Morgunblaðið - 16.01.2005, Side 26

Morgunblaðið - 16.01.2005, Side 26
26 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Lauk síðasta pistli mínummeð því að vísa til mikillahvarfa í listheiminum ogþykir rétt að skilgreina framsláttinn nánar. Hef á und- anförnum árum þráfaldlega reifað það hve hátæknin hefur átt stóran þátt í að umbylta vitneskju manna á umheiminum og fortíðinni. Eitt undrið af öðru hefur opinberast manninum, allt frá lífsýnum til kalda atómsins, opnað ótal glugga sem áður voru í hálfa gátt eða harðlokaðir. Þetta er stór skammtur að melta og leiðir hug- ann til umbyltinganna við iðnvæð- inguna, og uppgötvun röntgen- geislanna 1895, sem hafði ómæld áhrif á tíðarandann og framþró- unina ekki síst í listum. Um að ræða rafsegulgeisla með bylgju- lengd um 0,5–100, sem myndast þegar hraðfara rafeindir rekast á efni með þungum atóm- kjörnum. Einng líka vitað að veðurfræðin lagði á einn hátt grunn að impressjónismanum á fyrstu áratugum nítjándu aldar. Þannig má halda áfram aftur í söguna allt til hinna mjög skýru umskipta frá miðöldum til end- urreisnar um aldamótin 1500, þeg- ar allir andar voru í uppnámi og nýtt tímaskeið ferskra hugmynda í heimspeki, myndlist og trúar- brögðum boðaði komu sína með umbrotamiklum fæðingarhríðum. Miðaldir sem staðið höfðu yfir í nær heila stóröld þokuðu þá fyrir því sem menn nefna endurfæðingu og nýöld. Virðist náttúrulögmál að aldahvörf marki nýja og breytta tíma í mannheimi og lítur vissu- lega út fyrir að öll samanlögð hringrásin stjórnist af flestu öðru en athöfnum mannanna á jörðu niðri. Ómælisvíddirnar eigi stærri þátt í hinu smæsta ferli en marga hefur órað fyrir. Einnig að hnött- urinn okkar sé einungis rétt merkjanleg mælieining, ígildi sandkorns í hringiðu feiknarafla. Endurreisnina skilgreinamenn sem endurfæðinguog upprisu fornra gilda ínýjum búningi. Þá þegar hafði tímans tönn að mestu leyti máð út liti af höggmyndum hofum og hörgum fornaldar. Hún var þannig að hluta byggð á misskiln- ingi, nýklassíska tímabilið svo í enn ríkari mæli, og þessi dýrkun á litleysu í höggmyndum og arki- tektúr varaði þarnæst í hálfa stór- öld. Allt þar til hátækni nútímans í formi stafrænnar filmuútfærslu og UV lýsingar afhjúpaði og færði órækar sönnur á stórum meiri litaríkdómi í þrívíddarheimi forn- aldar en velflestir gerðu sér grein fyrir. Svo er líka mjög umdeilanlegt hvort þetta hafi verið slæmur eða gifturíkur misskilningur, en skyldi ekki vera hægt að færa sannfær- andi rök fyrir hvorutveggja? Feg- urð hins hreina afdráttarlausa rúmtaks ótvíræð, sömuleiðis hrif samræmdra litbrigða og útgeislan þeirra. En þessi misskilningur með litleysu í þrívíðum formum hafði á einn veg slæmar afleið- ingar, liturinn afræktur sem hluti fornmenja, þótt hann væri þar fullgildur í birtingarmynd sinni og inntaki, ekki síður en höggmyndir og byggingarlist, einangraðist ekki við málverk. Ekki einungis rétt og slétt efnafræði heldur öðru fremur hugmyndafræði sem var tengd náttúrusköpunum allt um kring, ásamt heimspeki og guðsdýrkun. Meira en líklegt að þessi nýja uppgötvun eigi þátt í endurreisn málverksins á næstliðnum árum sem menn hafa orðið áþreifanlega varir við og jafnframt hugarfars- breytingu í listheiminum, þótt fleira komi til. Það má í öllu falli merkja af viðhorfum þeirra 10 list- rýna heimsblaðanna sem árlega eru kallaðir til leiks í janúarhefti listtímaritsins art – Das Kunst- magasin í Hamborg. Við hver ára- mót svara þeir þrem spurningum: 1) hvaða sýning hafi verið mik- ilvægust á liðnu ári, 2) hver hafi valdið þeim mestum vonbrigðum, 3) hvaða listamaður sem viðkom- andi sá í fyrsta skipti hafi hrifið hann mest. Fyrirsögnin er: „Af- rakstur 2004: Gömlu hetjurnar snúa aftur“, en millifyrirsögnin: Enginn þýskur listrýnir sniðgekk gestasýningu MoMA í Berlín, í út- landinu sáu hinir klassísku einnig fyrir því óvænta. Á vettvangi ung- listar ríkir meiri fjölbreytni en áð- ur. Þeir sem fram úr skara koma frá öllum tjámiðlum. Fjölbreytnin hefur bersýni-lega tekið við af þeirrisamhæfðu miðstýringu ogniðurrifi sem hefur ein- kennt listheiminn síðustu áratug- ina, sem einkum hefur verið áber- andi á Norðurlöndum. Meira en greinilegt að gagnrýnendurnir líta síður en svo sömu augum á hlutina og eru ekki að leitast við að þókn- ast einhverjum listpáfum og bendiprikum beggja vegna Atl- antsála, eins og starfsbræður þeirra á Norðurlöndum hafa margir rembst við eins og rjúpan við staurinn. Það sem helst vekur athygli er hve tveir þeirra eru ósammála um gestasýningu MoMA á Nýja Þjóðlistasafninu í Berlín, sem þó kemst helst á blað. Sýningin sem stóð frá 20. febrúar til 19. september vakti feikna at- hygli enda markaðssetningin í góðu lagi og fjölmiðlar með á nót- unum. Mun hún jafnvel hafa slegið öll aðsóknarmet á safnið og er þá mikið sagt. Gæði listaverkanna þóttu í það heila ótvíræð en hins vegar voru ýmsar athugasemdir uppi um innsetningu þeirra í rým- ið og úrvalið, en sjálft sjóið í heild sinni þótti kraftmikið og standa fyrir sínu, þ.e. viðkomandi gagn- rýna uppsetninguna en síður sjálf verkin. Einn gagnrýnandinn setur hana undir fyrsta lið, annar þeirra efst í annan, aðallega fyrir von- brigði um val verka á sviði rým- islistar. MoMA var einnig með sýningu á hönnun í Listiðn- aðarsafninu í næsta nágrenni og kemst hún einungis á blað hjá ein- um og þá fyrir að hafa verið nán- ast hlægileg; eins konar uppfylling eða uppbót fyrir biðröðina við hitt safnið, uppsóp á almennri al- þjóðahönnun sem hægt væri að nálgast í þriðja flokks minja- gripaverslunum! En hér gildir hvorki spurningin um að vera sammála eða ósammála, allt látið flakka og komið víða við enda nefna rýnarnir aðeins eina aðra framkvæmd oftar en einu sinni. Setja báðir risasýningu á einka- safni iðnaðarfurstans Friedrichs Flich á tveim stöðum í Berlín, Rieckhallen og Hamburger Ban- hof í annan lið. Hér virðist, að áliti Axels Hechts ritstjóra art. Das Kunstmagasin, sem erfingjar mannsins ásamt misvitrum stjórn- málamönnum hafi beitt hnefarétti við að koma henni upp þrátt fyrir eindregin mótmæli fagfólks. Og Hanno Rauterberg frá vikublaðinu Die Zeit í Hamborg bætir um bet- ur og spyr af hverju tekur kanzl- arinn skattsvikara upp á arma sér sem lét sig dreyma um hina miklu samhæfingu (normaliseringu) list- arinnar? Paolo Vagheggi, listrýnir dagblaðsins La Republica í Róm, setur þrjár stórframkvæmdir er skara sambandið milli listar og arkitektúrs í fyrsta flokk: Arki- tektúrtvíæringinn í Feneyjum, List og arkitektúr í Genúa og sýn- inguna Byggingaskúlptúr „Archi- sculptur“ í stofnun Beyler í Riech- en við Basel. Í öllum tilvikum var gengið út frá þemanu: Listamað- urinn er arkitekt, arkitektinn listamaður, fullyrðing sem vakti upp heiftúðugar deilur. Í annan lið setur hann sömu sýningar, segir þær enn einu sinni leiðinlegustu framkvæmdir ársins og engin ástæða til að eyða jafnmiklum peningum í að staðfesta það sem hinn mikli málari, arkitekt og list- fræðingur Giorgio Vasari hafði þegar á 16. öld skilgreint og fært gild rök að... Dettur mér þá í hug hvortekki væri upplagt aðtaka til meðferðar skil-greiningu á listhugtak- inu almennt. Skilismuninn á hreinni myndlist annarsvegar, fjöl- tækni og þjóðfélagfsumræðu hins- vegar, en raddir þar um verða stöðugt háværari. Eðlilega halda gagnrýnendurnir því helst fram sem næst þeim stendur og lest- urinn staðfestir að ekki er allt í sómanum um framkvæmdir í út- landinu, ekki einu sinni hjá MoMA (eða Tate Modern), þannig hermir Peter Plagens, Newsweek, frá yf- irlitssýningu á verkum Lee Bontechou í Los Angeles sem hann setur í fyrsta lið. Sýningin var þarnæst sett upp í húsakynn- um MoMa í New York og skil- greinir hann innsetninguna á þeim stað hræðilega, en sjálfa sýn- inguna hins vegar hrifmikið sjó, telur listamanninum loks í flokki með þeim Jasper Johns og Robert Rauschenberg. Í annan lið setur hann sýninguna „Open House: Working in Brooklyn“, sem hann hafði miklar væntingar til og bjóst við að heilmargar ungar listspírur gæfu sér spark í rassinn, en í stað þess var um að ræða sama dul- búna utangarðslistáróðurinn og víðast hvar. Sem sagt engin lognmolla á ferð hjá hinum virtu listrýnum heims- pressunnar og eitthvað annað að lesa slík skrif en lýsingar á ein- stökum verkum og inntaki þeirra, sem er hreinn flótti frá ótvíræðri og skeleggri skoðanamyndun. Má vera ljóst að breiddin í list- inni er meiri en nokkru sinni og að nú stefni listheimurinn burt frá einhæfri tillærðri samhæfingu til sveigjanleika og fjölbreytni, fag- urfræðileg og skynræn gildi aftur komin í leikinn. Að baki tímabil minimalisma, þjóðfélagsraunsæis, kaldrar hugmyndafræði, leik- rænna innsetninga, fimmaura- brandara og útjöfnunaráráttu. (Meira í næsta pistli.) Hvörf í listheimi Fyrsta útgáfa af hinu fræga málverki (hring)Dansinum eftir Henri Matisse (1869—1954), máluð 1909/10, var meðal frægra verka á hinni miklu MoMA- sýningu í Nýja þjóðlistasafninu í Berlín 2004. SJÓN- SPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Helgin öll… á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.