Morgunblaðið - 05.02.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 43
MINNINGAR
Í nokkrum orðum langar mig að
minnast frænda míns og nágranna til
sautján ára, Hjalta í Bæ. Árið 1983
kvöddum við fjölskyldan í skólanum
sveitina með trega. Ég fann þá hvað
sveitin var mér mikils virði, þar eru
bernskustöðvarnar mínar og alltaf
gott að koma heim aftur. Í sumar
hitti ég þig á mínu æskuheimili. Fór-
um við fljótlega að spá í leitirnar í
haust og ég spurði þig hvort þú yrðir
nú ekki að lækka þig um einn mann.
„Jú, ætli það sé ekki nóg.“ Þú varst
alltaf svo jákvæður. Margar af mín-
um bestu minningum eru tengdar
kindum og bústörfum á einhvern
hátt og alltaf varst þú nálægt, eins
og t.d. á vorin er þú skilaðir kindum
okkar systkinanna aftur eftir vetr-
arfóðrun með vöxtum. Það var mikið
hlegið þegar þú komst með kisu hans
Snorra og hélst á tveimur hálfkör-
uðum lömbum og sagðir: „Jæja,
Snorri, hér er hún kisa og kettling-
arnir.“
Samvinna okkar á fjöllum var mis-
jöfn en batnaði með árum og þroska.
Smalamennskurnar haustið 2003 eru
mér minnisstæðar er við Bæjar- og
Melamenn smöluðum Geitahlíðina
og rákum niður í Norðurfjörð, er við
vorum staddir á Eiðinu og féð rann
létt niður í Norðurfjörð sáum við
hvar Krossnesmenn misstu stóran
hóp upp fyrir sig án þess að hafa
hugmynd um það. Við fylgdust með
og ég segi: „Hjalti, erum við ekki
bestir að ná þessum skjátum niður.
Og þá segir hann: „Ja, við erum alla-
vega viljugastir.“ Og svo var Hjalti
rokinn af stað. Þessar kindur urðu að
játa sig sigraðar og hafði Hjalti á
orði í smalakaffi á Krossnesi að við
hefðum komið kindunum í opna
skjöldu með óvenjulegum smalaað-
ferðum sem þær kunnu engin ráð
við.
Fjöllin og ærnar draga margan
smalann norður á haustin, Hjalti er
horfinn á braut, hann hefur hækkað
sig um einn mann og er nú efstur
með gott útsýni yfir sveitina sem var
honum svo kær.
Ég vil votta Guðbjörgu og fjöl-
skyldu mína dýpstu samúð.
Guðbrandur Torfason.
Hinn 26. janúar ákváðum við Jóna
að fara suður á Landspítala til að
kveðja vin okkar og frænda Hjalta frá
Bæ, í síðasta skiptið. Við vissum að
hverju dró, en komumst ekki daginn
áður, hinn 25., sem hafði verið ákveðið.
Við vorum stödd heima hjá Jens bróð-
ur mínum, sem ætlaði með okkur nið-
ureftir þegar Pálmi hringdi og sagði
okkur að Hjalti bróðir sinn væri dáinn,
hann hefði dáið um hádegið.
Það voru þung spor að fara niður á
spítala og ekkert eftir nema að kyssa
vin okkar á kollinn og segja bless,
Hjalti minn, þakka þér fyrir sam-
fylgdina. Brosið hans og gamansem-
in voru orðin minningin ein.
Mikil vinátta og samgangur var á
milli fjölskyldnanna í Bæ og Ingólfs-
firði og var farið reglulega í heim-
sókn fram í Bæ eða Jensína og Guð-
mundur komu norður. Það var
gaman að vera viðstaddur þegar þær
systur hittust og töluðu um æsku
sína í Ingólfsfirði, sögðu frá bræðr-
um sínum sem voru miklir grallarar.
Sumarliði sem var skemmtilegur og
glaðsinna fann upp á mörgu til að
hrella systur sínar og móður og fékk
þær til að skella á lær sér og biðja
guð að hjálpa bæði sér og drengnum
sem ætlaði bara ekki að verða full-
orðinn. Svo var ást þeirra og virðing
á Þórarni bróður sínum sem þær
kölluðu sín á milli Dirrinn.
Hjalti var í flestu líkur þessum
frændum sínum, ekki bara í útliti,
heldur líka í fasi og framkomu. Þeg-
ar við hittumst eða ég hringdi norður
átti hann alltaf nokkrar sögur af
sveitungum sínum lífs eða liðnum,
hann var minnugur á atvik og sagði
skemmtilega frá, sá margt skoplegt í
þeim atvikum sem öðrum þótti
hversdagslegir. Þannig var Hjalti
alltaf einlægur en mikill gárungi.
Ást hans á sveitinni sinni og fjöl-
skyldu stóð upp úr. Þrátt fyrir verð-
fall á afurðum, kal í túnum og harð-
indi sem Árneshreppsbúar þekkja
svo vel kom aldrei til álita að hætta
búskap enda harðsnúið lið frænda og
vina enn búandi á næstu bæjum.
Hjalti minn, hjá þér er komið að
leiðarlokum allt of snemma. Við
sáum alltaf fyrir okkur að þú mundir
eyða ævikvöldinu í skjóli dóttur og
tengdasonar, en svona er lífið, óút-
reiknanlegt eins og svo margt annað.
Við Jóna og strákarnir okkar vottum
Guggu og dætrunum, Steina og
barnabörnunum, Pálma, Nonna, fjöl-
skyldum þeirra, og síðast en ekki síst
sveitungum þínum samúð okkar.
Það skarð sem þarna var höggvið
verður ekki fyllt aftur.
Páll frá Ingólfsfirði.
Vonlaust getur það verið
þótt vörn þín sé djörf og traust.
En afrek í ósigrum lífsins
er aldrei tilgangslaust.
(Guðm. Ingi Kristjánsson.)
Undanfarna daga hefur þessum
ljóðlínum skotið upp í hugann þegar
ég hef verið að hugsa um baráttu
Hjalta frænda míns í Bæ við erfiðan
sjúkdóm síðastliðið ár. Svo sterk var
vörn hans og trúin á betri tíð og bata.
Hann vann í raun hvern varnarsig-
urinn á fætur öðrum og þótt orustan
hafi á endanum tapast þá finnst mér
hann samt vera sigurvegari í þessu
stríði.
Enn á ný erum við minnt á hverf-
ulleik lífsins. Maður á besta aldri er
kallaður á brott. Í fámenninu hér
fyrir norðan finnum við glöggt til
þess hve skörðin verða stór þegar
einhver gengur af sviðinu. En minn-
ingin um mætan mann situr eftir og
verður ekki frá neinum tekin.
Hjalti skilur einungis eftir sig góð-
ar minningar. Hann var einstaklega
hjálpsamur og eflaust munu margir
nú finna til þess að geta ekki lengur
leitað til hans um aðstoð. Léttur á
fæti og léttur í lund var hann og gat
sífellt fundið spaugilega hlið á öllum
málum. Hann var félagslyndur og
valdist til trúnaðarstarfa fyrir sitt
sveitarfélag og leysti þau störf öll vel
af hendi. Hjalti var tengdur sínum
heimahögum sterkum böndum enda
átt þar sitt ævistarf að öllu leyti. Ég
efast því ekki um að það hafi verið
honum erfitt að þurfa að vera lang-
dvölum á sjúkrastofnun síðastliðna
mánuði og geta ekki tekið þátt í
störfunum heima. Það var þó bót í
máli að hann vissi að það var vel fyrir
öllu séð heima í Bæ, eins og hann
sagði mér nú um áramótin.
Ég veit það var honum mikils virði
að geta komið norður nokkra daga í
haust og tekið þátt í hauststörfunum
þó þrekið væri farið að dala. Haust
eftir haust höfum við fylgst að um
fjöllin hérna fyrir norðan, oftast með
kindur fyrir framan okkur.
Honum hefur nú verið kippt á
brott úr miðju verki, allt of fljótt.
Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend,
á himni ljómar dagsins gullna rönd;
sú gjöf mér væri gleðilegust send
að góður vinnudagur færi í hönd.
(Jón Helgason.)
Við leiðarlok er honum nú þökkuð
samfylgdin í gegn um tíðina.
Fólkinu hans öllu eru færðar sam-
úðarkveðjur héðan úr Árnesi.
Valgeir Benediktsson.
Þau eru orðin mörg sumrin sem
við höfum farið norður í Bæ og við
eigum vonandi eftir að fara þangað
mörg sumur í viðbót. En það verður
aldrei eins núna þegar Hjalti verður
ekki þar til þess að taka á móti okkur
með sínu ljúfa brosi og hlýja faðm-
lagi. Við vorum ávallt velkomin og
það var alltaf tilhlökkunarefni að
hitta Hjalta, Guggu og fjölskylduna.
Hjalti hafði einstakt lag á börnum
enda sóttu þau til hans. Undir leið-
sögn Hjalta hafa synir okkar fengið
að komast í kynni við lífið og störfin í
sveitinni. Hann hafði ávallt tíma til
þess að skjótast með þeim út í fjár-
hús til þess að skoða lömbin eða leita
uppi kisu með kettlingana sína. Þær
eru líka margar ferðirnar sem þeir
hafa fengið að sitja með Hjalta á
dráttarvélinni við sláttinn. Ferðirnar
norður hafa alltaf verið ævintýri lík-
astar fyrir þá og þeir eignuðu sér
hann sem afa í sveitinni, Hjalta afa.
Það er komið að kveðjustund og
viljum að þakka Hjalta fyrir allar
góðu stundirnar. Guggu og fjölskyld-
unni sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurjón, Helga,
Ómar Karl og Birgir Örn.
Það hvílir sorg yfir sveitinni, því
einn af hennar bestu sonum hefur
kvatt þetta líf.
Hjalti, bóndi í Bæ í Trékyllisvík,
hafði undangengna mánuði átt við al-
varleg veikindi að stríða, en samt
héldum við í þá von að hann myndi
sigrast á þeim og ná bata á ný.
Þegar við minnumst Hjalta kemur
upp í hugann mynd af úrræðagóðum
glaðværum manni sem fyrst og
fremst var vinur vina sinna.
Líf okkar hefur alltaf verið sam-
tvinnað lífi heimilisfólksins í Bæ, ör-
lögin höguðu því þannig að móðir
mín var alin upp hjá foreldrum
Hjalta og sem barn og unglingur var
ég þar nær öll sumur í sveitinni hjá
afa, ömmu og Hjalta.
Hjalti reyndist mér einstaklega
góður félagi þó að ég væri 11 árum
yngri, en í hjarta hans var ekkert
sem hét aldursmunur. Síðan þegar
við Jóhanna eignuðust syni okkar og
þeir komust á legg þá var það auð-
sótt mál að fá fyrir þá sumarvist hjá
Hjalta og Guggu. Þessi sumur gáfu
þeim, eins og mér forðum daga,
ómetanlegan þroska og gleði.
Ef þess var nokkur kostur, þá fór-
um við í sveitina á hverju sumri og
alltaf var tekið á móti okkur með
opnum örmum og hlýju.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Hjalta vini okkar allt það sem hann
var okkur og við biðjum honum
Guðsblessunar í nýjum heimkynn-
um.
Innilegar samúðarkveðjur til þín,
elsku Gugga, barnanna ykkar og
fjölskyldunnar allrar, megi minning-
in um yndislegan ástvin sefa sárasta
söknuðinn.
Gísli, Jóhanna og synir.
Elsku Hjalti.
Það er svo erfitt að þurfa að
kveðja þig, þú sem varst svo hress
síðast þegar ég sá þig.
Ég á margar og góðar minningar
um þig og þína fjölskyldu, það var
alltaf svo gott að koma í sveitina til
ykkar. Það var svo rólegt og notalegt
að vera hjá ykkur, en samt alltaf nóg
að gera.
Þegar ég kom, þá stóðuð þið úti á
tröppum og veifuðuð til okkar.
Ég bara gat ekki beðið eftir að
komast í gallann og út í fjós eða fjár-
húsin með þér.
Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði,
kæri vinur.
Elsku Gugga og fjölskylda, við
Svava og Óskar Bjarmi vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð.
Markús Sævar Gíslason.
Fleiri minningargreinar
um Hjalta Guðmundsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru:
Gunnsteinn Gíslason; Ingibjörg
Kolka og Jón Bjarnason; Þórdís
o.fl.; Vignir o.fl.
maður til baka lækkar hann, ég fæ að
sitja á stólnum, frændi snýr og held-
ur við mig svo ég detti ekki, þvílíkur
leikur og þetta fæ ég að gera oft,
frændi leyfir mér það.
Lítil atriði geta fest í huga barns
og glatt um ókomin ár.
Hákon undi sér alltaf best í sveit-
inni þótt hann væri með búsetu á
Húsavík flest sín ár. Laxárdalurinn,
Reykjadalurinn og Tjörnesið voru
sveitirnar hans Hákonar og alltaf
heimsótti hann þær og rifjaði upp
löngu liðinn tíma og leyfði okkur hin-
um að njóta frásagnar um horfna lífs-
hætti.
Um þessa lífshætti skrifaði Hákon
í endurminningum sínum sem gefnar
voru út 2003 í bókinni „Brotinn er nú
bærinn minn“.
Tónlist einkenndi allt líf Hákonar
en hann hafði mjög góða tenórrödd
og lærði hann á orgel einn vetur hjá
Páli Ísólfssyni, hafði þá áður fengið
tilsögn hjá Guðfinnu frá Hömrum í
smátíma. Hákon tók mikinn þátt í
tónlistarlífi Suður-Þingeyinga, bæði
með söng sínum, orgelspili og síðast
en ekki síst með harmonikuspili.
Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn, hljóðar eru nætur
þínar
létt falla öldurnar að innskerjum, hvít eru tröf
þeirra,
Þöglar eru heiðar þínar byggð mín í norðrinu.
Huldur býr í fossgljúfri, saumar sólgull í
silfurfestar
vatnsdropanna.
Sæl verður gleymskan undir grasi þínu, byggð
mín í norðrinu
því sælt er að gleyma í fangi þess sem maður
elskar.
Ó bláir eru dalir þínir, byggð mín í norðrinu.
(Hannes Pét.)
Elsku frændi, takk fyrir allt,
Fjóla Rúna.
Hákon var aldrei efnaður maður.
Hann ólst upp við frumstæða bú-
skaparhætti og bjó sjálfur á sama
hátt fram yfir miðja öldina sem leið,
en hann naut jafnframt vel góðra
hæfileika sinna.
Hann kynntist tónlistinni snemma
og naut um tíma þeirrar bestu
kennslu sem sveitapiltur norðan úr
landi gat átt völ á. Páll Ísólfsson
kenndi honum orgelleik af því að
hann var væntanlegur organisti við
kirkjuna í Laxárdal. Hann hafði líka
fallega söngrödd og síðar á ævinni
komst hann í raddþjálfun og söng í
kórum í Reykjadal og á Húsavík.
Hákon var hálfbróðir móður minn-
ar og 18 árum yngri hún, en átta ár-
um eldri ég. Ég var tíður sumargest-
ur á Brettingsstöðum og dáði þennan
glaðlynda frænda sem spilaði á org-
elið í baðstofunni og söng. Á Brett-
ingsstöðum var torfbær og það lá
enginn akvegur um Laxárdal, en fal-
legt var þarna við ána.
Við Hákon höfum verið nánir vinir
alla ævina og engan þekki ég sem
ekki ber honum vel söguna.
Stjórnmálin fyrir og eftir heims-
styrjöldina voru vægðarlaus. Hákon
lenti ungur í verkfalli vegavinnu-
manna sem háð var til að verja stöðu
vinsæls verkstjóra sem sagt var upp
af stjórnmálaástæðum. Ég gleymi
ekki kvöldinu sem frændi minn kom
óvænt gangandi heim og sagði tíðind-
in. Þegar Hákon flutti löngu síðar frá
Tjörnesi til Húsavíkur gerðist hann
stjórnarmaður í verkalýðsfélögum
staðarins. Engir launaðir starfsmenn
sinntu þá störfum fyrir félögin og
stjórnarmenn spurðu ekki um laun.
Hákon giftist góðri stúlku, Sig-
rúnu frá Fossseli, og þau eiga tvo
syni. Um 1970 var Sigrún var orðin
alvarlega veik og næstu ár dvöldu
þau hjón öðru hverju hjá mér og það
var áfram gott að eiga þau að vin-
um.
Þegar hún var látin og báðir syn-
irnir búsettir hér, gerði hann tilraun
til að vera hér líka, en taugin sem
dregur heim til átthaganna reyndist
sterk og hann fór aftur norður. Það
val var örugglega rétt. Hann stund-
aði síðan ýmis störf í Reykjadal, en
tónlistina umfram allt. Að lokum lá
leiðin á ný til Húsavíkur, þá var
harmónikan aðalhljóðfærið og söng-
ur í karlakórnum Þrym undir leið-
sögn góðra tékkneskra tónlistar-
manna mikill gleðigjafi. Fram yfir
áttrætt spilaði hann á skemmtunum
með „Strákabandinu“.
Við systurnar, Hulda og ég, mágur
minn Flosi og mágkona Sigrún, vott-
um Jóni og Hólmgeiri og fjölskyldum
þeirra innilega samúð.
Blessuð sé minning Hákonar.
Adda Bára Sigfúsdóttir.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okk-
ur vináttu og hlýhug við andlát og útför
TRYGGVA JÓNATANSSONAR,
Litla Hamri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlíð fyrir góða
umönnun.
Anna Helga Tryggvadóttir, Húni Zóphoníasson,
Jónatan S. Tryggvason, Ásta Reynisdóttir,
Rósa María Tryggvadóttir, Óskar Kristjánsson,
Gylfi K. Matthíasson, Kristín Sveinbjörnsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýju og styrk við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa,
HARÐAR HERMÓÐSSONAR,
Mánagötu 16,
Reyðarfirði.
Sigrún Jónsdóttir,
Herbert Harðarson,
Steinar Harðarson,
Elfa Harðardóttir, Örvar Þór Einarsson,
Magnús Þór Snorrason, Elín Einarsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar
HEIÐARS RAFNS BALDVINSSONAR.
Fjölskylda hins látna.