Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína ÞórunnJónsdóttir fædd- ist að Sleif í Vestur- Landeyjum í Rang- árvallasýslu 18. febr- úar 1913. Hún lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Lundi á Hellu 29. janúar síð- astliðinn. Móðir hennar var Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir frá Álfhólum. Faðir Jónínu var Jón Gísla- son bóndi, hrepp- stjóri og sýslunefnd- armaður frá Sigluvík. Þau bjuggu lengst af í Ey í Vestur-Landeyjum. Systkini Jón- ínu eru: Halldór, Sigurjón, Guð- rún, Guðbjörg, Ingibjörg, Ólafur Óskar, Ágúst, Gísli, Ragnar Haf- steinn, Karl Óskar og Jóhann. Hinn 21. maí 1937 giftist Jónína 1983 að undanteknu einu ári, 1946–1947 en þá starfaði hún sem ljósmóðir í Reykjavík. Hún var ljósmóðir í Vestur-Landeyjaum- dæmi 1956–1959; Landmanna- hreppsumdæmi 1954 og frá 1967– 1983. Jónína var fastráðin við ung- barnaeftirlit og mæðraskoðun á Heilsugæslunni á Hellu frá 1.9. 1977 til ársins 1983. Hún hafði áð- ur haft þessi störf með höndum víðs vegar um sýsluna. Jónína Þór- unn sat árum saman í barnavernd- arnefnd og skólanefnd Rangár- vallahrepps og sem varamaður í hreppsnefnd. Hún var starfsmaður Þjóðminjasafnsins í hlutastarfi um árabil og kirkjuhaldari og með- hjálpari í Keldnakirkju í mörg ár. Hún starfaði í kvenfélaginu Unni. Jónína bjó ekkja að Keldum 1968– 1973 með hjálp sonar síns Skúla sem tók þá við búinu. Jónína var búsett á Keldum til ársins 1999 en þá fór hún á hjúkrunar- og dval- arheimilið Lund á Hellu. Útför Jónínu verður gerð frá Keldnakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Lýð Skúlasyni, bónda á Keldum á Rangár- völlum, f. 28.9. 1900, d. 10.12. 1968. Lýður var sonur þeirra Skúla Guðmundssonar og Svanborgar Lýðsdótt- ur frá Keldum. Börn Jónínu og Lýðs eru: 1) Svanborg, m. Erlend- ur Sigurðsson, börn þeirra eru: Jónína, Er- lendur, Lýður, Hrafn- kell og Aðalheiður. 2) Jóna Þórunn, m. Árni Ingvarsson, synir þeirra eru: Lýður Ingvar, Árni, Guðmundur Haf- steinn og Jón Þór. 3) Skúli, m. Drífa Hjartardóttir, þeirra synir eru: Lýður, Hjörtur og Skúli. Jónína lauk ljósmæðraprófi LMSÍ 30.9. 1941. Hún var ljósmóð- ir Rangárvallaumdæmis frá 1942– Dauðinn er sólarupprás Uppstigning geislandi sólar úr djúpi lífsins Bjarma hennar slær á moldina og hafið Án dauðans væri lífið kalt og dimmt Dauðinn er brunnur Án hans væru akrarnir vatnslausir Og skrælnuðu Án dauðans væri lífið án merkingar (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Jónína Þórunn Jónsdóttir tengda- móðir mín lést á Hjúkrunar-og dval- arheimilinu Hellu 29. janúar sl. á 92 aldursári. Hún var þá farin að heilsu og gerði sér vel grein fyrir að loka- stundin var í nánd. Á Lundi hafði hún dvalist síðustu árin í góðu yf- irlæti og umhyggju. Tengdamóðir mín var höfðingleg í fasi, hafði einstaklega sterka nær- veru og mikla útgeislun. Jónína var alin upp í stórum hópi systkina við öll almenn störf sem unnin voru til sveita á þeim tíma. Æskuheimili Jónínu, Ey í Vestur-Landeyjum, var mannmargt og þar var mjög gest- kvæmt, bærinn við þjóðbraut og Jón faðir hennar var bæði bóndi og odd- viti sem margir áttu erindi við og Þórunn móðir hennar ljósmóðir. Jónína var fljótt kölluð til ábyrgð- arstarfa heima við þar sem Þórunn ljósmóðir móðir hennar þurfti oft að vera að heiman dögum saman við yf- irsetustörf. Árið 1935 urðu kaflaskil í ævi Jón- ínu þegar hún giftist Lýð Skúlasyni á Keldum og þau hófu sinn búskap á Keldum með foreldrum hans og bróður. Lýður og Jónína voru sam- hent í búskapnum og stóð hann ætíð styrkur á bak við konu sína í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. 1939 kom séra Erlendur Þórðarson í Odda, sem jafnframt var oddviti sveitarfélagsins, til hennar og hvatti hana til að fara í Ljósmæðraskólann, en að Jónínu stóðu ljósmæður í báð- ar ættir og ættmenni sem voru talin með læknishendur. Jónína varð við þessu og fór til Reykjavíkur í nám í ljósmæðrafræðum. Það hefur ekki verið auðvelt að vera fjarri eiginmanni og börnum á meðan á námi stóð en hún átti góða að sem stóðu við bakið á henni og gerðu henni þetta kleift. Ljósmóðurstarfið var Jónínu afar mikilvægt enda lagði hún allt sitt hjarta, sál og hendur í starfið sem var hnökralaust alla tíð. Jónína lagði stóran skerf til sam- félagsins ekki aðeins sem ljósmóðir og húsmóðir á stóru og gestkvæmu heimili því hún var kölluð til margra verka enda bæði hjálpfús og greið- vikin með afbrigðum. Hún sat í barnaverndarnefnd og skólanefnd árum saman og var vara- maður í hreppsnefnd. Kirkjunni sinni á Keldum sinnti hún alla tíð með miklum sóma, var bæði meðhjálpari, kirkjuhaldari og í sóknarnefnd. Það má segja að hún hafið oft á tíð- um verið eins og félagsmálastofnun, hún hjúkraði sjúkum að beiðni hér- aðslæknanna, hún tók á móti nokkur hundruð börnum og var einstök ljós- móðir, nærfærin og lánsöm enda eft- irsótt um alla Rangárvallasýslu. Ég átti því láni að fagna að fá að vera samvistum við tengdamóður mína alla okkar samtíð og fékk að fylgjast með henni í starfi því oft fékk hún mig með sér í vitjanir sem var í raun ómetanlegt fyrir mig. Jónína var ekki aðeins eftirsótt ljósmóðir, hún var oft kölluð til að hjálpa ám, kúm og hryssum við burð, þá sá hún um bólusetningu lamba um árabil víða um sýsluna. Hún tók snemma bílpróf og þau hjónin áttu alltaf góða jeppa sem ljósmóðirin ók á um allar sveitir og þótti sumum hún aka heldur greitt. Lýður og Jónína voru einstaklega gestrisin og greiðvikin við alla sem komu að Keldum enda var hjálpsemi þeim í blóð borin. Mörg ungmenni dvöldu á Keldum til lengri og skemmri tíma og margir listamenn þjóðarinnar áttu dvöl á Keldum, oft langtímum saman, og voru það jafnt listmálarar sem rithöfundar. Barnabörnin eru tólf og var hún afar stolt af þeim öllum og fylgdist með þeim í leik og starfi. Synir mínir ólust upp með ömmu sinni sem var þeim sannur vinur, tal- aði alltaf við þá sem jafningja og var þeim góð fyrirmynd og kenndi þeim margt gagnlegt. Að leiðarlokum þakka ég af heil- um hug vináttu og kærleika. Blessuð sé minning Jónínu Þórunnar Jóns- dóttur, ljósmóður á Keldum. Drífa Hjartardóttir, Keldum. Amma mun alltaf eiga fastan sess í lífi okkar. Nú er hún farin og í hug- um okkar allra koma upp ljúfar minningar um hana. Minningar um heimsóknir í sveitina þar sem við kynntumst mörgu sem við minnumst með gleði í dag og mun fylgja okkur alla tíð. Við minnumst þess þegar amma fræddi okkur um gamla Keldnabæinn, sýndi okkur hin ýmsu sveitastörf og átti með okkur ánægjulegar kvöldstundir þar sem mikið var spilað og spjallað saman. Ekki var síður ánægjulegt þegar amma kom í heimsókn til okkar í bæ- inn. Þá nutum við þess sem hún hafði til brunns að bera, hlýju hennar, glaðværðar og frásagnargleði. Hin síðari ár fór heilsu hennar hrakandi og dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Þar leið henni vel þann tíma sem hún bjó þar. Hún mun lifa í hugum þeirra sem þekktu hana og unnu. Blessuð sé minning ömmu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Haf þökk fyrir allt, elsku amma. Jónína, Lýður, Erlendur, Hrafnkell og Aðalheiður. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Bless, mamma mín, með þökk fyr- ir allt. Þín dóttir, Þórunn og fjölskylda. JÓNÍNA ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR ✝ Þóra Friðjóns-dóttir fæddist á Bjarnastöðum í Mý- vatnssveit 31. októ- ber 1922. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri föstu- daginn 28. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Rósa Þorsteins- dóttir, f. 24. sept- ember 1895, d. 25. september 1989, og Friðjón Jónsson, f. 15. október 1871, d. 17. janúar 1962. Systur Þóru eru: Ingibjörg Frið- jónsdóttir, f. 9. október 1919, og Vilborg Friðjónsdóttir, f. 28. jan- úar 1925. Ung að árum fluttist Þóra til Sauðárkróks og giftist 31.12. 1960 eftirlifandi eiginmanni sín- um Friðriki Jóni Jónssyni, f. 7. ágúst 1925. Þóra eignaðist þrjú börn. Þau eru: 1) Rósa Friðbjörg Eiríksdóttir, f. 15. júní 1946, hennar maður er Ingi Friðbjörns- son, f. 28. október 1945. Þeirra dætur eru: Þórhildur og Ingi- björg. 2) Jón Eðvald Friðriksson, f. 23. október 1954, hans kona er Linda Nína Haraldsdóttir, f. 7. júní 1954. Börn þeirra eru: Heba, Marteinn, Harpa Sif og Þóra Rut. 3) Ólafur Elliði Frið- riksson, f. 3. septem- ber 1957. Hans kona er Sigurjóna Skarp- héðinsdóttir, f. 19. maí 1957. Þeirra börn eru: Friðrik Þór, Ari Freyr, Ein- ar Ingvi og Ólöf Elísabet. Barna- barnabörnin eru orðin ellefu tals- ins. Þóra vann ýmis störf, meðal annars við saumaskap hjá Ylrúnu og Vöku ásamt húsmóðurstörf- um. Þóra og Friðrik áttu lengst af heimili á Bárustíg 11 á Sauð- árkróki, en fluttu í júlí 2004 í íbúðarblokk fyrir eldri borgara í Sauðármýri 3 á Sauðárkróki. Útför Þóru fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin kukkan 14. Tengdamóðir mín Þóra Frið- jónsdóttir er látin eftir erfið veik- indi. Það eru hartnær fjörutíu ár síðan kynni okkar Þóru hófust. Það var þegar við Rósa dóttir hennar vorum að hefja okkar lífs- hlaup saman. Sú tilfinning sem grípur um sig er blönduð sorg og eftirsjá því Þóra var og verður í hugum okkar allra alltaf mikilvæg. Þóra var einstaklega glæsileg kona og var heimili hennar ákaf- lega fallegt og snyrtilegt alla tíð. Þóra hugsaði um fjölskylduna fyrst og síðast. Ömmubörnin voru henni ákaflega kær, það var ótrú- legt að sjá og upplifa hvernig henni tókst að gera þau að fé- lögum sínum og vinum. Þau sögðu ömmu jafnvel það sem ekki var sagt öðrum. Amma þeirra sagði þeim skoðun sína á hreinskilinn hátt á öllu sem varðaði þau. Ömmubörnin munu syrgja ein- staka ömmu en með þeim mun minning hennar lifa áfram. Eitt dæmi um umhyggju Þóru var að hún kom þeim góða sið á hjá fjöl- skyldunni þegar fólk var á ferða- lögum, ekki síst þegar veður eru válynd, að láta vita þegar komið var á leiðarenda. Þóra lét sér ákaflega annt um systur sínar og þeirra fjölskyldur. Í hugskoti minninganna eru at- burðir sem tengjast fjölskyldunni þegar þær systur komu saman ótrúlega skemmtilegir þar sem hláturinn og gleðin voru allsráð- andi. Þóra hafði mikið yndi af ferða- lögum og fór m.a. einu sinni á sumri öll árin í sveitina sína, Mý- vatnssveit. Þóra og Friðrik ferð- uðust mjög víða um landið og þekktu það ákaflega vel. Hannyrðir voru Þóru hugleikn- ar og á síðari árum var ótrúlegt hvað hún afkastaði af fallegu handverki. Börn hennar og ömmu- börn munu njóta hannyrða hennar um langan tíma. Þóra og Friðrik voru ákaflega samrýnd hjón og báru mikla virð- ingu hvort fyrir öðru. Það er ekki of mælt að sæi maður annað var hitt ekki langt undan. Síðustu árin hafa verið Þóru erf- ið vegna veikinda en hún sýndi ótrúlegt æðruleysi enda lítið gefin fyrir að kvarta. Þóra mín, það var mitt lán að kynnast þér. Með Þóru Friðjóns- dóttur er gengin einstaklega góð kona. Elsku Fíi minn, þinn missir er mikill. Guð styrki þig og að- standendur alla. Ingi Friðbjörnsson. Okkur langar með fáum orðum að minnast yndislegrar konu, hennar Þóru ömmu okkar. Elsku amma. Þegar við systk- inin rifjum upp þær mörgu stundir sem við eyddum með þér og afa, birtast af þér myndir í huga okk- ar; brosið þitt, augun þín og vel greitt silfurgrátt hárið. Alltaf svo stutt í hláturinn og alltaf svo vel til höfð. Minningarnar streyma fram, allar svo hlýjar og góðar. Fjörugir leikir á Bárustígnum, heimsóknir til þín á saumastofuna, setið við spil í stofunni hjá þér, rausnarleg- ar gjafir á hátíðisdögum og fullt borð matar, eru minningar sem ylja okkur um hjartarætur. Alltaf hafðir þú áhuga á því sem við vor- um að gera og fylgdist vel með okkur, sama hvort það voru íþróttir eða eitthvað annað, þú varst alltaf með á nótunum. Við vorum ávallt velkomin í heimsókn, skipti ekki máli hvenær það var, þú varst alltaf svo glöð að sjá okk- ur, og alltaf sástu til þess að við færum nú örugglega ekki svöng út. En fyrirvaralaust dimmir, þú ert horfin á braut. Hlý og góð amma sem alltaf var svo kát og hress. Amma sem leysa vildi hvers manns vanda, amma sem lét verkin tala og amma sem sagði skemmtilegar sögur. Elsku amma. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin, en við huggum okkur líka við það að þú hefðir ekki viljað vera upp á aðra komin. Við vitum að það verður tekið vel á móti þér á nýj- um stað, þar sem önnur verkefni bíða þín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku afi. Þinn missir er mikill. En þó að amma sé horfin á braut og söknuðurinn sé mikill, þá mun gleðin og glaðværðin sem alltaf var í kringum hana lifa í minning- unni. Minning unni um yndislega konu. Elsku amma. Við kveðjum þig með söknuði. Þín barnabörn, Heba, Marteinn, Harpa Sif og Þóra Rut. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma, hjartans þakkir fyrir allar góðu samverustundirn- ar. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur systurnar, ekki bara sem amma heldur líka sem vinur. Þið afi tókuð virkan þátt í lífi okkar beggja og alltaf var jafn gott að leita til ykkar. Ótal minningar koma upp í hug- ann á þessari kveðjustundu: Að- fangadagskvöldin á Bárustígnum þar sem öll fjölskyldan var saman komin. Góðu kleinurnar hennar ömmu sem alltaf var nóg til af. Endalaus þolinmæði hennar til að spila við yngstu kynslóðina. Allar ferðirnar með ykkur afa í Mývatns- sveitina að ógleymdum ættarmót- unum og svona mætti lengi telja. Það er sárt til þess að vita að samverustundirnar verði ekki fleiri í bili en minninguna um þig geym- um við í hjörtum okkar um aldur og ævi. Hvíl þú í friði. Þórhildur og Inga. Elsku amma Þóra. Þú varst besta langamma í heimi. Þú varst góð og skemmtileg. Svo nenntir þú alltaf að spila við mig. Bless. Rósa Sól. ÞÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.