Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 05.02.2005, Qupperneq 57
BARNALEIKRITIÐ Ávaxtakarf- an, eftir Kristlaugu Maríu Sig- urðardóttur, sló óforvarandis í gegn þegar það var frumsýnt í Íslensku óperunni árið 1998. Leik- ritið var gefið út síðar á mynd- bandi og á geislaplötu og hefur lifað góðu lífi hjá æsku landsins síðan. Leikritið verður sett upp á ný í Aust- urbæ á morgun og er frum- sýning klukkan 14. Leikstjóri er Gunnar Ingi Gunnsteinsson en hann leikstýrði fyrstu uppfærsl- unni og framkvæmdastýrði henni. Leikritið segir af samlífi ávaxta sem er umturnað er gulrót bætist í ávaxtakörf- una. Immi ananas gerir til- raun til að kúga hina ávextina en gulrótin, sem kallast Gedda, hrindir af stað uppreisn ásamt Mæju jarðarberi. Leikritið ber þannig með sér hopp og hí um leið og það tekur á einelti og fordómum. Með helstu hlutverk í nýju upp- færslunni fara Selma Björns- dóttir (Eva appelsína), Jón Jósep Snæbjörnsson (Immi ananas), Lára Sveinsdóttir (Mæja jarð- arber) og Birgitta Haukdal (Gedda gulrót). Tónlistarstjóri er sem fyrr Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. Gunnar segir að farsæld leik- ritsins byggist líklega á því óvenjulega og skemmtilega um- hverfi sem því er búið og hvernig sé tekið á þeim boðskap sem býr í leikritinu; þ.e. gildi þess að fólk skuli virða hvað annað. „Umræðan um einelti er orðin miklu meiri í dag en þegar leik- ritið var fyrst frumsýnt. Mun- urinn á uppfærslunum tveimur liggur m.a. í því hvernig við tök- um á þessum alvarlega sam- félagsvanda. Á sínum tíma héld- um við að við værum ofsalega gróf og grimm en það hefur sýnt sig að ef eitthvað er þá tókum við frekar vægt á þessu. Þannig að við höfum skerpt dálítið á þessu. Sumar reynslusögurnar á vefsíðu Regnbogabarnanna eru svo ógeðslegar að maður trúir þeim vart. Svo erum við búin að uppfæra tónlistina og það verða kynnt tvö ný lög.“ Leikhópurinn er skipaður jafnt atvinnuleikurum sem tónlist- armönnum. „Hópurinn smellur vel saman. Það er gaman að geta teflt fram tveimur af helstu átrúnaðar- goðum unga fólksins í dag, þ.e. Jónsa og Birgittu. Þau tvö eru komin með sæmilega leikreynslu og svo er gott að hafa söng- leikjadrottninguna Selmu innan- borðs.“ Leikrit | Ávaxtakarfan aftur á fjalirnar Barnaleikrit með boðskap Morgunblaðið/RAX Miða er hægt að nálgast í Austurbæ og á www.midi.is www.avaxtakarfan.is arnart@mbl.is Immi ananas er fláráður og reynir að sölsa undir sig völdin í Ávaxtakörfunni. Selma Björnsdóttir sem Eva appelsína. Það gengur mikið á í Ávaxtakörfunni. Tinna Hrafns- dóttir og Valur Freyr Einarsson í hlutverkum sínum. Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá Frá leikstjóranum Oliver Stone. Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE FRÁ HÖFUNDUM SOUTH PARK ÁLFABAKKI kl. 2, 4, 6.20, 8.30 og 10.30. AKUREYRI kl. 10. B.i. 14 ára. Algjör snilld. Ein af fyndustu myndum ársins. l j r ill . i f f t r i . Kvikmyndir.is DV V.G. DV. YFIR 36.000 ÁHORFENDURI .  H.L. Mbl.  DV  Rás 2  Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30, 3.45 og 6. Ísl.tal. / kl. 6 og 8.15. Enskt tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.30. B.i. 14 ára. Kvikmyndir.is Tilnefningar til óskarsverðlauna il f i til 4 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30, 3.45, 6, 8.15 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2.15, 4.30 og 6.45. KRINGLAN Sýnd kl. 12 og 2.15. Ísl.tal. B.I. 14 Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun KRINGLAN Sýnd kl. 4.30, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. Tilnefningar til óskarsverðlauna4 il f i r til l Ein vinsælasta grínmynd allra tíma Þrjár vikur á toppnum í USA Frá framleiðanda Training Day Þeir þur fa a ð st and a sa man til a ð ha lda lífi! Fráb ær s pen nutr yllir! MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 57

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.