Morgunblaðið - 16.01.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 16.01.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 19 ’Rokkið er ekki dautt.‘Matthías Már Magnússon , fyrrverandi dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar X-ins, sem setti á fót nýja rokkstöð, X-FM, eftir að þeirri fyrrnefndu var lok- að fyrr í vikunni. ’Mér þykir miður ef ég hefmóðgað eða komið einhverjum úr jafnvægi. Þetta var slæmt val á búningi og ég biðst afsök- unar.‘Harry Bretaprins fékk bágt fyrir þegar slúðurblaðið The Sun upplýsti að hann hefði klæðst nasistabúningi í bún- ingapartí i hjá vini sínum. ’Ég sé ekki betur en að álveriðá Reyðarfirði sé þar með komið á byrjunarreit.‘Hjörleifur Guttormsson , fyrrverandi al- þingismaður, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fall ist var á kröfu hans um að ógilda úrskurð umhverfis- ráðherra frá því í apríl 2003 um að álver- ið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. ’Þetta eru sláandi niður-stöður.‘Jóhanna Rósa Arnardóttir , einn höfunda nýrrar rannsóknar sem leiddi í l jós að um 62% íslenskra ungmenna á aldrinum 18– 20 ára hafa verið boðin f íkniefni . ’Nú eru komnir nýir herrarþarna við stjórnvölinn, og þeir hafa ugglaust aðrar áherslur en þeir sem réðu mig til starfans.‘Sigríður Árnadóttir tengir uppsögn sína sem fréttastjóri Stöðvar 2 við stjórn- endaskipti hjá Norðurljósum. ’Ég mun vinna að því að bindaenda á þjáningar palestínsku þjóðarinnar því hún á skilið virðingu okkar og hollustu.‘Mahmoud Abbas fagnaði sigri í forseta- kosningum í Palestínu. ’Herra Abbas verður fylginnsér í samstarfi en hann er vitur maður, reyndur og hófsamur … Hann var kjörinn af miklum meirihluta Palestínumanna og við ættum að gefa honum tæki- færi til að ná árangri.‘Shimon Peres, leiðtogi ísraelska Verka- mannaflokksins, sem tók við embætti að- stoðarforsætisráðherra í nýrri sam- steypustjórn Ariels Sharons í vikunni. ’Þessi mikla hækkun sem hefur orðið á hlutabréfum hér á landi minnir um margt á það mynstur sem verðbólur fylgja.‘Sir Howard Davies, rektor London School of Economics and Polit ical Science og fyrrverandi formaður breska fjármálaeftirl itsins, á ráðstefnu íslenska Fjármálaeftirl itsins á mánudag. ’Ef hætta er fyrir hendi – ogvið teljum að svo geti hugs- anlega verið – munu börn verða fyrir mestum áhrifum, og því yngri sem börnin eru, því meiri er hættan.‘Sir William Stewart , forstjóri bresku heilsuverndarstofnunarinnar, um nýja skýrslu á hennar vegum þar sem lagt er ti l að börn noti GSM-síma einungis ef brýna nauðsyn ber ti l og varað sterklega við því að börn undir átta ára aldri noti þá. ’Bæirnir hafa tæmst af ungufólki á haustin og svo hefur ver- ið spurning um hve margt snýr aftur.‘Björg Ágústsdóttir , bæjarstjóri í Grund- arfirði , segir t i lkomu Fjölbrautaskóla Snæfell inga, sem er í bænum, bæta bú- setuskilyrði og auka l ífsgæði á norð- anverðu Snæfellsnesi . ’Þetta er bara eins og talað útúr mínu hjarta.‘Kristján L. Möller, þingmaður Samfylk- ingarinnar, um ummæli Davíðs Odds- sonar utanríkisráðherra þess efnis að hugsanlega mætti setja hagnað af sölu Landssímans í byggingu nýs sjúkrahúss. Kristján var meðal f lytjenda þingsálykt- unarti l lögu þar að lútandi sl . vor. Ummæli vikunnar Reuters Blaðasalar í London lesa umfjöllun slúðurblaðsins The Sun um óheppilegt búningaval Harrys Bretaprins í afmælisveislu um síðustu helgi. Rannsóknarnámssjóður Umsóknarfrestur til 15. febrúar 2005 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2005. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunnnámi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til framfærslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara- eða doktorsverkefni sínu. Rannsóknaverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu (60 ECTS einingum) og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknaverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Umsóknir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Stjórn Rannsóknarnámssjóðs leitar faglegrar umsagnar um vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhagsáætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda hjá óháðum aðilum með aðstoð vísindanefnda viðkomandi háskóla eða samsvarandi aðila, áður er stjórnin úthlutar styrkjum. Umsækjendur, leiðbeinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heimasíðu Rannís: www.rannis.is eða á skrifstofu Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Eiríkur Smári Sigurðarson, sími 515 5818, netfang eirikur@rannis.is . Umsóknir skal senda í þríriti til Rannís merktar „Rannsóknarnámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís. Útsalan hefs t á morgun • Útsalan hefs t á morgun • Útsalan hefs t á morgun • Útsalan hefs t á morgun E N N E M M / S ÍA / N M 14 8 0 2 Umhverfis- og heilbrigðisstofa Auglýsing um starfsleyfistillögur Með vísan til 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða mengandi starfssemi, munu starfsleyfistillögur neðangreinds fyrirtækis liggja frammi hjá upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 16. janúar 2005 til 16. febrúar 2005. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast til Umhverfisráðs Reykjavíkur, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, fyrir 16. febrúar 2005. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur Fyrirtæki/gildistími starfsleyfis í árum Almenn skilyrði Sértæk skilyrði Heimilisfang Hringrás ehf. - 10 ár Klettagörðum 9X X

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.