Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna ENSÍMTÆKNI ehf. hefur gert samning við breska fyrirtækið Beauty Links um sölu og markaðssetningu á snyrtivörulínu fyrir konur sem unnin er úr þorskensímum, svokölluðu pens- ími. Má búast við því að kynning og sala hefjist á vormánuðum en hugmyndin er sú að setja hana fyrst á markað í verslunum á borð við Harvey Nichols og Selfridges í London og í sambæri- legum verslunum í Norður-Ameríku. Snyrtivöru- línan verður kennd við dr. Braga, Jón Braga Bjarnason, prófessor í líf- efnafræði og forstjóra Ensímtækni, sem hefur unnið að rannsóknum á þorskensímum í áraraðir. Í viðtali við Helgu Krist- ínu Einarsdóttur í Tímariti Morgunblaðsins í dag segir Jón Bragi m.a.: „Síðan verð ég dreginn í gegnum svaðið við að kynna vöruna í verslunum og fyrir blaða- mönnum. Markmiðið er það, að ég segi frá öllum þeim rannsóknum sem liggja að baki pensími.“ Jón Bragi segir tilviljun hafa ráðið því að menn áttuðu sig á því að pensím gæti nýst í snyrtivörur og byggist sú hugmynd á óformlegum vitnisburði fjölda kvenna, sem hafi notað það á andlitið. Mun snyrtivörulínan verða sett á markað sem Dr. Bragi’s Age Management Formulation. Búið er að gera einkaréttarsamning við sam- starfsaðilann um sölu á pensím-snyrtivörum um heim allan, en bara pensím-snyrtivörum sem framleiddar eru á Íslandi. Leitað að samstarfsaðilum „Við getum því enn selt þekktum framleiðend- um vöruna, ef fleiri sýna henni áhuga. Beauty Links er með sérfræðinga á sínum snærum sem sjá um vinnuna fyrir okkur og hefur í hyggju að gera mikið úr þessu verkefni. Þetta er mjög merkilegt ferli fyrir okkur og spennandi, því ef maður leitar til stóru fyrirtækjanna, eins og ég hef gert, getur maður allt eins leitað til ríkis- stjórna, það gerist ekkert. Maður þarf að hafa samband við lagadeildina og þróunardeildina og rannsóknadeildina og markaðsdeildina. Það tek- ur sjö ár og á eftir þorir enginn að taka ákvörð- un,“ segir Jón Bragi. Ensímtækni ehf. hefur enn fremur gert samn- ing við svissneskt fyrirtæki um leit að samstarfs- aðilum. Snyrtivörur úr þorsk- ensími seldar til útlanda  Snyrtivörukóngur/Tímarit Jón Bragi Bjarnason AUKNING varð í sölu á kindakjöti á síðasta ári. Salan jókst um 13,5% milli áranna 2003 og 2004 eða um 860 tonn. Svo virðist sem aukið framboð á unnum vörum úr lambakjöti og markaðsstarf sé að skila sér. Eftirspurnin hef- ur aukist til muna og hafa allir sem koma að framleiðslu lambakjöts lagt sig fram um að mæta þeirri eftirspurn með góðum árangri. Töluverður kraftur hefur verið settur í að ná til yngra fólks þar sem kannanir sýndu að það var sá hópur sem minnst neytti af lambakjöti. Svo virðist sem það hafi borið árangur þar sem mikil breyting hefur orðið þar á og er lamba- kjötið vinsælt á borðum ungs fólks enda varan mun aðgengilegri en áður. Kindakjöt er mest selda kjöttegundin á Íslandi en salan var tæp- lega 7.230 tonn á síðasta ári sem jafngildir að hver Íslendingur hafi borðað um 25 kg af kinda- kjöti, skv. upplýsingum Landssamtaka sauð- fjárbænda. Sala jókst um 13% á kindakjöti Morgunblaðið/Golli LANDSSÖFNUNIN Neyðarhjálp úr norðri, til hjálpar þeim sem lifðu af hamfarirnar í As- íu, náði hámarki í gærkvöldi í sameiginlegri útsendingu þriggja sjónvarpsstöðva. Söfnunin var í fullum gangi um hádegis- bilið í gær þegar rætt var við Elínu Þ. Þor- steinsdóttur verkefnisstjóra. Þá þegar höfðu um 3.500 manns hringt inn og gefið fé til söfn- unarinnar. Elín segir óhætt að fullyrða að landssöfnunin sé sú viðamesta sem fram hafi farið hér á landi. „Það eru allir að taka hönd- um saman. Það er almennur áhugi og mikill samhugur sem ríkir um þetta verkefni,“ segir hún. Hjálparstarf í Bandache, nyrst á Súmötru, sem varð mjög illa úti í flóðum er í fullum gangi og er byrjað að dreifa tjöldum, mat- vælum og nauðsynjum til nauðstaddra. J. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, segir nyrsta hluta Súm- ötru hafa orðið verst úti og svo norðvestur- hlutann. Meðfram ströndinni á þessu svæði hafi heilu þorpin horfið og ekki standi steinn yfir steini. Hún segir að talið sé að yfir hundr- að þúsund manns hafi farist á norður-, norð- austur- og norðvesturstrandlengjunni og reiknað sé með að aðstoða þurfi um 300 þús- und manns sem eru heimilislausir. Mikið starf sé fram undan. „Þegar ég kom hérna fyrst fyrir viku síðan og fór í fyrstu ferðina út fyrir Bandashi var það hræðilegt. Það var rosaleg upplifun að sjá öll hús horfin og líkin í plasti meðfram veginum. Þetta var hræðilegt, ég fór aðeins út úr bílnum og ég var með nályktina í nös- unum það sem eftir var dagsins. Þetta er miklu minna núna en það finnast alltaf á hverjum degi lík,“ segir Birna. Morgunblaðið/Golli Undirbúningur var í fullum gangi í gærmorgun fyrir sameiginlega beina útsendingu Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins. Viðamesta söfnun Íslandssögunnar „ÉG vona að fleiri Íslendingum gefist kostur á að fara í þetta nám sem ég veit að á eftir að nýtast með ýmsum hætti í framtíðinni,“ segir Berglind Kristinsdóttir, lög- reglufulltrúi í skatta- og efna- hagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra, sem útskrifaðist nýlega úr lögregluháskóla bandarísku alrík- islögreglunnar, FBI, fyrst ís- lenskra kvenna. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag er rætt við Berglindi um nám- ið hjá FBI, reynslu hennar af lög- reglustarfinu, stöðu kvenna innan lögreglunnar o.fl. Konur eru að- í rannsóknunum er ákaflega mik- ið. Menn brenna fljótt upp. Ég veit að Lögreglan í Reykjavík er hreinlega í vandræðum með að fylla stöður við rannsóknardeild- irnar þar. Kannski helgast þetta af því að undanfarin ár hefur við löggæsluna verið lögð meiri áhersla á eftirlit en rannsóknir. Í þessu þarf að ríkja jafnvægi og menn hafa áhyggjur af þróuninni. Hærri laun eru nauðsynleg, en einnig þarf að hyggja betur að starfslegu umhverfi að öðru leyti, hvatningu og endurmenntun. Reyndar eru breytingar þegar byrjaðar að þessu leyti til hins betra.“ eins 10% af íslenskum lögreglu- mönnum en voru 3% fyrir nokkr- um árum og segir Berglind að illa gangi að fá konur til að sækja um lögreglustörf. Hún segir jafn- framt að þegar hún fór úr al- mennu lögreglunni yfir til rann- sóknarlögreglunnar hafi það þótt mikil upphefð. Sú tíð sé liðin. „Ég held að starfið hafi sett niður, sem er sárgrætilegt. Núna vill eigin- lega enginn vera í rannsóknum. Meginástæðan hlýtur að vera sú að launin hafa lækkað hlutfalls- lega. Menn hafa það einfaldlega mun betra á vöktunum. Og álagið Berglind Kristinsdóttir útskrifaðist úr lögregluháskóla FBI Rannsóknarlögreglustarfið á Íslandi hefur sett niður Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Berglind Kristinsdóttir: Lög- reglumenn sækja lítt um rann- sóknarstörf. Hlutfall kvenna í lögreglunni 10% en var 3% fyrir nokkrum árum  Rannsakar/Tímarit LÖGREGLAN á Selfossi fann ætluð fíkniefni í fórum farþega í tveimur bílum sem stöðvaðir voru við almennt umferðareftirlit í bænum í fyrrinótt. Voru viðkomandi færðir í fanga- geymslur. Er talið að a.m.k. í öðru tilvikinu hafi efnin sem fundust verið tóbaksblandað hass. Með fíkniefni í tveimur bílum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.