Morgunblaðið - 05.02.2005, Page 24
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Árborgarsvæðið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Bolvíkingar héldu sitt þorrablót fyrsta
laugardag í þorra eins og þeir hafa gert í
tæpa sex áratugi. Þorrablót í Bolungarvík ku
vera alveg einstök hér á landi. Þau byggjast á
mjög föstum og ófrávíkjanlegum hefðum, svo
sem að enginn fær þar inngöngu nema vera í
hjónabandi eða fastri sambúð. Allar konur
klæðast íslenska þjóðbúningnum og þó ekki
sé það skilyrði enn sem komið er, þá klæðast
langflestir karlmenn íslenska karlabúningn-
um. Þessi klæðnaður þorrablótsgesta setur
svip á samkomuna. Snæddur er hefðbundinn
þorramatur úr trogum sem gestir koma með
með sér og eru gjarnan nokkur hjón saman
um trog og eru þá kallaðir trogfélagar. Mörg
dæmi eru um að sama fólkið hafi verið trog-
félagar í áratugi.
Það eru eiginkonurnar í bænum sem bjóða
til blótsins og nefnd á þeirra vegum sér um
alla framkvæmd þess og ekki er fjarri lagi að
litið sé á formennsku í þeirri nefnd sem eina
mestu virðingarstöðu bæjarins. Nefndarkon-
ur semja og sviðsetja annál síðasta árs þar
sem menn og málefni bæjarins eru skoðuð í
spéspegli. Um tvö hundruð gestir sóttu
þorrablótið að þessu sinni og er það mál
manna að aldrei hafi verið skemmtilegra blót
haldið en tekið skal fram að menn hafa haft
þetta að segja eftir hvert þorrablót hér í Bol-
ungarvík.
Nú eru bolludagur, sprengidagur og ösku-
dagur handan helgarinnar en þá daga er
ævagömul hefð fyrir því hér í Bolungarvík að
börnin í bænum fari „á maska“ eins og það er
kallað. Krakkarnir setja sig í gervi með því
að klæðast furðufötum og setja á sig grímur.
Síðan er farið um bæinn í misstórum hópum
og bankað upp á hjá fólki og hafðir uppi leik-
rænir tilburðir með eða án söngs. Oftar en
ekki er gaukað að þeim ýmiss konar sætind-
um að launum. Það fer svo eftir ýmsu hvort
og hve mikið af sætindum maskarnir ná að
afla á einni kvöldstund. Það er æði misjafnt
hversu margir endast til að fara á maska öll
þrjú kvöldin, en hér áður og fyrr var sú regla
að alls ekki mætti hrekkja maskana fyrstu
tvö kvöldin en að kvöldi öskudags mátti
stríða þeim sem þá voguðu sér á maska.
Þetta er nú aflagt og krakkarnir eru frið-
helgir öll þrjú kvöldin, kjósi þeir að fara út á
maska. Eftir því sem næst verður komist er
þessi siður ekki víða þekktur þó víða um land
syngi börn í fyrirtækjum og fái sælgæti.
Úr
bæjarlífinu
BOLUNGARVÍK
EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA
Félag skógarbænda áFljótsdalshéraðihefur ákveðið að
blása til mikillar skóg-
arhátíðar 25. júní næstkom-
andi. Þennan dag ætla
skógarbændur að kynna þá
fjölbreyttu starfsemi sem
þeir standa fyrir á Héraði,
kynntar verða alls kyns
hefðbundnar og óhefð-
bundar skógarafurðir, boð-
ið verður upp á skemmtun
af ýmsu tagi og keppt í hin-
um ýmsu greinum sem
tengjast starfinu. Dagurinn
hefur vinnuheitið Skóg-
ardagurinn mikli og um leið
og kynnt verður það sem
skógarbændur eru að gera í
dag, verður höfðað til ára-
langrar sögu skógræktar á
Héraði. Markmiðið er að
hér verði um árvissan skóg-
ardag að ræða og metnaður
skógarbændanna er mikill
og stefnt að stórhátíð með
fjölda gesta og miklu fjöri.
Frá þessu segir á vef
Fljótsdalshéraðs, egilsstað-
ir.is.
Skógardagur
Minnismerki um þýska sjómenn sem drukknaðhöfðu við Íslandsstrendur var fyrir örfáumárum komið fyrir ofan Víkurfjöru, en nokkrir
áhugasamir Þjóðverjar stóðu fyrir því í samvinnu við
heimamenn. Nú er svo komið að merkið er í hættu
vegna landbrots í fjörunni. „Við létum undan þrýstingi
Þjóðverjanna, þeir vildu endilega setja merkið þarna
upp, en fyrirfram var vitað að hætta gæti skapast
vegna landbrotsins,“ sagði Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
í Mýrdalshreppi. Hann sagði auðvelt að færa minnis-
merkið ofar í landið og yrði það eflaust gert og því þá
komið fyrir á varanlegum stað.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Minnismerki í hættu
Einar Kolbeinssonlas um ævintýrihvolpsins Basils
fursta og kattarins og
orti:
Gæludýrin gleðja og styrkja,
en gerast stundum nokkuð brött,
og þegar fara þau að yrkja,
þá fer allt í hund og kött.
Nú líður að þorrablóti
Kvæðamannafélagsins Ið-
unnar, sem haldið verður
á Grand hóteli í kvöld. Að
vanda verður ýmislegt til
gamans gert og kveð-
skapurinn þó að sjálf-
sögðu í fyrirrúmi. Í fyrra
fékk Jói í Stapa yrkis-
efnið „lífeyrir“ í vísnaleik
og orti:
Laganna loddarar svara,
lífeyrisþeginn skal spara.
Ellinnar ár,
sem útslitinn klár,
má úti á klakanum hjara.
Honum var einnig gert að
segja „sitt álit“, eins og
það var orðið, og orti:
Menn eru að berjast böls í móð,
bítast naga og kvarta.
Álít samt að íslensk þjóð
eigi framtíð bjarta.
Af gæludýrum
og þorrablóti
pebl@mbl.is
Akureyri | Sigríður Anna Þórðardóttir
umhverfisráðherra sagði á fundi um um-
hverfismál sem haldinn var á Akureyri í
gær að hún myndi kappkosta að hafa sér-
staklega gott samstarf við heimamenn
varðandi stofnun fyrirhugaðs Vatnajökuls-
þjóðgarðs og að þeir gætu tekið þátt í
stjórn þjóðgarðsins. Umhverfisráðherra
sagði að heimamenn víða, t.d. fólk sem hún
hefði rætt við í Mývatnssveit, settu spurn-
ingarmerki við stofnun Vatnajökulsþjóð-
garðs. Skýringar þeirra væru á þá lund að
reynsla þeirra af þjóðgarðinum í Jökuls-
árgljúfrum væri ekki nægilega góð.
„Ég vil að það sé alveg ljóst að metnaður
minn stendur til þess að eiga góð samskipti
og samvinnu við heimamenn,“ sagði Sigríð-
ur Anna. Hún sagði þjóðgarðinn afar víð-
áttumikinn og innan hans yrðu margar af
helstu náttúruperlum landsins. „Það verð-
ur ekki einungis dýrmætt fyrir okkur Ís-
lendinga að eiga þennan þjóðgarð, hann
mun einnig draga að fjölda erlendra ferða-
manna,“ sagði ráðherra. Þannig myndi til-
vist hans skapa atvinnu í byggðarlögunum,
en áætlað væri að aukinn fjöldi ferða-
manna myndi skapa um fjóra milljarða í
auknar gjaldeyristekjur. Þá yrðu settar
upp þjónustumiðstöðvar á nokkrum stöð-
um innan garðsins þar sem atvinna myndi
skapast. „Það er mjög ánægjulegt að þetta
starf er allt saman farið af stað.“
Vill eiga
gott sam-
starf við
heimamenn
Umhverfisráðherra um
Vatnajökulsþjóðgarð
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfis-
ráðherra á fundi á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
Akureyri | Nemendur á list-
námsbraut Verkmenntaskólans
á Akureyri héldu þemadaga nú
í vikunni og var þemað að
þessu sinni endurunnið efni,
gamalt varð nýtt. Nemendur
fundu til margs konar gamla
hluti, föt og úrgang af ýmsu
tagi og sköpuðu eitthvað nýtt.
Alls voru sex stöðvar í gangi;
ofið var úr pappír, grafík,
skúlptúr, pappírsgerð, mynd-
vinnsluhönnun- og auglýsingar
og þá voru ný föt saumuð upp
úr þeim gömlu. Afraksturinn
var svo sýndur í gær í húsa-
kynnum skólans og vakti þar
margt athygli gesta.
Morgunblaðið/Kristján
Gamalt varð nýtt í VMA
Listamenn