Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
TROMMARINN Spencer Dryden er látinn. Dryden var
trommuleikarinn Jefferson Airplane þegar sú fræga
sýrurokksveit var upp á sitt besta síðla á 7. áratug síðustu
aldar. Hann var 66 ára og banamein hans var krabbamein.
Dryden gekk í sveitina 1966 og var liðsmaður hennar þeg-
ar kom lögunum „Somebody To Love“ og „White Rabbit“
í efstu sæti vinsældarlista. Hann yfirgaf sveitina eftir að
hafa leikið með henni á Woodstock-hátíðinni 1970. Faðir
Drydens var hálfbróðir Charlie Chaplin. Hann greindist
með krabbamein í fyrra, um svipað leyti og heimili hans
brann til kaldra kola. Efnt var til góðgerðartónleika fyrir
hann þar sem fram komu vinir og kunningjar úr rokk-
bransanum.
Dryden þótti búa yfir miklum krafti og afar sérstöku
flæði sem trommari. Hann lék einnig með einu af af-
sprengjum Grateful Dead sem hét New Riders of the
Purple Sage. Dryden tók ekki þátt í endurkomu Jefferson
Airplane árið 1989 en var viðstaddur er sveitin var tekin í
Frægðarhöll rokksins árið 1996.
Trommari Jefferson
Airplane látinn
Kápumynd Surrealistic Pillows frá 1967. Spencer Dryden er lengst til hægri á myndinni.
ÞAÐ finnst varst skýrari vísbending
um að hér sé á ferð verulega vafa-
söm bíómynd en sú að hún skuli ekki
hafa ratað í bíó. Bíddu við, gam-
anmynd með Ben Stiller og Jack
Black ekki í bíó? Þá þarf eitthvað
mikið að vera að. Og það er líka mik-
ið að, alveg heil-
mikið. Það fyrsta
er að þrátt fyrir
að eiga að vera
gamanmynd,
uppfull af meint-
um bröndurum
og farsakenndum
uppákomum þar
sem þeir Stiller
og sérstaklega Black láta öllum ill-
um látum, þá er myndin bara ekki
vita fyndin, ekki einu sinni brosleg.
Og hún er ekki heldur nógu vond til
að verða góð. Bara vond. Hvernig í
ósköpunum þeir létu til leiðast, hinir
annars fyndnu Stiller og Black, á
maður ansi bágt með að skilja, en
skýringin er þó örugglega fyrir
hendi – leikstjórinn Levinson. Þar
fer vanur maður og virtur sem á að
baki margar frægar verðlauna-
myndir (Diner, Rain Man) en svo
virðist sem Stiller og Black hafi ein-
faldlega treyst of mikið á hann og
hafi bara ekki viljað trúa því, fyrr en
orðið var um seinan, að slíkur
reynslubolti gæti átt svo slæman
dag.
Hið undarlegasta er að hug-
myndin er ekkert svo slæm; tveir
æskufélagar, annar skynsamur og
jarðbundinn, hinn kolgeggjaður
sveimhugi. Sá geggjaði verður óvart
ríkur og það fyllir þann skynsama af
öfund. En úrvinnslan er ömurleg.
Stiller og Black látnir leika ná-
kvæmlega sömu rullur og þeir hafa
gert trilljón sinnum áður og alltaf
betur.
Eftir stendur hinn aldni lærdóm-
ur að öfund er af hinu illa.
Öfund er af
hinu illa
KVIKMYNDIR
Myndbönd
Bandaríkin 2004. Leikstjórn Barry Levin-
son. Aðalhlutverk Ben Stiller, Jack
Black, Rachel Weisz, Christopher Walk-
en. Öllum leyfð. Skífan VHS.
Öfund (Envy)
Skarphéðinn Guðmundsson
HARÐJAXLINN Clint Eastwood
sagði á verðlaunahátíð í New York
fyrir skemmstu að hann myndi
drepa kvik-
myndagerð-
armanninn
Michael Moore
ef sá síðarnefndi
myndi einhvern
tíma koma
óboðinn í heim-
sókn til sín
vopnaður
myndatökuvél.
Moore var
meðal áheyrenda í salnum og
herma fregnir að hann hafi hlegið
að orðum Clints.
„Við Michael Moore eigum
reyndar margt sameiginlegt – við
erum báðir ákaflega ánægðir með
að búa í landi þar sem tjáning-
arfrelsi er virt,“ sagði Clint.
„En Michael, ef þú kemur ein-
hvern tíma óboðinn í heimsókn til
mín með myndatökuvél þá mun ég
drepa þig. Og mér er alvara.“
Þetta er haft eftir dagblaðinu
New York Daily News. Vísar
Eastwood þar að öllum líkindum til
atriðis í heimildarmynd Moores,
Bowling For Columbine, þar sem
Moore mætir í heimsókn til gömlu
kvikmyndastjörnunnar og fyrrum
formanns Landssamtaka riffla-
skyttna, Charlton Hestons, og
spurði hann ágengra spurninga er
tengdust fjöldamorðum sem framin
höfðu verið af tveimur ungmennum
í skóla þeirra í smábænum Col-
umbine.
Eastwood
hótaði að
myrða Moore
Clint gamli er ekk-
ert lamb að leika við.