Morgunblaðið - 05.02.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 25
MINNSTAÐUR
Gufuketill til sölu
Collins Walker ES 40 Kw
270 Amp 390 árg. 1998.
Gufuketillinn, rafmagns-
skápur og fæðivatnsgeymir
er allt á einni undirstöðu.
Notaður í 3 ár.
Stærð 1,40x1,40.
Hæð 2 m.
Upplýsingar
í síma 462 2580.
Höfði ehf.
Dalir | Ungmenna- og tómstundabúðirnar á
Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu fara vel af
stað, að sögn Bjarna Gunnarssonar forstöðu-
manns. Markmið þeirra er að hvetja börn til
að vera virk í félags- og tómstundastarfi.
Ungmennafélag Íslands stendur fyrir búð-
unum í samvinnu við Dalabyggð og fleiri aðila.
Fyrsti hópurinn kom um miðjan janúar og eru
þrjátíu til sjötíu börn úr níunda bekk grunn-
skóla í búðunum, yfirleitt í tæpa viku í senn.
Skólahaldi var hætt á Laugum fyrir fáein-
um árum. Húsnæðið er nýtt til hótelrekstrar á
sumrin en hefur staðið autt síðustu vetur
nema íþróttaaðstaðan sem nýtt er til kennslu
grunnskólabarna héraðsins.
Félagsstörf og einkafjármál
Undirbúningur að stofnun ungmenna- og
tómstundabúða á vegum Ungmennafélags Ís-
lands hefur staðið yfir í rúmt ár. Búðirnar eru
reknar í anda hugmyndafræði UMFÍ. Mark-
mið þeirra er að efla sjálfstraust þátttakenda,
samvinnu og tillitssemi. Hvetja til sjálfstæðra
vinnubragða. Kynnast heimavistarlífi. Fræð-
ast um söguslóðir og kynnast landinu og nán-
ast umhverfi. Þannig er kynning á Laxdælu
og sögu Eiríks rauða og í þeim tilgangi hafa
hóparnir heimsótt Eiríksstaði í Haukadal.
Börnin eru frædd um mikilvægi forvarna og
unnið er markvisst gegn einelti. Þá eru þau
frædd um mikilvægi hollra lifnaðarhátta og
jaðaríþróttir kynntar.
Táningarnir læra að vera þátttakendur í fé-
lagsstörfum í anda UMFÍ. Rík áhersla verður
lögð á að námið nýtist þegar heim er komið
þannig að þátttakendur geti stofnað og starf-
rækt nemendafélög eða aðra félagstengda
starfsemi og Bjarni Gunnarsson segir að þessi
fræðsla geti einnig nýst þeim í starfi ung-
menna- og íþróttafélaga.
Það er nýjung að þátttakendur fá fræðslu
um grundvallaratriði í stjórnun einkafjármála.
Kynnt verður mikilvægi þess að fara með pen-
inga, huga að skipulagningu fjármála og eyða
ekki um efni fram heldur reyna að leggja fyr-
ir.
Fyrsti hópurinn var frá grunnskólum á
Vesturlandi og segir Bjarni að starfið hafi
gengið afar vel til þessa. Skólarnir á Vest-
urlandi eru duglegir að nýta sér þjónustuna
og í nágrannahéruðum. Einnig hafa skólar af
höfuðborgarsvæðinu boðað komu sína. Á
næstunni kemur síðan hópur úr skólunum í
Hornafirði og var það raunar fyrsti hópurinn
sem bókaði vist í ungmennabúðunum.
Skemmtilegt verkefni
Bjarni Gunnarsson er Grenvíkingur sem
hefur starfað sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
á Dalvík undanfarin fjórtán ár. Hann fékk árs
leyfi frá starfi til að vinna að þessu verkefni og
segir að það sé skemmtilegt. Þá hafi Dala-
menn tekið sér afar vel.
Ungmennabúðirnar á Laugum eru mik-
ilvægt innlegg í atvinnulíf svæðisins. Bjarni
segir að þar séu nú sjö til átta starfsmenn og
með aukinni starfsemi býst hann við að störf
verði fyrir tíu til tólf.
Ungmenna- og tómstundabúðir í anda UMFÍ teknar til starfa á Laugum í Sælingsdal
Læra að stjórna nemendafélögum
Saman Táningar úr grunnskólunum á Vesturlandi voru fyrstu vikuna í ungmenna- og tóm-
stundabúðunum á Laugum í Sælingsdal og virtust njóta lífsins fram í fingurgóma.
LANDIÐ
AKUREYRI
LÍLEGT var efst í Kaupvangs-
stræti í gær, Gilinu svonefnda.
Þar var unnið hörðum höndum
við að breyta gömlu kartöflu-
geymslunni í arkitektastofu. Þar
sem bæjarbúar geymdu áður
kartöflur sínar að vetrarlagi
hyggst Logi Már Einarsson, arki-
tekt hjá Kollgátu, senn setjast
niður með teikningar sínar og há-
leitar hugmyndir. Smiðir sem nú
starfa við breytingarnar eru í
góðum félagsskap því í næsta ná-
grenni eru börn að leik, krakk-
arnir í Brekkuskóla að skemmta
sér konunglega í frímínútum.
Renndu sér á rassinum í snjónum
sem fest hefur á ný norðan heiða.
Morgunblaðið/Kristján
Líflegt í Gilinu
Klippihljóðverk | Baldvin Ring-
sted opnar sýningu í Kunstraum
Wohnraum í Ásabyggð 2 á Akureyri
á morgun, sunnudaginn 6. febrúar.
Baldvin Ringsted útskrifaðist frá
Myndlistaskólanum á Akureyri 2004
en var auk þess gestanemi við Lahti
polytechnic school of art í Finnlandi.
Þetta er þriðja einkasýning Bald-
vins en hann hefur einnig tekið þátt í
nokkrum samsýningum.
Á sýningunni í Kunstraum Wohn-
raum gefst gestum kostur á að
spegla sig í nýju klippihljóðverki þar
sem hann notast m.a. við textabrot
úr ævintýrum og fegurðarsam-
keppnum.
Sýningin stendur til 21. apríl.
„ÞETTA er mikill og stór dagur,“
sagði Halldór Blöndal, forseti Al-
þingis, á stofnfundi Norðurvegar
ehf. í gær, en hann hefur lengi talað
fyrir lagningu hálendisvegar milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Til-
gangur félagsins er að vinna að því
að lagður verði
vegur úr Skaga-
firði um Stóra-
sand, Arnar-
vatnsheiði og
Kaldadal sem
stytti umrædda
leið um 81 kíló-
metra. Hlutafé er
11 milljónir
króna og hefur
stjórn heimild til
að hækka það í 15 milljónir. Stofn-
endur félagsins eru KEA sem legg-
ur fram 5 milljónir, Akureyrarbær,
3 milljónir; Hagar, 2 milljónir;
Kjarnafæði, hálfa milljón; Gúmmí-
vinnslan, 200 þúsund, og Brauðgerð
Kr. Jónssonar, Norðlenska mat-
borðið og Trésmiðjan Börkur með
100 þúsund krónur en að auki hefur
Norðurmjólk ákveðið að taka þátt í
stofnun félagsins þannig að hluthaf-
ar eru þegar orðnir 9 talsins. Í
stjórn félagsins voru kjörnir þeir
Andri Teitsson formaður og Eiður
Gunnlaugsson og Jóhannes Jónsson
meðstjórnendur.
Skiptir sköpum fyrir
vöxt Akureyrar
Fram kom í ávarpi Halldórs að
nú þegar félagið hefði verið stofnað
yrði hafist handa við að vinna að því
að vegurinn yrði lagður og nefndi
hann að bændur frammi í Skaga-
firði og í Borgarfirði væru jákvæðir
í garð hugmyndarinnar. Halldór
sagði styttingu vegarins milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur geta skipt
sköpum varðandi vöxt og viðgang
Akureyrar.
Birgir Guðmundsson, umdæmis-
stjóri Vegagerðarinnar á Akureyri,
nefndi í erindi sínu á stofnfundinum
að ef miðað væri við að 700 bílum
yrði ekið eftir veginum daglega
gæti stytting leiðarinnar sparað vel
á annan milljarð króna á ári. Fór
hann yfir helstu hugmyndir manna
um hálendisveg, en fjórar slíkar
hafa verið til athugunar og nemur
kostnaður við vegagerð frá 4,4 til
6,8 milljörðum króna eftir því hver
yrði fyrir valinu. Birgir kynnti einn-
ig þær hugmyndir sem verið hafa í
umræðunni varðandi styttingu
hringvegarins á þjóðvegi 1 milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur, m.a. um
Svínavatn, sunnan Blönduóss og að
fara sunnan Varmahlíðar í Skaga-
firði en um yrði að ræða um 19 kíló-
metra styttingu. Kostnaður er áætl-
aður 1,4 milljarðar króna en
sparnaður við þessa styttingu gæti
numið á annan milljarð króna á ári.
Hápunktur leiðarinnar er á
Stórasandi, 798 metrar, en um 15
kílómetrar af hálendisveginum yrðu
í yfir 700 metra hæð. Til saman-
burðar má nefna að um Öxnadals-
heiði er farið í 540 metra hæð og
rúmlega 400 á Holtavörðuheiði.
Svipaður vindhraði
en meira frost
Tvær veðurstöðvar voru settar
upp á liðnu haust, á Arnarvatns-
heiði og Eyvindarstaðaheiði. Fram
kom í máli Birgis að mælingar
sýndu að vindhraði þar var 12 og 13
metrar á sekúndu 3. janúar síðast-
liðinn, en það var sami vindhraði og
mældist á Öxnadals- og Holtavörðu-
heiði. Hitastigið reyndist hins vegar
nokkuð hærra á væntanlegum há-
lendisvegi og munaði þar 3 gráðum.
Frostið var þar 7 gráður en mældist
4 gráður á Öxnadals- og Holta-
vörðuheiði. „Það er erfitt að segja
til um hvaða áhrif þetta getur haft,
eflaust er snjórinn meira á hreyf-
ingu í þessum kulda, þannig að gera
má ráð fyrir meiri skafrenningi,“
sagði Birgir, en benti jafnframt á að
ofsaveður væru fátíð og gera mætti
ráðstafanir í kjölfar þeirra, s.s. að
loka veginum fyrir umferð.
Vilja stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur
Skiptir sköpum fyrir
viðgang Akureyrar
Morgunblaðið/Kristján
Stofnfundur Halldór Blöndal, Jóhannes Jónsson og Eiður Gunnlaugsson
ræða málin á stofnfundi einkahlutafélagsins Norðurvegar sem haldinn var
í gær á Akureyri.
Birgir
Guðmundsson