Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 41
voru stútfullar af ævintýrum, enda ævintýralegt hús þar sem skápar leynast inni í skápum inni í veggjum og allt er samfellanlegt, útflettan- legt, breytanlegt og úthugsað; sam- eiginlegt meistarastykki afa sem gat smíðað allt og ömmu sem gat gert nokkurn veginn allt annað. Ævin- týralegust var geymslan í kjallaran- um þar sem finna mátti hvað það sem maður hafði hugmyndaflug í að leita að, og þar sem amma kenndi mér að vefa mottur úr hverju því sem ekki fundust lengur önnur not fyrir. Í kringum ömmu var einfald- lega ekki hægt að láta sér leiðast. Ef ég reyndi heyrðist fljótt: „Nafna mín, heyrðu mig …“ og svo kom uppástunga um nýtt verkefni, nýtt ævintýri, nýja uppfinningu, ný prakkarastrik. Úrræðabetri og nýtnari mann- eskju væri varla hægt að finna. „Já og þrjóskari, segðu,“ heyri ég hana segja; og það var hún líka, þótt sennilega væri „með ólíkindum þol- inmóð“ betri lýsing. Nýtnin var eins konar lífsspeki; það var ekki bara það hvernig alltaf mátti finna ein- hver not fyrir hvern einasta hlut, og önnur not þegar þau not voru ekki lengur til staðar; heldur líka hvernig alltaf mátti nýta hverja einustu stund dagsins; nýta tímann, nýta líf- ið. „Það má alveg örugglega gera eitthvað úr þessu.“ Og með þetta hugarflug og þessa sköpunargleði mátti það jú alltaf. Og rétt eins og hún fann eitthvað nothæft í hverjum hlut fann hún eitthvað gott í öllu. Alls staðar var alltaf eitthvað snið- ugt ef maður bara leit rétt á málið. Það getur varla hafa dulist nein- um hvílíkt gæðablóð hún amma var, því það bar hún utan á sér. En ekki er eins víst að allir hafi séð undir hógvært yfirbragðið – öll prakkara- strikin og húmorinn, hárbeitta rök- vísina og meinlegu athugasemdirnar sem alltaf hittu beint í mark. Þegar ég sé hana fyrir mér í huganum sé ég prakkaraglampann í þessum skýru augum og góðlátlegt brosið. Og þrátt fyrir sáran söknuð get ég ekki annað en brosað á móti. Sofðu rótt, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Steinvör Þöll. Elsku amma mín, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á Byggðarhól eða í Austurbrúninni með afa. Ert þetta þú, Dýri minn, hljómar enn skýrt í hugskotinu. Það var sama hvert erindið var, víðsýni þín og jarðbundin skerpa voru mér alltaf hollt veganesti. Ég var svo lánsamur að fá að búa hjá ykkur afa í einn vetur meðan mamma og Axel voru að ljúka námi í Danmörku. Það var mér dýrmætur tími. Byggðarhóll var ævintýra- heimur þar sem allt var hægt. Einu gilti hvaða hugmynd kom upp í leikjum okkar þá hjálpuðuð þið afi okkur að framkvæma hana. Ég minnist póstkláfs frá Byggðarhól yf- ir á Árstíg til Hauks, risastórrar bílabrautar af efsta lofti og niður í vinnuherbergi, teygjubyssuskota- vélar, rafstöðvar, allt þarfra verk- efna í okkar augum … og ykkar. Fyrir mér varst þú dýrlingur, vit- ur, víðsýn og fordómalaus. Þú varst rösk, vandvirk og ótrúlega útsjón- arsöm og taldir aldrei eftir þér að leggja okkur lið. Það var fallegt að horfa til ykkar afa og þess ástríkis sem á milli ykk- ar ríkti. Eins og þið byggðuð Byggðarhól saman á sínum tíma, hafið þið byggt hvert snilldar ferðatækið af öðru. Hjólhýsi, heimasaumuð tjöld, tjald- vagn. Þessi útilegubúnaður var um- gjörðin um ferðalögin ykkar vítt og breytt um landið sem þið elskuðuð bæði. Þegar veikindin urðu alvarlegri í byrjun árs flutti afi upp á Sjúkrahús til þín. Það var svo fallegt að sjá hvernig nærvera hans gladdi þig og styrkti. Afi minn, það er aðdáunarvert hvað þú hefur, þrátt fyrir þín eigin veikindi, annast og hugsað vel um ömmu síðan hún veiktist. Það hefur ekki liðið stund þar sem þið hafið ekki verið saman og þú passað upp á þína yndislegu konu. Guð gefi þér styrk til að takast á við það að þurfa að kveðja hana Steinvöru þína. Þeg- ar ég var lítill drengur á Byggðarhól sótti að mér kvíði fyrir því að deyja. Þá komst þú til mín, amma, og kenndir mér að hræðast ekki. Ég bý enn að þessari reynslu og ég veit að þar sem þú ert núna er bjart og fal- legt. Guð geymi bestu ömmu í heimi. Dýri. Elsku Steinvör. Tómleiki og sár söknuður eru efst í huga, en óhjá- kvæmilega byrja minningar og litlar myndir að flögra um hugann. Þau tæpu níu ár sem við höfum þekkst hafa gefið mér mikið, full af fróðleik og kærleik. Það var ómetanlegt að kynnast svona bjartsýnni, fordómalausri, hjartahlýrri og skemmtilegri konu. Alltaf var svo stutt í kímnina og stríðnisbrosið sama á hverju gekk, meira að segja þegar þú lást þína banalegu. Ég var ein af þeim ótalmörgu sem nutu væntumþykju þinnar. Við gát- um rabbað um alla hluti. Hjá þér fékk ég ráðleggingar um sauma- skap, heimilið, garðinn, já, hvað sem var. Ef þú hafðir ekki reynt það sjálf hafðir þú lesið um lausn vandans. Þú varst snillingur að sauma, natni og vandvirkni einkenndu öll þín verk. Handbragð þitt var lista- gott og þú lagðir metnað þinn í öll þau mörgu verk sem þú tókst þér fyrir hendur. Ekkert var þér ofviða, öllu gast þú bjargað og leti var ekki til í þinni orðabók. Einu sinni kom ég austur með tví- burana til þín og Guðmundar á Byggðarhól. Þá var ýmislegt aðhafst og ekki lést þú þitt eftir liggja hvort sem það viðkom umönnun tvíburanna eða því að sauma föt á nýbakaða móðurina. Inn á milli voru kaffipás- ur í eldhúsinu, Guðmundur var kall- aður upp af verkstæðinu og eitt- hvert gómsætt heimgert bakkelsi sett á borð. Samræðurnar urðu oft bæði líflegar og fræðandi. Þessara kaffitíma mun ég sakna. Dýri minn segir og hefur alltaf sagt að þú sért besta amma í heimi. Ég veit ekki hvernig maður mælir ömmugæði en þú varst og verður áfram í minningunni besta amma í heimi. Söknuðurinn er stór og sú stað- reynd að Rökkvi og Sindir mínir fái ekki notið meiri tíma með þér er sár. Þú varst algjör perla, það duld- ist engum. Hlédrægnin, ósérhlífnin og atorkusemin gerðu þig að þeim engli sem við gleymum aldrei. Ég mun halda þeim engli á flugi fyrir Rökkva og Sindra. Ef til væru fleiri þínir líkar væri heimurinn ekki svona grimmur. Megi góðar vættir vaka yfir þér og vonandi hittumst við aftur þegar minni jarðvist lýkur, hvar sem það kann að verða. Elsku Guðmundur og þið öll, sorgin er mikil en minningin um ein- staka konu er eitthvað sem ekki verður frá okkur tekið. Ríkey. Steinvör. Þessi fíngerða, en kraft- mikla kona, sem ég kynntist í Seyð- isfjarðarskóla fyrir 17 árum. Hún hélt skólanum hreinum og hafði gert í áratugi. Makalaus verklagni og un- un að horfa á vinnubrögðin. En það var einnig unun að nærveru hennar. Glöð í bragði, fróð, skemmtileg og kímin, alltaf þægileg. Ég dróst að þessari góðu manneskju sem ég átti eftir að kynnast enn betur á heimili hennar. Einatt dokaði ég við eftir minn eigin vinnutíma til þess að spjalla við Steinvöru á meðan stofan sem hún var að þrífa í það og það skiptið tók á sig heilnæmari blæ. Hefði getað truflað hana ef hún hefði látið slíkt innlit slá sig út af laginu. Þegar að því kom að hún hætti vinnu við skólann og fékk við- urkenningu fyrir vel unnin störf lét ég þau orð falla bæði í gamni og al- vöru að fáir færu í fötin hennar Steinvarar en örugglega enginn í föturnar hennar! Sama verkhyggnin og ást á við- fangsefnum kom alls staðar fram hjá Steinvöru. Það sást gjörla á heimili hennar og Guðmundar, sem einnig var völundur í höndunum. Ég naut gestrisni þessara góðu vina margoft, ekki síst eftir að ég flutti frá Seyðisfirði en átti þangað erindi og þarfnaðist gistingar. „Rauði rúbíninn“ var eitt hlýlegasta her- bergi hússins og þar var ég oftast. Faðmur húss og húsráðenda var mér ætíð opinn. Þau Steinvör og Guðmundur, samkennari minn um árabil, ráku sumargistingu á heimili sínu. Tóku við gestum sem ekki komust að á Farfuglaheimilinu. Sumrin voru þeim hjónum oft mikill annatími en samvinna þeirra var lipur og ljúf svo aðdáanlegt var. Guðmundi vini mínum og börnum þeirra Steinvarar, sem fram á hinstu stund umvöfðu hana ástúð og umhyggju, svo og öðrum niðjum, biðjum við Kristján ævarandi bless- unar. Aðfaranótt 31. okt. sl. dreymdi mig sérstakan draum. Hann snerist um Steinvöru og var svo áhrifamikill að ég var eftir mig þegar ég vakn- aði. Opnaði Biblíuna og kom niður á þessar línur í Orðskviðunum: „Gefið henni af ávexti handa hennar og verk hennar skulu lofa hana í borgarhliðunum.“ Auður Guðjónsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 41 MINNINGAR Sæll, Stjáni minn, og til hamingju með afmælisdaginn. Það hefði verið gaman að geta hringt í þig í dag, við áttum eftir svo margt órætt, við hefðum getað tekið rimmu um kvótamálin eða stjórnmálin um ónefnda ráðherra og sitthvað fleira sem við vorum ekki sammála um og rifumst um eins og hundur og köttur, en vorum alltaf betri vinir á eftir. Ófáa veiðitúrana fórum við sam- an, bæði til rjúpna og í silung, manstu fyrstu tófuferðina eða þeg- ar við komum af dorgi innan af vötnum í grimmdar gaddi þegar silungurinn lifnaði við í eldhús- vaskinum hjá Línu. Alltaf var gott að heyra í þér, þú fylgdist vel með aflabrögðum hjá bátunum og ekki var það síðra þeg- ar ég kom austur og fór að róa, þú varst kominn niður á bryggju, á kranann að þrífa körin og spúla og KRISTJÁN ÁSGEIRSSON ✝ Kristján Ásgeirs-son fæddist á Fagranesi á Langa- nesi 5. febrúar 1926. Hann lést á heimili sínu að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn 20. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Þórshafnarkirkju 27. ágúst. hífa um borð aftur meðan þú hafðir heilsu og verður mikill missir að hafa þig ekki þegar ég kem austur að róa nú í vor. Margar góðar stundir áttum við í Svalbarðsseli með kellum okkar og verða þær aldrei nógsam- lega þakkaðar. Ég ætla nú ekki að minn- ast á allt hafaríið sem varð nú stundum, til dæmis þegar við vor- um að laga lóðina eða taka stéttina eða þegar óhappið gerðist á bryggjunni. Nei, það er nú óþarfi að setja þetta á prent því að við munum þetta allt saman og ræðum það þegar við hittumst. Ég sit hérna einn á hótelher- bergi úti í Rússlandi og skrifa þessar hugrenningar, gott að hafa góðar minningar þegar manni leið- ist. Ég ætla að þakka þér fyrir allt saman, Stjáni minn, og þér, Lína mín, ekki síður en ég kem eftir nokkra daga í vistina hjá þér. Ykkur, kæru Lena, Svana, Eva og Ásgeir, þakka ég að hafa fengið að taka þátt í útför föður ykkar. Með bestu kveðju til ykkar allra. Jón Kr. Kristjánsson. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, áður Skólabraut 31, Akranesi. Brynjar Bergþórsson, Salóme Guðmundsdóttir, Ósk Bergþórsdóttir, Óli Jón Gunnarsson, Lára Huld Guðjónsdóttir, Bergþór Ólason, Jóhann Gunnar Ólason, Rúnar Ólason, Guðjón Alex Flosason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURGEIR JÓNSSON, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 26. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrafnhildur Kjartansdóttir Thors, Hrefna Sigurgeirsdóttir, Guðjón Jónsson, Kjartan Sigurgeirsson, Þórdís Guðrún Bjarnadóttir, Jón Sigurgeirsson, Sigríður Harðardóttir, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Friðrik Hafberg, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær sonur okkar, ÓLAFUR BJÖRGVINSSON, Barðavogi 19, Reykjavík, lést fimmtudaginn 3. febrúar sl. Ragnheiður S. Jónsdóttir, Björgvin Kristófersson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.