Morgunblaðið - 05.02.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 05.02.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 29 ÚR VESTURHEIMI SIGGI verður 89 ára í sumar en hann mætir í vinnuna á hverjum degi og kannar stöðuna. ,,Ég get ómögulega hangið aðgerðalaus heima,“ segir hann. ,,Ég verð að koma hingað og taka þátt í starf- inu þó ég geri mest lítið.“ Jón Sigfússon, föðurbróðir Sigga, var fyrstur Íslendinga til að setjast að á Lundar-svæðinu austan við Manitobavatn, kom þangað 1887. Skúli, faðir Sigga, fylgdi fljótlega í kjölfarið. Hann var bóndi og annar Íslending- urinn sem kjörinn var til setu á þingi Manitoba. Hann náði fyrst kjöri 1915 og sat á þingi í 25 ár á 30 árum. Hann og Guðrún kona hans eignuðust sjö börn, fimm drengi og tvær stúlkur. Sveinn, sonur þeirra, var þekktur íþrótta- maður. Hann var níu sinnum Kanadameistari og átta sinnum Manitobameistari í kringlukasti og sleggjukasti. Í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana 1940 setti hann kanadískt met í kringlu- kasti en leikarnir féllu niður vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og Sveinn keppti því aldrei á Ólympíuleikum. En hann keppti á Samveldisleikum og á leikunum í Auckland í Nýja-Sjálandi fékk hann bronsverðlaun í kringlu- kasti. Hann var tekinn inn í Íþróttafræðasetur Manitoba 1982. Sveinn og bræður hans voru menn mikilla verka. Þegar Tom, yngsti bróðirinn, var tveggja ára, keyptu þeir fyrrverandi land for- eldra sinna og hófu búrekstur. Fljótlega tóku þeir einnig upp at- vinnufiskveiðar á Manitobavatni á veturna. Sveinn segir í bók sinni Sigfusson’s Roads að elstu og yngstu systkinin hafi fengið meira en hefðbundna skóla- 1947 þegar stjórnin í Saskatch- ewan tók yfir stjórn veiðanna í fylkinu. Þá sneru bræðurnir sér að vetrarvegagerð í Saskatchew- an, Manitoba og Ontario. Þeir höfðu kynnst stöðunni fyrir norð- an á veturna, þekktu manna best aðstæður á ísi þöktum vötnunum og fyrirtæki þeirra, Sigfusson Transportation Company, lagði meðal annars samtals um 5.700 km af vetrarvegum á um 30 ár- um. Hins vegar boluðu rík- isstjórnir fylkjanna þeim út úr þessum rekstri og greinir Sveinn ýtarlega frá gangi mála í fyrr- nefndri bók. Siggi var fiskimaður á Mani- tobavatni í um 20 ár og verkstjóri í vegagerðinni hjá bræðrum sín- um Sveini og Skúla í áratug. ,,Fiskveiðarnar gáfu vel í aðra hönd og 1945 hafði ég lagt nóg fé til hliðar til að geta keypt mitt fyrsta jarðvinnslutæki og ég stofnaði eigið fyrirtæki í vega- gerð þegar á næsta ári,“ segir Siggi. Nú hefur hann ekki tölu á tækjum og tólum fyrirtækisins og því síður yfirsýn yfir öll verkin. ,,Ég byrjaði einn míns liðs en það hefur alltaf verið nóg að gera og nú starfa hérna um 140 til 150 manns.“ Brian og David, synir Sigga, og sonarsynir hans fjórir hafa tekið við rekstrinum. Siggi mætir hins vegar í vinnugallanum og tekur drjúgan tíma í að ganga um svæðið. Alls staðar er eitthvað í gangi, verið að gera tæki og tól tilbúin í næsta verk, ganga frá áætlunum og svo framvegis. ,,Ég fylgist með en hugsa fyrst og fremst um nautgripina mína hérna á bænum við hliðina,“ segir hann um leið og hann horfir stolt- ur á viðurkenningu sem fyr- irtækið fékk frá samgöngu- málaráðuneytinu fyrir vegagerð á árinu 2004. Í áratugi unnu mörg hundruð manns hjá þeim bræðrum og ekki síst menn af íslenskum ættum. Vinnan var erfið en menn gátu auðgast vel og margir gerðu það við erfiðar aðstæður. ,,Það er ekki hægt að bera saman gerð vetr- arvega fyrir 50 árum og nú,“ seg- ir Siggi. ,,Við höfðum hvorki út- varp né síma og þurftum að hafa nóg af öllu meðferðis til lengri tíma. En við höfðum góðan mann- skap og það gerði gæfumuninn.“ göngu, en hann, Lóa, Siggi og Skúli hafi fæðst á röngum tíma og hafi þurft að taka til hendi áð- ur en kom að háskólaárum og ekki haft tækifæri til að ganga menntaveginn. Fljótlega sáu þeir bræður mikla möguleika í fisk- veiðinni og sáu Sveinn og Skúli um veiðarnar norður í Hrein- dýravatni og flutning aflans á sölustaði. Fyrirtækið Sigfusson Brothers var stofnað í þeim til- gangi. Arthur hafði umsjón með bústörfunum. Siggi sá um fisk- veiðarnar á Manitobavatni. ,,Hver hafði sitt hlutverk,“ segir Siggi. Tímamót urðu í rekstrinum Frumkvöðlar í lagningu vetrarvega Sigurður Jón (Siggi) Sigfusson í vélaverkstæði fyrirtækisins. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is Sigfusson Northern er sennilega viðamesta fyrirtækið í vegagerð í Manitoba í Kanada. Bræðurnir Arthur Franklín og Sigurður Jón (Siggi) Sigfusson lögðu grunninn að stórveld- inu með lagningu vetrarvega fyrir um 60 árum. Steinþór Guðbjartsson gekk með Sigga um fyrirtækið í Lundar og spjallaði við kappann. DAVÍÐ Gíslason, bóndi á Svaða- stöðum í Geysisbyggð í Manitoba í Kanada og einn helsti talsmaður ís- lenska samfélagsins í Manitoba, greindi frá tilurð flutninga Íslend- inga til Vesturheims og landnámi þeirra í Nýja Íslandi við opnun ár- legrar ferðakynningar í Manitoba í fyrrakvöld. Framlag Davíðs var helsta kynningin á vatnasvæðinu í Manitoba. Árlega kemur fólk í ferðaiðn- aðinum í Manitoba saman og fer yf- ir það sem fólki stendur til boða í fylkinu. Að þessu sinni fór ráð- stefnan fram á CanadInn-hótelinu, skammt frá flugvellinum í Winni- peg, og að henni lokinni kynntu hin ýmsu svæði ferðamöguleika ársins. Íslendingar settust að við Winni- pegvatn haustið 1875. Þegar þeir komu var allt besta landið farið en þeir gáfust ekki upp heldur unnu úr því sem þeir höfðu. Þeir fóru víða um fylkið – og reyndar stranda á milli – og íslensk bæjarnöfn eru áberandi á stóru svæði. Samband ferðamála á vatna- svæðinu fékk Davíð til að rekja sög- una í stuttu máli og Ruth Christie, sagnakona frumbyggja í Manitoba, greindi frá lífi þeirra. Saga Íslendinga helsta kynningin Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Davíð Gíslason greinir frá flutningum Íslendinga til Nýja Íslands á ferða- kynningunni í Manitoba.      ENDURMENNTUN Háskóla Íslands í samstarfi við menningarstofnunina North Dakota Council on the Arts í Bandaríkjunum og Vesturfarasetrið á Hofsósi halda námskeiðið Norðurljós: Samanburður á þjóðháttum og alþýðulist í Norður-Dakota og á Ís- landi, á Hofsósi í júní í sumar. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um þjóðfræði og alþýðulist, jafnt fræði- mönnum sem leikmönnum og það má meta til einnar einingar í framhaldsnámi í mannfræði- og þjóðfræði- skor HÍ. Á námskeiðinu verða dregnar fram andstæður og sameiginlegir þættir í þjóðháttum og alþýðulist á Ís- landi og í Norður-Dakota. ,,Ísland og Norður-Dakóta eru að vissu leyti nokkuð einangruð svæði og óþekkt á heimsvísu en rík af margvíslegum þjóðháttum sem hafa mótast í aldanna rás í sterkum tengslum við stórbrotið landslag, harðneskjulegt veðurfar, búskap og sögulega fólksflutninga,“ segir meðal annars um námskeiðið á heimasíðu Endurmenntunar HÍ. ,,Á hverjum degi námskeiðsins kynna margir einstakir og þjóðþekktir alþýðulistamenn, bæði frá Norður- Dakóta og Íslandi, list sína og fræði með sýningum, kynningum og fyrirlestrum. Meðal þess sem er kynnt eru Íslendingasögurnar, sagnahefð Dakóta (Sioux- indíána), þjóðlegur matur, tónlist, rímur, hestamenn- ing og -hefðir, og margt fleira. Námskeiðið er fjár- magnað af North Dakota Council on the Arts og hald- ið að frumkvæði þeirrar stofnunar.“ Námskeiðið fer fram 25. til 28. júní, en gert er ráð fyrir að þátttakendur frá Bandaríkjunum og Kanada fljúgi frá Minneapolis 23. júní og til baka 29. júní. Troyd A. Geist er aðalskipuleggjandi og kennari námskeiðsins en aðrir kennarar eru m.a. dr. Gísli Sig- urðsson hjá Árnastofnun, Mary Louise Defender Wilson sagnaþulur, Þór Vigfússon sagnaþulur, Lila Hauge-Stoffel prófessor, Hildur Hákonardóttir lista- maður, Debi Rogers, tónlistarmaður og sagnaþulur, Guðjón Kristinsson tréskurðarmaður, og Valgeir Þorvaldsson og Wincie Jóhannsdóttir frá Vesturfara- setrinu á Hofsósi. Skráningarfrestur fyrir Íslendinga er til 23. maí en Hans Júlíus Þórðarson hjá Endurmenntun HÍ (hjth@hi.is) sér um skráningu og veitir allar nánari upplýsingar. Námskeið um þjóðhætti og alþýðulist mbl.issmáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.