Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ímarkblaðið
Sérblað um íslenska markaðs-
daginn fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 25. febrúar.
Blaðinu verður einnig dreift á
Ímark deginum í Háskólabíói.
Skipulegðu árangurinn, markvissari
markaðssetning skilar betri árangri
Auglýsingar tilnefndar til verðlauna
Könnun IMG meðal markaðsstjóra
auglýsingar 569 1111
Umsjón: Birna Anna Björnsdóttir
Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir, sími: 568 1139
Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16
mánudaginn 21. febrúar.
Meðal efnis í blaðinu sem
verður skorið og heft:
KYOTO-sáttmálinn tók gildi í gær en að honum
stendur 141 ríki. Kveður hann á um aðgerðir til
að minnka mengun og útblástur í því skyni að
draga úr vaxandi gróðurhúsaáhrifum. Mesti
mengunarvaldurinn, Bandaríkin, eru ekki aðilar
að honum.
Iðnríkin 34, sem hafa staðfest sáttmálann, eiga
að vera búin að draga úr mengun um 5,2% fyrir
2012 og er þá miðað við mengunina eins og hún
var í hverju þeirra 1990. Kenýski umhverfis-
verndarsinninn Wangari Maathai, sem hlaut
friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári, sagði í gær,
að dagurinn væri í senn endir langs samn-
ingaferils og upphaf mikillar baráttu fyrir tilvist
okkar mannanna og annarra tegunda hér á jörð.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, sagði, að gróðurhúsaáhrifin væru
„mesta vandamál þessarar aldar“ og Klaus Töp-
fer, yfirmaður umhverfisáætlunar SÞ, sagði, að
flest benti til, að hiti á jörðinni hækkaði hraðar
en búist hefði verið við. Kvaðst hann vona, að
það væri þó ekki rétt, því að annars væri hætta
á, að ástandið yrði stjórnlaust með alvarlegum
afleiðingum um allan heim.
Mesta mengunin
líklega í Kína 2020
Það var eitt af fyrstu embættisverkum George
W. Bush Bandaríkjaforseta 2001 að hætta við-
ræðum um Kyoto-sáttmálann og sagði hann
ástæðuna vera, að hann yrði of dýr fyrir efna-
hagslífið. Bandaríkin og Ástralía eru einu iðnrík-
in, sem ekki eiga aðild að sáttmálanum, en frá
þeim koma 30% útblástursins, sem veldur gróð-
urhúsaástandi.
Bush bendir einnig á máli sínu til stuðnings,
að þróunarríki eins og Kína og Indland eru enn
undanskilin Kyoto-sáttmálanum og margt bendir
til, að 2020 verði Kína mesta mengunarríkið. Síð-
ar á þessu ári hefst hins vegar önnur lota í
Kyoto-viðræðunum og þá verða gerðar auknar
kröfur til þróunarríkjanna.
Rússar hafa staðfest Kyoto-sáttmálann en
Andrei Íllaríonov, ráðgjafi rússnesku stjórnar-
innar í efnahagsmálum, sagði í gær, að sáttmál-
inn væri „vitleysa“, sem Rússar ættu að segja
skilið við. „Aldrei áður hafa verið settar tak-
markanir við efnahagslegum vexti í Rússlandi,“
sagði Íllaríonov og bætti við, að vegna sáttmál-
ans væri hætta á, að þjóðarframleiðslan yrði 60%
minni 2050 en hún var 2003.
Kyoto-sáttmálinn
genginn í gildi
Fagnað sem fyrsta skrefi í baráttunni við eina
mestu vá, sem steðjað hefur að lífríkinu
Kyoto. AFP.
Reuters
ÞAU hjónin Murugupillai Jeyaraj-
ah og Jenita, kona hans, réðu sér
ekki fyrir fögnuði þegar dómstóll
á Sri Lanka afhenti þeim í gær
barnið þeirra eftir nærri átta
vikna þref um ætterni þess og
uppruna. „Barn 81“ eins og dreng-
urinn var kallaður fannst lifandi
undir miklu braki eftir flóðölduna
um jólin og sagt var, að mörg
hjón, sem söknuðu barna sinna,
hefðu gert tilkall til hans. DNA-
rannsókn tók hins vegar af allan
vafa um hverjir eru hans réttu
foreldrar. Hér knúsa þeir strák-
inn, hann Abilass, og ætla sér
örugglega að passa vel upp á
hann í framtíðinni.
Reuters
Allt er gott sem endar vel
AUKNAR líkur eru nú taldar vera á
því að Ísraelar muni yfirgefa Gaza í
samræmi við tillögur stjórnar Ariels
Sharons forsætisráðherra. Þing Ísr-
aels samþykkti í gær lög um að átta
þúsund gyðingar, sem sest hafa að á
Gaza, fái bætur þegar gyðinga-
byggðir á svæðinu verða rýmdar á
árinu. Greiddu 59 af 120 þingmönn-
um atkvæði með frumvarpinu um
bætur en 40 greiddu atkvæði á móti.
Andstæðingar brottflutnings frá
Gaza reyna nú eftir mætti að tefja
fyrir áætlun Sharons með því að
krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið.
Takist Sharon að fá fjárlög sam-
þykkt í mars er talið að fátt geti
hindrað áformin um brotthvarf frá
Gaza. Ekki er þó víst að svo fari.
Shas, einn af flokkum bókstafstrúar-
manna, sagðist í gær ekki myndu
samþykkja fjárlögin og standi hann
við þau orð falla fjárlögin. Yrði þá
efnt til nýrra kosninga og óvíst hvað
þá yrði um Gaza-áætlunina.
Gyðingar
á Gaza
fá bætur
Jerúsalem. AP, AFP.
BANDARÍSK þing-
nefnd hefur sakað yf-
irmann olíusöluáætlun-
ar Sameinuðu þjóðanna
í Írak, Benon Sevan,
um að hafa stungið
meira en einni milljón
dollara í vasann í
tengslum við áætlunina
sem rekin var í Írak á
sínum tíma en virðist
nú hafa einkennst af
spillingu.
Fyrr í þessum mán-
uði birtu Sameinuðu
þjóðirnar bráðabirgða-
skýrslu nefndar sem
rannsakað hefur ásak-
anir um spillingu í tengslum við ol-
íusöluáætlunina. Þar kom fram að
framganga Sevans hefði verið „sið-
ferðislega ósæmileg“
og grafið „alvarlega
undan trúverðug-
leika Sameinuðu
þjóðanna“. Var Sev-
an sagður hafa þegið
„miklar fjárhæðir“
en hann var þó ekki
sakaður um mútu-
þægni eða talinn
hafa gerst brotlegur
við lög.
Djúpstæður vandi
Í skýrslu sem und-
irnefnd öldunga-
deildar Bandaríkja-
þings sendi frá sér á
mánudag segir hins vegar að gögn
í Írak bendi til að Sevan hafi hagn-
ast um u.þ.b. 1,2 milljónir dollara,
eða 74 milljónir ísl. kr., á fram-
kvæmd áætlunarinnar.
„Þessar niðurstöður sýna hversu
djúpstæður vandinn við þessa
áætlun var, mun meiri en áður
hefur verið talið,“ sagði í yfirlýs-
ingu sem Norm Coleman, þing-
maður Repúblikanaflokksins, sendi
frá sér í tengslum við birtingu
skýrslunnar.
Þingnefndin gerði opinber nokk-
ur skjöl, er tengdust efni skýrsl-
unnar, frá íraskri stjórnarskrif-
stofu er virtist sýna að Sevan hefði
þegið greiðslur á meðan hann var
milliliður fyrir fyrirtækið African
Middle East Petroleum, en það
fyrirtæki er „vinur“ hans, Fakhry
Abdelnoor, sagður hafa rekið. Sev-
an hefur sjálfur borið af sér allar
sakir í þessum málum.
Segja Sevan hafa feng-
ið 1,2 milljónir dollara
Washington. AFP.
Benon Sevan