Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 31
unnskólanemanna og skýringartextarnir erði landsmönnum bæði til fróðleiks og ægju.“ „Með þessum ábendingum vill Mjólk- amsalan halda á lofti þeim skemmtilegu ein- nnum í íslenskri tungu sem málshættir og ðatiltæki eru, minna á hvað þau auðga tung- a og fræða fólk um merkingu þeirra,“ segir ðlaugur. Þorgerður fagnaði því að MS axlaði sam- agslega ábyrgð með því að ýta undir málvit- d barna og fullorðinna. um bæði ægju“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 31 S íðbúnar greinar mínar um eðli heyrnarleysis/ heyrnarskerðingar áttu aldrei að verða nema tvær, en af því ég minntist í lokin á menntunargrunn þolenda fann ég hjá mér þörf til að bæta einni við. Einnegin fyrir þá sök að ég rakst óvænt á grein eftir dömurnar tvær sem ég minntist á í upphafi, sem inni- bar í og með skýrslu um námsgrunn heyrnarlausra í heyrnleysingjaskól- um og gengi þeirra í sérdeildum grunnskóla í Danmörku. Áður hafði ég því miður einungis getað stuðst við upphafsgreinina, hinar fann ég ekki, en væri ekki lag að einhver klár og velviljaður blaðamaður fiskaði eftir öllum þessum skilvirku greinum er birtust í Politiken í desembermánuði 2003 og semdi greinarflokk upp úr þeim? Sjálfur hef ég verið sakaður um hlutdrægni, að fara út fyrir rammann og þaðan af verra í fyrri skrifum mínum um þessi mál, jafnvel svo jaðraði við mannorðsmissi. Í greinaflokknum í Politiken sem eru mestmegnis í skýrsluformi geta menn séð að svo var einmitt ekki, hins vegar virðist fáfræði um þessi mál hér á landi jafnvel ná inn í raðir þeirra sem síst skyldi. Þá gerði Disneysápa um líf Hel- enar Keller í sjónvarpinu eitt föstu- dagskvöldið mér gramt í geði, ekki einu sinni stuðst við áreiðanlegar heimildir, þeim mun meir höfðað til glitsjós og tárakirtla. Í lokin var harmþrungið hermt frá því að Ann Sullivan hefði fylgt Keller til æviloka en það vita allir sem eru eitthvað inni í málum að hinar fórnfúsu konur sem fylgdu henni nær hvert fótmál urðu tvær. Sullivan lést 1914 og þá tók Polly Thompson, sem verið hafði rit- ari Keller, við af henni, komu meðal annars báðar í heimsókn til Íslands 1957. Rík ástæða er til að fara hér aftur í saumana á meininu og rekja orsakir þess að þolendur eru misjafnlega í stakk búnir til að móttaka almenna menntun og þroska mál- og talskiln- ing, leitaði mjög á mig er leið á skrifin og ekki síður eftir á. Löngu sannað, að tímabilið frá fæðingu til eins árs er merkilegasta, undursamlegasta og örasta þroska- skeiðið í lífi einstaklingsins, ræður til úrslita að öll skilningarvitin séu virk. Hefur því mikið að segja að heyrnin, útvörður þeirra, sem velflestum hlotnast fullþroska í vöggugjöf, sé í fullkomnu lagi fyrstu árin, og má vera auðskilið að barnið fer mikils á mis ef heyrnin kemst til að mynda ekki í gagnið fyrr en seint á öðru ári. Um leið afgerandi hemill á þroska- möguleika þess ef það missir heyrn- ina á tímaskeiðinu, þó situr áunninn þroski eftir sem ber einkum að hafa í huga. Táknrænt að Helen Keller var 19 mánaða þegar hún missti heyrn og sjón, en hafði fram að því verið full- komlega heilbrigt barn, gerði sér skýra grein fyrir hvað væri að heyra og að stórum hluta að sjá, en það tek- ur sjónina níu ár að verða fullþroska. Má vera nær borðleggjandi að ef hún hefði fæðst blind og heyrnarlaus hefði henni verið ókleift að þroskast í þessa miklu konu sem lét eftir sig þrjár víðlesnar bækur sem gerði heiminn agndofa, skildi að auk fjögur tungumál, en það slær á engan hátt á afrek hennar sem á sér naumast for- dæmi. En þetta þarf hins vegar klár- lega að hafa í huga þegar möguleikar heyrnarlausra barna til menntunar eru annars vegar, ennfremur á hvaða hátt mögulegt sé að þroska málskiln- ing þeirra með fulltingi sjónarinnar og sjónarheimsins. Fjögurra ára eru börn altalandi, mörg læs sex ára og yfirleitt fluglæs átta ára, til viðbótar er taugakerfið mótað á tíunda ári og á þessu öllu drjúgur stigsmunur. Með málþroska á ég ekki einungis við mælt mál held- ur í og með táknmál, því hljóðlaus tákn manna á millum má allt eins þróa eins og mannkynssagan er til vitnis um. Sá sem fæðist alveg heyrnarlaus eða mjög heyrnarskertur hefur ekki möguleika á að gera sér fulla grein fyrir eðli heyrnarinnar, er þar full- komlega háður ímyndunar- aflinu, táknmál verður því eðlilega fyrsta mál hans og ígildi móðurmáls nema hann sé gæddur fágætu næmi, getspekin segir mér að slíkir séu varla fleiri en 1 af hverjum 10.000. Er þá litið til algjörs heyrn- arleysis, öðru máli gegnir að sjálfsögðu um skerta heyrn, einkum ef hljóð verða greind þótt ekki taki þau á sig heila mynd. Nákvæmlega sama gegnir auðvitað um sjónina því hinn alblindi hefur ekki möguleika á að gera sér fulla grein fyrir sjónarheiminum, en hinn lögblindi, þ.e. einstaklingar með 10% sjón, getur það að nokkru og því meir og betur sem fleiri prósentustig eru á borðinu. Því miður hefur verið tilhneiging í þá átt að alhæfa um menntunargrunn heyrnarlausra, um hinn hópinn veit ég eðlilega minna, heitir að síður er farið eftir því hvar viðkomandi er staddur. Í ljósi ofanskráðs væri þó jafn fáránlegt að ætla að gera barn sem fætt er alveg heyrnarlaust tal- andi og að ætlast til að altalandi börn með þroskaðan málskilning geri táknmál að fyrsta máli sínu og sé skipað inn í menningarheim heyrn- arlausra, hversu virðingarverður sem hann nú er. Að sjálfsögðu er það af hinu góða að allir heyrnarlausir og mjög heyrnarskertir hafi gott vald á táknmáli, en hætta er á að ofnotkun þess af seinni hópnum hamli tal- og málþroska og þá er að sjálfsögðu verr af stað farið en heima setið. Skilj- anlega eru þeir með algjöra sérstöðu sem fæddir eru heyrnarlausir/ heyrn- arskertir eða hafa misst heyrn áður en málþroska og lesskilningi var náð, fyrir þeim er táknmálið eina málið og þeir lifa sig inn í það með öllum sínum sértæka málskilningi og þróuðu blæ- brigðum. Einmitt blæbrigðum sem heyrandi fullorðnir eiga erfitt með að lifa sig inn í. Fyrir þennan minni- hlutahóp verður táknmálið alltaf að- almálið og meðlimir hans geta aldrei tileinkað sér blæbrigði talmálsins á sama hátt og heyrandi, né hinir sem hafa innbyggt heyrnarminni og mál- skilning. Þannig þarf að aðgreina þessa hópa eftir aðstæðum því tákn- mál getur á sama hátt seint orðið að- almál né heldur móðurmál þeirra sem missa heyrn þegar fullur málskiln- ingur er til staðar. Í þeim tilvikum skiptir öllu að halda áfram að þróa hann og þá helst með aðstoð vara- lestrar. Mig hefur lengi undrað hve lítið sjónarheimurinn hefur fram til þessa verið virkjaður í grunnmenntun heyrnarlausra, eins mjög og þeir eru háðir ljósi og sjón, nákvæmlega á sama hátt og blindir heyrninni. Upp- eldisfrömuðir virðast þannig hafa mjög takmarkaðan skilning á þeim möguleikum sem sjónarheimurinn og tákn hans búa yfir, hann getur þó ein- mitt gagnast heyrnarlausum til mik- illar blessunar. En í stað þess remb- ast viðkomandi eins og rjúpan við staurinn við að mennta heyrnarlausa á líkan hátt og heyrandi, þótt það sé í mörgum tilvikum vonlaust. Að sumu leyti hliðstætt því að ætla sér að kenna blindum/sjónskertum að þekkja litrófið, blæbrigði þess og blöndunarmöguleika. Táknmál opnar heyrnarlausum/heyrnarskertum að vísu stórt svið, hins vegar hafa menn minna beint sjónum að sjálfri áþreif- anlegu táknfræðinni allt um kring. Hér er átt við liti, línur, form og önn- ur fyrirbæri sjónarheimsins, einnig sértæk tjátákn, „semiotik“, sem mögulegt er að lesa úr og gæti verið kennurum heyrnarlausra ómet- anlegur vegvísir inn í hugskot þeirra. Staddur í Tókýó fyrir nokkrum árum tók ég fljótlega eftir því að lest- arkerfið gekk fyrir litum og fyrir vik- ið gat ég endasenst um alla borgina, lærði auðveldlega á það enda sjóaður á litakerfið. Um leið var ég sneggri að átta mig og í mun betri aðstöðu en heyrandi útlendingar sem ég og sannreyndi. Samkvæmt rannsóknum kvennanna koma hérumbil sex af hverjum sjö heyrnarlausum/ heyrnarskertum nemendum sem styðjast við táknmál úr grunnskól- anum án fullgildra prófa. Nokkur hafa níunda eða tíunda bekkjar próf í einstökum greinum, einkum í stærð- fræði og efnafræði, en aðrir hafa valið að sleppa einstökum prófum. Hér er vísað til uppgjörs frá heyrnleysingja- skólanum í Nyborg, en um 90% nema frá heyrnleysingjaskólum á landinu koma þangað til undirbúnings frek- ara námi. Stór hluti þeirra lýkur ekki skólanum með fullgildu lokaprófi, en eins og segir þá er það ekki vegna þess að þau eru heyrnarlaus, heldur í og með vegna þess að kennararnir eru ekki nægilega færir í táknmáli (!), sýnu lakari en nemendurnir sjálfir, staðan væri hins vegar önnur ef þeir hefðu menntun táknmálstúlka. Eins og haft er orðrétt eftir einum kenn- aranum: „Fyrir okkur kennarana verður táknmálið aldrei hagstætt, optimalt, skortir blæbrigðin – okkur er það framandi tungumál. Ég legg það til hliðar þegar ég fer heim í viku- lokin, og nota það aldrei prívat.“ Minnist þess hér að aðalkennarar Heyrnleysingjaskólans, að Brandi undanskildum, voru einungis með al- menna kennaraskólamenntun til við- bótar námskeiði frá heyrnleys- ingjaskólum í Danmörku í malnum, jafnframt einnig Margréti Rasmus, fyrrverandi skólastýru, svo og nefnd- um Brandi Jónssyni. Studdust við fingramálsstafrófið ásamt ýmsum al- mennum táknum því samfara til áherslu og áréttingar, ennþá var langt í land að þróað táknmál kæmi til skjalanna. Einnig rétt að vísa til þess að allir heyrandi og sæmilega næmir geta lært fingramálsstafrófið á einni dagstund eða svo, en nám í táknmálsfræðum á háskólastigi tekur tvö og táknmálstúlkun þrjú ár, á þessu er nokkur munur. Jack Ashley, þingmanni af Stoke on Trent í 25 ár, hefði orðið lítið ágengt með fingra- málinu einu, áratugum áður en þróað táknmál og seinna tölvan komu til sögunnar. Hann studdist hins vegar við varalestur og mun hafa verið óvenju fær í þeirri grein, en það sér- staka ferli er mun lengra og erfiðara að temja sér til mikils gagns en tákn- málið, einkum fyrir þá sem eru með ekkert eða takmarkað mál- og tal- minni. Merkingarlegt gagnsæi hug- taka er þeim iðulega lokuð bók og í mörgum tilvikum nær óyfirstíganleg hindrun. Kemur líka í ljós að tákn- málsnemendum með einhvern mál- skilning í Nyborgskólanum gengur (eðlilega) mun betur á lokaprófum úr 10. bekk en hinum, hlutfallið skilst mér að sé 53,9 á móti 46,1%. Fjöldi nemenda sem útskrifast með fullgilt lokapróf í að minnsta kosti fimm fög- um svo 37 af í allt 253 nemendum, þetta þó stórum betri árangur en fyr- ir einungis áratug. Þá ber að vísa til þess að heyrnarlaus/heyrnarskert börn eru mun verr að sér í lestri en heyrandi, í raun einungis 25% nokk- urn veginn, samkvæmt rannsóknum frá 1998. Hafi þau þá ekki verið læs áður en þau misstu heyrnina hlut- fallið fjórir á móti einum og þó hafa framfarirnar verið örar ef litið er til kannana frá 1969 og 1979. Hlutfall þeirra sem gátu lesið ámóta vel og jafnaldrarnir var þá einungis þrjú og tíu prósent. Skilningur á orðum og hugtökum annar og ófullkomnari, lýsandi að ef sagt var af húsi sem brunnið hafði til kaldra kola gátu sumir ekki gert sér grein fyrir eðli vátryggingar. En ef sjónarheimurinn væri hér virkjaður til aukins gagnsæ- is hugtaka myndi það líkast til breyta miklu og gera nemendur færari til að bjarga sér af eigin rammleik, í sum- um og sértækum tilvikum jafnvel betur en heyrandi. Af ofanskráðu má vera klárt að líta þarf til margra átta varðandi mennt- un heyrnarlausra/ heyrnarskertra og hér engar töfralausnir á borðinu, þannig engan veginn mögulegt að setja alla heyrnarlausa undir sama hatt. Minnast má að í flestum til- vikum er um andlega heilbrigða ein- staklinga að ræða sem eiga ekki við neinar aðrar hindranir að stríða, til að mynda van- eða misþroska. Hér skiptir öllu að ná til hvers og eins í samræmi við það hvernig hann er í stakk búinn og haga kennslunni eftir því, að öðrum kosti fara hlutirnir óhjákvæmilega úrskeiðis, á stundum með afdrifaríkum afleiðingum. Meg- inveigurinn verður þá að sleppa aldr- ei fullkomlega af heyrnarlausum hendinni frekar en heyrandi og láta þennan minnihlutahóp afskiptan, samlagast múgnum bara sisona, bless bless. Sallklárt að þeir eru ekki í sömu aðstöðu til að bæta við sig menntun og heyrandi, skrá sig á námskeið endurmenntunar nema þá með aðstoð táknmálstúlka sem kost- ar þjóðfélagið morð fjár. Og þeir heyrnarlausir/heyrnarskertir sem hrærast í mennigarheimi heyrandi eru í svipaðri aðstöðu að því viðbættu að varalestrartúlkar eru naumast til. – Nú hefur Vesturhlíðarskólinn, sem tók Brand Jónsson mörg ár, blóð tár og svita að fá reistan, verið tekinn til annars brúks. Í sárabætur hefur táknmálshópnum með kurt og pí ver- ið vísað til sætis sem deild í Hlíða- skóla, sem eins og fyrr segir skal ekki með öllu lastað. En hefði ekki verið viturlegra við hina blessunarlegu fækkun fæddra heyrnarlausra/ heyrnarsketra síðustu áratugi að hagnýta húsnæðið til skipulagðrar sí- menntunar allra þeirra sem eiga við þessa fötlun að stríða? Og úr því að það var ekki gert skuldar þá ekki þjóðin þessum fimm prósentum, eða sirka 15 þúsund heilbrigðum Íslend- ingum, húsnæði, hvert þeir geta leit- að með vandamál sín og þarfir til sí- menntunar í hátækniþjóðfélaginu? Hátækni, sem hefur opnað þeim dyr að umheiminum sem aldrei fyrr, skapar svo aftur þörf á að þeir séu með á nótunum, helst glaðvakandi. Eða skal þessi minnihluti afskiptur á meðan til að mynda svonefndir nýbú- ar njóta margfalt skilvirkari fyrir- greiðslu? Eftir Braga Ásgeirsson Höfundur er listrýnir og listmálari. Bragi Ásgeirsson Hin franska Sandrine Herman að túlka ljóðið Eilífð, Eternité, eftir landa sinn Arthur Rimbaud á táknmáli. Símenntun heyrnarlausra ’Hér skiptir öllu að ná til hvers og eins í sam-ræmi við það hvernig hann er í stakk búinn og haga kennslunni eftir því, að öðrum kosti fara hlutirnir óhjákvæmilega úrskeiðis, á stundum með afdrifaríkum afleiðingum.‘ ólkurumbúðum Morgunblaðið/ÞÖK rra og Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri nýju umbúðunum í gær. eiga myndverk er munu prýða mjólkur- neið og mjólkurglas í tilefni dagsins. ýju umbúðirnar verða með sama grunnútliti á öllum mjólkursamlögunum. ERIÐ er að kanna hvort grundvöllur er fyr- sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólk- bús Flóamanna. Stjórnir félaganna vinna nú að svonefndum mrunasamningi sem hugmyndin er að ggja fyrir aðalfundi hvors félags í næsta ánuði náist samkomulag um slík samnings- ög. Lög um samvinnufélög kveða á um að ð sameiningu slíkra félaga skuli annað fé- gið renna inn í hitt. Ljóst er að við samruna þarf því að taka af- öðu til þess hvort félagið leggist í raun nið- og renni inn í hitt, hvar aðalstöðvar verða, ert verði nafn hins sameinaða félags og svo amvegis. Sameinuð myndu félögin vera með m tvo þriðju í markaðshlutdeild mjólk- vara. Samruni kannaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.