti tvo daga.
Flutningur hjálpargagna tafðist þó
í gærmorgun þegar bandarísk her-
þyrla brotlenti á akri nálægt flugvell-
inum í Banda Aceh, höfuðstað hér-
aðsins. Tíu manns voru í þyrlunni og
fjórir þeirra slösuðust.
Skólar opnaðir
Hreinsunarstarfið var einnig kom-
ið á fullt skrið í Meulaboh og nokkrar
verslanir í bænum voru opnaðar í
gær. Þá hófst kennsla í þeim skólum
sem eftir eru í Aceh, en yfirvöld segja
að 420 skólar í héraðinu hafi eyðilagst
og um 1.000 kennarar látið lífið.
Skólar voru einnig opnaðir á Sri
Hjálparstarf komið á
góðan rekspöl í Aceh
Banda Aceh. AFP, AP.
Reuters
Fjölskyldur í bænum Kalmunai á Sri Lanka í skóla sem notaður er til að hýsa fólk sem missti heimili sín.
Lanka þar sem minnst 30.700 manns
fórust í hamförunum.
Þá skýrðu yfirvöld í Taílandi frá
því að lífsýni yrðu tekin úr öllum lík-
um sem fundust eftir hamfarirnar
þar til að bera kennsl á þau með
DNA-rannsóknum. Hundruð líka í
fjöldagröfum verða grafin upp í
þessu skyni. Talið er að um 5.300
manns hafi farist í Taílandi.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 17
ERLENT
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is
Heimsferðir kynna nú stórkostlega verðlækkun á flugi til Alic-
ante fyrir sumarið 2005 og lægstu verð sem hafa nokkru sinni
sést í sólina. Nú getur þú tryggt þér sæti á ótrúlegu verði ef
þú bókar strax, því einungis takmarkað sætaframboð er á
lægstu fargjöldunum.
36%
verðlækkun til
Alicante
í sumar
Bókaðu á vefnum
og tryggðu þér lægsta verðið
frá kr. 12.380
með Heimsferðum í sumar
Verð kr. 18.990
Fargjald með sköttum báðar leiðir.
M.v. netbókun á www.heimsferdir.is
Bókunargjald á skrifstofu
eða í síma er kr. 1.500 pr. mann.
Fyrstu sætin - Lægsta verðið
Dagsetningar í sumar
• 18. mars
• 31. mars
• 21. apríl
• 18. maí
• 25. maí
• 1. júní
• 8. júní
• 15. júní
• 22. júní
• 29. júní
• 6. júlí
• 13. júlí
• 20. júlí
• 27. júlí
• 3. ágúst
• 10. ágúst
• 17. ágúst
• 24. ágúst
• 31. ágúst
• 7. sept.
• 14. sept.
• 21. sept.
• 28. sept.
• 5. okt.
• 12. okt.
• 19. okt.
Notaðu Mastercard ávísun
og VR ávísun til að lækka
ferðakostnaðinn enn frekar.
Sæti verður að staðfesta við bókun
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 12.380
Fargjald með sköttum
aðra leiðina 31.mars. M.v. netbókun á
www.heimsferdir.is
Bókunargjald á skrifstofu
eða í síma er kr. 1.500 pr. mann.
KARL Gústaf XVI Svíakonungur
hvatti í gær Svía til að sýna samhug
og styrk vegna óvissunnar um afdrif
margra sænskra ferðamanna eftir
náttúruhamfarirnar annan dag jóla.
„Ímyndið ykkur ef ég, eins og
konungur í ævintýri, gæti komið öllu
í rétt horf og bundið enda á þetta
með því að segja að þau hafi öll lifað
vel og lengi. En ég er bara einn af
syrgjendunum,“ sagði Karl Gústaf
við minningarathöfn í ráðhúsinu í
Stokkhólmi um fórnarlömb nátt-
úruhamfaranna.
Nokkrir tónlistarmenn, þeirra á
meðal Benny Anderson, stofnandi
ABBA, léku lög við athöfnina. Göran
Persson, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, ávarpaði einnig gestina.
Svíakonungur sagði í viðtali við
Dagens Nyheter í gær að einn og
hálfur sólarhringur hefði liðið frá
hamförunum þar til hann hefði feng-
ið upplýsingar um stöðu mála frá
sænskum stjórnvöldum. Kvaðst
hann hafa reynt að ná sambandi við
utanríkisráðuneyti og forsætisráðu-
neyti landsins og það hefði ekki ver-
ið fyrr en að kvöldi 27. desember að
hann hefði náð sambandi við Lars
Danielsson, ráðuneytisstjóra utan-
ríkisráðuneytisins. Daginn eftir
hefði Hans Dahlgren, ráðuneyt-
isstjóri forsætisráðuneytisins, komið
í sænsku konungshöllina og veitt
konungi upplýsingar um stöðu mála.
Staðfest hefur verið að 637 Svía er
saknað eftir hamfarirnar og ekki er
vitað um afdrif 1.266 til viðbótar.
Persson hefur sagt að yfir 1.000 Sví-
ar hafi ef til vill farist í hamförunum
sem kunni að hafa valdið mesta
manntjóni meðal Svía í nær 200 ár.
Yfir 130 börn og unglingar eru á
meðal þeirra sem saknað er. Mörg
sæti voru því auð þegar kennsla
hófst í sænskum skólum í gær eftir
jólafrí.
Fórnarlambanna minnst í Stokkhólmi
Stokkhólmi. AP.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111