Morgunblaðið - 16.01.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.01.2005, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ                                               !""  #  $  %   &      ' $$  ()  "!""  $    *!%!% +   !  $          $       ,$+ "   !""    %   -  &$+  "   +$  ( '$$ $  $   .'    +  +      &$+ "  / &   '$$ &$       $  '   &   ! &    &     0!   "" $ 1 0! ' $  0  2 3-4   ' 2   '   3-4         $ $   &  & 3(   "  +      5        $$$  6   7      ! $  $ &    8   $      !""    5  9    '$$   6     $  '  ""  '$$   :  &    $          ;0!   +     % 0  !"" 6  (  (   $   ' $   6         !""     ( &     + $     < $    &    $ +  !   ,     =$$    !'   $  $ +  $ ,( "%    $  $ $ $!'         < ' !"" &% $    =$$  ()  <   ()  >+ 5$ $ "    $    ? +  ()  "!""         $$                ,(  &           $ + (            @7 "%   %% A $$   !' B  (  ,(            06   $ '   '      "%     &!%    =) $        "    ++ '     +   $    &$ 0    . $   ' >+ 5$          -C- 7 -C-  D)D-C- @ D)D-C- @-C- D -C- E -C- F     !"# $%  &'(' &   ) !"# $%  &'*' starfa ekki í anda islam. Þetta átti ekki síst við í menntakerfinu. Fyrir vikið varð til nýkynslóð róttækra múslima, sem síðar myndaði kjarn- ann í þeim ofsatrúar- og hryðju- verkahópum sem hafa mest látið að sér kveða gegn stjórnvöldum Sádi- Arabíu og á alþjóðavísu, einkum í kjölfar Íraksstríðsins árið 1991. VI: Andóf, ofbeldi og umbætur Á sama tíma og hryðjuverk ógna friði og stöðugleika í Sádi-Arabíu (og víðar) er mikilvægt að átta sig á að ógnaröflin í landinu eru ekki ein- göngu hryðjuverkasamtök. Mergur málsins er að ofbeldi, eða hótanir um beitingu ofbeldis, hefur verið og er daglegt brauð í lífi Sádi-Araba. Það er liður í þeirri stefnu stjórnvalda að kæfa allt andóf í fæðingu, þ.e. að all- ir þeir, sem voga sér að vera á önd- verðum meiði við konungs- og klerkaveldið, eru óvinir ríkisins og geta þar með átt von á því versta. Ógnarstjórn konungs- og klerka- veldisins er til vitnis um tengslin á milli stjórnarfarsins í landinu og til- urðar hryðjuverkasamtaka. Því hvernig öfgar harðræðis hafa alið á öfgum hryðjuverka. Íraksstríðið 1991 leiddi til andófs í Sádi-Arabíu bæði meðal róttækra og frjálslyndra stjórnarandstæðinga. Róttækir mót- mæltu í anda sinna hugmynda gegn stjórninni en andóf frjálslyndra var innblásið af hvatningu Bandaríkja- stjórnar til þegna Íraks um að rísa upp gegn stjórn einræðisherrans Saddams Husseins. Þrátt fyrir að hafa ekki hvatt þegna Sádi-Arabíu til hins sama litu frjálslyndir svo á að nú væri rétti tíminn til að láta til sín taka. Stöðumat þeirra var rétt. Kröfugerð um stjórnmálalegar um- bætur leiddi til þess að ný stjórn- arskrá konungs gekk í gildi árið 1992 þar sem m.a. var kveðið á um ráðgjafaþingið, sem sett var á stofn árið 1993. Það þjónar því hlutverki að vera konungi ráðgefandi um laga- leg málefni og stefnumótun. Stofnun þingsins var þó fyrst og fremst frið- þæging þar sem það hefur ekkert raunverulegt vald. Þingmenn eru ekki kosnir heldur skipaðir af kon- ungi eða nánar tiltekið af núverandi staðgengli hans, krónprinsinum Abdullah, sem tók við völdum eftir að konungurinn fékk slag árið 1995. Fulltrúar valdir til þingsetu voru og eru þeir sem viðurkenna tilverurétt konungsstjórnarinnar (frjálslyndir) en ekki þeir, sem draga lögmæti stjórnarinnar í efa (róttækir). Stofn- un ráðgjafaþings leit vel út á yfir- borðinu. Þeir sem hafa hins vegar skoðað málið ofan í kjölinn hafa tek- ið eftir mótsagnakenndu munstri stjórnarathafna konungsfjölskyld- unnar, nokkurs konar „haltu-mér- slepptu-mér-heilkenni“. Það sem nánar tiltekið gerðist um leið og stjórnin setti upp grímu lýðræðis og bauð til þings var víðtæk og skipu- lögð herferð gegn stjórnarandstæð- ingum, sem taldir voru óvinveittir ríkinu, fangelsun þeirra og jafnvel líflát. Sú herferð ól á öfgunum. Margir úr hópi róttækra, eins og Osama bin Laden, flýðu land. Heift- in varð hatursfyllri og baráttan her- skárri en áður þar sem útlagarnir hófu að skipuleggja andóf gegn stjórnvöldum í Sádi-Arabíu víðs veg- ar í Asíu, Evrópu og Bandaríkjun- um. Leiðin, sem valin var til að ná höggstað á konungsstjórninni, var að beina árásunum gegn vestrænum bandamönnum hennar með Banda- ríkin í fremstu víglínu. Bandaríkin eru talin vera staðalímynd hins sjálf- umglaða og yfirgangssama vest- ræna/kristna heims í huga róttækra múslima. Bandarískar herstöðvar í Sádi-Arabíu eftir 1991, stuðningur við Ísraelsstjórn og trúleysingjann Saddam Hussein í Írak í stríðinu gegn Íran frá 1981 til 1988 og síðast en ekki síst innrás fylkingar hinna fúsu í Írak með Bandaríkin í far- arbroddi eru nefnd af herskáum múslimum sem dæmi um útþenslu- stefnu hins vestræna/kristna heims í löndum araba/múslima. Ekki nóg með það heldur er framsókn vest- rænnar/kristinnar menningar talin jafngilda árás eða hernámi, sem á móti réttlæti heilagt varnarstríð gegn innrásaröflunum og þeim, sem veita þeim stuðning, þ.m.t. konungs- stjórnin í Sádi-Arabíu, enda grafi vestræn/kristin menning undan menningu araba/múslima um allan heim. Hryðjuverkaárásin 11. sept- ember árið 2001 í Bandaríkjunum var þannig hápunktur árása, sem beindust bæði gegn Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu, og því sem stjórn- völd þar eru talin vera fulltrúar fyr- ir: hroka, spillingu, græðgi og trú- leysi. VII. Þrýstingur úr öllum áttum Samspil margra þátta utan og inn- an Sádi-Arabíu gerir það að verkum að konungs- og klerkaveldið stendur höllum fæti. Stefna Bandaríkja- stjórnar um að hefja lýðræðisleg gildi til vegs og virðingar í Mið- Austurlöndum, sem samþykkt var á G-8-fundi helstu iðnríkja heims sl. ár, skapar utanaðkomandi þrýsting á konungsstjórnina. Innanlands er það bágborin menntun, sem endur- speglast í miklu atvinnuleysi meðal ungra Sádi-Araba (25%) og innflutn- ingi á erlendu vinnuafli til að sinna hátæknistörfum sem og verstu lág- launastörfunum (35% íbúa landsins á aldrinum 15–64 ára eru erlendir ríkisborgarar), efnahagslegur sam- dráttur (meðaltalshagvöxtur hefur verið 0,2% sl. 20 ár) og einhæft at- vinnulíf auk mikillar fólksfjölgunar sem hefur gert það að verkum að al- menningur er ekki eins saddur og sáttur og áður. Sífellt erfiðara er fyrir stjórnina að reiða sig á olíu- auðinn til að fjármagna velferðar- kerfið (atvinnuleysisbætur og engin skattheimta) og viðhalda kerfi ógn- arstjórnar til að viðhalda völdum sínum og halda stjórnarandstæðing- um í skefjum en 13% af þjóðarfram- leiðslu fara til hermála. VIII: Hvert stefnir? Bágborið ástandið samfara aukn- um samanburði við önnur lönd og starfsemi hryðjuverkasamtaka hef- ur ýtt undir gagnrýni á stjórnvöld. Það sem konungsstjórnin stendur frammi fyrir er hvaða stefnu skuli taka: Herða ógnartökin eða gera til- slakanir. Eins og gefur að skilja er Sádi-arabísk hjón á götu í Mekka. Sádi-arabískar konur eru skyldaðar til að klæðast svörtum kuflum sem hylja allan líkamann. Þúsundir múslima streyma inn í moskuna miklu, með Kaaba-steininn helga í miðju, í Mekka. Um tvær millj- ónir múslimapílagríma safnast til Mekka, helgustu borgar íslams, í febr- úarmánuði ár hvert. Hin svokallaða hajj-pílagrímaför til Mekka er einn af fimm hornsteinum íslamskrar trúar- iðkunar og hverjum trúuðum músl- ima, sem á því hefur efni, er ætlað að fara slíka ferð að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.