Morgunblaðið - 05.02.2005, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
Opi› í dag laugardag
frá kl. 11-16
VETURINN ræður ríkjum í Skagafirði um þessar mundir eins og sjá má. Hrossin, sem þar ganga úti, fá ekki aðeins næringu úr heyinu heldur einn-
ig skjól af því. Í gær var þar kuldalegt um að litast en íslensk hross eru harðgerð og ýmsu vön og láta ekki vetrarveðrin mikið á sig fá.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hey í harðindum
Ákvað að stofna
Grimsey Records
í Grímsey
ANDREA Troolin, sem
starfrækir hljómplötu-
útgáfuna Grimsey
Records í Minnesota í
Bandaríkjunum, tók
ákvörðunina um að stofna
fyrirtækið er hún var
stödd við vitann í Grímsey
árið 1994. Þetta sumar
var hún í jarðfræðileiðangri hér á landi
ásamt samnemendum sínum. Einn daginn,
þegar nemendurnir fengu frí frá fræði-
legri vinnu, brá hún sér til Grímseyjar
ásamt nokkrum vinum sínum. Þar ákvað
hún að hætta í jarðfræði og helga frekar
líf sitt hljómplötuútgáfu. Rætt er við
Andreu um þessa ákvörðun og útgáfufyr-
irtækið Grimsey Records í Lesbók Morg-
unblaðsins í dag.
NÝR kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins
og Símans vegna félagsmanna Félags íslenskra
símamanna var undirritaður fyrir hádegi í
gær. Alls starfa um 800 rafiðnaðarmenn eftir
samningnum.
Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ,
segir að lágmarkslaun hækki verulega, um 20–
30%, og sé með því verið að færa lágmarks-
launin nær því sem gengur og gerist á mark-
aðinum. „Það er gert vegna þeirrar stöðu sem
hefur verið að skapast á íslenskum vinnumark-
aði. Í aðgerðaleysi stjórnvalda hafa fyrirtæki
verið að flytja hér inn vinnuafl og nýta sér al-
gerlega þessa lágmarkstaxta. Við vorum lengi
vel í fararbroddi í baráttunni fyrir þessu svo-
kallaða markaðslaunakerfi, sem aðgerðarleysi
félagsmálaráðuneytisins er í raun og veru að
leggja í rúst. Þá er ekki nema ein leið, og það
er sama leið og hefur verið farin annars staðar
í Evrópu, og það er að lyfta upp gólfum þar til
þau eru komin í grennd við þar sem raunlaun
eru.“
Að öðru leyti segir Guðmundur að samning-
urinn sé svipaður og þeir samningar sem gerð-
ir hafa verið undanfarið, launakostnaðaraukinn
á næstu fjórum árum verði 18–19%, og þar fyr-
ir utan komi til kostnaður vegna lífeyrissjóðs-
breytinga. Greidd verða atkvæði um samning-
inn í næstu viku.
Eins og fram hefur komið var samningur
RSÍ við Símann vegna 250 rafeindavirkja og
símsmiða felldur fyrir skömmu. Samkvæmt
upplýsingum RSÍ er búið að fara yfir helstu
ágreiningsatriði og gera má ráð fyrir að við-
ræðum ljúki eftir helgi.
Rafiðnaðarsamband Íslands hefur náð samningum við Símann
Hækkun lágmarkslauna
20–30% á samningstíma
Lyfta lágmarkstöxtum
í átt til markaðslauna
FIMM verktakafyrirtæki skiluðu
tilboðum til Orkuveitu Reykjavíkur
í stöðvarhús og ýmis önnur mann-
virki Hellisheiðarvirkjunar. Kostn-
aðaráætlun hljóðaði upp á rúma 2,2
milljarða króna og þegar tilboð voru
opnuð nýlega kom í ljós að eingöngu
34 milljónir skildu að tvö lægstu fyr-
irtækin.
ÞG verktakar buðu 1.964 milljón-
ir króna en Keflavíkurverktakar
buðu 1.998 milljónir. Að sögn Eiríks
Bragasonar, staðarverkfræðings
Hellisheiðarvirkjunar, er verið að
yfirfara tilboðin og ákvörðunar að
vænta á næstunni við hvaða verk-
taka verður samið. Á framkvæmd-
um að vera lokið í maí árið 2006.
Aðrir verktakar sem skiluðu til-
boðum voru Ístak með 2.266 millj-
ónir, Íslenskir aðalverktakar með
2.370 milljónir og Eykt með 2.438
milljónir. Auk stöðvarhúss felst
framkvæmdin m.a. í að reisa
áhaldahús, tvær skiljustöðvar, tvö
lokahús, vatnsgeymi og þrær fyrir
kæliturna. Heildargrunnflötur
bygginga er um 13 þúsund fermetr-
ar.
Fimm tilboð bárust í Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur
Lítill
munur
lægstu
tilboða
Tölvumynd af stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól. Kostnaður er áætlaður 2,2 milljarðar króna.
BÓNUS var oft-
ast með lægsta
verðið og Fjarð-
arkaup í Hafnar-
firði voru næstoft-
ast með lægsta
verð á þurrvörum
í verðkönnun sem
Verðlagseftirlit
ASÍ framkvæmdi síðastliðinn þriðjudag í
matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Aðeins þrjár vörutegundir af þeim 59
sem kannaðar voru fengust ekki í Fjarð-
arkaupum. Hins vegar fékkst einungis 31
vara af 59 í Bónusi.
Flestar vörur fengust í Sparverslun
Flestar vörur fengust í Sparverslun í
Bæjarlind, 57 af 59 vörum voru til í versl-
uninni. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá
ASÍ, segir að verslunin 10–11 hafi langoft-
ast verið með hæsta verðið, 34 vöruteg-
undir voru dýrastar þar.
Mesti munur á einstökum vörum í könn-
uninni var tæp 140% en sá munur var á
frosnum Hatting-pítubrauðum og 137%
verðmunur á Lavazza Qualita Rossa-kaffi.
Mikill munur var einnig á fjölmörgum al-
gengum dagvörum s.s. brauði, morgun-
korni og kaffi.
Henný segir að það geti því tvímæla-
laust borgað sig að kanna hvar vöruúrval
er gott, ekki síður en hvar vöruverð er
lægst.
Gott vöruúrval/33
Bónus var
oftast með
lægsta verð
Djúpríki Bubba og Jacksons
gefið út í Bretlandi
Fyrirbæri á
alþjóðavísu
SIMON Rosenheim, útgefandi hjá breska
bókaforlaginu Meadowside, segist sjá
mikla möguleika á að ævintýrabók Bubba
Morthens og Roberts Jacksons, Djúpríkið,
nái vinsældum um allan heim. „Ef bókin
verður vinsæl í Bretlandi eru allir vegir
færir, því heimsmarkaðurinn eltir Breta
mjög gjarnan í þessum efnum. Ég tel að
miklar líkur séu á að bókin verði fyrirbæri
á alþjóðavísu. Auðvitað get ég þó ekki
spáð fyrir um sölutölur, en ég væri ekki
hér ef ég tryði ekki á þessa sögu.“
Bubbi og Robert hafa aukið við söguna
frá íslensku útgáfunni, en bókin kemur út
í september eða október ytra. Meadowside
er nú að hefja umfangsmikla markaðs-
herferð til að kynna bókina í Bretlandi./54
♦♦♦
♦♦♦