Morgunblaðið - 05.02.2005, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 51
DAGBÓK
HLJÓMSVEIT Tón-
listarskólans í Reykja-
vík heldur tónleika í
Neskirkju kl. 17 í dag.
Á efnisskrá tón-
leikanna eru verkin
Marosszeki Tancok
eftir Zoltan Kodály,
Zigeunerweisen op. 20
fyrir fiðlu og hljóm-
sveit eftir Pablo de
Sarasate, Meditation
úr „Thais“ fyrir fiðlu
og hljómsveit eftir
Jules Massenet og Sin-
fónía nr. 3, „Eroica“,
eftir Ludwig van
Beethoven.
Í Zigeunerweisen og Meditation
úr „Thais“ er Geirþrúður Ása Guð-
jónsdóttir einleikari á fiðlu, en hún
er nemandi Auðar Hafsteinsdóttur,
kennara við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Konsertmeistari á tón-
leikunum er Sólrún
Gunnarsdóttir og að-
stoðarkonsertmeistari
Júlía Traustadóttir.
Stjórnandi er Gunn-
steinn Ólafsson.
Andi sígaunatónlist-
arinnar svífur yfir
vötnum á tónleikum
dagsins, en verkin
eiga það sameiginlegt
að sækja áhrif sín til
þessarar þjóðlaga-
tónlistar, þar sem kall-
ast á seiðandi lög og
leiftrandi dansar, en
sígaunatónlistin var á
sínum tíma kennd við
Ungverjaland, að sögn fyrir vissan
misskilning.
Þetta eru seinni tónleikar Hljóm-
sveitar Tónlistarskólans í Reykja-
vík á þessu skólaári. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Sígildir sígaunatónar í Neskirkju
Geirþrúður Ása
Guðjónsdóttir
Félagsstarf
Félag breiðfirskra kvenna | Aðal-
fundur verður haldin mánudaginn 7.
febrúar kl. 20, í Breiðfirðingabúð.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik-
félagið Snúður og Snælda hefur fengið
inni í Iðnó með æfingar og sýningar, og
mun frumsýna 13. febrúar kl. 14.
Félag kennara á eftirlaunum |
Fræðslu- og skemmtifundur kl. 13.30 í
Húnabúð, Skeifunni 11. Stuttur eft-
irfundur um NPT-mótið í Kiruna.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Íþróttafélagið Glóð Kópavogi efnir til
hringdansa í Íþróttahúsinu Smáranum
í dag kl. 12.15 á hádegi. Allir velkomnir!
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Gönguhópur fer frá Kirkjuhvolskjall-
aranum kl. 10.30.
Félagsstarf Gerðubergs Alla virka
daga kl. 9–16.30 er fjölbreytt dagskrá,
m.a. vinnustofur og spilasalur opinn,
sungið og dansað. Miðvikud. 9. febr. kl.
14 íþróttahátíð á öskudaginn á vegum
F.Á.Í.A. í Íþróttamiðstöðinni við Aust-
urberg. M.a. sýnir danshópur undir
stjórn Helgu Þórarinsdóttur.
Hraunsel | Miðar seldir í leikhúsið á
mánudag kl. 11.30–13. Opið hús á
fimmtudaginn kl. 14.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Gönguhópur Háaleitishverfis
fer frá Hæðargarði 31 alla laugardags-
morgna, hvernig viðrar. Boðið upp á
teygjuæfingar og vatn að göngu lok-
inni. Tilvalin samverustund fyrir alla
fjölskylduna. Upplýsingar í síma 568
3132.
Íþróttafélagið Glóð | Kópavogi
Hringdansar í dag kl. 12.15 í Íþrótta-
húsinu Smáranum, Kópavogi.
Norðurbrún 1, | Þorrablót verður hald-
ið föstudaginn 11. ferbrúar kl. 18.30,
minni kvenna Helgi Seljan, minni karla
Erla Kristjánsdóttir, einsöngur Sigrún
Vala Þorgrímsdóttir, Þorvaldur Hall-
dórsson leikur fyrir dansi. Að-
göngumiði gildir sem happdrætt-
ismiði. Uppl. í síma 568 6960 Allir
velkomnir, takið með ykkur gesti.
Vesturgata 7 | Framtalsaðstoð frá
Skattstjóranum í Reykjavík verður
veitt mánudaginn 14. mars. Skráning í
síma 535 2740. Uppselt er á þorra-
blótið 11. febrúar. Vinsamlegast sækið
frátekna miða fyrir þriðjudaginn 8.
febrúar. Nánari upplýsingar í síma 535
2740.
Kirkjustarf
Grafarvogskirkja | Aðalfundur Safn-
aðarfélags Grafarvogskirkju verður
mánudaginn 7. febrúar kl. 20. Venju-
leg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar,
endurskoðaðir reikningar, kosning
stjórnar og önnur mál. Fundarefni:
Kristniboðar segja frá starfi í Eþíópíu.
Bollukaffi.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna-
stund kl. 20. Bænastundir virka
morgna kl. 07–08. Ath., breyttir tímar
á morgunbænastundum.
KFUM og KFUK | Árshátíð KFUM og
KFUK verður laugardaginn 5. febrúar.
Miðar seldir á skrifstofu KFUM og
KFUK, sími 588 8899.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
KÓR Áskirkju heldur nú um
helgina tvenna tónleika í tilefni út-
gáfu hljómplötunnar „Það er óska-
land íslenskt,“ sem kom út rétt fyr-
ir síðustu jól, á hundrað ára afmæli
heimastjórnar. Á plötunni, sem er
gefin út á geisladisksformi, má
heyra íslensk þjóð- og ættjarðarlög
í flutningi kórsins, en platan hefur
hlotið mikið lof gagnrýnenda auk
tilnefningar til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna fyrir árið 2004.
Plötunni fylgir textabæklingur upp
á 64 síður þar sem finna má ævi-
ágrip bæði tónskálda og ljóðskálda
auk þýðinga á textum á ensku,
þýsku og frönsku.
Kári Þormar, organisti og kór-
stjóri í Áskirkju, segir efnisskrá
tónleikanna að mestu leyti sam-
anstanda af lögum sem finna má á
plötunni. „Einhverju er þó sleppt
og öðru bætt við. Við fengum at-
hugasemdir við það að þjóðsöng-
urinn væri ekki á plötunni, svo við
reynum að bæta úr því,“ segir Kári.
„Þessa músík einkennir kraftur og
þessi aldamóta- og sjálfstæðishug-
sjón í bland. Þetta er blanda af ætt-
jarðarlögum, þjóðlögum og íslensk-
um alþýðulögum frá því um miðja
síðustu öld. Alþýðuljóðin hafa lifað
með þjóðinni og eru hluti af hennar
þjóðarsál, lög sem allir kunna, ann-
að hvort lag eða texta og kveikir
svolítið í Íslendingnum í manni.“
Fyrri tónleikarnir verða í Ás-
kirkju, í dag kl. 17, en þeir seinni í
Hásölum, Hafnarfirði á morgun kl.
17.
Lög sem hafa lifað með þjóðinni
MYNDLISTARMENNIRNIR Bjarni
Sigurbjörnsson og Haraldur Karls-
son opna í dag kl. 15 sýninguna
„Skíramyrkur“ í sölum Hafn-
arborgar. Sýningin, sem stendur til
28. febrúar, er innsetning þar sem
málverk og hreyfimyndir spila
saman og mynda sjónræna heild.
Viðfangsefni innsetningarinnar er
hið sýnilega yfirborð veruleikans
og skynjun áhorfandans sjálfs. Í
hinum ýmsu hlutum hennar, mál-
verkum og lifandi myndum er leit-
ast við að greina tilurð forma og
litaflæðis á fleti, í tíma og í þrívíðu
rúmi. Í samruna myndhlutanna eru
það síðan skynfæri áhorfandans og
ferð hans um rýmið sem vekur
hugsanir og ímyndunarafl.
Í málverkum sínum á plexigler
hefur Bjarni Sigurbjörnsson feng-
ist við samspil efnis og forma þar
sem hið ljósbæra plexigler verður
að tilraunaglasi þar sem við getum
fylgst með því hvernig form og litir
kvikna í átökum þunnfljótandi efn-
is: Olíu og vatns.
Hreyfimyndir Haraldar Karls-
sonar eru ígrundaðar tilraunir um
sjónrænt afsprengi, annarsvegar
fjölklipptar upptökur af plöntum,
skordýrum og spendýrum en hins-
vegar sjálfsprottnar afstraksjónir
sem svipar til nálgunar Bjarna í
málverkunum. Verkunum er jafnt
skipt í einnar mínútu tímabil og alls
eru myndskeiðin tuttugu og fjögur.
Verkin eru tímatengdar rannsóknir
á skynrænum mörkum hins sýni-
lega og ósýnilega.
Sýningin Skíramyrkur opnuð í Hafnarborg
Morgunblaðið/ÞÖK
Bjarni Sigurbjörnsson listamaður og verk hans.
1. d4 Rf6 2. Bg5 c5 3. d5 Re4 4. Bf4 Db6
5. Bc1 e6 6. f3 Rf6 7. c4 exd5 8. cxd5 c4
9. e3 Bc5 10. Kf2 O-O 11. Bxc4 He8 12.
Dd3 d6 13. Rc3 Da5 14. Rge2 Rbd7 15.
Bb3 Re5 16. Dc2 Reg4+ 17. fxg4
Rxg4+ 18. Ke1 Rxe3 19. Bxe3 Hxe3
20. h3 Bd7 21. Kd1 Hae8 22. Hf1 b5 23.
Rc1 Dd8 24. Rd3 Dh4 25. Kc1 b4 26.
Rd1 He2 27. Dc4 H8e4 28. Da6 Dg5+
29. Kb1 Dxg2 30. Rxc5 dxc5 31. Dxa7
Dxf1 32. Dxd7 He1 33. Da4
Staðan kom upp í B-flokki Corus
skákhátíðarinnar sem er nýlokið í sjáv-
arbænum Wijk aan Zee í Hollandi.
Friso Nijboer (2549) hafði svart gegn
heimsmeistara kvenna, Antoanetu
Stefanovu (2491). 33... Dd3+! 34. Kc1
Hxd1+! 35. Bxd1 Hc4+ 36. Bc2 Df1+
37. Kd2 Hd4+ 38. Ke3 Df4+ og hvítur
gafst upp enda verður hann mát eftir
39. Ke2 Hd2+ 40. Ke1 Df2#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.