Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Hvanneyri | „Ég hef fylgst vel með
í landbúnaði, þó mest í hrossarækt
og erfðafræði búfjár, og lengi talið
að við þyrftum að þétta þann hóp
sem er að vinna fyrir atvinnugrein-
ina,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor
Landbúnaðarháskóla Íslands sem
tók til starfa um áramót með sam-
einingu Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri, Garðyrkjuskólans á
Reykjum og Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins á Keldnaholti.
Ágúst segir að verkefni hins nýja
háskóla sé víðfeðmt. „Náttúra Ís-
lands og nýting hennar sem við köll-
um landbúnað er viðfangsefnið. Ég
lít á þetta sem eina heild,“ segir
hann.
Sterkur rannsóknaháskóli
Ágúst segir að innan vébanda Land-
búnaðarháskólans sé grunnþekking
á náttúru Íslands og hvernig eigi að
nýta hana með sem skynsamleg-
ustum hætti. Þetta snúist um landið,
búféð og mannlífið á landsbyggð-
inni. Þetta tengist allt. „Ég held að
það séu að verða breytingar í þjóð-
félaginu. Mikil áhersla hefur verið
lögð á borgarlífið en fólk sækir nú í
auknum mæli út í sveitirnar. Mér
þykir vænt um borgina en minn
staður er á landsbyggðinni og í nátt-
úru Íslands,“ segir Ágúst. Hann ólst
upp á Kirkjubæ í Rangárvallasýslu
sem var eitt fyrsta sérhæfða hrossa-
ræktarbú landsins.
Hann segir að mikil tækifæri fel-
ist í sameiningu þessarra þriggja
stofnana. Þar sé saman komin mikil
þekking. Starfsfólkið hafi verið að
vinna sömu eða skyld störf í þremur
stofnunum. Með því að sameina þær
megi samþætta rannsóknastarfið
sem hafi verið svolítið sér á báti, við
kennsluna.
„Þetta er lítill háskóli með um 300
nemendur og 130 manna starfslið.
En það er sérstakt hvað hann er til-
tölulega sterkur rannsóknaháskóli.
Yfir helmingur starfsmanna er fyrst
og fremst að sinna rannsóknum og
þeirra þekking mun nýtast betur en
áður,“ segir Ágúst.
Ágúst tekur undir það sjónarmið
að viss hætta sé á því að stofnunin
muni áfram starfa í þrennu lagi,
þrátt fyrir sameiningu, en við því
hafi verið brugðist við ákvörðun um
skipulag Landbúnaðarháskóla Ís-
lands. „Ég tel að við höfum alla
möguleika á því að bræða starfsem-
ina saman. Við leggjum upp með
skipulag sem gengur þvert á starf-
semi og staðsetningu þessara
þriggja stofnana. Með því náum við
fram breytingum,“ segir hann. Skól-
inn starfar í tveimur háskóladeild-
um, sem eru auðlindadeild og um-
hverfisdeild, auk starfs- og
endurmenntunardeildar.
Landbúnaðarháskólinn er með
starfsemi á fimm stöðum utan
Hvanneyrar. Mikil starfsemi er á
Keldnaholti í Reykjavík og Reykj-
um í Ölfusi en einnig er starfsemi á
Möðruvöllum í Eyjafirði, Hesti í
Borgarfirði og Stóra-Ármóti í Ár-
nessýslu. „Það kallar á góða skipu-
lagningu og útsjónarsemi að halda
utan um starfið þegar það er svona
dreift en það er tæknilega mögu-
legt, meðal annars með fjar-
fundabúnaði.
„Við ætlum að gefa okkur tvö ár
til að móta starfsemina og þróa enn
frekar. Á þeim tíma verður metið
hvort skynsamlegt sé að flytja til
starfsemi og hvar þurfi að byggja
upp,“ segir hann.
Fjölgun námsbrauta í skoðun
Ágúst og samstarfsfólk hans hefur
áhuga á að fjölga námsbrautum í
háskólanáminu, skjóta fleiri stoðum
undir skólann. Hann segir að fjöl-
margar hugmyndir hafi komið upp
og þær verði til skoðunar á næst-
unni. Nefnir hann almenna nátt-
úrufræði. Ágúst segir að aukin
áhersla verði lögð á nám sem teng-
ist landgræðslu og skógrækt og um-
hverfisfræðum á fleiri sviðum.
Þá verður aukin áhersla á sam-
starf við aðrar menntastofnanir.
„Þetta er það lítill háskóli að hann
verður að geta stækkað sig með
samstarfi við innlenda og erlenda
háskóla og nánu samstarfi við stofn-
anir landbúnaðarins,“ segir hann.
Landbúnaðarháskólinn var form-
lega stofnaður með lagabreytingu
sem samþykkt var á Alþingi síðast-
liðið vor. Ágúst var skipaður rektor
undir lok ágúst og hefur síðan unnið
að undirbúningi hins nýja skóla sem
tók til starfa um áramót. Hann segir
að þetta sé stuttur tími og skólinn
taki auk þess til starfa á miðju
skólaári. Því hafi verið mikilvægt að
breytingin yrði hnökralaus. Hann
segist hafa lagt áherslu á að halda
öllu starfsfólkinu og er ánægður
með að það hafi tekist enda sé
starfsfólkið undirstaða alls þess sem
gert er.
Út í hvað er ég kominn?
Fjöldi umsækjenda var um embætti
rektors þegar það var auglýst á sín-
um tíma og var ráðning Ágústs um-
deild. Hann segist vissulega hafa
tekið eftir því og það sé ekki óeðli-
legt. Landbúnaðarráðherra hafi
þurft að leggja huglægt mat á um-
sækjendur við val úr hópi hæfs
fólks. „En ég er stoltur af því að
hafa orðið fyrir valinu og mun gera
mitt besta til að standa undir þeim
væntingum sem til mín eru gerðar.“
Ágúst lauk doktorsprófi í erfða-
fræði búfjár frá sænska landbún-
aðarháskólanum í Uppsölum árið
1995. Hann starfaði við kennslu og
rannsóknir hér heima og erlendis og
sem sérfræðingur hjá Bænda-
samtökum Íslands þar til hann tók
við starfi landsráðunautar í hrossa-
rækt í byrjun árs 1999.
Rektorsstarfið er umfangsmikið
og nær yfir vítt svið. „Ég finn að ég
er vanbúinn að takast á við ýmis
svið þessa nýja skóla. En þetta lær-
ist og venst eins og önnur störf. Og
ég hef margt gott samstarfsfólk
sem treyst er fyrir sínum fræðasvið-
um. Ég hef mikla reynslu af því að
vinna með fólki og það hefur yf-
irleitt gengið vel. Ég óttast ekki
þann þátt. Á þessum tíma hefur þó
hugsun um það út í hvað ég sé kom-
inn oft komið upp í huga mínum. En
það hefur liðið hjá og mér líður
mjög vel í starfinu,“ segir Ágúst
Sigurðsson.
Landbúnaðarháskóli Íslands varð til með sameiningu þriggja stofnana landbúnaðarins
Þurftum að þétta hópinn
Náttúra Íslands og nýting hennar er viðfangs-
efni hins nýja Landbúnaðarháskóla Íslands.
Helgi Bjarnason ræddi við Ágúst Sigurðsson
rektor um áherslur hans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rektor Ágúst Sigurðsson er rektor hins nýja Landbúnaðarháskóla Íslands.
LANDIÐ
AUSTURLAND
Ný slökkvistöð | Forvarnastarf er ekki
síður hlutverk slökkviliðsmanna en að
kljást við eldsvoða. Eldvarnir og fræðsla
um brunavarnir og slökkvistarf er einn
þáttur í starfi þeirra og slökkvilið á Fá-
skrúðsfirði stóð einmitt fyrir einu slíku
námskeiði skömmu fyrir jól. Þar var al-
menningi kennt hverning bera ætti sig að
við að slökkva eld sem kviknaði í pottum
og pönnum. Gafst fólki kostur á að prufa
að slökkva eld bæði með því að nota lokin
af pottunum eða með eldvarnarteppum.
Þá fékk fólk að spreyta sig á því að nota
slökkvitæki.
Steinn B. Jónasson, slökkviliðsstjóri á
Fáskrúðsfirði, segir margt framundan hjá
slökkviliðinu. Bygging nýrrar slökkvi-
stöðvar sé komin á dagskrá, en hún verður
byggð í iðnaðarhverfinu á Grímseyri, við
áhaldahús Austurbyggðar og húsnæði
björgunarsveitarinnar. Einnig stendur
fyrir dyrum að sameina slökkviliðin í
Austurbyggð, slökkvilið Fáskrúðsfjarðar
og slökkvilið Stöðvarfjarðar, og efla starf-
semina um leið. Meðal annars með kaup-
um á nýjum slökkvibíl. Frá þessu greinir á
vefnum austurbyggd.is.
Orkusamningur | Skömmu fyrir áramót
var undirritaður orkusamningur á milli
Rafveitu Reyðarfjarðar og Landsvirkjunar.
Á vefnum fjardabyggd.is kemur fram að
Rafveita Reyðarfjarðar hafi undanfarið
staðið í ströngu við að móta innkaup og sölu
á rafmagni og meta valkostina í nýju raf-
orkusöluumhverfi. Niðurstaðan varð að
ganga til samninga við Landsvirkjun um
orkuöflun til næstu ára. Á komandi vikum
og mánuðum mun koma reynsla á þetta
nýja sölufyrirkomulag, sem er allmiklu
flóknara en eldra viðskiptaumhverfi.
Samningarnir ná til þeirrar for-
gangsorku sem viðskiptavinirnir ætla að
kaupa af Landsvirkjun á næsta ári og einn-
ig til lengri tíma. Segir á vefnum að samn-
ingarnir séu nauðsynlegir í ljósi þeirrar
opnunar á raforkumarkaðinum sem varð
nú um síðustu áramót og einnig vegna til-
komu Landsnets sem tekur að sér flutning
á rafmagninu.
Egilsstaðir | Þrettándagleðin er
að baki og hafa ekki borist fregnir
af öðru en hún hafi tekist vel víða
um Austurland, utan að maður
meiddist illa á hendi á Borgarfirði
eystra þegar kínverji sprakk í
hendi hans.
Á Egilsstöðum var farin fjöl-
menn blysför frá íþróttahúsi yfir í
listigarð bæjarins, þar sem þessi
litli, en stórmyndarlegi bálköstur
safnaði að sér börnum og fullorð-
unum.
Í eldglæringum og hvellum
flugeldasýningar sem fylgdi í kjöl-
far tilnefninga á íþróttafólki ný-
liðins ár, mátti sjá opinmynnt og
stóreygð börnin horfa til himins,
dolfallin yfir öllum ljósaganginum
á kyrrum kvöldhimninum.Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Dolfallin
yfir ljósa-
ganginum
ATSKÁKMÓT Austurlands var
haldið á Reyðarfirði sl sunnudag.
Tefldar voru 5 umferðir Monrad
með 25 mínútna umhugs-
unartíma. Þátttakendur voru 11
talsins, frá Reyðarfirði, Eskifirði,
Skriðdal, Hallormsstað og Fella-
bæ. Gjafabréf frá Cafe Nilsen
hlaut Jóhann Þorsteinsson fyrir 4
1⁄2 vinning, í 2. sæti varð Sigurður
Arnarson og í 3. sæti Hákon Sóf-
usson.
Yngstu keppendurnir voru
leystir út með bókagjöfum að
eigin vali. Skáksamband Austur-
lands, SAUST, vinnur að eflingu
skákíþróttarinnar á svæðinu. Eru
þeir í tengslum við Skáksamband
Íslands og Taflfélagið Hrókinn.
Áætluð eru námskeið fyrir unga
sem aldna, skákmót af ýmsum
gerðum á næstunni svo sem mót
sem bera á nafnið Fimmtán mín-
útur á Fáskrúðsfirði, páskaeggja-
hraðskákmót og til athugunar er
að halda netskákmót á skákþjón-
inum GameKnot eins og gert var
á síðasta ári. Formaður Skák-
sambands Austurlands er Sverrir
Gestsson í Fellabæ.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Skákmenn Sigurður Arnarson, Jóhann Þorsteinsson og Hákon Sófusson.
Atskákmót