Morgunblaðið - 16.01.2005, Síða 43

Morgunblaðið - 16.01.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 43 DAGBÓK Námskeið á vorönn hefjast 24. og 26. janúar BRIDSSKÓLINN ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Á námskeiðinu er Standardsagnkerfið skoðað í smáatriðum, úrspilstæknin slípuð og vörnin tekin rækilega í gegn. Vönduð og ítarleg kennslugögn fylgja. Örugg og skemmtileg leið til framfara. Byrjendanámskeið: Hefst 26. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að komast af stað. Á byrjendanámskeið Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að koma með spilafélaga. Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. Framhaldsnámskeið: Hefst 24. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23 • Markaðsstjóri/meðeigandi óskast að rótgrónu þjónustufyrirtæki sem hefur mikla sérstöðu. Tilvalið tækifæri fyrir duglegan einstakling sem vildi smám saman eignast gott fyrirtæki. • Sérverslun með fatnað. • Meðeigandi óskast að góðu jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi sem er með mikil verkefni. Viðkomandi þarf að vera traustur og heiðarlegur, gjarnan tæknimenntaður og fær um að annast fjármálastjórn. • Fiskbúð í rótgrónu hverfi. • Kaffihús, veislusalur og aðstaða fyrir veisluþjónustu við Engjateig. • Þekkt sérverslun með 300 mkr ársveltu. • Vel staðsett hótel í austuhluta Reykjavíkur. • Traust iðnfyrirtæki með 200 mkr. ársveltu. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Velta 360 mkr. • Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 mkr. ársvelta. • Húsgagnaverslun í góðum rekstri. • Iðnfyrirtæki í plastframleiðslu. Gæti hentað til flutnings út á land. • Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan • Íþróttavöruverslun með þekkt merki og sérvörur. Góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð. • Ferðaþjónustufyrirtæki miðsvæðis á Norðurlandi. Veitingar og gisting. • Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verkefni og góð afkoma. • Lítil húsgagnaverslun. Auðveld kaup. • Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu. • Þekkt undirfataverslun í stórri verslunarmiðstöð. • Sérverslun með tæknivörur. 200 mkr. ársvelta. • Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 mkr. • Heilverslun með byggingavörur. Ársvelta 190 mkr. • Þekkt barnafataverslun í Kringlunni. • Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. • Söluturninn Miðvangi. Gott tækifæri fyrir einstakling sem vill hefja eigin atvinnurekstur. • Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. • Rótgróinn veitingastaður, söluturn og ísbúð. Ársvelta 36 mkr. Góður rekstur. • Heildverslun með þekktan fatnað. • ekkt þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. • Skemmtileg gjafavöruverslun í Kringlunni. Reykjavíkurmótið. Norður ♠ÁKG8 ♥DG V/Allir ♦ÁKG73 ♣D4 Vestur Austur ♠D32 ♠654 ♥K10765 ♥Á9 ♦D106 ♦854 ♣G8 ♣ÁK1096 Suður ♠1097 ♥8432 ♦92 ♣7532 Reykjavíkurmótið í sveitakeppni stendur nú sem hæst, en það er jafnan spilað í snarpri törn í janúar. Átján sveitir taka þátt í mótinu að þessu sinni og er spilað í húsakynnum BSÍ við Síðumúla 37. Þrjár umferðir verða spil- aðar í dag, sunnudag, en mótinu lýkur næstkomandi laugardag. Spilið að ofan kom upp í þriðju um- ferð á fimmtudaginn. Hönd suðurs verður best líkt við eyðimörk, ekki stingandi strá og skiptingin jöfn í þokkabót. En brids er skrítið spil – stundum kemur það í hlut lítilmagnans að leika lykilhlutverk. Svona gengu sagnir á einu borðinu: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull 2 lauf Pass 2 hjörtu Dobl Pass 2 spaðar Pass Pass Pass Norður vekur á Standard-tígli og enduropnar svo með dobli þegar mót- herjarnir hafa sagt lauf og hjarta – bestu liti suðurs! Doblið er til úttektar og suður sér þann kost vænstan að melda spaðann, þar sem makker á væntanlega fjórlit. Hann býst við því versta – að makker stökkvi í fjóra spaða – eða því besta, að AV yfirtaki samninginn. En hvorugt gerist og það kemur í hlut suðurs að stýra úrspilinu. Útspil vesturs var laufgosi. Austur tók þar tvo slagi og skipti yfir í hjarta- ás og hjarta á kónginn. Enn kom hjarta, sem sagnhafi trompaði með gosa. Spilaði svo ÁK í tígli og stakk tíg- ul. Nú var spilið upptalið og óhætt að svína spaðaáttu og taka ÁK í spaða og fríslagina á tígul. Yfirslagur. „Ég átti kannski að lyfta í þrjá spaða,“ sagði norður, sem hafði lítið fylgst með spilamennskunni. „Það hefði engu breytt,“ svaraði suð- ur. „Ég hefði ekki hækkað í geim.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. b3 c6 16. Bg5 h6 17. Be3 Dc7 18. Dd2 Kh7 19. Rh2 a5 20. Rg4 Rxg4 21. hxg4 Had8 22. a4 Rf6 23. De2 Bc8 24. g5 Rg4 25. Bd2 exd4 26. cxd4 Bg7 27. Bc3 b4 28. gxh6 Bh8 29. Bb2 c5 30. f3 d5 31. e5 cxd4 32. fxg4 Bxe5 33. Dd3 Bxg3 34. Dxd4 Hg8 35. Hf1 Be6 36. Bd3 De7 37. Hf6 Bh4 38. Hf3 Hc8 39. Kh1 Dc5 40. De5 Dc7 41. Dd4 Dc5 42. De5 Dc7 43. De3 De7 44. Haf1 Hc7 45. Df4 Bg5 46. De5 Bd2 47. Bd4 Bc3 48. Hf6 Bxd4 49. Dxd4 Hc3 50. H1f3 Dc7 51. g3 Hc1+ 52. Kh2 He1 53. g5 De5 Staðan kom upp á móti í Hastings á Englandi sem lauk fyrir skömmu. Vladimir Belov (2582) hafði hvítt gegn Raset Ziatdinov (2441). 54. Hxf7+! Bxf7 55. Hxf7+ Kh8 56. Da7! He2+ 57. Kh3 De6+ 58. Bf5 Dxf5+ 59. Hxf5 gxf5 60. Df7 og svartur gafst upp enda stutt í endalokin eftir 60... Hxg5 61. Df6+. Belov þessi vann mótið eftir að hafa lagt pólska stórmeistarann Bart- osz Socko að velli í úrslitaeinvígi. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Viðskiptahættir með ólíkindum VIÐSKIPTAHÆTTIR tölvu- og símafyrirtækja eru með ólíkindum. Það getur tekið marga mánuði að fá tölvu eða GSM-síma úr viðgerð ef ábyrgð er á tækinu. Sonur minn setti tölvu í viðgerð og eftir þrjá mánuði kom í ljós að tölvan var ekki lengur til hjá verkstæðinu, hún hafði verið afgreidd til einhvers annars. Eftir mikið þras og orðaskak í margar vik- ur fékk hann nýja tölvu. Í tölvunni var töluvert af gögnum sem mikinn tíma tók að vinna upp aftur, svo skaðinn var aldrei að fullu bættur eins og fyrirtækið hefði krafist ef hann hefði skuldað því. Dótturdóttir mín setti GSM-síma í viðgerð, hann kom aftur eftir rúma þrjá mánuði. Að vísu var henni fús- lega lánaður sími á meðan. Fyrir ein- um og hálfum mánuði setti hún rúm- lega mánaðar gamla tölvu í viðgerð og þeir hjá Tæknivali eru alltaf að panta kubb sem þeir segja að vanti í tölvuna. Hún hefur margítrekað bent á að henni sé nauðsynlegt að fá tölvuna vegna þeirra gagna sem í henni eru og tilheyra náminu í menntaskólanum sem hún er í, en það hefur engan árangur borið. Það er viðskiptaráðherra til vansa að láta fyrirtæki komast upp með svona framkomu gagnvart við- skiptavinum og leyfa þeim að valda ómældum óþægindum og kostnaði án ábyrgðar. Viðskiptaráðherra ætti að hlutast til um að settar yrðu regl- ur sem tryggðu viðskiptavinum við- unandi þjónustu, því svona þjónusta er skaðleg. Guðvarður Jónsson, Hamrabergi 5, Rvík. Hugljúft sjónvarpsefni ÉG vil koma á framfæri þakklæti og velþóknun á áramótaávarpi útvarps- stjóra undanfarinna ára á gamlárs- kvöld ásamt tónlistaratriðum. Finnst mér þetta afskaplega hug- ljúft og skemmtilegt sjónvarpsefni. Ég hef heyrt að fólki finnist þetta dýrir þættir en mér finnst peningum vel varið í þetta. Þakklátur hlustandi. Gleraugu týndust GLERAUGU, án umgjarða, týndust ca. 5. september, líklega í garði við Grettisgötu eða í nágrenni. Skilvís finnandi hafi samband í síma 868 7978. Gleraugu í óskilum KVENGLERAUGU, Donna Karan, fundust á jóladag í Heiðmörk. Upp- lýsingar í síma 557 3587. Rauður fressköttur í óskilum UNGUR rauður fressköttur með græna ól fannst í Súðarvogi sl. mið- vikudag. Upplýsingar í síma 899 6626. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Þorrablót verður laug- ardaginn 22. janúar, allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 | Þorrablót verður föstudaginn 28. jan. kl. 17. Strætókór- inn syngur, Örn Árnason leikari og Jónas Þórir skemmta, Þorvaldur Hall- dórsson sér um ballið, happdrætti og fjöldasöngur. Skráning í síma 535 2760 og greiðsla á skrifstofu fyrir miðvikudaginn 26. jan. Allir velkomnir. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð í dag kl. 14. Kaffiveit- ingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fé- lagsfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágr. verður haldinn í Ás- garði í Glæsibæ þriðjudaginn 18. jan- úar kl. 16. Dagskrá: 1. Sala á húseign félagsins. 2. Breytingar á þjón- ustugjöldum á undanförnum árum. 3. Önnur mál. Félagsmenn, takið með ykkur félagsskírteinið. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridgekennsla verður í Gullsmára í febrúar og mars. Nokkur pláss laus. Kent verður á þriðjudögum og föstu- dögum, alls 8 skipti. Skráning í Gull- smára og í síma 564 5260. Félagsstarf Gerðubergs | Fimmtudag- inn 20. janúar heimsækir Gerðubergs- kórinn öldrunarstarf Laugarneskirkju, umsjón sr. Bjarni Karlsson. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Listasmiðja og Betri stofa opin virka daga. Morgunkaffi og dag- blöðin í býtið. Hádegismatur og síð- degiskaffi. Gönuhlaup á föstudögum. Út í bláinn á laugardögum. Silja Að- alsteinsdóttir gestur bókmenntahóps miðvikud. 19. jan. kl. 20. Híbýli vind- anna 22. jan. Uppselt. S. 568 3132. Vesturgata 7 | Fimmtudaginn 20. jan- úar kl. 10.30 fyrirbænastund í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dómkirkju- prests (koma má með skriflegar fyr- irbænir). Allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Fundur í Æskulýðs- félaginu kl. 20. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 námskeið hefst mán. 17. jan. kl. 19.00. Skráning og nánari upplýsingar í síma 535 4700. Alfa 1 – nýtt námskeið hefst þriðjudaginn 18. jan. Skráning og upplýsingar í síma 535 4700. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Morgunblaðið/Ómar „MÁ draga Wagner til ábyrgðar fyrir fjöldamenninguna?“ Þetta er stór spurning, sem Jón Thoroddsen veltir fyrir sér í erindi í Norræna húsinu í dag kl. 14 á fyrstu sam- komu Wagner-félagsins á árinu. Richard Wagner reyndi á sínum ferli að sameina mörg listform og sá fyrir sér samsuðu tónlistar, leik- listar og myndlistar auk skáld- skapar. Hann var á margan hátt brautryðjandi í listaheiminum. Í fyrirlestri sínum fer Jón laus- lega yfir kenningar þýska þjóð- félagsgagnrýnandans Theodor Wiesengrund Adorno og skoðanir hans á list Richards Wagner. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum heimill. Wagner rýndur í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.