Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞING Úkraínu lagði í gær blessun sína yfir þá ákvörðun forseta lands- ins að skipa Júlíu Tímosjenko for- sætisráðherra. Með þeirri staðfest- ingu er um sinn lokið sögulegum umskiptum í stjórnmálum landsins. Á þingi Úkraínu sitja 450 fulltrú- ar. 373 þeirra greiddu Tímosjenko atkvæði sitt en 226 atkvæði þurfti til að staðfesta útnefninguna. Það var Víktor Jústsjenko, nýkjörinn forseti, sem valdi Tímosjenko en hún hefur verið einn helsti bandamaður hans á undanliðnum mánuðum sem kenndir eru við „appelsínugulu“ byltinguna í Úkraínu. Tímosjenko er afar umdeild. Í vesturhluta landsins þar sem úkr- aínsk þjóðernishyggja ristir djúpt dýrkar almenningur hana. Í austur- hlutanum leggja margir á hana hatur enda eru rússnesk áhrif þar ráðandi. Markmið byltingarmannanna, þeirra Jústsjenkos, Tímosjenko og fylgismanna þeirra, er enda að minnka rússnesk ítök í landinu og leita eftir mun nánara samstarfi við Vesturlönd. Rætt er um inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og jafn- vel Atlantshafsbandalagið. Úkraína var forðum hluti af Sovétríkjunum og hefur óralengi fallið undir rúss- neskt áhrifasvæði. „Í tæknilegum efnum er hugsan- legt að ég, eins og aðrir, geri mistök. En hvað siðfræðileg viðmið varðar mun ég setja mér svo háleit markmið að enginn mun iðrast þess að hafa valið mig í dag,“ sagði Tímosjenko er hún tók við embættinu. Hún er 44 ára gömul og þykir geysilega öflugur ræðumaður og hæfileikamikil þegar að því kemur að hrífa alþýðu manna. Andstæðingar hennar væna hana hins vegar um lýðskrum og saka hana um spillingu er hún var forstjóri eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu á síðasta áratug. Reuters Júlía Tímosjenko, forsætisráðherra Úkraínu, á þingi landsins í gær. Úkraínu- þing sam- þykkir Tímosjenko Kíev. AFP. D anskir kjósendur ganga að kjörborðinu á þriðjudag, 8. febr- úar, og sýna allar skoðanakannanir, að ríkisstjórnin undir forystu Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra muni halda velli. Stóru tíðindin verða kannski helst mikill kosn- ingasigur Radikale Venstre og að sama skapi ósigur jafnaðarmanna. Að undanförnu hefur stefnt í, að þeir fái minna fylgi en þeir hafa haft síðastliðin 50 ár en síðustu kannanir benda þó til, að þeir séu heldur að rétta úr kútnum. Þegar Anders Fogh boðaði til kosninganna með stuttum fyr- irvara í síðasta mánuði nefndi hann það sem ástæðu, að hann vildi, að ný stjórn fengi að takast á við þá umfangsmiklu sameiningu sveitarfélaga, sem nú stendur fyr- ir dyrum í Danmörku. Enginn efast þó um, að það, sem fyrir honum vakti, var aðallega að nýta þann byr, sem flokkur hans og stjórnin höfðu í skoðanakönn- unum. Að stjórninni standa Venstre, flokkur Anders Fogh, og Íhalds- flokkurinn en Danski þjóðarflokk- urinn hefur síðan stutt hana og tryggt henni meirihluta á þingi. Saman hafa þessir flokkar nú 98 þingmenn af 179 alls á þingi. Enn dregur af jafnaðarmönnum Dönsku fjölmiðlarnir birta kannanir daglega þegar nær dreg- ur kosningum og samkvæmt könn- un, sem birt var í gær, föstudag, fá jafnaðarmenn 26,3% atkvæða og 48 menn kjörna. Það þýðir, að þeir tapi fjórum mönnum frá kosningunum 2001 en þá fengu þeir 29,1%. Þeir virðast samt held- ur vera að sækja í sig veðrið því að bara fyrir fáum dögum var fylgi þeirra ekki nema 22,4%. Hinn stóri flokkurinn og raunar sá stærsti, Venstre, virðist munu halda sinni þingmannatölu, 56 mönnum, þótt fylgi hans mælist nú örlitlu minna en fyrir fjórum árum. Það er nú 30,9% á móti 31,2%. Hefur flokkurinn heldur verið að missa flugið þótt í litlu sé. Þriðji stærsti flokkurinn, Danski þjóðarflokkurinn, sem kom, sá og sigraði í síðustu kosn- ingum með harðri stefnu sinni í innflytjendamálum, virðist nú eins og hálfutangátta og geldur þess augljóslega, að margir líta á hann sem einn stjórnarflokkanna þótt hann sé það ekki formlega. Þar fyrir utan eru innflytjendamálin ekki það hitamál, sem þau voru fyrir fjórum árum, og svo virðist sem flokkurinn hafi gleymt að móta sér skýra stefnu í öðrum málum. Í kosningunum 2001 fékk hann 12% atkvæða og 22 menn en er nú spáð 11,1% og 20 mönnum. Íhaldsflokkurinn danski má muna sinn fífil fegurri. Hann var einu sinni stór en er nú ósköp mjór eins og einhvers staðar segir og hefur á liðnum árum misst það frumkvæði, sem hann hafði sem frjálslyndur hægriflokkur, í hend- ur Venstre. Hefur hann líka skort frambærilega forystumenn allt frá því Poul Schlüter leið og fékk ekki nema 9,1% atkvæða 2001. Nú er honum þó spáð 10,1% og mun samkvæmt því fá 18 menn kjörna og bæta við sig tveimur. Eins og áður segir stefnir í, að Radikale Venstre undir forystu Marianne Jelved verði sigurvegari þessara kosninga en hugsanlegt er, að flokkurinn fari langt með að tvöfalda fylgi sitt. Fékk hann 5,2% atkvæða, níu menn, í síðustu kosn- ingum en er nú spáð 9,5% og 17 mönnum. Litlum breytingum er spáð á fylgi annarra flokka en þó gæti það gerst, að kristilegir demókrat- ar dyttu út af þingi. Fengu þeir 2,3% atkvæða í síðustu kosningum og fjóra menn en eru nú í könn- unum innan við 2%-markið og með engan mann. Þessar tölur geta að sjálfsögðu breyst eitthvað á þeim þremur dögum, sem eru til kosninga, auk þess sem í þeim er einn stór óvissuþáttur. Það eru óákveðnu kjósendurnir en það merkilega er, að þeim hefur verið að fjölga eftir því sem kjördagurinn hefur nálg- ast. Í könnunum, sem gerðar voru strax eftir að Anders Fogh Rasm- ussen boðaði til kosninganna, voru þeir rétt innan við 15% en í gær voru þeir komnir í tæp 22%. Það er því vel hugsanlegt, að afstaða þeirra á kjördag kunni að breyta myndinni. Engin afgerandi kosningamál Ekki er ólíklegt, að fjöldi óákveðinna kjósenda endurspegli það, sem sagt er einkenna kosn- ingabaráttuna í Danmörku að þessu sinni. Í hana vantar öll stóru málin. Fjölskyldumál, mál- efni aldraðra, lög og regla, skatta- og efnahagsmál, atvinnumál, inn- flytjendamál og Írak koma öll við sögu en enginn einn málaflokkur virðist vega miklu þyngra en ann- ar. Raunar má nefna eitt mál, sem er kannski það stærsta og erf- iðasta, sem Danir standa frammi fyrir. Það eru eftirlaunamálin, danska lífeyriskerfið. Hagfræð- ingar ljúka upp einum munni um, að þjóðin hafi ekki lengur efni á því í núverandi mynd og krefjast tafarlausra aðgerða en stóru flokkarnir fara í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut. Aðeins Radikale Venstre þora að taka undir með hagfræðingunum og hafa lagt til, að danska velferð- arkerfið og þar með lífeyriskerfið verði skorið upp hið bráðasta. Virðist sú afstaða þeirra ekki hafa fælt kjósendur frá flokknum nema síður sé. Trúverðugleiki ofarlega á blaði Kannanir sýna, að kosningarnar í Danmörku snúast nú fremur um menn en málefni. Það er trúverð- ugleikinn, sem oftast er nefndur, og ljóst er, að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra stendur nokkuð vel að vígi í þeim efnum. Skiptir líka máli, að hann er myndarlegur maður, unglegur að yfirlitum og afar ákveðinn. Þar við bætist, að Danir hafa ekki yfir neinu stóru að kvarta. Staðan í efnahagsmálum er þokkaleg og at- vinnuleysið hefur ekki verið meira en Danir hafa lært að sætta sig. Oftast í kringum 5% eða rúmlega það. Síðustu tölur benda þó til, að það sé komið yfir 6% en ekki er talið, að það breyti miklu í kosn- ingunum nú. Marianne Jelved, leiðtogi Radikale Venstre, virðist einnig njóta mikils trausts. Hún hefur oft tekið af skarið þegar aðrir þora ekki og henni hefur tekist að móta flokknum sjálfstæða stefnu í vel- ferðar- og innflytjendamálum. Kannanir sýna, að 20% þeirra, sem nú ætla að kjósa Radikale Venstre, kusu jafnaðarmenn í síð- ustu kosningum og 7% Danska þjóðarflokkinn. Í heildina koma 58% nýrra kjósenda flokksins frá vinstri en 21% frá hægri. Þá eru 12% þeirra, sem ætla að kjósa flokkinn nú, ungt fólk, sem er að kjósa í fyrsta sinn, en þessi hópur er annars aðeins 4–5% á landsvísu. Þessi uppgangur Radikale Venstre hefur vakið vangaveltur um skipan næstu stjórnar en Venstre og Íhaldsflokkurinn munu líklega geta myndað stjórn með hvorum sem er, Danska þjóð- arflokknum eða Radikale Venstre. Þetta mun þó ekki skýrast fyrr en eftir kosningar en kannanir sýna, að kjósendur Íhaldsflokksins skiptast í tvo jafna hópa í afstöð- unni til samstarfs við þessa flokka en góður meirihluti Venstre- kjósenda vill vinna með Jelved og flokki hennar. Lykketoft að taka við sér? Það, sem hefur komið dönskum fréttaskýrendum einna mest á óvart í kosningabaráttunni, er bit- leysi jafnaðarmanna. Þeir hafa raunar lengi átt við forystukreppu að glíma og Mogens Lykketoft, núverandi formaður, hefur engu breytt um það. Þó getur hann ver- ið harður í horn að taka þegar hann vill það við hafa en eftir að hafa verið um áratugaskeið í fram- varðasveit danskra jafnaðarmanna verður ekki sagt, að á honum sé mikið nýjabrum í augum kjósenda. Núna í síðustu vikunni fyrir kosningar hefur Lykketoft þó komist í ham og hann er til dæmis talinn hafa staðið sig betur en Anders Fogh Rasmussen í einvígi, sem þeir áttu með sér í Árósum. Segja sumir, að með því hafi hann slegið nýjan tón og í framhaldi af því megi búast við aukinni hörku og persónulegri átökum síðustu dagana fyrir kosningar. Ljóst er þó, að fyrir jafnaðarmenn er um að ræða varnarbaráttu og keppi- keflið er að fá ekki miklu lakari útkomu en 2001. Fréttaskýring | Þingkosningar verða í Danmörku næstkomandi þriðjudag, 8. febrúar, og þá lýkur kosningabaráttu, sem hefur verið stutt en alls ekki snörp fram að þessu. Eins og fram kemur í þessari úttekt Sveins Sigurðssonar hefur hún snúist fremur um menn en málefni en stóru kosningamálin hafa verið víðsfjarri. Er það hugsanlega skýringin á því, að talsverður fjöldi óákveðinna kjósenda hefur aukist eftir því sem nær dregur kosningum. Litlausri kosningabaráttu að ljúka í Danmörku AP Kaffimál með myndum af leiðtogum tveggja stærstu flokkanna í Danmörku, þeim Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra og leiðtoga Venstre, og Mogens Lykketoft, leiðtoga jafnaðarmanna. Gátu viðskiptavinir versl- anakeðju einnar í Kaupmannahöfn valið um það í hvort málið þeir vildu fá kaffið sitt. svs@mbl.is NÝ lög á Ítalíu, sem banna reykingar á opinberum stöðum, hafa leitt til þess, að sígarettu- sala hefur minnkað verulega á aðeins tæpum mánuði. Talsmaður Félags ítalskra tóbakssala sagði að líklega hefði heildarsalan minnkað um 20% frá því lögin gengu í gildi 10. janúar síðastliðinn. Þá var bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum, á opinberum skrifstofum og víðar. Er slíkt bann nú þegar í gildi í nokkrum öðrum Evrópuríkjum og víða á döfinni. Ítalskir veitingamenn hafa margir andmæt banninu en þau mótmæli hafa þó ekki verið há- vær. Minni sala í sígarettum Róm. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.