Morgunblaðið - 05.02.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 53
Hoffman og Barbra Streisand,
einkum framan af á ferlinum en á
síðari árum hafa þau bæði tekið
dramað fram yfir og verið verð-
launuð fyrir. En þau hafa greini-
lega engu gleymt og þykja
blómstra í farsakenndum hlut-
verkum foreldra Ben Stillers – ei-
lífðarhippa sem hleypir fjölskyldu-
lífinu í háaloft.
Skemmst er frá því að segja að
Meet the Fuckers er nú orðin vin-
sælasta leikna gamanmynd frá því
MEET the Parents reyndist ein
best heppnaða og vinsælasta gam-
anmynd ársins 2000. Þar sannaði
Robert De Niro endanlega að hann
er ekki síður liðtækur í gaman-
hlutverkinu en sem geðstirður
glæpon. Í framhaldinu, Meet the
Fockers, gerist slíkt hið sama; að
tveir þungavigtarleikarar sýna þar
og sanna á sér nýja og áður lítt
þekkta eða löngu gleymda hlið.
Þau hafa reyndar bæði sýnt góð
tilþrif sem gamanleikarar, Dustin
kvikmyndasýningar hófust í
Bandaríkjunum og því eins og gef-
ur að skilja vinsælasta mynd það
sem af er árs þar í landi. Má líka
búast við að myndin eigi eftir að
verða vinsæl hér, sérstaklega
vegna nærveru Ben Stillers því á
nýbirtum lista yfir vinsælustu
myndir síðasta árs kom enginn
leikari oftar við sögu en hann en
hann lék í vinsælum myndum á
borð við Along Came Polly, Dodge-
ball, Starsky & Hutch og Anchor-
man.
Frumsýning | Meet the Fockers
Dramakóngarnir Hoffman og De Niro saman í góðu gríni.
Enn þá svaka-
legra tengdafólk
ERLENDIR DÓMAR
Roger Ebert Guardian BBC Metacritic.com 41/100
New York Times 60/100 (meta-
critic)
Variety 50/100 (metacritic)
„ÞETTA er svona Bruckheimer-
söngleikur,“ segir Trey Parker um
þessa nýjustu mynd sína og það er
satt. Alla vega svona á yfirborðinu.
Team America er glans-
gallaklæddur sérsveitarflokkur
blindur af föðurlandsást. Hvar sem
möguleiki er á að góma hryðju-
verkamenn – og helst með gjöreyð-
ingarvopn undir höndum – er amer-
íska ofurliðið mætt á staðinn. Það
sprengir upp og skýtur á allt sem
fyrir augu ber þegar það freistar
þess að góma vondu karlana.
Höfundar Southpark-sjónvarps-
þáttanna, þeir Trey Parker og Matt
Stone, eru algjörir snillingar, og
bráðnauðsynlegir bandarísku sam-
félagi, þar sem þeim gæti ekki verið
meira sama um hvern þeir móðga.
Þeir gagnrýna samfélagið og þjóð-
arandann á ótrúlega glöggan, hnit-
miðaðan, skarpskyggnan og ekki
síst bráðfyndinn hátt.
Með uppbyggingu myndarinnar,
persónusköpum og samtölum hæða
þeir sundur og saman hið klisju-
kennda, þjóðrækna, væmna og ein-
feldningslega bandaríska kvik-
myndaform, um leið og þeir gera gys
að sjálfbirgingshætti og sjálfs-
dýrkun bandarískra kvikmynda-
stjarna. En þar láta þeir ekki staðar
numið. Team America er mjög hörð
háðsádeila á framgöngu Bandaríkj-
anna í heimspólitíkinni.
Í Ameríska ofurliðinu er fólk
sannfært á mjög barnslegan hátt og
af algerri fávisku um eigið ágæti og
yfirburði. Það veður yfir allt og alla,
sprengir og tætir án þess að bera
nokkra virðingu fyrir öðrum þjóðum
eða menningarheimum. Allt í krafti
þess að aðrir öfundi það af því að búa
í „frjálsu landi“. Hljómar kunn-
uglega – ekki satt?
Það er skemmtilegt að allar per-
sónur myndarinnar eru strengja-
brúður sem virkilega eykur á fárán-
leika myndarinnar og
heimspólitíkurinnar. Trey Parker er
einnig frábært tónskáld og nær hinu
albandaríska smekkleysi ótrúlega
vel í lögum myndarinnar, sem eru
hryllilega fyndin.
Hins vegar finnst mér þeir fara
yfir strikið, það hefði mátt sleppa
sumum grófum atriðum sem ekki
beint styðja söguna. (Hér hafði ég
hugsað mér að nefna eitt heldur
kröftugt æluatriði, en þegar ég
hugsa um það var það bæði vel tíma-
sett, fyndið og frekar dramatískt.)
Ameríska ofurliðið er góður brand-
ari og býsna sterkur, en einnig að-
eins of langur.
Sprengju-
og strengja-
satíra
KVIKMYNDIR
Sambíóunum Álfabakka
og Keflavík
Leikstjórn: Trey Parker. Handrit: Trey
Parker, Matt Stone og Pam Brady.
Kvikmyndataka: Bill Pope. Lagasmíðar:
Trey Parker. Raddir: Trey Parker, Matt
Stone og fleiri. BNA. 98 mín. UIP 2004.
Ameríska ofurliðið (Team America:
World Police)
Hildur Loftsdóttir