Morgunblaðið - 05.02.2005, Síða 55
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR KLUKKAN 2 - AÐEINS 400 KRÓNUR
Nýr og betri
www.regnboginn.is
Hverfisgötu ☎ 551 9000
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára
SIDEWAYS
„Sideways er eins og eðalvín
með góðri fyllingu. Hún er
bragðgóð, þægileg og skilur
eftir sig fínt eftirbragð“ Þ.Þ.
FBL
„Fullkomlega ómissandi mynd“
S.V. MBL.
Óskarsverðlauna
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd,
leikstjóri og handrit
5
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
LEONARDO DiCAPRIO
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti
leikari-Leonardo Dicaprio, bestu
aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda.
11
Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20.
Frá framleiðanda Training Day
Þeir
þur
fa a
ð st
and
a sa
man
til a
ð ha
lda
lífi!
Fráb
ær s
pen
nutr
yllir!
Sýnd kl. 1.50, 3.50, 5.55, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Stórkostleg
sannsöguleg mynd um
baráttu upp á líf og
dauða.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd, leikari
og handrit
7
MMJ kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás 2
Ó.Ö.H. DV
SV Mbl.
H.L. Mbl.
Baldur Popptíví
V.G. DV
Ó.H.T Rás 2
2 TILNEFNINGAR TIL
ÓSKARSVERÐLAUNA, þ.á.m.besta
erlenda myndin
FRÁ LEIKSTJÓRA THE OTHERS
Golden Globe
sem besta
erlenda
myndin
l l
l
i
Ein vinsælasta
grínmynd allra tíma
þrjár vikur á toppnum í
USA!
Frumsýnd 11. Febrúarr . r r
Frumsýning Frumsýning
Kvikmyndir.is
Frumsýnd kl. 2 og 4 Ísl tal
ATH! VERÐ KR. 500
Sýnd kl. 2 Ísl tal
ATH! VERÐ KR. 400
Frumsýning
kemur og núna skil ég af hverju ég
þurfti að koma hingað.“
Að sögn Simons felst aðdráttarafl
sögunnar í því hversu stórbrotið æv-
intýri hún er. „Ég veit að þetta
hljómar ef til vill eins og gömul
tugga, en ég held að öll börn dreymi
um ævintýri. Þau dreymir um að
bjarga heiminum; bjarga sjálfum sér
og fjölskyldum sínum og lenda í ýms-
um ævintýrum. Við hin fullorðnu
gerum okkur hins vegar grein fyrir
að ævintýri snúast um baráttu góðs
og ills; líf og dauða, þótt börn geri sér
ekki grein fyrir því.
Þegar ég las þessa bók fyrst datt
mér Stjörnustríð í hug, þótt það
hljómi ef til vill furðulega. Auðvitað
er efnið á engan hátt líkt Stjörnu-
stríðsmyndunum, en sagan er svipuð
að því leyti að hún er stórfenglegt
ævintýri. Enska orðið er „saga“,“
segir Simon. „Ef ég ætti að líkja bók-
inni við einhverja aðra myndi ég
segja að hún hefði „epík“ sambæri-
lega við verk eftir JRR Tolkien, höf-
und Hringadróttinssögu. Ég segi
ekki hvaða verk.“
Möguleiki á miklum vinsældum
Hann segist sjá mikla möguleika á
vinsældum um allan heim. „Ef bókin
verður vinsæl í Bretlandi eru allir
vegir færir, því heimsmarkaðurinn
eltir Breta mjög gjarnan í þessum
efnum. Ég tel að miklar líkur séu á
að bókin verði fyrirbæri á al-
þjóðavísu. Auðvitað get ég þó ekki
spáð fyrir um sölutölur, en ég væri
ekki hér ef ég tryði ekki á þessa
sögu.“
Simon segir að Meadowside sé
núna að koma markaðsstarfseminni í
gang, svo allur bókaheimur Bret-
lands viti að von sé á Djúpríkinu í
september eða október. „Þetta verð-
ur mikið markaðsátak. Þetta verður
sá titill sem Meadowside leggur
mesta áherslu á í ár. Við gefum út
120 bækur á ári og veljum alltaf eina
þeirra til að vera í fylkingarbrjósti.
Djúpríkið verður þar í dag, enda
held ég að það sé besta bókin okkar.“
ivarpall@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 55
POPPSTJARNAN Michael Jackson segir í við-
tali, sem sjónvarpað verður í dag á bandarísku
Fox-sjónvarpsstöðinni, að margar fréttir sem
fluttar hafi verið af honum séu „tilbúningur“.
Jackson hefur alfarið neitað því að hafa misnot-
að börn og segir í viðtalinu að hann sé skotmark
vegna frægðar sinnar.
„Því frægari, því eftirsóttara skotmark,“ segir
Jackson í viðtalinu. „En sannleikurinn sigrar
alltaf, ég trúi því,“ bætir hann svo við.
Val á kviðdómendum vegna fyrirtöku máls
Jacksons í Kaliforníu hófst á mánudag og því
verður haldið áfram í næstu viku. Dómurinn
mun fjalla um ákæru gegn Jackson fyrir að beita
ungan dreng kynferðislegu ofbeldi.
Viðtalið, sem sjónvarpsmaðurinn Geraldo Riv-
era tók, er hið fyrsta sem Jackson veitir frá því
honum var stefnt fyrir dómstóla í apríl í fyrra.
Segir Jackson að hann hafi hannað Neverland-
búgarðinn með það í huga að geta notið þess að
gera hluti sem hann fór á mis við í barnæsku.
„Neverland var hannað með það í huga að
staðurinn yrði heimili mitt og barna minna,“
sagði hann. „Þar fékk ég tækifæri til þess að
gera það sem ég ekki gat gert á unga aldri. Við
gátum ekki farið í bíó eða í Disneyland. Við gát-
um ekki gert alla þessa skemmtilegu hluti. Við
vorum í tónleikaferðum og nutum þess. En þetta
gaf mér tækifæri til þess að eiga minn eigin af-
markaða stað þar sem er að finna alla hluti sem
mér fannst gaman að,“ segir Jackson í viðtalinu.
Þar gagnrýnir hann einnig harðlega rappar-
ann Eminem fyrir að gera stólpagrín að sér í
myndbandi við lagið „Just Lose It.“ „Ég hef ver-
ið listamaður nær allt mitt líf og ég hef aldrei
ráðist gegn öðrum listamanni. Miklir listamenn
þurfa ekki á slíku að halda.“
Fólk | Sjónvarpsviðtal við Michael Jackson
Segist eftirsótt skotmark
Reuters
Michael Jackson í viðtali við Geraldo Rivera.