Morgunblaðið - 16.01.2005, Side 29

Morgunblaðið - 16.01.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 29 legt að Evrópusambandið muni nokkru sinni ná að landamærum Kína. Rússar muni sjá sér hag í sterkum tengslum við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið, ekki sízt til þess að verja hagsmuni sína í Síberíu, sem nú sé ógnað af gífurlegum mannfjölda sunnan landamæra Kína, sem hvenær sem er gæti flætt yfir hin óbyggðu svæði Síberíu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafði orð á því fyrir nokkrum dögum að stækkun Evrópu- sambandsins gæti aukið líkur á aðild okkar Ís- lendinga að því, þar sem stækkunin mundi draga úr miðstýringu þess og verða af þeim sökum meira aðlaðandi kostur fyrir okkur. Þetta fer auðvitað eftir því hvernig menn horfa á Evrópusambandið. Ummæli utanríkis- ráðherra benda til þess að andstaða hans og margra annarra sjálfstæðismanna við aðild að ESB hafi m.a. byggzt á því að um væri að ræða miðstýrt bákn sem enginn hefði gagn af að lenda inni í. Það má hins vegar líta á Evrópusambandið frá allt öðru sjónarhorni, eins og raunar hefur áður verið minnzt á hér í Reykjavíkurbréfi. Hvað er Evrópusambandið í grundvallaratriðum? Það er aðferð Evrópuríkja sem höfðu staðið í styrjöld- um sín í milli öldum saman til þess að útiloka þær styrjaldir. Það hefur tekizt. Hvert er megin- markmiðið með stækkun Evrópusambandsins austur á bóginn? Að tryggja frið á austurlanda- mærum hinnar gömlu Evrópu. Líkurnar á því að það takist eru miklar. Hvað kemur það okkur Ís- lendingum við? Ekkert fyrir utan hina almennu hagsmuni okkar og annarra af heimsfriði. Og jafnframt að við þurfum að tryggja okkur greið- an aðgang að mörkuðum Evrópuríkjanna. Þegar horft er á Evrópusambandið frá þessu sjónarhorni er stækkun þess og minnkandi mið- stýring engin sérstök rök fyrir aðild Íslands að því. Evrópuríkin hafa sjaldnast verið pólitískur bakhjarl fyrir okkur Íslendinga. Þau voru það ekki við stofnun lýðveldisins enda höfðu þau um annað hugsa þá. Þau voru það ekki á tímum þorskastríðanna. Sum þeirra voru andstæðingar okkar þá. Þetta er þó ekki alveg einhlítt eins og nú verður vikið að. Ísland og Þýzkaland Auðvitað er það stað- reynd að samskipti okkar við Breta hafa alltaf verið mjög góð ef deilan um þorskinn er undan skilin. Sú deila er hins vegar veruleiki. Bretar gerðu fleira en að senda herskip á Íslandsmið, þrisvar sinnum, þ.e. eftir útfæsluna 1958, 1972 og 1975. Þeir settu löndunarbann á íslenzkan fisk fljótlega upp úr 1950 þegar við færðum út í fjórar mílur. Og hröktu okkur í viðskipti við Sovétríkin sem stóðu í meira en þrjá áratugi. Og tryggðu Sovétríkj- unum þar með mikil áhrif hér á landi. Engu að síður eru samskipti okkar við Breta í sögulegu samhengi góð. En ein þjóð umfram aðrar í Evrópu hefur hvað eftir annað sýnt, að hún ber í brjósti sérstakar tilfinningar til okkar Íslendinga. Það eru Þjóð- verjar. Þeir eru tengdir okkur menningarlegum böndum og tilfinningalegum. Mörg af mestu stórvirkjum þýzkrar menning- ar á síðari öldum vísa til fornmenningar okkar með afdráttarlausum hætti. Þjóðverjar hafa alltaf tekið íslenzkum rithöfundum vel. Nú er Arnaldur Indriðason mikið lesinn í Þýzkalandi. Það var Gunnar Gunnarsson líka á sínum tíma. Gunnari var núið því um nasir að hann væri hliðhollur nasistum. Nú á tímum mundu sam- skipti hans við Þjóðverja á þeim tíma flokkast undir sjálfsagða markaðsstarfsemi. Færa má rök að því að Norðmenn hafi að hluta til misskilið Knut Hamsun í þessum efnum. Aðaltekjur hans voru af sölu bóka í Þýzkalandi og þess vegna sinnti hann þýzka markaðnum vel. Þennan skilning á samskiptum Hamsuns við Þjóðverja á sínum tíma má m.a. lesa út úr nýrri og merki- legri ævisögu Hamsuns, eftir Ingar Sletten Kolloen. Þýzkaland er eitt af þremur til fjórum öfl- ugustu efnahagsveldum heims. Þýzkaland er sterkasta ríkið innan Evrópusambandsins. Raunar er styrkleiki Þýzkalands slíkur að Brzez- inski telur að ef tengslin á milli Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna rofnuðu að einhverju marki, mundi sá ótti grípa um sig innan ESB að Þýzka- land yrði á ný það ríki sem deildi og drottnaði í Evrópu. Þjóðverjar hafa að vísu átt við verulegan efna- hagsvanda að stríða í allmörg undanfarin ár. En fyrir skömmu birtist grein í Evrópuútgáfu Wall Street Journal eftir Gerhard Schröder, kanslara Þýzkalands, þar sem hann lýsir því yfir, að þeir erfiðleikar séu að baki og Þýzkaland sé að koma aftur fram á sjónarsviðið sem eitt mesta efna- hagsveldi heims. Við Íslendingar þurfum á því að halda að okk- ur sé tekið vel innan Evrópusambandsins þegar við berjum þar að dyrum með okkar litlu vanda- mál. Að einhverju leyti getum við búizt við stuðn- ingi þeirra Norðurlandaþjóða sem eiga aðild að ESB, en þær ráða ekki ferðinni. Við getum búizt við velvilja Breta, svo fremi sem óskir okkar snerta ekki hagsmuni þeirra. En ef um hags- munaárekstra er að ræða á milli okkar og þeirra sýnir reynslan að þeir snúast hart til varnar fyrir sína hagsmuni. Sú þjóð sem við getum bezt treyst til að standa vörð um hagsmuni okkar í Evrópu og standa við bakið á okkur ef við þurfum á slíkum stuðningi að halda eru Þjóðverjar. Annars vegar vegna til- finningalegra tengsla þeirra við okkur og okkar sögu og raunar einnig við land okkar, sem Þjóð- verjar hafa alltaf haft sérstaka tilfinningu fyrir, en líka vegna þess að efnahagslegur styrkleiki þeirra er slíkur að þeir hafa efni á að horfa fram hjá minni háttar hagsmunaárekstri sem upp gæti komið á milli okkar og þeirra. Við Íslendingar höfum ekki sinnt því verkefni nægilega vel á undanförnum áratugum að rækta tengsl okkar við Þýzkaland. Þó vann Ingimund- ur Sigfússon, sendiherra okkar í Bonn og síðar Berlín, fyrir nokkrum árum þrekvirki á því sviði þegar hann stofnaði til sterkra tengsla við nokkra af æðstu ráðamönnum Þjóðverja og þar á meðal við Schröder áður en hann varð kanslari. Því starfi þarf að halda áfram. Við eigum að líta á sendiráðið í Berlín sem annað veigamesta sendi- ráð okkar og manna það í samræmi við það. Við eigum ekki að bjóða Þjóðverjum upp á annað en að íslenzkir sendiráðsstarfsmenn í Berlín séu all- ir og alltaf þýzkumælandi. Og raunar er almennt ástæða til að efla þýzkukennslu hér á landi og efla menningartengslin við Þýzkaland. Hér hafa verið færð rök fyrir því að íslenzk utanríkispólitík eigi fram eftir nýrri öld að byggjast á nánu sambandi og samstarfi við Bandaríkin, öflugum tengslum við Þýzkaland og auknu starfi í samskiptum okkar við Norður- landaþjóðir. Við erum lítil og fámenn þjóð og verðum aldrei neitt annað í samskiptum þjóða á alþjóðavett- vangi. Markmið okkar hljóta að vera að tryggja góð samskipti okkar við allar þjóðir og greiða fyrir viðskiptahagsmunum okkar þar sem það á við. Hlutverk okkar sem ein af ríkustu þjóðum heims hlýtur líka að vera að leggja myndarlegan skerf af mörkum til þess að hjálpa fátækustu þjóðum heims til bjargálna. Það er mikilvægt að fram fari umræður um utanríkisstefnu okkar í stærra samhengi þannig að við missum ekki sjónar á hagsmunum okkar. Umræður um Íraksstríðið mega ekki verða til þess að við glötum yfirsýn yfir utanríkispólitíska hagsmuni okkar sjálfra. Morgunblaðið/Árni Torfason Hvert er megin- markmiðið með stækkun Evrópu- sambandsins austur á bóginn? Að tryggja frið á austurlandamærum hinnar gömlu Evr- ópu. Líkurnar á því að það takist eru miklar. Hvað kemur það okkur Íslend- ingum við? Ekkert fyrir utan hina al- mennu hagsmuni okkar og annarra af heimsfriði. Og jafn- framt að við þurfum að tryggja okkur greiðan aðgang að mörkuðum Evrópu- ríkjanna. Laugardagur 15. janúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.