Morgunblaðið - 16.01.2005, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Í öllum þeim grúa af góðumplötum sem rak á fjörur mínará síðasta ári heyrðist oft hæstí þeim sem lægst létu; einna
eftirminnilegastar eru plötur þar
sem raulað var en ekki öskrað,
hvíslað en ekki sungið, leikið á óraf-
mögnuð hljóðfæri en ekki grenjandi
rafgítara. Mikið af slíkri tónlist
kom út á árinu, þjóðlagaraul, ný-
rómantísk sveitatónlist og spuna-
blús. Með bestu plötum voru þær
einföldustu, ef svo má segja; þó
tónlistin hafi verið snúin og text-
arnir torræðir var hljóðfæraskipan
einföld, kannski bara kassagítar í
aðalhlutverki eins og á plötunum
tveim sem Devendra Banhart sendi
frá sér á árinu, eða harpa eins og á
plötunni hennar Joanna Newsom,
The Milk Eyed Mender, sem kom
út fyrir tæpu ári.
Joanna Newsom er úr tónlistar-
fjölskyldu. Móðir hennar ætlaði sér
að verða konsertpíanisti og stund-
aði tónlistarnám í samræmi við það
en sneri sér síðan að læknisfræði
þó hún spili enn og ekki bara á
píanó því hún spilar líka á konga-
trommur og dulcimer. Faðir Joanna
Newsom lætur sér nægja að spila á
gítar, systir hennar leikur á hné-
fiðlu og bróðir hennar lemur
trommur. Það kemur því varla á
óvart að Newsom byrjaði ung í tón-
listarnámi og þar sem hún fékk að
velja valdi hún að spila á hörpu.
Eini hörpukennarinn sem til var í
borginni vildi fullvissa sig um að
stúlkan hefði raunverulegan áhuga
á tónlist því hörpur eru dýrar, og
því þurfti hún að byrja á píanó-
námi. Þegar hún var tíu ára gömul
byrjaði svo hörpunámið fyrir al-
vöru.
Newsom segist hafa verið svo
heppin að ekki var henni bara
kennt að spila á hefðbundinn hátt
heldur lagði kennari hennar, eldri
kona, mikla áherslu á lagasmíðar
og spuna, kenndi henni að spila stef
með vinstri hendi og spinna við það
jafnharðan með þeirri hægri.
Næstu árin fór Newsom reglu-
lega með móður sinni í sumarbúðir
þar sem áhersla var lögð á þjóð-
lagatónlist og þar segist hún hafa
lært ýmislegt gagnlegt, meðal ann-
ars kynntist hún kora, hörpu frá
Vestur-Afríku, sem braut upp fyrir
henni hefðbundna taktskipan í tón-
list, enda segist hún hafa fengið al-
gera kora-dellu um tíma og gert
miklar takttilraunir.
Newsom valdi sér þann miðskóla
sem henni þótti líklegastur til að
efla þekkingu hennar á tónsmíðum
og þó þar hafi gömul og ný fram-
úrstefna verið í hávegum segir hún
að þar hafi hún loks komist í tæri
við marga fremstu listamenn
Bandaríkjanna í þjóðlegri tónlist;
nefnir sérstaklega söngkonuna Tex-
as Gladden sem fræg varð fyrir frá-
bæran söng þó söngröddin þætti
ekki falleg.
Fyrsta hljómsveitin
Í skólanum kynntist Newsom
ýmsum tónlistarmönnum, sem von-
legt er, og þar á meðal var Noah
Georgeson, lærisveinn Terry Riley.
Þegar Georgeson stofnaði hljóm-
sveit slóst Newsom í hópinn sem
hljómborðsleikari. Hljómsveitin
kallaðist fyrst The Please, síðar
The Pleased, og hélt sína fyrstu
tónleika í ársbyrjun 2002. Það sum-
ar hélt The Pleased til Englands og
var gríðarvel tekið þar. Í kjölfarið
sendi hljómsveitin frá sér tvær
smáskífur haustið 2002.
Meðfram spilamennsku með The
Pleased, og reyndar lengur, samdi
Joanna Newsom eigin tónlist.
Framan af segir hún að það hafi
verið epískar langlokur, en smám
saman urðu þær að hnitmiðuðum
lögum og svo komu sönglínur eftir
að Newsom áttaði sig á að þó rödd
hennar væri ekki falleg eða þjálfuð
þá þurfti ekki endilega að vera lærð
til að geta sungið – það segist hún
hafa lært af að hlusta á gamlar
þjóðlagaupptökur – allt snúist um
að syngja með hjartanu.
Fyrstu plöturnar
Haustið 2002 sendi Newsom frá
sér fyrstu stuttskífuna, heimagerða,
sem hún kallaði Walnut Whales. Sú
plata rataði meðal annars til Will
Oldhams sem vildi ólmur fá New-
som til að hita upp fyrir sig eftir að
hafa heyrt plötuna. Newsom segist
ekki hafa ætlað sér að spila á tón-
leikum að svo stöddu en þótti boðið
svo gott að ekki væri hægt að neita
því. Hún fékk því að hita upp fyrir
Devendra Banhart vin sinn á
nokkrum smærri tónleikum áður en
kom að tónleikaferð með Oldham.
Næsta stuttskífa, Yarn and Glue,
kom svo út 2003, enn heimagerð.
Oldham kom Newsom síðan í sam-
band við Drag City-útgáfuna og í
kjölfarið á því fór hún í hljóðver að
taka upp almennilega breiðskífu.
Einfaldleikinn var enn í fyrirrúmi
þó öðrum vinnubrögðum væri beitt,
því nú tók hún fyrst upp hörpuna
og söng svo – segist ekki hafa geta
það fram að því, enda hafi hún allt-
af misst þráðinn ef hún var ekki að
syngja laglínuna samhliða því sem
hún spilaði. Á plötunni bregður
einnig fyrir píanói, til að mynda í
laginu frábæra Inflammatory Writ,
og í tveimur lögum heyrist í gítar.
Upptökustjóri á skífunni var fé-
lagi Newsom úr The Pleased, Noah
Georgeson, sem grípur í gítar í lög-
unum tveim sem nefnd eru. Platan
var tekin upp heima í stofu hjá
Newsom og á henni eru nokkur lög
af stuttskífunum sem hún gaf út ein
síns liðs, enda komust fáir yfir ein-
tök af þeim.
Mikið hefir verið talað um þjóð-
lagavakninguna vestan hafs, sumir
talað um hreyfingu sem þeir kalla
„free folk“, en að sögn Newsom er
ekkert nýtt í gangi, hún og fleiri
álíka listamenn séu að spila tónlist
sem lifað hafi árum saman og í
raun tekið litlum breytingum í ára-
tugi; fjölmiðlar séu bara að taka við
sér og grípi til ofskýringa.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Hjartans
hörpustrengir
Með helstu plötum sem út komu vestan hafs á síð-
asta ári var fyrsta breiðskífa Joanna Newsom, en á
henni er leikið á hörpu og sungið óheflaðri röddu.
Miðasala opnar kl. 13.30
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I
ÍSLANDSBANKI
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
... í l
, , !
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
.. l
t , rí fj r...
r
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Yfir
25.000
gestir
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 ára
QUEEN
LATIFAH
JIMMY
FALLON
GISELE
BÜNDCHEN
I
Á FULLRI FERÐ
MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI
GAMANSPENNUMYND
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÍSLENSKT TAL
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára.
Í takt við tímann er tekjuhæðsta jólamyndin, yfir 20.000.000.
í tekjur frá öðrum degi jóla til dagsins í dag.
Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20.
Tilnefnd til 5 Golden Globe
verðlauna þ.á.m. besta mynd,
leikstjóri og leikari í aðalhlutverki.
Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu
um Pétur Pan. Stórkostleg upplifun!
Sýnd kl. 6 og 10.
QUEEN
LATIFAH
JIMMY
FALLON
GISELE
BÜNDCHEN
I
Á FULLRI FERÐ
MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI
GAMANSPENNUMYND
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I
ÍSLANDSBANKI
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
... í l
, , !
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
... l
t , rí fj r...
r
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna þ.á.m. besta
mynd, leikstjóri og leikari í aðalhlutverki.
Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu
um Pétur Pan. Stórkostleg upplifun!
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 4. ÍSLENSKT TAL,
Tilnefnd til 7 Golden
Globe verðlauna