Morgunblaðið - 16.01.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 35
UMRÆÐAN
Frá örófi alda hefur lof-söngurinn eða trúar-ljóðið verið mikilvægurþáttur í guðsþjón-ustuhaldi þjóða. Elstu
lofsöngvar kirkjunnar, sem er að
finna í Gamla testamentinu, eiga
sér djúpar rætur. Hér mætti t.d.
nefna sköpunarfrásöguna (1.
Mósebók, 1. kafli), lofsöng Ísr-
aelsmanna, eftir að þeir voru
sloppnir úr þrælahúsinu í Egypta-
landi (2. Mósebók, 15. kafli), Deb-
óruljóðin (Dómarabókin, 5. kafli),
og lofsöng Hönnu (1. Samúelsbók,
1. kafli). Og þá er ótalið það rit
sem hve flesta söngvana hefur að
geyma og mest áhrif átti eftir að
hafa á sálmagerð kristinna manna,
þ.e.a.s. Davíðssálmar. Þjóðsöngur
Íslendinga, Ó, Guð vors lands, eft-
ir sr. Matthías Jochumsson, er t.d.
ortur út frá 90. sálmi þar, eða und-
ir áhrifum frá honum.
Í Nýja testamentinu gætir
trúarljóðsins einnig víða (í formi
cantica). Þekktur er t.a.m. lof-
söngur Sakaría prests (Lúk-
asarguðspjall, 1. kafli), lofsöngur
Maríu (Lúkasarguðspjall, 1. kafli),
lofsöngur Símeons (Lúkasarguð-
spjall, 2. kafli), og óður Páls til
kærleikans (1. Korintubréf, 13.
kafli), að bara fátt eitt sé nefnt. En
hér má þó segja að birtist fyrsti
vísir að kristnum sálmakveðskap,
þ.e.a.s. hymnagerð.
Þótt ýmislegt sé mistri hulið um
næstu skref í frumkristninni er
talið víst að andleg ljóð af þessum
toga hafi brátt orðið til í röðum
kristinna manna og verið sungin í
helgihaldinu jafnhliða áðurnefnd-
um (og fleiri) söngvum Biblíunnar.
Elsti hymni sem menn þekkja í
dag er talinn vera frá 2. öld, ortur
á grísku út frá lofsöng englanna
við fæðingu Krists (Lúkasarguð-
spjall 2:14). Nafntoguðustu skáld
þessara fyrstu alda kirkjunnar eru
Alexandríu-Klemens (sem jafnan
hefur verið kallaður faðir kristins
sálmakveðskapar; fæddur um 170
e. Kr., dáinn eftir 216 e. Kr.), Efr-
aím Sýrlendingur (307-373 e. Kr.),
Aríus (um 280-336 e. Kr.), Hilaríus
(um 300-368 e. Kr.), Niketas (um
335-414 e. Kr.), Ambrósíus (um
340-397 e. Kr.) og Prúdentíus
(348-405 e. Kr.).
Þegar fram liðu stundir leit ann-
að form latneskra messusöngva,
sekvensíur, dagsins ljós og þreifst
í kirkjunni jafnhliða hymnum.
Þetta mun hafa verið á 9. öld. Í
fyrstu voru þessir textar í
óbundnu máli, en urðu síðar rím-
aðir. Blómatími þeirra var 12. og
13. öld en þeir áttu eftir að hafa
mikil og varandi áhrif enn lengur,
bæði á hymnagerð kaþólskra
manna og sálmakveðskap lúth-
erskra og annarra mótmælenda.
Til er mikill fjöldi andlegra
ljóða, svonefndra helgikvæða, úr
kaþólskum sið á Íslandi. Af þeim
eru fimm kunnari en önnur,
þ.e.a.s. Geisli, eftir Einar Skúlason
prest (ort um 1150), Harmsól, eftir
Gamla kanúka (ort á 12. eða 13.
öld), Líknarbraut, eftir óþekktan
höfund (talið ort undir lok 13. ald-
ar), Sólarljóð, einnig eftir ókunnan
höfund (ort á 13. öld), og Lilja, eft-
ir Eystein Ásgrímsson munk (talið
ort um 1350).
Um eiginlega hymna, frumorta
eða þýdda úr latínu, finnast hins
vegar engar leifar eða önnur vitn-
eskja.
Eitt aðaleinkenni á guð-
fræðistefnu Lúthers og félaga var
áherslan á að fá söfnuðinn til
virkrar þátttöku í messunni. En til
að slíkt mætti takast þurfti fólk
auðvitað að geta skilið hvað í raun
var að gerast þar, sem aftur kall-
aði á talað og sungið orð á móð-
urmálinu. Andleg ljóð höfðu um
nokkurn tíma verið sungin á þjóð-
málum við guðsþjónustur á
ákveðnum hátíðum, einkum í
Þýskalandi, svo að ekki þurfti að
renna alveg blint í sjóinn með
þann hluta, en sjálft kveðskap-
arformið var þó nýjung.
Þessi gerð sálmakveðskapar
barst svo upp til Norðurlandanna
þegar menn gengu á hönd evang-
elísk-lútherskum sið.
Íslenskar sálmabækur (þ.e.a.s.
frumútgáfurnar) eru komnar vel á
annan tuginn. Hinir fyrstu sálmar,
í nútímaskilningi þess orðs, kom-
ust á prent í Kaupmannahöfn árið
1555. Eru það svokallaðir
Marteinssálmar, 35 talsins og allir
þýddir, ýmist úr þýsku eða
dönsku. Næst kom Gíslakver,
1558; eiginlegir sálmar voru þar
17, og að auki fjórir annars eðlis
(kyrie, sekvensía, antífóna), allir
þýddir beint úr dönsku, en flestir
samt þýskir að uppruna, eftir
Lúther og aðra siðbreytingar-
menn. Síðan eru nefndir til þess-
arar sögu Ólafur Hjaltason, Guð-
brandur Þorláksson og margir
fleiri. Of langt mál yrði að rekja
það allt hér.
Hitt er víst, að sálmar og andleg
ljóð eru ein fyrirferðamesta grein
íslenskrar ljóðagerðar. Aðeins lítið
brot af því sem ort var á lærdóms-
öld (1550-1770) komst á prent,
ógrynni liggur eftir í handritum.
Skáldskapargildið er misjafnt – í
hinu elsta oftast harla lítið en
eykst eftir því sem líður á; rís hæst
með Passíusálmum sr. Hallgríms
Péturssonar í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd. Margt var líka stór-
vel gert á 19. og 20. öld. Og verður
eflaust líka á þeirri 21.
En tilefni þessa pistils er, að nú
eru eldri sálmarnir margir hverjir
gengnir í endurnýjun lífdaga með
þjóðinni í búningi Ellenar Krist-
jánsdóttur, sem kveðst hafa lært
að syngja þegar móðir hennar var
að kenna henni þá sem barn. At-
hygli vekur, að þessi mikla sala á
geisladiski hennar – alls 12.000
eintök – er engan veginn í takt við
sjónarmið þeirra, sem telja Ís-
lendinga lítt hneigða til krist-
indóms og vilja gera sem allra
minnst úr starfi kirkjunnar, og
þ.m.t. sálmahefðinni. Þvert á móti
kemur í þessu fram enn ein stað-
festingin á gildi kristinnar trúar
fyrir þorra almennings í landinu.
Og vísbending um styrkleika hins
gamla, andlega fjársjóðs okkar og
arfs.
Sálmar
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Þau ánægjulegu tíðindi bár-
ust á dögunum, sumum þó
vafalaust að óvörum, að
langtum söluhæsti hljóm-
diskur á Íslandi á árinu
2004 hefði verið „Sálmar“
Ellenar Kristjánsdóttur.
Sigurður Ægisson lítur af
því tilefni á sögu þessa æva-
gamla ljóð- og tónlistar-
forms.
Héraðsvötnin fram eftir firðinum líða
fögur og ljómandi héraðið prýða.
Hólminn þar inn frá og Hegranes mynda
uns við hyldýpi sævarins faðmlög þau
binda.
Þannig orti Guðlaugur J. Lárus-
son frá Miðhúsum í Óslandshlíð
um 1927. Þessi mynd
sem 15 ára unglingur
dregur upp af Hér-
aðsvötnunum sýnir
hvaða sess þau skipa í
hugum Skagfirðinga.
Í gegnum tíðina hafa
þau verið lífæð Fjarð-
arins og Héraðsins,
mótað landslagið og
ekki síður mannlífið
með kröftum sínum.
Þau voru oft erfið yf-
irferðar, tóku mörg líf
og ullu töluverðum
skaða á túnum og
húsum á Völlunum og
Eylendinu í flóðum en þau hafa
ekki síður gefið en tekið. Silungs-
veiði er ennþá stunduð í Vötnunum
og lengi vel voru selir veiddir við
Vesturósinn. Á veturna lagði Vötn-
in og þá varð þægilegt að sækja
aðföng yfir um á sleðum og fara í
heimsóknir á næstu bæi. Eins var
mikil skemmtun af skautaferðum.
Annars notuðust Skagfirðingar við
vöð, dráttarkláfa og ferjur til þess
að komast leiðar sinnar yfir Vötn-
in.
Stærsta gjöfin er vafalaust
áhrifin sem þau hafa haft á Skag-
firðinga. Margar sagnir eru til af
Vötnunum, bæði sorglegar og
gamansamar, og þeirra sér víða
stað í sögum og skáldskap, ekki
síst ljóðum. Þar koma þau oft fyrir
sem eitt sterkasta kennileiti
Skagafjarðar og héraðsprýði, sem
ávallt muni renna um Fjörðinn
hvað sem á dynji. Þau hafa alið af
sér sérstæðar persónur og líklega
er Jón Ósmann ferjumaður þeirra
þekktust. Hann hefur í seinni tíð
orðið að tákngervingi Vatnanna;
sem stærri og sterkari en aðrir, fá-
máll og fáskiptinn ef honum sýnd-
ist svo en orðheppinn og skáld-
mæltur ef svo bar undir, raun-
góður og höfðingi
heim að sækja. Auk
þess að skilja á milli
austur- og vesturhluta
Skagafjarðar, mynda
Vötnin mállýskuskil á
milli þeirra og ýmsar
skemmtilegar mál-
venjur tengjast Vötn-
unum, eins og „fyrir
handan eða „handan
Vatna“ og að fara „yf-
ir um“ þegar farið er
yfir Vötnin. Kannski á
þessi farartálmi sinn
þátt í því hvað Skag-
firðingar hafa gaman
af því að hittast og fara á manna-
mót.
Ég hef lengi heillast af kynngi
Héraðsvatna og áhrifa þeirra á
daglegt líf og menningu í Skaga-
firði í gegnum aldirnar. Síðasta
sumar var ég svo lánsöm að hljóta
styrk frá Nýsköpunarsjóði náms-
manna og Sveitarfélaginu Skaga-
firði til þess að útbúa námsefni í
íslensku fyrir framhaldsskóla um
áhrif samgangna um Héraðsvötn á
mannlíf í Skagafirði. Þeirri vinnu
er lokið en ég komst fljótlega að
því að efniviðurinn væri ríkulegur
og yrði engan veginn gerð full skil
í því eina verkefni heldur byði
hann upp á fjölþætta möguleika á
námsefni í fleiri greinum, eins og
sögu, þjóðháttafræði, félagsfræði,
náttúrufræði og myndmennt. Afar
þýðingarmikið er að fræða nem-
endur um nánasta umhverfi sitt og
auka virðingu þeirra fyrir eigin
sögu og efla þannig tengslin við
heimahagana. Slík tengsl laða fólk
til búsetu í sinni heimabyggð og
styrkja sjálfsmynd þess.
Skagfirðingar hafa löngum deilt
örlögum með Vötnunum í gleði og
sorg, borið virðingu fyrir þeim og
þótt vænt um þau. Þeir ættu því
að nýta Vötnin áfram í sátt og
samlyndi við þau sjálf og virkja
eigin krafta til þess að heiðra þau.
Mikilvægt er að standa vörð um
þessa lífæð héraðsins en binda
ekki töfra hennar í fjötra. Til
dæmis væri verðugt verkefni að
gera Héraðsvötnunum góð skil á
sýningu tileinkaðri þeim og Skag-
firðingum. Efniviðurinn er til stað-
ar, okkar er að finna leiðir til þess
að nýta hann.
Vel er við hæfi að ljúka þessum
pistli með lokaerindi kvæðabálks-
ins „Minni Skagafjarðar“ eftir
skáldið og fræðimanninn Stefán
Vagnsson frá Hjaltastöðum sem
lofsyngur seiðmagn Vatnanna.
Griðin við þau megi enginn rjúfa:
Meðan „Vötnin ólgandi’ að ósum sínum
renna,
iðgrænn breiðist gróður um sléttur, hæð og
laut,
geislar árdagssólar á bröttum tindum
brenna,
blessun Drottins ríkulega falli þér í skaut
Lífæð Skagafjarðar
Ingibjörg Jónsdóttir Kolka
fjallar um Skagafjörð ’Skagfirðingar hafalöngum deilt örlögum
með Vötnunum í gleði
og sorg.‘
Ingibjörg
Jónsdóttir
Höfundur er framhaldsskólakennari
og alin upp á Hólum í Hjaltadal.
Í FEBRÚAR sl. voru sam-
þykktar í félagsmálaráði og
borgarráði nýjar reglur um fé-
lagslegar leigubíbúðir
og sérstakar
húsaleigubætur í
Reykjavík.
Með gildistöku
reglnanna var tekin
upp sú nýjung að
veita sérstakar húsa-
leigubætur til ein-
staklinga/fjölskyldna í
ákveðnum aðstæðum.
Sérstakar húsa-
leigubætur eru fjár-
stuðningur til greiðslu
húsaleigu á almennum
markaði umfram al-
mennar húsa-
leigubætur og hugsaðar til að
koma til móts við þarfir þeirra
sem eru í húsnæðisvanda og hafa
ekki bolmagn til að leigja á al-
mennum markaði.
Til þess að geta sótt um sér-
stakar húsaleigubætur þarf að
uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1) að eiga lögheimili í Reykjavík
þegar sótt er um og amk. síðustu 3
árin samfleytt áður en sótt er um,
2)vera orðin 18 ára, 3) eiga ekki
möguleika á að kaupa sér eigið
húsnæði og 4) vera með árstekjur
og eignir undir ákveðnu marki.
Tekjuviðmið nú fyrir einstakling
er kr. 1.796.412 og kr. 2.525.613
fyrir hjón/sambýlisfólk, en eigna-
viðmið er nú að hámarki kr.
2.390.000.-
Hægt er að sækja um und-
anþágur frá skilyrðum um búsetu
og eigna- og tekjumörk. Við mat á
umsókn er að auki litið sérstaklega
til félagslegra aðstæðna þ.mt. að-
stæðna vegna barna og húsnæð-
isaðstæðna og staðan metin skv.
sérstöku matsviðmiði.
Sérstakar húsaleigubætur eru
reiknaðar sem ákveðið hlutfall af
almennum húsa-
leigubótum, þannig að
fyrir hverjar kr. 1.000
fær leigjandi kr. 1.300
í sérstakar húsa-
leigubætur. Þó geta
húsaleigubætur og
sérstakar húsa-
leigubætur aldrei
numið hærri fjárhæð
en samtals kr. 50.000.-
og aldrei farið yfir
75% af leigufjárhæð.
Umsóknir um sér-
stakar húsaleigubætur
eru afgreiddar á borg-
arhlutaskrifstofum
Félagsþjónustunnar, á Skúlagötu
21 fyrir þá sem eiga heima í Mið-
borg/Hlíðum, Suðurlandsbraut 32
fyrir þá sem eiga heima í Laug-
ardal/Háaleiti, í Álfabakka 12 fyrir
þá sem eiga lögheimili í Breiðholti/
Árbæ, í Miðgarði, Langarima 21
fyrir þá sem eiga lögheimili í Graf-
arvogi og í Vesturgarði, Hjarð-
arhaga 45-47 fyrir þá sem eiga
lögheimili í vesturbæ.
Með því að bjóða uppá sérstakar
húsaleigubætur er verið að bjóða
valkost fyrir þá Reykvíkinga sem
búa við félagslega erfiðleika og
hafa hvorki fjárhagslegt bolmagn
til kaupa á eigin húsnæði né til að
leigja á almennum markaði. Auk
þess vildu borgaryfirvöld leita
leiða til að efla almenna leigu-
markaðinn til þess að auka fram-
boð á öruggu og góðu leigu-
húsnæði fyrir borgarbúa.
Í nóvemberlok 2004 höfðu sam-
tals 312 einstaklingar/fjölskyldur
þegið sérstakar húsaleigubætur,
en greiðsla þeirra hófst í mars
2004. Í nóvember sl. voru alls 290
einstaklingar/fjölskyldur með sér-
stakar húsaleigubætur.
Alls hafa 183 einstaklingar/
fjölskyldur eða 19% þeirra sem
voru á biðlista eftir félagslegu
leiguhúsnæði 1. mars sl. fengið
sérstakar húsaleigubætur, þetta
eru jafnframt 63% þeirra sem fá
greiddar sérstakar húsaleigubæt-
ur.
Einstæðir foreldrar eru stærsti
einstaki hópurinn sem fékk
greiddar sérstakar húsaleigubætur
í nóvember sl. eða 51,7% hópsins,
einhleypir karlmenn voru 23,4% og
öryrkjar voru 30,7%.
Færri eru á biðlista eftir fé-
lagslegu leiguhúsnæði Fé-
lagsbústaða en áður. 845 ein-
staklingar/fjölskyldur voru á
biðlista í nóvember 2004 sam-
anborið við 1022 einstaklinga/
fjölskyldur á sama tíma árið 2003.
Hinn 1. mars sl. voru 982 ein-
staklingar/fjölskyldur á biðlista
eftir félagslegu leiguhúsnæði.
Ekki leikur vafi á því að með til-
komu sérstakra húsaleigubóta hef-
ur vænkast hagur þeirra ein-
staklinga og fjölskyldna sem við
hvað erfiðastar aðstæður búa.
Kominn er raunhæfur valkostur
fyrir einstaklinga í ákveðnum að-
stæðum sem að öðru jöfnu hefðu
sótt um félagslega leiguíbúð og
hefðu sennilega þurft að bíða í
töluverðan tíma eftir þeirri úr-
lausn.
Sérstakar
húsaleigubætur
Ellý A. Þorsteinsdóttir
fjallar um sérstakar húsa-
leigubætur í Reykjavík
’Kominn er raunhæfurvalkostur fyrir ein-
staklinga í ákveðnum
aðstæðum …‘
Ellý A.
Þorsteinsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
ráðgjafasviðs Félagsþjónustunnar
í Reykjavík.
HUGVEKJA