Morgunblaðið - 05.02.2005, Page 10
10 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Síminn úr
sögunni?
Á endanum verða allir
komnir með netsíma,
nema þeir sem vilja borga
meira fyrir minna
á morgun
LÖGREGLUNNI í Hafnarfirði var í
gær veittur heiðursskjöldur trygg-
ingafélagsins Sjóvár fyrir að hafa
með markvissum vinnubrögðum und-
anfarin tvö ár unnið að því að fækka
afbrotum eftir mælanlegum mark-
miðum.
Sjóvá veitti síðast heiðursskjöld ár-
ið 2000 en þá hlaut Björgunarsveitin
Garðar og fleiri skjöldinn fyrir fræki-
lega björgun fólks af þaki rútu sem
lenti í Lindará. Hér eftir mun skjöld-
urinn verða veittur árlega, sam-
kvæmt upplýsingum frá Sjóvá.
Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn
tók við skildinum úr hendi Árna
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
tjónasviðs Sjóvár, sem og fjórum
stafrænum myndavélum sem lög-
reglan fékk að gjöf.
Lögreglan í Hafnarfirði
fær heiðursskjöld Sjóvár
Þingmönnum er fátt óvið-komandi ef marka máumræður á Alþingi. Um-ræðuefnin eru m.ö.o. fjöl-
breytt. Í vikunni ræddu þeir, svo
dæmi séu tekin, um þriðju kynslóð
farsíma, um fjárhagslegan að-
skilnað útgerðar og fiskvinnslu, um
húðflúrsmeðferð eftir brjósta-
krabbamein, um ársreikninga og
um bókhald.
Vikan byrjaði hins vegar m.a. á
umræðum um gjaldfrjálsan leik-
skóla. Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, mælti fyrir tillögu
um að félagsmálaráðherra skipaði
nefnd, sem fengi það verkefni, að
undirbúa gjaldfrjálsa leikskóladvöl.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, var einn þeirra
sem kvaddi sér hljóðs, en hann á
það til að koma með öðruvísi sjón-
arhorn.
Pétur sagðist í grundvall-
aratriðum vera á móti tillögu
Steingríms. Í fyrsta lagi, sagði
hann, vegna þess að það sem væri
ókeypis yrði aldrei metið. Síðan
sagði hann: „Við erum með fæðing-
arorlof sem tekur á tímabili, fyrstu
níu mánuðum af æviskeiði barns.
Hvað svo? Hvað gerist þegar hann
er níu mánaða, litli borgarinn? Þá
nefnilega fer hann að heiman í
flestum tilfellum. Hann fer að
heiman, oft til dagmömmu eða í
leikskóla, og hvað á níu mánaða
barn að gera að heiman? Þetta
held ég að menn hafi ekki hugsað
alveg til enda, herra forseti. Ég tel
að flest börn hafi ekkert að gera
að heiman fyrr en þau eru orðin
þriggja ára.“
Pétur sagði m.a. að kostnaður
sveitarfélaga við gæslu barna væri
gífurlegur og að atvinnulífið þyrfti
að taka miklu meira tillit til þess
að fólk ætti börn. „Einhver verður
að sjá um börnin fyrstu þrjú árin.
Þetta á atvinnulífið að gera með
því að gera störfin sveigjanleg,
miklu sveigjanlegri en þau eru í
dag þannig að annað foreldranna
geti unnið fyrir hádegi og hitt eftir
hádegi sem er mjög skemmtilegt,
að vera hálfan daginn með barn og
hálfan daginn í vinnu, og geti jafn-
vel unnið eitthvað heima við með
tölvum og öðru slíku. Þetta er allt
hægt ef vilji er fyrir hendi.“
x x x
Síðar í vikunni ræddu þing-menn um skýrslu fjár-málaráðherra, Geirs H.
Haarde, um umfang skattsvika.
Skýrslan var lögð fram á Alþingi
fyrir jól, og kom því lítið nýtt inn í
þá umræðu nú. Steingrímur J. Sig-
fússon hreyfði þó athyglisverðu
máli er hann ræddi um fjölgun
einkahlutafélaga. Hann gagnrýndi í
fyrstu reglur um einkahlutafélög
og sagði að það væri stórfelld
hætta á því að menn reyndu að
færa launatekjur sínar og hagnað
sinn í gegnum slík félög. Síðan
sagði hann: „Dæmi um það er bát-
ur í verstöð hér í landinu sem hef-
ur enga áhöfn […]. Það er bátur
fyrir vestan okkur sem hefur enga
áhöfn. Um borð eru hins vegar
fimm einkahlutafélög, enginn mað-
ur, bara fimm kennitölur, fimm
einkahlutafélög. Þannig er ástandið
sums staðar að verða.“
Því má bæta við að talsverð um-
ræða varð í þjóðfélaginu sl. haust
um fjölgun einkahlutafélaga, eins
og margir eflaust muna. Kom þá
m.a. fram að jaðarskattur ein-
staklings, sem gat tekið út hluta af
launum sínum í formi arðs hjá
einkahlutafélagi, væri 26,2%, en
skattbyrði venjulegs launamanns
væri 38,6%. (Hefur hún lækkað um
eitt prósentustig síðan þá.)
x x x
En að lokum. Óhætt er aðsegja að Guðni Ágústsson,landbúnaðarráðherra og
varaformaður Framsóknarflokks-
ins, hafi orðið valdamikill í vikunni.
Að nafninu til að minnsta kosti.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra fór nefnilega í frí til útlanda.
Við það varð Guðni staðgengill for-
sætisráðherra.
Davíð Oddsson utanríkisráðherra
og Halldór hafa síðustu árin leyst
hvor annan af, en þar sem Davíð
er einnig í leyfi erlendis kom það í
hlut varaformanns Framsóknar-
flokksins að starfa sem forsætis-
ráðherra í fjarveru Halldórs. Vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir
H. Haarde, varð jafnframt stað-
gengill utanríkisráðherra, þegar
Halldór fór utan.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, fór einnig af landi brott
í lok vikunnar. Þar með varð
Guðni, í ljósi þess að hann gegndi
störfum forsætisráðherra, einn af
handhöfum forsetavaldsins. Guðni
verður þó ekki lengi með „þessi
völd“ því Halldór er væntanlegur
heim um helgina.
Leikskólabörn og bátur með fimm einkahlutafélög
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
„ÉG geri ráð fyrir því að minni-
hluti þessara ferðalaga séu beinar
auglýsingaferðir um tiltekin lyf
enda hafa allir vel hugsandi læknar
miklar efasemdir um að slík ferða-
lög séu við hæfi,“ segir Sigurbjörn
Sveinsson, formaður Læknafélags
Íslands, þegar hann er spurður út í
utanlandsferðir lækna á kostnað
lyfjafyrirtækja.
Í skriflegu svari heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, Jóns
Kristjánssonar, við fyrirspurn
Ástu R. Jóhannesdóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar, kemur
fram að lyfjafyrirtæki hafi boðið ís-
lenskum læknum í að minnsta kosti
469 ferðir á síðasta ári.
Sigurbjörn bendir á að utan-
landsferðir lækna á kostnað lyfja-
fyrirtækja séu margs konar. Í þeim
séu læknar m.a. að fara á fyrir-
lestra eða taka þátt í rannsóknum.
Hann bendir í þessu sambandi
m.a. á samning Læknafélags Ís-
lands og Samtaka verslunarinnar,
um samstarf lækna og fyrirtækja
sem framleiða og flytja inn lyf. Í
samningnum segir m.a. að læknar
geti þegið styrki frá lyfjafyrirtækj-
um til að sækja fræðslufundi er-
lendis sem þjóni eðlilegum mark-
miðum viðhalds- og endurmennt-
unar lækna um lyf og notkun lyfja.
„Eðlilegt er að útlagður kostnaður
læknis sé greiddur vegna ferða og
gistingar. Sá kostnaður skal al-
mennt vera hóflegur,“ segir í
samningnum.
Síðan segir: „Ekki er við hæfi að
bjóða eða þiggja ferðir sem hafa að
höfuðmarkmiði að koma fram-
leiðslu lyfjafyrirtækjanna á fram-
færi.“
Ættu að rjúfa tengslin
Sveinbjörn gerði samskipti
lækna og lyfjafyrirtækja að um-
talsefni í leiðara Læknablaðsins í
apríl á síðasta ári. Þar sagði hann
að læknar ættu að rjúfa tengsl
risnu og fræðslu sem hann taldi
auðmýkjandi og andlega heilsu-
spillandi. Hann sagði að læknar
myndu þó eiga erfitt með að sætta
sig við samdrátt í fræðslustarfi og
símenntun nema eitthvað kæmi í
staðinn. „Afla þarf skilnings þeirra
meðal annars með framtaki við
endurmenntun þeirra á annan hátt.
Lyfjareikningur landsmanna er vel
á annan tug milljarða. Yrði til
dæmis 0,1% þeirrar upphæðar var-
ið til sameiginlegrar endurmennt-
unar lækna gætu áhugamenn um
heppilegri samskipti lækna og
lyfjafyrirtækja átt von um betri tíð
með blóm í haga.“
Fæstar ferðirnar
beinar auglýs-
ingaferðir
EKKI er heimilt samkvæmt lögum
um vörugjald af ökutækjum, elds-
neyti og fleiru að undanþiggja bensín
sem notað er á báta vörugjaldi, sam-
kvæmt svari fjármálaráðuneytisins
við fyrirspurn Morgunblaðsins. Til-
efni spurningarinnar er bréf til blaðs-
ins sl. miðvikudag þar sem Pétur Sig-
urðsson, bátaeigandi á Reyðarfirði,
telur það óréttlátt að þurfa að greiða
sama verð á bátabensín og bíleigend-
ur. Telur hann það rétt sinn að þurfa
ekki að greiða vegaskatt af bátabens-
íni þar sem bátnum sé ekki ekið á veg-
um landsins.
Morgunblaðið fékk þau svör í fjár-
málaráðuneytinu að samkvæmt III.
kafla laga nr. 29/1993, um vörugjald
af ökutækjum, eldsneyti o.fl., skuli
greiða vörugjald af eldsneyti, bæði
greiða almennt vörugjald, sbr. 14. gr.
laganna, og sérstakt vörugjald, sbr.
15. gr. laganna. Af 2. mgr. 15. gr.
sömu laga megi sjá að tekjur vegna
sérstaks vörugjalds af bensíni skuli
renna til vegagerðar samkvæmt
vegaáætlun, að frádregnum 0,5% sem
renna í ríkissjóð til að standa straum
af kostnaði við álagningu og inn-
heimtu gjaldsins. Þá segir í svarinu að
ekki sé að finna heimild í lögum til að
undanþiggja bensín sem notað er á
báta vörugjaldi. Að óbreyttu séu eng-
in áform í ráðuneytinu um breytingar
á umræddum lögum hvað þetta varði.
Ekki heim-
ilt að und-
anþiggja
bátabensín