Morgunblaðið - 16.01.2005, Page 25

Morgunblaðið - 16.01.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 25 22. daga ævintýraferðir á ári Hanans: til Kína með KÍNAKLÚBBI UNNAR 13. maí – 3. júní 2005 23. september – 14. október 2005 Farið verður til Beijing, Xian, Guilin, Shanghai, Suzhou og Tongli. Siglt verður eftir Li ánni og Keisaraskurð- inum og gengið á Kínamúrinn. Allt það merkilegasta á þessum stöðum skoðað. Heildarverð kr. 350 þús. Allt innifalið Þ.e. allar skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum, fullt fæði, allir skattar/gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, sem er sérfræðingur í skipulagningu ferða til Kína, en þetta verður 20. og 21. ferðin sem hún leiðir um Kína. Kínaklúbbur Unnar, Njálsgötu 33, 101 R sími/símbréf 551 2596 og 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Geymið auglýsinguna Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin 9 DÆMI VETRARÚTSALA VEIÐIHORNSINS Ron Thompson Outback. Vatnsheldur jakki með útöndun. Fullt verð 12.800. Nú á vetrarútsölu aðeins 8.995 Mad Dog skotveiðigalli, jakki og smekkbuxur. Vatnsheldur með útöndun. Fullt verð 19.900. Vetrarútsöluverð aðeins 15.990. Allar útsöluvörur Veiðihornsins eru líka í veiðibúðinni þinni á netinu - veidihornid.is OPIÐ Í DAG 12 TIL 17 - NÝTT KORTATÍMABIL Ron Thompson Dakota vöðlur. Fullt verð 16.995. Nú á vetrarútsölu aðeins 10.995. Scierra Aquatex öndunarvöðlur og jakki. Fullt verð 28.900. Nú á vetrarútsölu aðeins 19.900. Ron Thompson fluguveiðisett. Grafitstöng, diskabremsuhjól, uppsett Scierra XDA skotlína með baklínu og taumatengi. Magnað vetrartilboðsverð aðeins 11.495 fyrir allt þetta. Sjá nánar í veiðibúðinni á netinu. Veidihornid.is Norinco QJ12 pumpa. 28" hlaup. Ólarfestingar og þrjár þrengingar fylgja. Fullt verð 28.900. Nú á vetrarútsöluverði aðeins 23.920. Aðeins örfá stykki til á lager. Stoeger pumpa. 26" hlaup. Ólarfestingar og 5 þrengingar fylgja. Byssan er með stillanlegu sigti. Fullt verð 32.500. Nú á vetrarútsöluverði aðeins 26.800. Aðeins örfá stykki til á lager. Norinco JW15 riffill. 22 cal l.r. Boltalás, 5 skota magasín. Ólarfestingar. Fullt verð kr. 17.995. Nú á vetrarútsöluverði aðeins 13.495. Scierra Norðurá veiðijakki. Vatnsheldur 3ja laga jakki með útöndun. Fullt verð 29.900. Nú á vetrarútsölu aðeins 15.900 „Með nýrri kennsludeild verði jafn- framt lögð áhersla á stærðfræði sem er mikill styrkur fyrir þróun okkar samfélags. Ég segi blákalt: Við eigum ekki alltaf að hafa vit fyrir nemendum og atvinnulífinu; þessu má gjarnan vera öfugt farið. Við eigum að vera vakandi yfir því hverju atvinnulífið kallar eftir og það kallar eftir háskóla með öflugum tækni- og verkfræði- brautum. Samtök iðnaðarins gerðu könnun fyrir einu ári þar sem kom í ljós að fyrirtæki innan samtakanna þurfa að bæta við 3.000 starfsmönn- um á næstu þremur árum sem hafa einhvers konar raunvísinda- og iðn- aðarbakgrunn og þar af er þörf fyrir um 800 manns með háskólapróf í raungreina,- tækni- og verkfræði. Þetta er mikill fjöldi þegar litið er til þess að einn árgangur úr fram- haldsskóla með raunvísindabakgrunn dreifist á margar og mismunandi námsbrautir. Í Tækniháskólanum er starfrækt frumgreinadeild sem undirbýr nemendur fyrir raun- greinatengt háskólanám. Hin mikla aðsókn að deildinni sýnir þá miklu þörf sem er fyrir góða raunvísinda- menntun. Atvinnulífið kallar eftir raunvís- indamenntuðu fólki en það eru ekki nægjanlega margir sem velja sér slíkt nám. Nú er lag og sóknarfæri að gera verulega bragarbót og mikilvægt að allir leggist á eitt um að vel til takist við uppbyggingu nýs skóla. Ég veit að samtök atvinnurekenda taka ekki þátt í rekstri háskóla af til- efnislausu. Atvinnulífið kallar eftir fleiri einstaklingum með tækni- og verkfræðimenntun og af þeim sökum vilja samtökin taka þátt í rekstri há- skóla sem útskrifar fólk með þá menntun. Á þessu stigi málsins má því alls ekki heykjast á því að byggja upp öflugan háskóla á sviði raun- greina,“ segir Stefanía. Hún segir að til þess að markmið- iðum um öflugan háskóla náist skipti staðsetning hans miklu máli. „Það er tómt mál að tala um að byggja upp öflugan háskóla og rannsóknarstarf- semi í kringum skólann ef hann fær ekki það rými sem nauðsynlegt er. Nú er tækifærið að byggja upp há- skólasamfélag, einskonar kampus þar sem rannsóknarstofnanir, sprotafyr- irtæki og aðrir fræðsluaðilar byggjast upp í kringum háskólann. Háskóli snýst um fólk, ekki veggi. Gangverkið verður ekki síst til þegar fólk hittist saman yfir kaffibolla og þá fæðast oft bestu hugmyndirnar. Mikið návígi milli háskólans, rannsóknarstofnan- anna og fyrirtækjanna er nauðsyn- legt.“ Í landi sjálfbærrar orku og mikillar orkunotkunar vill Stefanía sjá enn meiri vöxt í greinum af þessu tagi. Hún segir að með vetnisvæðingu, gríðarlegri raforkuframleiðslu, sprotafyrirtækjum eins og Marorku, sem vinnur að hámörkun orkunýting- ar í skipum, séu ótalmörg tækifæri á þessu sviði og að atvinnulífið sé sömu- leiðis farið að leita eftir starfsmönn- um með almennari menntun. Álver leita t.d. ekki eingöngu eftir vélafólki eða rafmagnsfólki heldur blandi af véla- og rafmagnsfólki. Ávallt sami vandinn — ekki nægjanleg áhersla á raungreinar í grunnskóla Stefanía segir að aukin eftirspurn sé eftir starfsfólki meðmenntun á sviði hátækni, t.d. örtækni og heil- brigðistækni. Hún segir að til að anna betur eftirspurn atvinnulífsins eftir velmenntuðu fólki þurfi háskólakerfið að setja sér markmið. „Við getum ekki verið góð á öllum sviðum en við getum staðið framarlega á færri svið- um. Við erum svo fámenn að við ætt- um að byggja upp nám sem getur gef- ið af sér framtíðararðsemi. Ég set þetta upp í svokallaðan þekkingar- klasa og innan hans rúmast örtæknin, sem Evrópusambandið leggur gífur- lega áherslu á um þessar mundir, heilbrigðistækni, orkutækni, hátækni og sjávarútvegstækni. Ég held að við höfum ekki mannauð til þess að verða fremst á öllum sviðum. Og við komum alltaf að sömu rótinni þegar málið er krufið til mergjar; það koma ekki nógu margir upp úr grunnskóla með nægjanlega raungreinaþekkingu.“ Nú er nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins að leggja fram skýrslu um þriggja ára stúdentspróf. Þar er m.a. gert ráð fyrir að hluti af náms- efni fyrsta árs menntaskóla fari niður í 10. bekk grunnskóla. Stefanía efast að að grunnskólinn sé undir það bú- inn að taka við hluta af námsefni 1. árs menntaskóla, þar á meðal stærð- fræði og öðrum raungreinum. „Það vakna spurningar um hvort skipulag grunnskólans eða grunnskólinn sjálf- ur hafi yfir að búa þeirri þekkingu sem felst í því að sinna stærðfræði- kennslu og annarri raungreina- kennslu sem fram að þessu hefur ver- ið í framhaldsskólum. Í þessu sam- hengi bendir hún á að við Kenn- araháskóla Íslands er engin stærð- fræðibraut. Innan grunnskólabrautar eru níu kjörsvið og eitt þeirra er stærðfræði. Nú stunda 951 nám á grunnskólabraut og þar af eru 58 með stærðfræði sem aðalkjörsvið, (25 ein- ingar), og 13 sem aukakjörsvið (um 10 einingar). Samtals eru því 7,5% allra nemenda á grunnskólabraut í KHÍ með einhverja stærðfræði sem kjör- svið. Í framhaldsdeild eru 449 nem- endur og þar af einungis 14 með 20 eininga nám í uppeldis- og menntun- arfræði með áherslu á stærðfræði- menntun, eða 3,1%. Hinn nýi háskóli hefur kynnt til sögunnar kennsludeild þar sem gert er ráð fyrir að tilvonandi kennarar í grunnskólum taki mun meiri stærðfræði en áður hefur verið. Með sameininglegu átaki er hægt að stórefla stærðfræðina.“ gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.