Morgunblaðið - 05.02.2005, Side 26

Morgunblaðið - 05.02.2005, Side 26
26 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Selfoss | „Mikil gróska hefur verið í byggingaframkvæmdum í Sveitarfé- laginu Árborg á árinu 2004 og í raun hefur verið um algjöra sprengingu að ræða,“ segir í ársskýrslu Bárðar Guð- mundssonar, skipulags- og bygginga- fulltrúa Árborgar, fyrir árið 2004. Á árinu 2004 voru veitt 174 byggingar- leyfi í sveitarfélaginu. Erindi sem tek- in voru fyrir í skipulags- og bygginga- nefnd voru 481 sem er 22% aukning frá árinu 2003 sem var metár að þessu leyti. Framkvæmdir voru hafnar við 97 mannvirki sem er 57% aukning frá fyrra ári en framkvæmdir teljast hafnar þegar sökkull hefur verið steyptur. Framkvæmdir hófust við 253 íbúð- ir á árinu, 40 íbúðir voru í einbýlis- húsum, 79 í par- eða raðhúsum og 134 íbúðir í fjölbýlishúsum. Um er að ræða 112% aukningu frá árinu 2003. Aukning í einbýlishúsum er 100%, í rað- og parhúsum er aukningin 18% og í fjölbýlishúsum 318%. Ekkert lát er á eftirspurn eftir lóðum í sveitarfé- laginu og er hún mest á Selfossi en við úthlutun lóða hjá sveitarfélaginu hef- ur staðan verið þannig að margir hafa verið um hverja lóð og lóðum úthlutað með útdrætti. Mikill lóðaskortur er á Selfossi. Sveitarfélagið mun bjóða upp á lóð- ir til úthlutunar í suðurhluta bæjar- ins, Suðurbyggð B, sem er vestan Tröllahóla. Lóðirnar á þessu svæði verða auglýstar í þessum mánuði og gert er ráð fyrir að þær verði bygg- ingarhæfar í júní, júlí og ágúst, í þremur áföngum. Þá er Ræktunar- samband Flóa og Skeiða að hefja und- irbúning gatnagerðar í Hagalandi vestan Eyravegar, suður af Foss- landshverfi og undirbúa sölu á lóðum. Lóðir í Hagalandi verða eignarlóðir og seldar líkt og í Fosslandinu en í Suðurbyggðinni er þeim úthlutað án sérstakrar greiðslu. „Við vonumst til að lóðirnar í Hagalandinu verði til- búnar fyrir framkvæmdir eftir ár. Það er mikil eftirspurn eftir þeim og við gætum verið búnir að selja hundr- að lóðir,“ sagði Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktunarsam- bands Flóa og Skeiða. „Ég óttast að lóðaframboðið sem við erum með anni ekki eftirspurninni miðað við álagið sem var hér 2003 og ég tel mjög mikilvægt að Hagalandið komi inn hér á Selfossi á sama hátt og Fosslandið gerði á sínum tíma,“ sagði Bárður Guðmundsson, bygginga- og skipulagsfulltrúi Árborgar. Algjör sprenging í byggingu íbúðarhúsnæðis í Árborg Byrjað á 253 íbúðum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gatnagerð Frá undirbúningsframkvæmdum í Hagalandi á Selfossi þar sem nýtt hverfi byggist. Þorlákshöfn | „Ég hef aldrei verið mikill skrifstofumaður. Hef alla tíð verið við verkamannastörf og reikna með að það verði ég það sem ég á eftir,“ segir Þórður Ólafsson, verkalýðsforingi í Þor- lákshöfn. Hann vinnur við upp- skipun með sínum mönnum og læt- ur aðra að mestu um skrifstofu- störfin hjá Verkalýðsfélaginu Boðanum þar sem hann er formað- ur. „Ég myndi halda að það væri ekki verra. Það eru ekki svo marg- ir eftir sem það gera,“ segir Þórð- ur þegar hann er spurður að því hvort það mælist ekki vel fyrir hjá félagsmönnum að formaðurinn gangi í störfin með þeim. Þá segist hann telja að staða sín gagnvart vinnuveitendum versni ekkert þótt hann sé starfsmaður þeirra. Þetta séu allt ágætir menn og margir vinir hans. „Ég rífst við þá þegar það þarf og svo leysum við málin á málefnalegan hátt. En ég leysi engin mál með tölvupóstsend- ingum,“ segir Þórður. Þórður er starfsmaður Ísfélags- ins hf. í Þorlákshöfn sem rekur löndunarþjónustu, ísverksmiðju og frystigeymslurnar Kuldabolann. Segir hann að töluvert hafi verið að gera, við uppskipun úr tveimur togurum frá Siglufirði sem lagt hafa upp á staðnum að undan- förnu. Indriði Kristinsson hafn- arstjóri segir að togararnir séu að- allega á karfaveiðum. Lítið annað sé að hafa þar sem netavertíðin sé varla byrjuð. „En það er allt sem flýtur á sjó í dag,“ segir Indriði. Aldrei verið mikill skrifstofumaður Morgunblaðið/Ómar Á vaktinni Þórður Ólafsson er við uppskipun úr Fróða í Þorlákshöfn. Hann er einn af fáum verkalýðsforingjum sem enn vinna verkamannastörf. ÁRBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Reykjanesbær | „Við vonumst eftir skýrum svörum um áframhaldið og að ráðist verði fljótt í útboð veg- arins,“ segir Steinþór Jónsson, hót- elstjóri í Keflavík og talsmaður áhugahóps um tvöföldun Reykja- nesbrautar. Samgönguráðherra og þingmenn hafa framsögu á almenn- um borgarafundi sem hópurinn heldur í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík næstkomandi mánudags- kvöld til að þrýsta á að ljúka tvö- földun Reykjanesbrautarinnar. Um þúsund manns mætti á borg- arafund um tvöföldun Reykjanes- brautar sem áhugahópurinn efndi til fyrir fjórum árum. Steinþór seg- ir að sá fundur hafi verið afar mik- ilvægur og ráðherra og þingmenn gefið ákveðin loforð um verkið. Hann segir mjög jákvætt að nú skuli vera búið að leggja veginn hálfa leiðina frá bæjarmörkum Hafnarfjarðar til Reykjanesbæjar og sé fólk mjög ánægt með þann áfanga. Fólk tali um að umferðin sé yfirvegaðri eftir að sá kafli kom og engin alvarleg slys hafi orðið þar þá sjö mánuði sem liðnir eru frá því tvöfaldi kaflinn var tekinn í notkun. „En það gera sér allir grein fyrir að tvöföldum Reykjanesbrautarinnar er eitt verkefni og því þarf að ljúka sem fyrst. Við munum hlusta eftir svörum samgönguráðherra og þingmanna á fundinum og sjá hvers er að vænta, hvort loforðin sem gefin voru séu ekki í fullu gildi,“ segir Steinþór og vísar til ummæla þingmanna fyrir fjórum árum um að unnt ætti að vera að ljúka tvö- földun Reykjanesbrautarinnar á árunum 2004 til 2006. Góður jarðvegur til ákvarðana Steinþór segir að áhugahópurinn hafi haft gott samstarf við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra og fleiri aðila. Telur Steinþór að góður jarðvegur sé nú til ákvarðana um framkvæmdina. Búið sé að undir- búa verkið vel og taki ekki nema tvær til þrjár vikur að auglýsa út- boð. Tilboð í vegaframkvæmdir séu óvenju góð um þessar mundir og mikilvægt að nýta það. Fundurinn verður í Stapa á mánudagskvöld og hefst klukkan 20. Steinþór Jónsson setur fund og síðan hafa framsögu Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra, Guð- mundur Hallvarðsson formaður samgöngunefndar Alþingis og fulltrúar stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi og svara spurn- ingum fundarmanna. Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun taka saman niðurstöður fund- arins og er áætlað að honum ljúki um klukkan 22. Á boðstólum verða bollur í tilefni dagsins og leigubíla- stöðvar bæjarins bjóðast til að flytja gesti til og frá fundi, endur- gjaldslaust. Fundurinn er öllum opinn. Efnt til borgarafundar í Stapanum um tvöföldun Reykjanesbrautar Vonumst eftir skýrum svörum Keflavíkurflugvöllur | „Það er alveg kominn tími á mig. Ég er orðinn elsti starfandi slökkviliðsstjórinn hjá varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna,“ segir Haraldur Stef- ánsson sem í þessum mánuði lætur formlega af störfum sem slökkvi- liðsstjóri á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur starfað samfellt hjá lið- inu í fimmtíu ár. Af þessu tilefni var efnt til mikillar veislu á Keflavík- urflugvelli þar sem yfirmenn varn- arliðsins og samstarfsmenn Har- aldar kvöddu hann með virktum og þökkuðu honum langa og dygga þjónustu. Haraldur hóf störf sem sjúkrabíl- stjóri hjá slökkviliðinu árið 1955, þá átján ára gamall. Hann varð slökkviliðsmaður árið eftir, síðar að- stoðarslökkviliðsstjóri og varaslökk- viliðsstjóri og tók við starfi slökkvi- liðsstjóra árið 1986. Hann hefði getað hætt fyrir nokkrum árum, ef stefnan hefði verið að komast snemma á eftirlaun en yfirmenn varnarliðsins vildu halda lengur í hann. „Ég hef haft ánægju af starf- inu og svo eru Bandaríkjamenn sér- staklega góðir húsbændur. Því er heldur ekki að neita að eftirlaunin aukast eftir því sem maður vinnur lengur,“ segir hann. Haraldur hefur átt við veikindi að stríða undanfarna mánuði og hefur Sigurður Arason varaslökkviliðsstjóri stjórnað slökkviliðinu á meðan og tekur nú formlega við embættinu. „Veikindin flýttu fyrir því að ég hætti en núna er ég eiginlega alveg búinn að ná mér,“ segir Haraldur. Hann segir að slökkviliðið sé í góðum höndum, þetta séu mest drengir sem hann hafi alið upp og segist örugglega eiga eftir að heimsækja þá oft. Strákarnir standa sig vel Hann segist sakna starfsins, eink- um góðra félaga. En hann segist einnig sakna valdsins og ábyrgð- arinnar sem fylgi því að vera yf- irmaður og láta gott af sér leiða. Hann hefur staðið fyrir umbótum í öryggismálum, jafnt í brunavörnum sem rekstri flugvallarins, á þeim tíma sem hann hefur starfað sem yfirmaður í slökkviliðinu og hefur liðið fengið fjölda viðurkenninga hjá Bandaríkjaher fyrir framúrskarandi árangur á ýmsum sviðum. „Strák- arnir hafa staðið sig vel og ég hef þess vegna fengið ýmsar orður fyrir störfin þarna. En það er allur hóp- urinn sem stendur á bak við það,“ segir Haraldur. Síðasta viðurkenn- ingin var veitt í kveðjuhófinu þegar yfirmaður varnarliðsins sæmdi Har- ald æðstu viðurkenningu sem borg- aralegum starfsmanni Bandaríkja- flota getur hlotnast fyrir störf sín. Haraldur kveður slökkviliðið á tímum niðurskurðar hjá varnarlið- inu sem einnig hefur bitnað á slökkviliðinu. Hann segir það vissu- lega óskemmtilegt að þurfa að skera niður þjónustu vegna vand- ræða með peninga. Hann treystir því þó að menn tapi ekki sjónum af ábyrgð sinni og láti ekki niður- skurðinn stefna öryggi borgaranna í hættu. Haraldur Stefánsson hættir eftir 50 ára störf í slökkviliðinu „Kominn tími á mig“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hættur Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri og Erla Ingimarsdóttir, eig- inkona hans, kveðja gamla vinnustaðinn á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.