Morgunblaðið - 17.02.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 11
FRÉTTIR
Útsölulok
Enn meiri verðlækkun
undirfataverslun
Síðumúla 3 - Sími 553 7355
Opið virka daga frá kl. 11-18,
laugardaga frá kl. 11-15.
19. febrúar
Kringlan — Smáralind
ÚRVAL AF FERMINGARFATNAÐI
Hverafold 1-3 • Foldatorgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 & lau. kl. 11-14
Mikið úrval af glæsilegum
fatnaði frá París
Samkvæmistoppar
Pils og glæsilegar peysur
Nýtt kortatímabil
KOSTNAÐUR þátttakenda í sam-
anburðarútboði Póst- og fjarskipta-
stofnunar (PFS), vegna UHF-tíðna
fyrir stafrænt sjónvarp, miðast við
útlagðan kostnað stofnunarinnar af
verkefninu, að sögn Hrafnkels V.
Gíslasonar, forstjóra PFS. Hann
taldi að ekki yrði um mjög háar fjár-
hæðir að ræða, í mesta lagi nokkrar
milljónir. Kostnaðurinn liggur ekki
enn fyrir, því ekki er búið að bjóða
tíðnirnar út né vinna úr tilboðum.
Ef t.d. koma fram mjög flókin tilboð
gæti þurft að leita til utanaðkom-
andi aðila með úrvinnslu, sem myndi
hleypa kostnaðinum upp.
Hrafnkell benti á að meginatriði
fyrirhugaðs útboðs á UHF-tíðnum
væri krafan um dreifingu stafræna
sjónvarpsefnisins. Tilgangur út-
boðsins væri ekki að leita þeirra
sem tilbúnir eru að greiða mest fyr-
ir UHF-tíðnirnar fyrir stafræna
sjónvarpið, heldur þeirra sem taldir
verða ráða best við að uppfylla skil-
yrði útboðsins. Þar er m.a. áskilið að
útsendingar einnar rásar dreifikerf-
is hvers leyfishafa nái að lágmarki
til 40 sveitarfélaga innan eins árs
frá útgáfu heimildar og til 98%
heimila landsins innan tveggja ára.
Auk þráðlausra sendinga frá sjón-
varpssendi verður heimilt að dreifa
stafræna sjónvarpsmerkinu á annan
hátt, t.d. um Netið, ljósleiðara eða
gervihnött.
Auk þess að greiða fyrir tíðnirn-
ar, samkvæmt kostnaði PFS við út-
boðið, munu leyfishafar einnig þurfa
að greiða ýmis gjöld á leyfistíman-
um til PFS í samræmi við ákvæði
laga um PFS, laga um fjarskipti og
gjaldskrá PFS. Að sögn Hrafnkels
verða þau gjöld sambærileg við þau
sem greidd eru í dag af starfrækslu
hliðrænna sjónvarpssenda. Gjald-
skráin miðast við afl senda og
hlaupa gjöldin á tugum þúsunda og
upp í einhver hundruð þúsunda á ári
fyrir mjög öfluga sjónvarpssenda.
„Gjaldtaka okkar af ljósvakatíðnum,
hvort sem það er fyrir GSM eða
eitthvað annað, er aðeins heimil ef
Alþingi hefur heimilað slíka gjald-
töku. Þetta er í raun og veru skattur
og einungis Alþingi getur lagt á
skatta,“ sagði Hrafnkell. Hann
minnti á að Alþingi hefði nýlega
samþykkt lög um þriðju kynslóð far-
síma. Þar er veitt heimild til að
leggja 60 milljóna króna gjald á til-
tekna úthlutun, samkvæmt nánari
reglum. Hrafnkell sagði ekki heim-
ild í lögum til að innheimta sam-
bærilegt gjald fyrir sjónvarpstíðnir.
PFS mætti einungis innheimta fyrir
tíðnir sem næmi kostnaði stofnunar-
innar við útboð.
Hrafnkell sagði ólíkar aðferðir
viðhafðar milli landa við gjaldtöku
af ljósvakatíðnum. Þegar tíðnir fyrir
þriðju kynslóð farsíma voru boðnar
út í hinum ýmsu Evrópulöndum hafi
þurft að greiða hátt gjald í sumum
löndum, en í öðrum, t.d. Svíþjóð,
hafi ekki verið greitt sérstaklega
fyrir tíðnirnar heldur gerð krafa um
útbreiðslu. Hann sagði stjórnvöld í
hverju landi geta valið úr leiðum til
að tryggja að almenningur fái sem
mestan afrakstur af notkun þeirra
auðlinda sem ljósvakatíðnirnar eru.
„Sú leið sem kosin hefur verið í
þessu tilviki er að setja útbreiðslu-
kröfu á UHF-tíðnir fyrir stafrænt
sjónvarp. Við höfum almenna heim-
ild til að gera það og höfum haft
samráð við samgönguráðuneytið um
þessa nálgun,“ sagði Hrafnkell.
Ekki settur
verðmiði á UHF-
tíðnir fyrir
stafrænt sjónvarp
Meira á www.mbl.is/ítarefni
UMHVERFISRÁÐ Reykjavíkur
hafnar því í umsögn sinni til ráðherra
að bónda á Kjalarnesi verði veitt
ótímabundin undanþága frá reglu-
gerð sem bannar dreifingu á búfjár-
áburði utan tímabilsins frá 15. mars
til 1. nóvember, og á frosna jörð.
Bóndinn hafði dreift hænsnaskít á
tún nýlega og var umhverfissviði
Reykjavíkur gert aðvart. Starfs-
menn umhverfissviðs stöðvuðu dreif-
inguna og sótti bóndinn þá um und-
anþágu frá reglugerðinni til
umhverfisráðherra. Ráðherra er
skylt að leita umsagnar Reykjavík-
urborgar á umsókn bóndans og að
mati ráðsins mæla sterk rök gegn
því að veita undanþáguna.
Í umsögn umhverfissviðs, sem
umhverfisráð hefur samþykkt, er
bent á að búfjáráburður sem dreift
sé á frosna jörð nýtist lítið sem ekk-
ert þar sem næringarefni komist
ekki niður í jarðveginn og meirihlut-
inn skolist burtu við leysingar. Enn-
fremur sé hætta á aukinni lyktar-
mengun þegar áburðurinn gengur
ekki niður í svörðinn. Að lokum sé
meiri hætta á dreifingu smitefnis
liggi áburðurinn, í þessu tilviki
hænsnaskítur, á frosinni jörð þar
sem fuglar geti komist í hann.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í um-
hverfisráði sátu hjá við afgreiðslu
málsins og bentu í bókun sinni á að
skarna hefði verið dreift á freðna
jörð frá landnámsöld og það væri al-
siða um allt land. Sunnanlands skipt-
ist á frost og þíða svo áburðurinn
lægi sjaldnast lengi á frosinni jörð.
Umhverfisráð Reykjavíkur gefur um-
sögn um umsókn bónda á Kjalarnesi
Vilja ekki dreifingu
búfjáráburðar
á frosna jörð
Fréttasíminn 904 1100