Morgunblaðið - 05.02.2005, Page 6

Morgunblaðið - 05.02.2005, Page 6
6 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞJÁLFARAR íslensku landslið- anna í handknattleik og knatt- spyrnu hafa ólíka sögu að segja af munntóbaksnotkun íþróttamanna. Munntóbaksneyslu íþróttamanna hefur borið á góma nú í tannvernd- arviku. Mjög vaxandi neysla Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, taldi að munn- tóbaksnotkun væri mjög útbreidd meðal íþróttamanna og færi vax- andi. Hann sagðist verða mikið var við notkun munntóbaks meðal handknattleiksmanna. „Þetta var upphaflega tískubylgja sem kom frá sænska handboltalandsliðinu inn í handboltann. Þar voru fyrirmynd- irnar. Þetta er orðið verulega út- breitt á Norðurlöndum og í Þýska- landi.“ Viggó telur að munntóbaksnotk- un sé ekki algengari meðal hand- knattleiksmanna en annarra íþróttamanna. Notkunin á munn- tóbaki sé orðin almenn, eins og á öðru tóbaki. Bann við sölu þess hefði ekkert dregið úr notkuninni. „Ég held að það hafi aldrei verið stærri markaður en eftir að þetta var bannað. Þeir [neytendur] segja manni að þeir geti náð í þetta hvar sem er.“ Aðspurður kvaðst Viggó ekki hafa sjálfur neytt munntóbaks og því ekki þekkja af eigin raun hvernig er að hætta neyslu. „Ég hef talað við menn sem hafa hætt og þeir segja að það sé mjög erfitt að venja sig af þessu.“ Lítið var við munntóbak Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, telur að dregið hafi úr notkun munntóbaks meðal íþróttamanna. „Það er bann- að að flytja þetta inn og ég verð lít- ið var við þetta,“ sagði Ásgeir. „Þetta var tískufyrirbæri á tímabili en ég held að það sé að klárast þetta dæmi.“ Ásgeir kvaðst hafa prófað að neyta munntóbaks fyrir mörgum árum. „Ég notaði þetta þegar ég var erlendis, það eru 10 til 15 ár síðan. Ég man ekki hvort það var mjög erfitt að hætta þessu.“ Sala munntóbaks er bönnuð hér á landi, en það virðist ekki standa í vegi fyrir notkun þess. Viðmælandi, sem notar munntóbak en vildi ekki láta nafns síns getið, sagði ekki erf- itt að útvega munntóbak. Það væri til nóg af því hérlendis. Munntóbaksnotkun mismikið útbreidd meðal íþróttamanna SKIPUÐ hefur verið nefnd sem á að styrkja enn frekar stöðu ís- lensku fjölskyldunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ekki eru tímamörk á störfum nefndar- innar, sem mun hefja störf á næstu dögum. Í tilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu segir, að skipanin komi í framhaldi af áramóta- ávarpi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, þar sem hann vék að stöðu fjölskyldunnar og sagðist hafa ákveðið að setja af stað vinnu við að meta stöðu ís- lensku fjölskyldunnar. Á ríkis- stjórnarfundi 11. janúar sl. var ákveðið að skipa nefnd í þessu augnamiði. Nefndina skipa: Árni Sigfús- son og Björk Vilhelmsdóttir, til- nefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Björn B. Jónsson, tilnefndur af Ungmennafélagi Íslands, Elín Thorarensen, til- nefnd af Heimili og skóla, Fanný Gunnarsdóttir, tilnefnd af félagsmálaráðherra, Guðný Eydal, tilnefnd af menntamála- ráðherra, Ingibjörg Pálmadótt- ir, tilnefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, séra Ólafur Jóhannsson, tilnefndur af dóms- og kirkjumálaráð- herra, Ragnheiður E. Árnadótt- ir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Stefán Snær Konráðsson, til- nefndur af Íþrótta- og ólympíu- sambandi Íslands, og séra Þor- valdur Karl Helgason, til- nefndur af biskupi Íslands. Formaður nefndarinnar, skipaður af forsætisráðherra, er Björn Ingi Hrafnsson, að- stoðarmaður forsætisráðherra, og starfsmenn nefndarinnar eru einn fulltrúi forsætisráðu- neytisins og Björg Kjartans- dóttir, deildarsérfræðingur í fé- lagsmálaráðuneytinu. Skipuð nefnd um stöðu ís- lensku fjöl- skyldunnar MIKILVÆGT er að koma í veg fyrir að einkagögn fyrrverandi stjórnmálamanna, lifandi og lát- inna, glatist, að mati Arnar Hrafn- kelssonar, forstöðumanns hand- ritadeildar Landsbókasafns Íslands. Nú er hafið átak á vegum safnsins sem miðast að því að kanna hvar slík einkagögn kunna að liggja. „Við erum að bjarga heimildum ef svo má segja,“ sagði Örn í sam- tali við Morgunblaðið. Þetta á ekki síst við um einkagögn látinna stjórnmálamanna. „Þegar komin er önnur eða þriðja kynslóð frá stjórnmálamanni sem t.d. var uppi á fyrri helmingi síðustu aldar er óvíst hvar gögnin lenda. Maður hefur heyrt af því að slíkum einka- gögnum hafi verið hent. Aðalatrið- ið nú er að láta vita að við erum að safna þessu. Við skráum gögnin og göngum frá þeim til geymslu þann- ig að þau verði aðgengileg kom- andi kynslóðum.“ Ætlunin er að hafa samband við fyrrverandi stjórnmálamenn, sem enn eru á lífi, og afkomendur lát- inna stjórnmálamanna og kanna hvort hjá þeim séu einkagögn sem þeir eru fúsir til að varðveita í safninu, að sögn Arnar. Opinber gögn, það er skjöl sem verða til í opinberri þjónustu eins og þegar stjórnmálamaður í opinberu emb- ætti skrifar bréf í nafni embættis síns, á að geyma á Þjóðskjalasafni. Átak Landsbókasafnsins miðast að því að safna saman einkaskjölum, svo sem dagbókum og einkabréf- um. Örn segir að ýmsir fyrrverandi stjórnmálamenn og afkomendur látinna stjórnmálamanna sýni þessu áhuga þegar eftir gögnum er leitað. Þeir sem enn eru á lífi eru sumir að nota sín einkagögn. Aðrir afhenda gögnin með skilyrðum. Hægt er að takmarka notkun einkagagna og hafa verið farnar nokkrar leiðir í því. Sumir loka að- gangi almennt að gögnunum með- an þeir eru ofan moldar, en ljá þó máls á að veita undanþágur frá því banni, t.d. í þágu rannsókna. Slíkar undanþágubeiðnir eru þá vegnar og metnar hver um sig. Handritadeild Landsbókasafns safnar einkagögnum stjórnmálamanna Aðalatriðið að forða gögnum frá glötun VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, hélt í gær upp á 70 ára afmæli félagsins. Í tilefni afmælisins var mikið um að vera í byggingum HÍ að sögn Ing- unnar Guðbrandsdóttur, formanns Vöku. Vökuliðar buðu síðan stúd- entum upp á afmælisköku í hádeg- inu og rifjuðu upp sögu félagsins fyrir stúdentum. Dagurinn endaði með dansleik þar sem Vökuliðar skemmtu sér saman. Vaka var stofnuð 4. febrúar árið 1935 til höfuðs uppgangi róttækra þjóðernissinna og róttækra sósíal- ista í Háskóla Íslands. Hún hefur jafnan verið stærsta stúdentafylk- ingin í stúdentaráði og hefur lengst af leitt hagsmunabaráttuna. Fyrst og fremst hefur Vaka þó ávallt staðið vörð um þá hugmyndafræði að stúdentaráð HÍ eigi að hafa það hlutverk að gæta hagsmuna stúd- enta, segir í tilkynningu frá Vöku. Árni Helgason, kosningastjóri Vöku, Heiðdís Halla Bjarnadóttir, varaformaður Vöku, og Ingunn Guðbrands- dóttir, formaður Vöku, gæddu sér á tertu í tilefni afmælisdagsins sem haldinn var hátíðlegur í gær. 70 ára afmæli Vöku fagnað UM 500 manns frá 17 löndum sitja um þessar mundir ferðakaupstefnu á veg- um Icelandair en tilgangur hennar er að tengja saman kaupendur og selj- endur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. Talsmenn Icelandair segja kaupstefnuna mikilvægan lið í því að viðhalda og auka ferðamannastraum til Íslands. Í frétt frá Icelandair kemur fram að þátttakendur nú séu fleiri en nokkru sinni, bæði þeir sem hafi sótt hana oft áður og nýir fulltrúar, t.d. frá Ísrael, Hong Kong, Taívan, Kína og Japan. Eru þátttakendur fulltrúar ferða- skrifstofa, hótela, bílaleiga og skemmtigarða svo nokkuð sé nefnt. Einnig taka þátt í kaupstefnunni fulltrúar frá ferðamálaráðum á Norðurlöndunum og frá þeim svæðum og borgum í Norður-Ameríku sem Icelandair flýgur til. Ferðakaupstefnunni lýkur á morgun en auk kynningarfunda er m.a. boðið upp á stuttar ferðir og þemakvöld. Í dag, laugardag, verður síðan ferðakynning fyrir almenning í Kringlunni í Reykjavík milli kl. 11 og 15. Ferðamálaráð og ýmsir ferðaþjónustuaðilar frá Bandaríkjunum, Danmörku og Skotlandi munu kynna svæði sín og ferða- möguleika þar og gestum býðst að taka þátt í getraunum. Morgunblaðið/ÞÖK Um 500 manns á ferðakaupstefnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.