Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Steinvör Bjarn-heiður Jónsdótt- ir fæddist í Gilsár- teigi í Eiðaþinghá 24. janúar 1928. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Seyðisfirði aðfaranótt föstu- dagsins 28. janúar síðastliðinn. Stein- vör var dóttir hjónanna Krist- bjargar Bjarnadótt- ur, f. 1.3. 1902, d. 10.1. 1988, og Jóns Þorsteinssonar, f. 3.2. 1900, d. 10.6. 1973. Bræður Steinvarar eru Þorsteinn Jónsson, f. 20.11. 1925, d. 25.3. 1991, maki Olga Jónsdóttir, og Jón Ármann Jóns- son, f. 2.1. 1938, maki Hildigunn- Ragnhildur Eik. 3) Guðmundur Hugi, f. 21.10.1966, dóttir Birta, móðir Selma Karlsdóttir. Úr Eiðaþinghánni lá leið Steinvarar í Loðmundarfjörð, þaðan áfram á Borgarhól í Seyð- isfirði. Sjö ára gömul flutti hún með foreldrum sínum á Álfhól í Seyðisfjarðarkaupstað og á Seyðisfirði bjó hún alla tíð upp frá því. Eftir skólagöngu í Seyðisfjarð- arskóla, var hún í tvö ár í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni og eitt ár í Húsmæðaraskólanum á sama stað. Þegar heim kom var Steinvör við afgreiðslustörf í Seyðisfjarðarapóteki. Steinvör starfaði fyrst og fremst á heimili sínu, auk þess að halda Seyðisfjarðarskóla hreinum í rösk 30 ár. Einnig var hún tæp tíu ár við afgreiðslu- störf í Kaupfélaginu á Seyðis- firði. Útför Steinvarar verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur Hilmarsdóttir. Steinvör giftist 23. febrúar 1952 eftirlif- andi eiginmanni sín- um Guðmundi Þórð- arsyni kennara frá Byggðarholti í Lóni, f. 24.11. 1928. Börn þeirra hjóna eru: 1) Þóra Bergný, f. 20.5. 1953, sonur Dýri, faðir Jón Sigfús Sig- urjónsson, maki Rík- ey Kristjánsdóttir, synir þeirra Rökkvi og Sindri. 2) Krist- björg, f. 27.12. 1954, maki Árni Kjartansson, börn þeirra hjóna: Kjartan, maki Harpa Lind Kristjánsdóttir, dótt- ir þeirra Rán, Steinvör Þöll, maki Davide Taub, Sigurlaug og Það eina sem þú tekur með þér, þegar þú yfirgefur þessa jörð er það sem þú hefur gefið af heilum hug, sagði mamma við mig einhvern tíma þegar ég var unglingur. Ef þetta reynist rétt, sem ég hef reyndar aldrei efast um, mun Steinvör móð- ur mína ekkert skorta, nú þegar hún er lögð í hina óræðu ferð, handan dauðans. Hún sjálf og tilvera hennar var ein stór gjöf til okkar hinna, sem með henni gengum. Gjöf gefin án nokkurra væntinga um umbun eða endurgjald. Þegar ég á sínum tíma las Bókina um veginn hugsaði ég með mér að Lao-Tse hefði hlotið að þekkja hana mömmu. Þessa sístarfandi, sterku, glaðværu konu, sem einskis krafðist handa sjálfri sér og uppskar ást og virðingu allra. „Hinn vitri starfar án strits og kennir án orða … Hann framleiðir en safnar ekki auði … Og þar eð hann krefst einskis handa sjálfum sér á hann ekki neinn missi á hættu.“ Þrátt fyrir að Steinvör væri tengd jarðlífinu sterkum traustum bönd- um var hún einhvern veginn hafin yfir hverdagsleikann. Víðsýni, æðru- leysi, bjartsýni og algjört fordóma- leysi gerðu það að verkum að hægt var að leita til hennar með allt. Þeg- ar nýjar hugmyndir fæddust voru þær bornar undir mömmu í þeirri vissu, að mat hennar yrði viturlegt, jákvætt og uppbyggilegt en umfram allt þannig að ákvarðanirnar voru áfram í okkar höndum. Og þegar kom að hinum praktísku úrlausnum voru þau pabbi og mamma ómiss- andi. Ekkert var ómögulegt og allt gert til að koma verkefninu í höfn. Stuðningur án stjórnsemi, ást án af- skiptasemi. Þetta var henni svo eðli- legt. Að alast upp á Seyðisfirði hjá mínum góðu foreldrum var svo gott að mér fannst engar hörmungar gætu jafnast á við það að eitthvað myndi riðla þessari litlu fjölskyldu. Pabbi var kennari og mamma vann lengst af heima. Þau voru bæði sístarfandi en skemmtanir fjölskyld- unnar miðuðust við að vera saman. Við vorum eins og hálfgerðir sígaun- ar þegar við við fórum á gamla Vill- isnum með heimasaumuðu hveiti- pokatjöldin í útilegur út í bláinn. Annað svefntjald sem við fylltum af heyi sem við fengum að láni á ein- hverju túninu og hitt sælkeraeldhús þar sem dýrindis máltíðir voru eld- aðar á prímusnum, oft úr einhverju sem við fundum í náttúrunni eða keyptum á næsta bæ. Við systkinin vorum viss um að við værum einstaklega heppin með mömmu. Hún var flippaðri en flestir vinir okkar og hún var alltaf til í að hlusta og taka þátt í lífi okkar for- dómalaust. Öfgalaus viðhorf hennar til þess sem við deildum með henni urðu til þess að við treystum eigin dóm- greind og lentum aldrei í uppreisn gegn foreldravaldi og rakalausri íhaldssemi. Vinir mínir voru ekki síður en við ánægðir með þessa öðruvísi mömmu. Þegar þeir komu í heim- sókn austur var það föst venja að líta inn á Byggðarhól og setjast á spjall í eldhúskróknum hjá þeim pabba. Þar var mikið skeggrætt og hlegið. Ég man eftir einum vini mín- um sem dvaldist um lengri tíma á Byggðarhól. Hann hló svo mikið með Steinvör að hann fékk gat á lungað og varð að fá arfaseyði sent frá ömmu á Hornafirði til að græða meinið. Frumleg kímni, hnyttin tilsvör, skemmtilegt orðfæri og nett stríðni voru uppspretta allrar þessarar kát- ínu. Þetta voru jafnframt tæki henn- ar og tól til að fást við umhverfi sitt. Ef við vorum órímileg gerði hún góðlátlegt grín að okkur þar til við vorum farin að brosa út í annað og á endanum hlæja að öllu saman. Það var líka dásamlegt að sjá hvernig hún og pabbi hjálpuðust að með alla hluti og byggðu upp æsku- heimilið okkar á Byggðarhól. Aldrei þurftu þau að deila um verkaskipt- ingu sem þó var ekki alltaf hefð- bundin. Þó pabbi væri flinkastur á verkstæðinu þá smíðaði hún fínustu hluti og tók á honum stóra sínum í garðinum og pabbi var ekkert feim- inn við að munda heklunálina eða setja upp grautinn ef svo bar undir. Allt innanstokks, gardínur, dreglar, áklæði, jafnvel viskastykki komu úr- vefstólnum hennar og flestar flíkur á fjölskylduna saumaði hún að ósk- um hvers og eins. Ekki virtist mamma þurfa sérstakt næði til alls þessa því Byggðarhóll var alltaf full- ur af börnum að leik því hvergi var skemmtilegra að vera. Pabbi minn, ég veit að tíminn sem þið áttuð eftir að mamma greindist með ólæknandi krabbamein varð ykkur báðum óskaplega dýrmætur. Þið leyfðuð ykkur þann munað að hafa hvort annað í algjöru fyrirrúmi og njóta hverrar stundar. Æðruleysi mömmu lýsti sér best í því að þrátt fyrir erfið veikindi hafði hún orð á því að enginn gæti haft það betra en þið. Megi Guð gefa þér styrk til að vingast við sorgina og lifa enn mörg innihaldsrík ár. Síðustu vikurnar á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði urðu móður minni þung- bærar. Þrátt fyrir það átti hún fram á það allra síðasta bros, faðmlög og hlý orð handa okkur og hjúkrunar- fólkinu sem undraðist styrk og reisn þessarar fárveiku konu. Ég vil þakka öllu því yndislega fólki sem annaðist mömmu. Það gerði allt sem í valdi þess stóð til að létta henni lífið þessa dökku daga. Elsku mamma mín. Ég hef alla ævina óttast þá stund er þú færir frá okkur. Þú varst eins ómissandi og sjálfsögð og himinninn, jörðin og vatnið. Tímalausa gyðja, mér hefur sennilega aldrei fundist þú ung og þannig varðst þú heldur aldrei göm- ul. Þú ert sígild og algild og allra besta mamma í heimi. Ég bið Guð að taka þig í sinn líknandi faðm. Þín dóttir Þóra. Ég hitti tengdamóður mína fyrst haustið 1971 á tröppunum á Garð- arsvegi 14 á Seyðisfirði. Þar bankaði ég uppá til að bjóða dóttur hennar á ball. Ég hef eflaust ekki verið sér- lega upplitsdjarfur, en með mjög ákveðinn ásetning, því heimasætuna hafði ég hitt á Atlavíkurhátíð helgina áður og var kominn alla leið frá Höfn til Seyðisfjarðar gegnum stórrigningar og aurflóð til að heimta hönd hennar. Þessi ókunna kona reyndist mein- lausari en ég óttaðist í fyrstu og það fór vel á með okkur þarna á pall- inum. Eflaust bauð hún mér inn þótt ég kysi að dvelja í Landróver föður míns meðan heimasætan lauk við að lauga sig eftir fiskvinnu vikunnar. Upp frá þessu urðu komur mínar á Garðarsveg 14 fljótt tíðar og tókst strax með okkur Steinvör djúp vin- átta. Þau urðu meira en þrjátíu og fjögur, árin sem hún umbar mig, og ég naut góðvildar hennar og um- hyggju. Þegar ég missti móður mína fyrir alltof löngu síðan þá gekk hún mér í móður stað og stjanaði svo við mig eftir það að á stundum var ekki laust við að dóttir hennar yrði af- brýðisöm. Steinvör var falleg manneskja. Ekkert aumt mátti hún sjá og allt ungviði laðaðist að henni. Ef hægt væri að nota tískuorðið sjálfbær um fólk, þá var hún sjálfbær. Hún var sjálfri sér nóg um alla hluti og varð- veitti af kostgæfni allan þann auð sem henni var trúað fyrir. Hún var náttúrubarn, sem naut landsins og nytjaði það af um- hyggju. Löngu áður en Músavina- félagið fæddist veiddi Steinvör sínar mýs lifandi, fóstraði þær til vors og sleppti þeim í hagann. Steinvör var hlédræg og íhugul, en jafnframt glöð og hnyttin. Hún var fórnfús og skilningsrík á hvers manns hag og laus við allan hégóma. Hugmyndarík var hún og gat verið stríðin, en alltaf var hún skemmti- leg. Hún var fyrir mér eins og álfkon- an íslenska; landið og þjóðin í einni veru. Eflaust var hún afkomandi álf- konunnar sem leysti Jón Hreggviðs- son undan exi við Öxará og batt hann við hestastein í Ólafsvík. Eins og hún hefði Steinvör verið ríkust „þann dag sem alt hefur verið dæmt af henni“. Betri tengdamóður, vinar og ömmu barnanna minna hefði ég ekki getað óskað mér. Hún var falleg hún var góð hún var betri en þær. Árni Kjartansson. Þegar ég var barn var ég sann- færð um að amma mín gæti allt, og það var ekki fjarri lagi. Hún gat lag- að allt, saumað allt, leyst allt, fundið allt … Hver annar hefði haft hug- myndaflug eða nennu til að útbúa „armbandsleitartæki“ úr spotta og segulstáli til að finna týnt krakka- glingur í hektara af mýri; vitað að bláberjablettum mætti ná úr spari- buxum með hafragraut; eða dottið í hug að úr stafla af gömlum hveiti- pokum væri sniðugt að sauma úti- legutjald? Amma var alltaf að gera eitthvað, og það var næstum alltaf eitthvað skemmtilegt. Bernskuheimsóknir á Byggðarhól STEINVÖR JÓNSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR INGIMUNDARSON Aðalgötu 5, Keflavík, (frá Garðstöðum, Garði), lést á Garðvangi Garði miðvikudaginn 2. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Jónsdóttir, Guðni Kjartansson, Magnea Erla Ottesen, Lísbeth Th. Ingimarsdóttir,Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, GERÐA HÅKONSEN RYLEY, lést í New Orleans miðvikudaginn 2. febrúar. John William Herron, Nancy Alice Gonzales, Kristín Lynn Seay. Elsku frænka okkar, JÓSEFÍNA V. BENJAMÍNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 7. febrúar kl. 11.00. Valur, Kiddi, Bessý, Óskar, Svanhvít og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, VALGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Funalind 13, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðviku- daginn 2. febrúar. Útförin verður gerð frá Kópavogskirkju föstu- daginn 11. febrúar kl. 13:00. Guðni B. Guðnason, Gunnar Guðnason, Erna Olsen, Þórólfur Guðnason, Sara Hafsteinsdóttir, Guðni B. Guðnason, Ásta Björnsdóttir og barnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, UNNUR GUÐBJARTSDÓTTIR, lést á Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Svala Brjánsdóttir, Henrý Kristjánsson, Jónas Brjánsson, Snjólaug Sveinsdóttir, Brynjar Brjánsson, Stefanía S. Bjarnadóttir. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLAFUR J. ÓLAFSSON löggiltur endurskoðandi, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtu- daginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 11. febrúar kl. 13.00. Anna M. Ólafsdóttir, Rune Nordh, Ása Jóhannsdóttir, Jón Ágúst Ólafsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.