Morgunblaðið - 16.01.2005, Page 22

Morgunblaðið - 16.01.2005, Page 22
22 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ N ew Orleans í hinu „djúpa suðri“ hefur heillað marga með litríku mannlífi og tónlistarlífi. Franska hverf- ið sem byggðist upp á 18. og 19. öld- inni er vinsælt meðal ferðamanna. Þar eru frábærir veitingastaðir þar sem hægt er að njóta hinnar víð- frægu matargerðarlistar sem sprottin er úr frönskum og ýmsum suðrænum hefðum, „Cajun“ og „Creole“. Úrvals tónlist berst út á gangstéttir frá einhverri kránni eða götuhorninu og vekur það oft furðu ferðamannsins að slíkt ágætis tón- listarfólk sem þar er að verki skuli ekki vera upptekið í virðulegum tón- leikasal. En New Orleans er ekki bara hið ljúfa líf í franska hverfinu. Willie Birch — list sem tengist arfleifð og kynþáttahyggju „New Orleans er borg þar sem 70% íbúanna eru af afrískum upp- runa, borg þar sem meirihluti íbú- anna lifir undir fátæktarmörkum. Þar er nú algengast að í efstu stjórnunarstörfum borgarinnar séu þeir afrísk-amerísku. Þar er „kynþáttastolt“ sem oft kemur fram í ýmsum opinberum athöfn- um þar sem húðlitur ásamt menntun skiptir mestu og afræð- ur stétt og stöðu og samskipti milli kynþátta eru oft gerð erfið bæði af svörtum og hvítum.“ (Úr yfirlýsingu frá Willie Birch.) Willie Birch er afrísk-amerískur myndlistarmaður frá New Orleans. Hann ólst þar upp á tímum kyn- þáttaaðskilnaðar þegar mikil mis- munun og skert mannréttindi hinna afrísk-amerísku drógu úr öllum möguleikum þeirra. Á tímum hinna miklu mótmæla gegn rasisma upp úr 1960 var Birch ungur maður og tímarnir voru óðum að breytast. Hann er af þeirri kynslóð afrísk- amerískra sem fór að ná því að kom- ast til mennta og naut hann þess. Verk Birch hafa vakið athygli og verið kynnt á söfnum víða um Bandaríkin. Þau eru oft hárbeitt og pólitísk og fjalla á næman hátt um efni er tengist menningu og veru- leika blökkumanna í Bandaríkjun- um. Þótt myndefni hans eigi oft ræt- ur að rekja til daglegs lífs eða hátíðahalda fólks úr hverfinu hans í New Orleans þá hefur það vissulega almenna skírskotun í mannlífið. Verkin fjalla einnig um gagnrýn- ar spurningar um kynþáttahyggju og þessa flokkun í „okkur“ og „hina“. Birch vinnur oft skúlptúra af fólki í fullri líkamsstærð í pappírsmassa og málar þá í sterkum litum. Hann vinnur frjálslega með efnið og minna vinnuaðferðir hans á afríska arfleifð og bandaríska alþýðulist. Skúlptúrarnir sem eru útfærðir af mikilli færni gefa tilfinningu fyrir líkamlegri nálægð og hafa mikinn tjáningarkraft. Stundum eru þar eins og mættar á staðinn persónur sem bera með sér fegurð og sögu sem kemur okkur við. Stundum eru verkin gerð til að minna á mikilvæg- an afdrifaríkan atburð eða ástand í samfélagi mannanna. Þarna er greinilega á ferðinni listamaður sem er innblásinn af samkennd með mannfólkinu og af efninu sem hann vinnur með. Vissu- lega geta verk hans minnt á tján- inguna í blústónlistinni enda segir Willie Birch að hann hafi sótt mikil hughrif í blúsinn og djassinn. Að vera afrískur er í huganum Willie Birch hefur eins og fleiri afrísk-amerískir listamenn ferðast til Afríku til að leita og skoða tengsl sín við hið afríska. Á einum stað í sýningarskrá svarar hann spurn- ingunni um hvað sé að vera afr- ískur með þessum orðum: „Sá sem skilur, virðir og elskar mikilfeng- leika Afríku og hvernig hann birtist, sá er afrískur burtséð frá líkamleg- um uppruna. Að vera afrískur er í huganum.“ Þessi yfirlýsing Willie Birch er í takt við áhugaverðar bækur sem hafa komið út í Bandaríkjunum á síðustu 10 árum og hafa haft tals- verð áhrif þar og víðar. Verk hans eru reyndar mikilvægt innlegg í um- ræðuna um kynþáttahyggju. Umræða um kynþáttahyggju Umræða um kynþáttahyggju er auðvitað ofarlega á baugi í Banda- ríkjunum sem og víðar og er svo sannarlega mikilvæg nú á tímum fyrir heimsbyggðina, ekki síður en umræða um þjóðernis- og trúar- bragðahyggju og aðrar helstu að- ferðir til að skipta mannfólkinu í hópana „okkur“ og „hina“. Upplýs- ingasamfélagið með alla tæknina ætti að eiga möguleika á að vinna gegn kynþáttahyggju og kynþátta- fordómum. Ýmislegt hefur komið fram á síð- ustu árum sem mikilvægt framlag til baráttu gegn kyn- þáttafordómum. Þar hefur t.d. bók Jared Diamond Guns, Germs and Steel eða Byssur, veirur og stál, sem kom út í Bandaríkj- unum 1997, verið mjög áhrifarík og talin mikil- vægt innlegg. Þetta er margverðlaunuð metsölu- bók sem fjallar um þróun mannlegra samfélaga og um hin mismunandi skilyrði svæða vegna náttúrufars, legu, stærð- ar, mögulegs dreifingaröxuls tegunda í austur-vestur og aðra möguleika til dreifingar og þró- unar nýtanlegra tegunda. Stuðst er við nútímarannsóknir í fornleifa- fræði, náttúrufræði, mannfræði o.fl. og sýnt í aðgengilegum texta hvern- ig samfélög vissra svæða hafa fengið möguleika framar öðrum á að þróast til vaxandi tækni og valda í heim- inum. Flokkun lista og menningarfyrir- bæra — hvað er hvar og hvaðan? Straumur áhrifa á listsköpun úr ýmsum áttum hefur verið sívaxandi síðustu áratugi. Stórar spurningar vakna um flokkun og hvað eigi heima hvar og einnig um hvað sé áhugaverðast til sýningar og varð- veislu. Þó er nokkuð víst að flestum þykir áhugavert að sjá hvað er unn- ið og hefur verið unnið á því svæði sem þeir eru að heimsækja eða eru að kynna sér. New Orleans hefur uppá margt að bjóða fyrir þá sem vilja skoða mann- líf og menningu út frá listum og sögulegum heimildum frá svæðinu. Þar eru ýmis söfn um sögu og menningu svæðisins og listasöfn með mismunandi áherslur. The New Orleans Museum of Art kynnir heimslistina nýja og gamla, mest frá Evrópu og Bandaríkjunum en einn- ig frá öðrum heimshornum. Þar er t.d. deild með listaverkum frá Afr- íku. Við safnið er líka stór og fal- legur skúlptúrgarður sem er eitt af mikilvægari söfnum Bandaríkjanna af skúlptúr síðustu aldar. Þar eru verk eftir Henry Moore, Jacques Lipchitz, René Magritte og fleiri. Á síðustu áratugum hefur verið unnið markvisst að því að byggja upp lista- og menningarlíf á svæði í miðborginni sem var á hraðri nið- urleið. Það var áður kennt við hin mörgu vöruhús sem þar var að finna en kallast nú The Warehouse Art District [Vöruhúsa-listahverfið] eða jafnvel The Art District [Listahverf- ið]. Þar eru nú ný gallerí og lista- söfn, hverfis-menningarmiðstöðvar og ýmiss konar vinnustofur lista- manna. Er hverfið sem óðast að fá nýjan brag og að verða eftirsóttara. Listasafn myndlistar frá suðurríkjunum The Ogden Museum of Southern Art eða Ogden-listasafn sunnlenskr- ar listar er fallegt nýtt listasafn (opnað í ágúst 2003) í „Vöruhúsa- listahverfinu“. Þar er mikilvægasta safn sem til er af myndlist lista- manna sem hafa starfað í suðurríkj- unum eða eru þaðan. Má þar nefna t.d. Idu Kohlmeyer (1912–1997) en hún vann abstrakt málverk og skúlptúra í glóandi og heillandi lita- samræmi og Clyde Conell (1901– 1998) sem vann skúlptúra er sýna sterk tengsl við safaríka jörð og áhrif frá vinnubrögðum er tengjast Afríku. Ekki var hún þó af afrískum uppruna enda fjölmörg dæmi til í listasögunni um áhrif og tengingar frá framandi slóðum, óháð líkamleg- um og jafnvel menningarlegum upp- runa og sannast þar orð Willie Birch sem vitnað er í hér að ofan, „að vera afrískur, það er í huganum“. Það leynir sér ekki þegar skoðað er það sem er nú til sýnis á safninu af verkum eftir ýmsa listamenn frá bæði 20. og 21. öldinni að hið fjöl- breytta menningarsamfélag svæðis- ins er svo sannarlega frjósamur jarðvegur fyrir áhugaverða listsköp- un. Listir í hinu djúpa suðri New Orleans New Orleans er þekkt sem borg djassins og blúsins en myndlistin blómstrar þar líka. Jóhanna Bogadóttir var þar á ferð fyrir skömmu að skoða list og mannlíf og heldur hér áfram frásögn sinni af listalífi borgarinnar. Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir Spáð í framtíðina í Franska hverfinu í New Orleans. Suðurríkjalist í öndvegi í Ogden-safninu í New Orleans. Clyde Connell ásamt skúlptúr sínum „Bandingjar“. „Á heimleið.“ Pappírs- massaskúlptúr (í lík- amsstærð) eftir Willie Birch. „Kúgun einhvers staðar er kúgun alls staðar.“ Skúlptúr eftir Willie Birch . Höfundur er myndlistakona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.